Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.05.1903, Qupperneq 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.05.1903, Qupperneq 3
XVII, 21. Þjóðviljinn. 83 Katrín Ólafsdóttir á ísafirði, ekkja Ein- ars sáluga Pálssonar skipherra, systir Jens Ólafssonar, fyrrum hreppstjóra i Þjóðólfs- tungu. — Katrín kom barn að aldri í fóstur til Sigríðar sálugu, og hafa þær jafnan siðan dvalið i sama húsinu á Isa- firði, unz dauðinn skildi þær að samvist- um, svo sem fyr segir. Merkur maður, er vel þekkti Sigríði sálugu, lýsir henni áþessaleið: „Sigrið- ur sáluga var siðprúð kona, og vel að sér, stjórnsöm og ráðdeildarsöm húsmóð- ir, guðhrædd, og vönduð i allri hegðun sinni, enda vinsæl, og vel metin af öll- um, er hana þekktu, og fósturbörn- um sínum góð og umhyggjusöm móðir, svo að óhætt er að fullyrða, að ísafjarðar- kaupstaður á þar að sjá á bak einni af hinum merkari konum sínuma. — 16. janúar þ. á. andaðist að Naustum i Skutilsfirði i ísafjarðarsýslu Hálldór Halldórsson, er fyrrum bjó lengi í Engi- dal i Skutilsfirði. — Halldör sálugi var fæddur í Arnardal árið 1820, og var þvi frekra 82 ára að aldri, er hann andaðist, enóa var hann á seinni árum æfi sinn- ar orðinn mjög farinn að heilsu, og þrot- ínn að sjón, og lá rúmfastur meira en hálft síðasta árið, er hann lifði. Halldór sálugi missti föður sinn er hann var í æsku, og fluttist þá fyrst með móður sinni að Eyri í Skutilsfirði, og siðan að Engidal, og kvæntist árið 1844 ■eptirlifandi ekkju sinni Olöfu Sölfadótt- ur. — Eeistu þau hjónin bú i Engidal, og bjuggu þar í 14 ár, en síðan nokkur ár, að Eossum í Skutilsfirði, og varð þeim alls 7 barna auðið, og er nú að eins eitt þeirra barna á lífi, Jón að nafni, kvænt- ur maður, sem nú er útvegsmaður og húseigandi i ísafjarðarkaupstað, og studdi hann föður sinn heiðarlega síðustu árin, er Halldór sálugi tók að eiga örðugt, sak- ir elli og lasleika. Halldór sálugi var mörg ár formaður í Skálavik ytri, og í Bolungarvík, og þótti jafnan ötull sjósóknari, og heppinn aflamaður. — Hann var og lagvirkur vel, og vandvirkur, að hverju verki sem hann gekk. Albróðir Halldórs sáluga er hinn al- kunni skörungur Jón hreppstjóri Hall- dórsson á Kirkjubóli í Skutilsfirði. — 16. des. síðastl. andaðist að Narfeyri í Snæfellsnessýslu merkisbóndinn Jón hreppstjóri Jönsson, 72 ára að aldri. — Foreldrar hans voru Jón Jónsson í Rif- gerðingum á Breiðafirði, og Salóme, kona hans. — Jón sálugi var tvíkvæntur, og var fyrri kona hans Kristín Jónsdóttir frá Yörðufelli, og eignuðust þau 3 börn, sem Öll eru á lífi, og eru þau: Jón, tré- smiður í Reykjavík, Hallgrímur, kennari á Sandi í Ytri-Neshrepp í Snæfellsnes- sýslu, og Ólína, gipt kona i Ameríku. En seinni kona Jóns sáluga, er nú lifir mann sinn, var Málfriður Jósepsdóttir, Jónssonar prests Hjaltalín á Breiðabóls- stað á Skógarströnd, og eignuðust þau alls 8 börn; dóu tvö þeirra í æsku, en uppkominn son, Gruðlaug að nafni, misstu þau, er hann var um tvítugt; hin börn- in eru enn á lífi, og eru: Jósep Hjalta- lín í Stykkishólmi, Stefán, trésmiður í Tönsberg í Noregi, Giunnlaugur Jón, barnakennari á Narfeyri, Giuðmundur og Magnús, báðir til heimilis á Narfeyri. Jón sálugi bjó fyrstu búskaparár sín í Ólafsey, en síðan á Yalshamri, og loks á Narfeyri. — Hann var vel greindur maður, og búhöldur góður, og bjó því lengi við allgóð efni, þótt mjög væru þau til þurrðar gengin hin síðari árin. Hann varð, sem fleiri hreppstjórar í Snæfellsnessýslu, bendlaður við verðlags- skrárhneixlismálið snæfellska, og var mál hans eigi útkljáð í landsyfirréttinum, er hann féll frá. Jón sálugi hafði legið, siðan á sum- ardaginn fyrsta i fyrra, er hann kom veikur heim af sýslunefndarfundi, og var banamein hans bólga i blöðrunni. Hann var i mörg ár hreppstjóri og sýslunefndarmaður í sveit sinni. Albræður Jóns sáluga voru: