Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.04.1903, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.04.1903, Blaðsíða 4
60 Þjóðviljinn. XVII, 15,—16. Slys. í febrúarmánuði týndist maður nokkur, Þórð- w Jónasarson frá Saurbrúargerði, er lengi var hafnsögumaður við Eyjafjörð. Hann var á heim- leið frá Kljáströnd, og hefir ekki komið fram, og er ætlun manna, að hann hafi farizt ofan um is, á lónunum milli Ness og Höfða, og var iík hans ófundið, er síðast fréttist. Fisktregt við I>júp. Síðan fyrir jól hefir verið mjög tregt um afla á ísafjarðardjúpi, enda ótíð löngum, og sjógæft- ir sjaldan. Um miðjan marzmánuð öfluðu þó nokkur skip all-vel í Bolungarvik, svo að vonandi er að fiskur sé nú i göngu inn í Djúpið. Norski kiáðaiæknirinn, hr. O. MyMestad, hefir nú einnig ferðazt um Suður-Þingeyjarsýslu, og um Kelduness- og Axarfjarðarhreppa í Norður-Þingeyjarsýslu. — Á svæði þessu hefir hann á ýmsum bæjum orð- ið var við fjárkláða, engu síður en í Eyjafjarð- arsýslu. Sagt er, að lækningatilraunir Myklestad’s í ■ Eyjafirðinum hafi tekizt mjög vel, enda kvað vera vaknaður þar mjög almennur áhugi á því, að reyna að útrýma fjárkláðanum gjörsamlega. Veitt lœknishériið. Hr. Andrés Féldsted, er verið hefir settur lækn- ir í Þingeyrarhéraði, siðan á síðastl. hausti hefir 19. marz síðastl. fengið veitingu fyrir téðu embætti. Lausn frá prestskap. Sira Jósep Kr. Hjörleifsson, prestur að Breiða- bólsstað á Skógarströnd, hefir 18. marzm. fengið lausn frá prestsembætti, sakir vanheilsu, en með eptirlaunum. Laust prestakall er nú, samkvæmt ofan sögðu, Breiðahólsstað- w á Skógarströnd (Breiðabólsstaðar- og Narf- eyrar-sóknir), og er brauðið metið 1184 kr. 33 a., en á þvl hvíla eptirstöðvar af 2000 kr. lands- sjóðsláni, er tekið var 1897, og afborgast á 28 árum. Prestsekkja á og að njóta lj1.s af föstum tekj- um brauðsins. Laglega valinn kjörfundarstaöur. Eins og sést af sýslunefndargjörðun- urn í Yestur- Isafjarðarsýslu, sem getið er i blaði þessu, hefir sýslunefndin lagt það til, að kjörfundur til alþingiskosn- inga í Yestur-ísafjarðarsýslu verði hald- inn á Þingeyri. Margur skyldi því ætla, að það hafi eigi vakað fyrir sýslunefndinni, að gjöra kjósendum kjörfundarsóknina yfir höfuð sem greiðasta, þvi að hefði svo verið, virtist sjálfsagt, að hafa If/iirfundinn norð- an Dýrafjarðar, t. d. á Mýrum, sem telja má í miðju kjördæminu, i stað þess er meiri hluti kjósendanna (úr Suðureyrar-, Mosvalla- og Mýra-hreppum) á nú að sækja yfir Dýrafjörð*. A hinn bóginn er Þingeyri mjög vel valinn kjörfundarstaður fyrir Auðkúlu- og Þingeyrar-hreppa, — einmitt þann hluta kjördæmisins, er studdi sýslumann H. Hafstein við síðustu kosningar(!) Það er skiljanlegt, að sýslumanni, og fleirum úr sýslunefndinni, hafi verið ann- *) Kjörfundarsókn á Þingeyri er Súgfirð- ingum og Onfirðingum miklu örðugri, og kostn. aðarsamari, en á ísafjörð, enda eiga þeir nú bæði yfir land og sjó að sækja, og hamli veður þvi, að farið verði sjóleiðina, yfir Dýrafjörð, þá lengir það leiðina talsvert, að ríða kringum fjörð- inn. ast um þá, annara um þá, en um óþekku bömin, sem eigi vildu kjósa hr. H. Haf- stein, og félaga hans, í fyrra. En það er vonandi, að Súgfirðingar og Önfirðingar láti það eigi aptra sér frá kjörfundarsókninni, þótt þeim sé þannig gjört töluvert örðugra fyrir, en vera ætti. Hæpið mun og að treysta þvi, að kjósendur í Auðkúlu- og Þingeyrar-hrepp- um reynist nú hr. H. Hafstein, eða þing- mannsefni hans, almennt jafn fylgispak- ir, sem i fyrra. Að öllu yfirveguðu hefði það þvi að likindum verið lang-réttast, að