Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.04.1903, Page 7
Þjóðviljinn
63
XYII, 14,—15.
Af hiálfu Tryggvaliðsins töluðu á fundinum:
Hannes ritstjóri, Jón Olafsson, Lárus dánumaður,
Halldór Jónsson, Sighvatur gamli, og síra Þór-
hallur Bjarnarson, en úr „landvarnarliðinu“:
yfirdómari Jón Jensson, Jón sagnfræðingur Jóns-
son, Bjarni kennari Jónsson frá Yogi, Benedikt
Sveinsson stúdent, Magnús Einarsson dýralæknir,
og Jón Gr. Sigurðsson skrifari
Yfirdómari Jón Jensson vildi fá borna undir
atkvæði þá tillögu, að biðja alþingi „að gæta
landsréttindanna“, en fundarstjóri neitaði að
bera tillöguna undir atkvæði(!), enda þótti fund-
arstjórnin og að öðru leyti eigi fara sem bezt
úr hendi, Tryggvaliðar t. d. látnir tala svo
lengi, sem þeim þóknaðist, en hinum skammt-
aður mjög naumur tími, eða varnað málfrelsis,
o. s. frv.
Ollum sögnum af fundi þessum ber saman
um það, að á fundinum hafi verið mikil ærsl
og gauragangur, pípnabláátur, hróp, stapp o. s.
frv., og kom það mest niður á Lárusi vorum,
Snæfellingavaldsmanninum, er þótti ærið reg-
ingslegur og hrokafullur, sem honum er lagið,
enda var „drjúgum pípt að honum, stappað mik-
ið, og kastað fúleggi í hausinn á honurn11, að
þvi er ritstjóra „Þjóðv.11 er skrifað af skilríkum
manni.
Skólapiltar ýmsir o. fl., er heitið hafði verið
inngöngu í fundarsalinn, en voru sviknir um
það, gerðust og all-ókyrrir úti f.yrir, gerðu her-
hlaup á fundarhúsið, brutu glugga með grjót-
kasti o. s. frv., og var svo loks hleyþt inn.
Mælt er, að ýmsir apturhaldsliðshöfðingjarnir
hafi viljað, að hafin væri opinber rannsókn út
af ógangi þessum, en eigi fengið því framgengt,
enda hafði, ofan af lopti í fundarhúsinu, verið
steypt vatni yfir þá, sem úti biðu, svo að full
ástæða var til þess, að þeim yrði gramt í geði-
Meira, en meðal-flónska má það
kallast af þeim félögunum, „Þjóðólfs“-manni og
Jóni Olafssyni*, ef þeir vænta nokkur árangurs
*) Hr. Jón Ól. var þessa stundina „Þjóðólfs ‘‘
megin.
EeyiiiO lin nýju, eta litaM, frá lilanrertsmifljn
BUCH’S
Nýr ekta demaiitsvartiir litur Nýr ekta dökkblár litur
— — hálf-blár — — — sæblár —
Allar þessar 4 nýju litartegundir sbapa fagran ekta lit, og gerist þess eigi
þörf, að látið sé nema einu sinni í vatnið (án „beitzea).
Til heimalitunar mælir verksmiðjan að öðru leyti fram með sinum viður-
kenndu, öíiugu og fögru litum, sem til eru i alls konar litbreytingum.
Fæst hjá kaupmönnum hvívetna á Islandi.
BuoH’s litunarverKsmlöja,
Kaupmannahöín V.
Stofnuð 1842 — Særnd verðlaunum 1888.
ikta Irónuöl, Iiónupilsner og ixport flobbeltöl
frá hinum sameinuðu ölgerðarhúsum í Kaupmannahöfn
eru hinar finustu skattfriar öltegundir.
SALAN VAB: 1894—95: 248564 fl. 1898—99: 9425958 fl.
1895— 96: 2976683 - 1899—1900: 10141448 -
1896— 97: 5769991 - 1900—1901: 10940250 -
1897— 98: 7853821 - 1901—1902: 12090326 -
af tilhæfulausa róginum, og getsökunum, um
svikráð við stjórnarskrárfrumvarpið, og leyni-
makk við „landvarnarflokkinn11, er þeir beindu
að oss framsóknarflokksmönnunum á Reykjavíkur-
fundinum.
