Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.04.1903, Síða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.04.1903, Síða 5
XVII, 15.—16. -ÞjÓÐVILJINN. 61 í síðasta hepti mánaðarrits þessa, er j hingað hefir borizt, er áframhald af rit- j gjörð Gi. M. Thompson’s um rannsóknar- j ferðir til norðurskautsins (æfisaga Norden- j skjöld’s, og mynd hans), kafli úr skógar- j Ijóðum, eptir góðskáldið J. Magnús Bjarna- son, framhald af skáldsögunni: Bórnöveð- ursins, eptir Sylvanus Cobb, saga Mennoníta trúflokksins, yfirlit yfir helztu slysfar- irnar i heiminum á árinu, sem leið, o. fl. Ytri frágangurinn á „Svövu“ má heita fremur góður, og málið töluvert skárra, en vér eigum að venjast á blöðum o. fl., er birtist í Yesturheimi. Sýslunefndarfundur Norður-ísafjarðarsýslu. (Frá fregnrita ,,Þ]’óðv.“). Fundurinn var hald- inn á Isafirði 3.—5. marzmánaðar, og' gjörðist þar þetta markverðast: I. Gufubátsferðir um Djúpið. Sýslunefndin lét í ljósi óánægju sína yfir því, að útgerðar- maður „Ásgeirs litla“ hefði eigi útvegað annað gufuskip, til að ljúka við áætlunarferðir þær, er „Ásgeir litli“ átti ófarnar, þegar hann bilaði í síðastl. septemhermánuði, og þóttu ferðirnar einn- ig of dýrar. — Sýslunefndin kaus þvi þriggja manna nefnd ("Hafstein, síra Sigurð í Vigur og Laxdal verzlunarstjóra^), til að semja um gufu- skipaferðir um Djúpið á yfirstandandi ári, og skoraði á landstjórnina, að horga eigi út lands- sjóðsstyrkinn í ár, nema eptir tillögum tóðrar nefndar. II. Verðlaun úr rœktunarsjóði. Sýslunefndin mældi með því, að verðlaun úr ræktunarsjóðn- um yrðu veitt Asgeiri hreppstjóra Guðmundssyni k Arngerðareyri og Ólafi hónda Jónssyni í Keykj- arfirði. III. Kjördœmaskipting. Sýslunefndin lagði það til, að Norður-ísafjarðarsýsla yrði kjördæmi sér, og ísafjarðarkaupstaður annað, eða þá ísa- fjarðarkaupstaður og Eyrarhreppur, ef farið væri eptir fólksfjöldanum. IV. Færsla þingstaða. Sýslunefndin mældi með þvi, að þingstaður Hólshrepps yrði fluttur frá Grundum að Ytribúðum. — Sömuleiðis var nefndin því og meðmælt, að þingstaður Eyrar- hrepps yrði fluttur frá Hauganesinu í Hnifsdal, þar sem þingstaðurinn var áður, ef meiri hluti atkvæðishærra hreppshúa samþykkti. V. Sundkennsla í Re.ykjanesinu. Samþykkt var að fela cand. Asgeiri Asgeirssyni frá Arn- gerðareyri að veita sundkennslunni forstöðu með sömu kjörum, sem að undan förnu. VI. Verðlaun fyrir refaveiðar. Sýslunefndin veitti Guðm. Pálssyni, fyrrum hónda i Fremri- Hnífsdal, 120 kr. verðlaun í eitt skipti fyrir öll fyrir framúrskarandi dugnað við refaveiðar. — Hann hefir unnið Bll refi alls. VH. Styrktarsjóður gamálla formanna við Isa- fjarðardjúp. Sýslunefndin samþykkti skipulags- skrá fyrir styrktarsjóð þenna, sem stofnaður er með gjöf frá „Kaupfélagi ísfirðinga“. (Skipu- lagsskrár þessarar verður síðar minnzt í „Þjóðv.11) VIII. Lántáka sveitarfélags. Samþykkt, að Snæfjallahreppur taki 2000 kr. lán til vegagjörða á Bæjahlfð. IX. Synjað um sveitaverzlunarleyfi. Vitavörð- ur Gestur Guðmundsson i Arnardal hafði sótt um leyfi til sveitaverzlunar, en sýslunefndin synj- aði um leyfið. X. Ný fjallskilareglugjörð var samþykkt, og enn fremur afgreidd ýms minni háttar málefni, auk vanalegra reikningsmála. Sýslunefndarl'undur Vestur-ísafjarðarsýslu var haldinn að Sólhakka í Önundarfirði 10.—11. fehr. — Þar gjörðist þetta markverðast: I. Kj'órfundarstaður. Sýslunefndin lagði það til, að kjörfundarstaður í Vestur-ísafjarðarsýslu yrði á Þingeyri. II. Aukapóstferðir. Sýslunefndin lagðimeð- mæli sin með því, að aukapóstar gangi: a, frá Holti í Önundarfirði út í Valþjófsdal h, frá Mýrum að Gerðhömrum, og c, frá Rafnseyri að Loðkinnhömrum. III. Lántáka til barnaskólahússbyggingar. Sam- þykkt, að Mosvallahreppur taki 4 þús. króna lán, til að hyggja barnaskólahús í verzlunar- staðnum Flateyri. IV. Yfirsetukvennáhéruð. Sýslunefndin sam- þykkti að leggja það til við amtsráðið, að Auð- kúluhreppi verði skipt í tvö yfirsetukvennahér- uð, er nái annað yfir svæðið frá Loðkinnhömr- um að Borg, að háðum þeim hæjum meðtöldum, en hitt yfir hinn hluta hreppsins. Af Hornströndum, i Sléttuhreppi í ísafjarð- arsýslu, er skrifað 18. janúar síðastl.: „Tíð hefir verið hér rosasöm, og kvað þó mest að þvi