dbr.mað- ur Hallgrímur Jónsson á Staðarfelli, er andaðist á síðastl. vetri, og Ormursálugi í Geitareyjum. — 10. april síðastl. andaðist að Folafæti í Isafjarðarsýslu húsmaðurinn Guðjön Einarsson, sonur merkishjónanna Einars Jónssonar á Kleifum og Jóninu Jóns- dóttur konu hans. — Gfuðjón sálugi hafði legið meginpart siðasta vetrar, og andað- ist á bezta skeiði, að eins 28 ára að aldri. — Han hntur eptir sig ekkju, Sigríði Ólafsdóttur að nafni, og tvö börn í æsku. Guðjón sálugi var ötull maður, og all- laginn formaður, en lengi fremur heilsu- tæpur og veiklulegur. — Hann var jarð- sunginn að Eyrarkirkju i Seyðisfirði 17. apríl síðastl. AkureyrarMaðiö „Gjallarhorn“ sem stofnað var k Akureyri síðastl. vetur, til að reyna að koma Hafstein sýslumanni að þing- mennsku í Eyjafirði, virðist feta rækilega í fót- spor „Þjóðólfs", enda eru blekkingarnar og róg- urinn eini hugsanlegi vegurinn til þess, að Ey- firðingar geti glæpzt á jafn eindregnum fylgis- 84 honum ónæði, en ef hann kynni af tilviljun að vakna, þá gæti bann gefið yður þær leiðbeiningar, sem þér ósk- ið. Það er kannske eitthvað viðvíkjandi Cressley Hall?“ „ Já, jeg hefi ný skeð fengið hraðskeyti frá Cressley“, svaraði jeg, „viðvíkjandi áríðandi málefni. Vitið þér með vissu, að Murdook sé sofandi?u „Hann svaf, þegar jeg gekk út úr herberginuu. anzaði Wickham, „en nú skal jeg gá að því. Earið þér til Lundúna í kvöld, hr. Bell?u „Nei, jeg fer til Cressley Hall, og verð að fara tneð járnbrautarlestinni, sem fer kl. 7, og má því engan tima missa, enda hefi jeg horft á úrið, meðan við töl- uðumu. „En nú er klukkan orðin fimm mínútur yfir hálf- sjö“, mælti eg enn fremur, „og mér er ekki um, að koma á járnbrautarstöðina á seinustu mínutunni, svo að jeg verð því að sleppa því, að tala við Murdook. Cress- ley gjörir þá líklega í. fyrra málið boð eptir skjölunum, sem hann vill fáu. „Þér þurfið ekki að fara alveg strax11, mælti hr. Wickham, all-áhyggjufullur. „Það er mjög leitt, að þér getið ekki fengið að tala við hr. Murdock, þar sem -Cressley er það svo áríðandi. En nú kemur frú Mur- dock, og ætla jeg að tala við hanau. Hr. Wickham gekk nú út úr herberginu, og heyrði ,eg hann hvísla einhverju fram á ganginum. Eg heyrði, að kvennmannsrödd svaraði honum, og að vörmu spori stóð frú Murdock fyrir frarnan mig. Hún var hávaxin, með gulleitt hár, og fölleit í framan, en augun starandi og deyfðarleg. 81 yfir tólf, og gat því eigi komið til Liverpool fyrir kl. 5, og náði því eigi í járnbrautarlestina, sem fer til Brent, sem er næsta járnbrautarstöð við Cressley Hall. En þar sem önnur járnbrautarlest átti að leggja af stað, til Brent kl. 7, þá símritaði jeg Cressley Hall, og beiddist þess, að mín yrði vitjað, er sú járnbrautarlest kæmi. Þetta var seinasta járnbrautarlestin, er gekk þann daginn, og hlaut eg að geta náð i hana. Þegar jeg var kominn til Liverpool, tók eg strax vagn, og ók til gistihússins „Prinzinn“, þvi að þar átti eg koffort mitt geymt. En er eg kom þangað, lá þar fvrir mér hraðskeyti frá Cressley, er var svo látandi: „Yona, að þetta komi nógu tímanlega, og bið þig þá fara til Murdock’s, í Melviile Garden nr. 12. — Talaðu við hann, ef unnt er, og fáðu hjá honumskjöl- in, er standa á skránni A. — Hann veit, hvað við er átt. — Mjög áríðandi. — CressleyL Jeg leit á klukkuna; hún var fjórðung stundar yfir fimm, og lestin, sem jeg ætlaði með, átti ekki að fara, fyr en kl. 7. Jeg hafði því nógan tíma, til að fá mér eitthvað að borða, og finna svo Murdock. Eg símritaði til Cressley, og bað hann að vitjamín kl. 9. á járnbrautarstöðinni i Brent. Að því búnu borðaði eg miðdegisverð, og náði mór svo i vagn. Mellvilli Garden lá utarlega í borginni, og var eg 20 mínútur að aka þangað frá gistihúsinu. Þegar við vorum komnir að dyrurmm, stó jeg út

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.