Landshöjðingja- „klikanu ímyndar sér, sem von
er, að hennar eigin verðleikar — lagasynjanir, em-
bættisgjörræði, politiskar ofsóknir o. fl. —kunni
að reynast œrið léttir á metunum hjá kjósendunum,
og byggir því allar sigurvonir sínar eingöngu á
staðlausum rógi og getsökum um mótflokkinn.
En það mun sýna sig, að þau vopnin bíta
eigi lengur.
Bessastöðnm 6. apríl. 1903.
Tíðarfarið heflr verið mjög óstöðugt, ogum-
hleypingasamt, síðan um mánaðamótin síðustu,
og ýmist rigningar eða snjóar, sem standa þó
ekki degi lengur nú orðið.
Strandferðaskipið „Vesta,“, skipstjóri Qolt-
fredsen, kom til Reykjavikur 27. f. m. að kvöldi,
norðan um land, og hafði farið á allar hafnir,
64
Rótt á eptir heyrði hann, að forstofuhurðinni var
lokið upp, en hugsaði ekki frekar um það, því að hann
hugði, að það væri þjónn sinn, er kæmi heim fullur, eins
•og hann var vanur.
En skömmu síðar heyrði hann fótatak í forstofunni,
sem hann kannaðist ekki við.
Það var engu líkara, en að einhver væri að laum-
ast þar, og færi mjög hægt.
Og svo var lokið upp hurðinni, og hvítklædd kona
kom inn í svefnberbergið til hans.
Hermann hólt, að það hlyti að vera fóstra hans, og
■skildi sízt í því, hvaða erindi hún ætti á þessum tíma.
Hvítklædda konan gekk nú hratt eptir gólfinu, og
nam staðar við rúmgaflinn á rúminu, er Hermann lá í,
og Hermann þekkti þá glöggt, að þetta var — greifa-
frúin, Anna Fedotowna!
„Jeg kem hingað, gegn vilja mínum“, mælti hún,
og var nú all-fastmælt, „því að jeg er neydu til þess,
að verða við ósk þinni“.
„Þristurinn, sjöið og ásinn eru spilin, sem vinnst á“,
mælti hún enn fremur, „sé spilað á þau hvert á eptir
annað. En þú mátt ekki spila nema eitt spil á sólar-
hringnum, og þegar þú hefir spilað þrisvar, máttu aldr-
ei snerta framar á spilum, meðan þú lifir; og jeg fyrir-
gef þér dauða minn með því skilyrði, að þú gangir að
eiga Lísabetu Ivanownu, sem hjá mór varu.
Að svo mæltu gekk hún frá rúminu, lauk upp
hurðinni, og hvarf.
Hermann heyrði, að útidyrahurðin var opnuð, og
rótt á eptir sá hann hvítklædda veru ganga fram hjá
glugganum, og niður götuna.
61
Það leið nú svo nokkur tími, að hvorugt þeirra
mælti orð frá munni, og hvorugt horfði á annað.
Það fór að skíma af degi, og Lísa slökkti ljósið.
Lísa þurrkaði sór um augun, og leit á Hermann,
er stóð við gluggann, með krosslagðar hendur, og þung-
ur á brún.
Og er hún sá hann nú standandi þarna, minnti
hann hana ósjálfrátt á mynd, er hún hafði sóð af Na-
poleon.
„Hvernig á jeg að koma yður burt?“ spurði hún að
lokum. „Jeg hafði hugsað mór, að þér færuð ofan stig-
ann, sem hóðan liggur, en þá verður að fara gegnum
svefnherbergi greifafrúarinnar, og það er mér mjög illa
við“.
„Segið mór, hvernig jeg get komizt út, og þá fer
jeg einn“, svaraði Hermann.
Lísa tók þá upp lykil, er hún rétti Hermanni, eptir
að hún hafði sagt honum leiðina.
Hermann greip hönd hennar, sem var ísköld, bar
hana að vörum sér, og kvaddi.
Hermann gekk svo niður stigann, og kom þá
skömmu siðar inn í svefnherbergi greifafrúarinnar.
Grreifafrúin var stirðnuð í hægindastólnum, en var
að sjá óbreytt í andliti.
Hermann nam snöggvast staðar, og starði á hana,
svo sem til þess að ganga enn betur úr skugga um,
hvar komið var.
Að því loknu fálmaði Hermann sig áfram, og slapp
ósóður út úr húsinu, með aðstoð lykilsins, er Lísa hafði
léð honum.
*