Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.04.1903, Page 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.04.1903, Page 8
64 IÞjóðvil jinn. xyn. 15,—16. Hin nýja endurbætta „PERFECT'* skilvinda tilbúin hjá Burmeister & Wain er nú fullsmíðnð og komin á markaðinn. „PERFECT“ er af skólastjórunum Torfa í Ólafsdal, Jónasi á Eyðum og mjólkurfræðingi G-rönfeldt, talin bezt af öllum skilvindurn, og sama vitnisburð fær „Perfect“ hvervetna erlendis. „PERFECT“ erbezta og odýrasta skil- vinda nútimans. „PERFECT“ er skilvinda framtíðarinnar. Útsölumenn kaupmennimir: Gunnar Gunnarsson Eeykjavík, Lefolii á Eyrarbakka, Halldór Jónsson Yík, allar Grams verzlanir, Ásgeir Ásgeirsson ísafirði, Kristjáu Gislason Sauðárkrók, Sigvaldi Þorsteinsson Akureyri, Magnús Sigurðsson Grund, allar 0rum & Wulffs verzl- anir, Stefán Steinholt Seyðisfirði, Priðrik Möller Eskifirði. Einkasölu til íslands og Færeyja hefir: Jakob Gunnlögsson, Kjobenhavn K. sem áætlað var, nema til Stykkishólms, með þvi að skipið b r-eppti versta norðanveður við Flatey á Breiðafirði, missti þar atkeri, og hélt þvi til Reykjavikur. — Meðal farþegja með „Vestu“ voru Bósinkranz hóndi Rósinkranzson frá Tröð í Onundarfírði, og Samson Eyjólfsson frá ísafirði, til að standa i máli sinu við sýslu- mann íl. Hafstein, er hann hefir áfrýjað til yfir- dóms. „Vesta“ hélt svo þegar frá Reykjavik til Stykkishólms og Flateyjar, og fór ritstjóri Hann- es Þorsteinsson, og frú hans, þá með skipinu til Stykkishólms, og komu aptur til Reykjvikur 30. f. m., á samt yfirvaldinu snæfellska, próföstun- um Sig. Jenssyni i Flatey og Sig. öunnarssyni i Stykkishólmi o; fl. 3. þ. m. lagði „Vesta“ af stað frá Reykja- vík, vestur og norður um land, áætlunarferð sina. Aflabrögð góð i verstöðunum hér við sunn- anverðan Faxaflóa, er síðast fréttist, nýgenginn netafiskur, vænn og feitur. Danska herskipið „Hekla“ kom til Reykja- víkur, 29. f. m.; hafði farið frá Kaupmannahöfn 15. marz. (iuiuskipið „Pervie“ lagði af stað frá Reykja- vík til Kaupmannahafnar 27. f. m., og tók Gunn- ar kaupmaður Einarsson sér far með því skipi. Auk farþegja þeirra, er getið var í síðasta nr. „Þjóðv.“, kom P. J. Thorsteinsson, kaupmað- ur á Bíldudal, einnig með skipinu. Sjálfsmorð. 27. f. m. hengdi sig maður á Vatnsleysuströndinni hér í sýslu. Hann hét Jón Gestur Jónsson, og fékkst við barnakennslu. — Hann hafði gengið í latínuskólann nokkum tíma, en hætt námi þar. FÁLKA IEFTÓBAKIÐ ER tezta neftóMKii. THE North British Ropework C°y. Kirkcaldy Contractors to H, M. Government búa til rússneskar og ítalskar fiskilínur og fosri, Manila, Coces og tjörukaðal, allt úr bezta efui og sórlega vandað. Biðjið því ætíð um Itirclsalciy fiskilínur og færi hjá kaupmanni þeim, sem þér verzlið við, því þá fáið þér það, sem bezt er. PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS 62 Þrem dögum eptir atburð þann, er að framan var frá skýrt, gekk Hermann, kl. 9 að morgni, inn í klaustr- ið, þar sem jarðarför greifafrúarinnar átti fram að fara. Með sjálfum sér gat hann að vísu eigi dulizt þess, að hann hefði drepið veslings konuna; en til iðrunar fann hann þó ekki. Hann var trúlaus maður, en hjátrúarfullur, sem títt er um slika menn. Honum þótti það eigi óhugsandi, að greifafrúin sáluga kynni ef til vill að geta haft einhver áhrif á framtíð sína, og hafði því ásett sór, að vera við jarðar- för hennar, til þess að friða sál hennar. Kirkjan var troðfull af fólki, svo að örðugt var, að komast þar inn. Líkkistan stóð á dýrindis palli, og lopthiminn yfir. Kistan var opin, og voru höndur greifafrúarinnar krosslagðar á brjósti hennar, og hún var í hvítum silki- kjól, alsettum leggingum. Ættingjar greifafrúarinnar stóðu umhverfis kistuna, og vinnufólk hennar var allt svartklætt, en bar þó mis- lit silkibönd til skrauts, og áttu þau að tákna aðalsmerki greifafrúarinnar. Ættingjarnir — börn, barnabörn, og barnabarna- börnin — voru allir í sorgarklæðum, en engum sást falla tár af brá. Til þess að halda líkræðuna hafði verið fenginn frægur pródikari, sem blátt áfram, og með fáum orðum, skýrði frá burtgangi réttlátra úr heimi þessum til betra lífs. Að guðsþjónustunni lokinni, gjörðist þögn mikil, 63 unz allir ættingjarnir gengu að líkkistunni, til þess að flytja hinni framliðnu síðustu kveðjuna. Á eptir þeim gengu að kistunni allir, sem boðnir höfðu verið, og að lokum vinnuhjú hinnar framliðnu. Hermann gekk einnig að líkkistunni, og kraup þar á knó í nokkrar mínútur, og stóð svo upp, fölur, sem nár. En allt í einu virtist honum hin framliðna stara á sig, og depla öðru auganu, mjög hæðnislega. Hermann varð alveg forviða, og hrökk við, afar- óttasleginn. Hann skalf og titraði, sem hrísla, og fjöldi fólks hljóp til, til að hjálpa honum. í sömu svipan fókk Lisa einnig yfirlið, fram við kirkjudyrnar. Allan daginn var Hermann hálf-lasinn. Hann borðaði óbreyttan miðdegisverð á sama veit- ingahúsinu, þar sem hann var vanur að borða, en drakk á hinn bóginn talsvert af víni, til þess að deyfa hugs- anir sinar, og átti hann ekki vanda til slíks. En í stað þess að deyfa, þá hafði vínið öllu fremur æsandi áhrif á Hermann. Hann fór því snemma heim til sín, og fleygði sór í fötunum upp í rúmið, og fóll þá brátt í fastan svefn. Þegar hann vaknaði aptur, var komin nótt, og tunglsljós lék um herbergið. Hann leit á vasa-úrið sitt, og var klukkan þá eitt kortór í þrjú. Ósjálfrátt fór hann að hugsa um gömlu greifafrúna, en veitti því þá eptirtekt, að einhver gekk fyrir glugg- ann, og horfði inn i herbergið.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.