fyrri part desembermánaðar. Nóttina milli 5. og 6. þess mánaðar gjörði aftaka-sunnanveður, og fuku þá tvær heyhlöður, og einn róðrarbátur, og þak reif af flestum húsum öðrum í Rekavik hak Höfn; mátti svo segja, að eptir það drægi aldrei af roki, á sunnan og suðvestan, til 14. des. — Með jólum kom norðankafaldshríð, er stóð til þrettánda, með nístandi frosti, en lítilli fann- komu, en nú eru aptur komin sunnan hliðviðri, og jörð að mestu auð í hyggð, og þvi gott útlit, að því er skepnuhöld snertir, ef ekki koma vor- harðindi, með isalögum. Á næstliðnu hausti var fiskiafli hér með hezta móti, er nokkurn tíma hefir verið, og gæft- ir fremur góðar, fram að veturnóttum“. Úr Grunnavikurhreppi, í ísafjarðarsýslu, er skrifað 22. fehr. siðastl.: „Tíð hefir verið hér stirð, tiðast vestanrok og slög fram að hátíðum, en síðan umhleypingasamt, og fannkoma mikil allan þorrann, og því alveg haglaust fyrir allar skepnur. 80. f. m. vildi hér það slys til, að 2 menn urðu úti á svo nefndri Skorarheiði, er liggur milli Hrafnfjarðar og Furufjarðar, og voru þeir hændurnir frá Álfstöðum, Bœring Guðmundsson og Ólafur Torfason, háðir ungir og efnilegir menn. Fóru þeir frá Furufirði seint á degi heimleiðis, í hálf-ófæru veðri, er versnaði meira, er þeir voru farnir, enda gekk þá nóttin að, og færð vond. — Ekkert fréttist um þetta, fyr en 2. þ. 66 En — tilviljunin kom honum til hjálpar. I Moskwa var um þessar mundir maður nokkur, er Tchekalinskí hét, er eigi hafði annað gjört um dagana, en að spila, þ. e a. s. halda spilabanka, og hafði grætt fé, svo að miljónum skipti, þvi að hann tapaði all-opt- ast að eins litilræði, en vann fó i hrúgum. Hann átti skrautleg hús, hélt stórveizlur, og hafði ágæt vín á borðum sínum, og átti því marga vini, og var Naronmoff einn í þeirra tölu. Einn af vinum Hermann’s kom honum í kynni við Tchekalinski, og furðaði Hermann stórum, hve allt var þar ríkmannlegt. Þegar Hermann kom þangað, var þar fjöldi gesta. Þar voru hershöfðingjar, er spiluðu „whistu, og hátt settir liðsforingjar lágu þar á legubekkum hér og hvar, með langar tóbakspípur í munninum, og voru að rabba um hitt og þetta. Húseigandinn sat við endann á spilaborði í stærsta herberginu, og voru þar ýmsir að spila við hann pen- ingaspil. Tchekalinskí var maður um sextugt, hvítur fyrir hærum, en góðlátlegur í sjón, og bros lék sífellt um var- ir honum. Hann tók Hermanni afar-kurteislega, bauð hann velkominn, og lét á sér heyra, að hann vildi, að allir, sem þar kæmu, litu svo á, sem þeir væru heima hjá sér. Það var verið að spila þar í herberginu, er Her- mann kom inn, og stóð hann um hríð, og horfði á, ásamt Naronmoff. „Viljið þér leyfa, að jeg fái mér eitt. spil?u spurði Hermann, og sneri sér að feitum manni, er sat þar við 59 þótti hún líta meira á annan, en sig, og vildi þvi sýna henni lítilsvirðingu sína með þvi, að dansa við Lísu. Hann hafði strítt Lísu fjarska mikið með þvi, hve mikils hún metti liðsforingja, er væri í herdeild verk- fræðinganna. Og svo fór hann að geta upp á hinu og þessu, og gat svo í kollinn, að Lísa hélt, að leyndarmál hennar væri orðið hljóðbært. „En hver fræðir yður um allt þetta?“ sagði Lísa þá brosandi. „Yinur liðsforingjans, kunningja yðar, mjög skrít- inn karl“, svaraði Tomskí. „Og hver er þessi skrítni maður?“ spurði Lísa. „Hermann kvað hann heitau, mælti Tomski. Lísa svaraði engu, en varð mjög utan við sig. „Hermann þessi er sannkölluð skáldsögu-hetjau, mælti Tomski ennfremur. „Hjartað, eins og í Napoleon, en sálin úr Mephistopheles, og gæti eg trúað, að hann hefði að minnsta kosti þrjá glæpina á samvizkunni .... en hvað þér fölnið allt i einu!u „Jeg hefi slæman höfuðverk44, svaraði Lísa „það er allt og sumt. En hvað sagði þessi monsjör Hermann yður? Eða nefnduð þér manninn ekki þvi nafni? „Hermann er mjög reiður við vin sinn, það er að segja liðsforingjann, sem komizt hafi í kynni við yður, og tjáist mundu hafa hegðað sér allt öðru vísi, hefði hann verið í hans sporumu, mælti Tomskí. „En jeg þori annars að fullyrða, að Hermanni lízt sjálfum vel á yður; að minnsta kosti hlustar hann með athygli á allt, sem vinur hans segir honum um yðuru, mælti Tomski ennfremur.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.