hafa kjör- fundinn norðan Dýrafjarðar, eins og al- menningur í kjördæminu vænti, og átti sanngjarna heimtingu á. ,,S"V -A_ X _A_ÍS, hið alþýðlega mán- aðarrit, sem hr. G. M. Thompson á Gimli i Manítoba gefur út, mun vera i fárra höndum hér á landi, eins og reyndar fleiri rit, sem landar vorir í Yesturheimi gefa út. En þetta er eigi, sem skyldi. Jafn fámennur, sem þjóðflokkur vor er, þá veitir ekkert af því, að Austur- og Vest- ur-íslendingar styrki sem bezt hvorir aðra, að því er til bókakaupa kemur, en bauki ekki hvorir i sínu horni. Islenzki bókamarkaðurinn er vissulega full-lé- legur, þótt Austur- og Vestur-íslending- ar leggi saman, hvað þá heldur, ef hvor- ir um sig álíta sér bóka-útgáfur hinna lítið eða ekki viðkomandi. Af mánaðarritinu .,Svava“, erfyrvar getið, koma út 3 arkir mánaðarlega, eða alls 36 arkir á ári, og kostar árgangur- inn hér á landi 4 kr. 58 Hún skalf og titraði ákaflega, og sló út hendinni, eins og hún ætlaði sér, að slá vopnið úr hendi honum. En svo lémagnaðist hún allt í einu, og hné aptur á bak í hægindastólinn. „G-erið mér nú ekki örðugra fyrir“, mælti Hermann. „í síðasta skipti skora eg nú á yður, að nefna mér spilin!a Greifafrúin svaraði engu — hún var dáin. * * * Lisa sat í herbergi sínu, og var í þungum þönkum. Þegar hún kom frá dansleiknum, hafði hún flýtt sér upp á herbergi sitt, og hafði þá ákafan hjartslátt, þvi að hún bjóst við, að Hermann væri þar fyrir. En eigi hafði hún fyr opnað hurðina, en hún sá, að hann var ókominn, og þakkaði hún þá forsjóninni, að hann hefði eigi getað komið. Hún settist nú niður, án þess hún færi úr yfir- höfninni, og fór að hugsa um öll atvikin í ástar-æfin- týri þessu, sem þegar var svo langt komið áleiðis. Það voru varla liðnar 3 vikur, síðan hún sá liðs- foringjann í fyrsta skipti út um gluggann, og þó hafði hún eigi að eins skrifað honum til, heldur jafn vel leyft honum að finna sig. Hún vissi, hvað hann hét, en þá var líka allt upp talið. Hún hafði fengið mörg bréf frá honum, en hafði þó ekki einu sinni heyrt málróminn hans enn. Og merkilegt var það, að aldrei hafði hún heyrt neinn minnast á hann, fyr en einmitt í kvöld. En í kvöld, á dansleiknum, hafði Tomskí dansað við Lísu, af því að hann var reiður við Paulinu prinsessu, 67 borðið, og sem tók að minnsta kosti upp fjögra manna pláss. Tchekalinski brosti mjög innilega, svo sem til sam- þykkis, og Naronmoff óskaði vini sínum til hamingju, er hann spilaði nú i fyrsta skipti. „Gerið svo vel!u mælti Hermann, er hann hafði ritað eitthvað aptan á spil sitt. „Hvað mikið?u spurði Tchekalinskí, og var með hálf-aptur augun. „Afsakið, að eg sé ekki, hvað þér hafið skrifaðu. „Ejörutíu og sjö þúsund rúbluru, mælti Her- mann. Allir störðu nú á Hermann. „Hann er vitlausu, mælti Naronmoff. „Leyfið mér að vekja athygli yðar á því“, mælti Tchekalinskí, og brosti, sem fyr, „að hér eru menn eigi vanir að spila upp á meira, en 175 rúblur, þegar menn leggja i fyrsta skiptiu. „Mér hefir verið sagt svou, mælti Hermann, „en takið þér boði mínu, eða gjörið þér það eigi?“ Tchekalinskí hneigði sig, til merkis um samþykki sitt, en mælti: „Þótt eg vantreysti aldrei vinum mínum, get eg þó eigi spilað, nema féð sé lagt fram. Jeg efast auð- vitað alls ekki um það, að orð yðar sé, sem gull, en til þess að fylgja spilareglunum, og gera alla reikningsfærslu auðvelldari, vil eg biðja yður, að leggja peningana á spilið yðaru. Hermann tók þá upp bankaávísun, er Tcheka- linskí skoðaði um hríð, og lagði hana siðan á spil Her- mann’s.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.