Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.05.1903, Síða 4
84
Þjóðviljinn.
manni víkversku embættis-„klíkunnar“, sem
sýslumanni II. Hafstein.
Aðferðin, sem „G;jallariiornu beitir, er og ni-
kvæmlega sniðin eptir fyrirmynd „Þjóðólfs11.
Eins og í „Þjóðólfi“ koma þar fram á sjón-
arsviðið ýmsir nafnleysingjar, t. d. „Hreggvið-
ur“, „Glúmur“ o. H., sem látnir eru koma fram
með versta róginn, sem ritstjóranefnurnar sjálfar
auðsjáanlega skammast sín fyrir, en þykir þó
þurfa að koma fram, ef ske kynni að einhver
fáráðlingurinn léti blekkjast.
„Gjallarhorn“ er máltól þeirra Havsteen’s
konsúls og E. Laxdal’s, og munum vór svo
langt að Eyfirðingar létu ekki þá herrana teyma
sig, hvað sem nú er orðið.
Einhver „laxinn“,
sem er það flón, að skilja ekki mælt mál, þótt
mikið sé jafnan um montaratilburðina, segir ný
skeð i blaðinu „Vestra“, að „Þjóðv.“ hafi neitað
því, að landshöfðingi hafi fullnaðar-úrskurðar-
vald, að því er gildi, eða ógildingu, bæjarfull-
trúakosninga snertir.
Auðvitað hefir „Þjóðv.“ aldrei sagt eitt orð í
þessa áttina, en hitt sögðum vér í 12. nr. „Þjóðv.“
að þegar krafizt væri opinberrar rannsóknar, út
af lögbrotum, er talið væri, að kjörstjórn hefði
framið, þá befði landshöfðingi eigi fullnaðar-
úrskurðarvald um það, hvort sinna skyldi slikri
kröfu, heldur mætti skjóta úrskurði hans um
það efni til ráðherrans.
Muninn á þessu tvennu hefir veslings „laxi“
ekki skilið, en framhleypnin samt nóg, eins og
vant er, og þurfti því endilega að gefa frá sér
gellirinn, og verða sér til vanvirðu, sem optar.
Bæjarfulltrúakosningin ú ísalirði.
Landshöfðingi hefir 2. apríl síðastl. sléttað
yfir misfellurnar á bæjarfulltrúakosningunni á
ísafirði, og metið hana góða og gilda. — Hann
var svo heppinn, að kærendurnir höfðu dagsett
kæruna einum degi of seint, af því að þeir
voru að bíða eptir eptirriti af úrskurði kjörstjórn-
arinnar um málið, — sem þeir aldrei fengu(!y
Þeirri kröfu kærandanna, að hafin væri op-
inber rannsókn, út af ýmsu athæfi kjörstjórnar-
innar, sinnti landshöfðinginn heldur ekki, og
svaraði henni alls engu orði, og kemur víst
fáum sú aðferðin óvænt, er þekkja stjórnarstarf-
semi þess herra.
Nýtt þingmannsefui.
Böðvar prestur Bjarnason á Kafnseyri kvað bjóða
sig fram í Barðastrandarsýslu í vor, móti sira
Sig. Jenssyni í Flatey, og hefir hann þegar hald-
ið fundi nokkra í kjördæminu.
ITm politiskar skoðanir Bíiðvars prests er
„Þjóðv.“ ókunnugt.
Bessastöðum 15. maí 1903.
„Ceres“ fór til Yestfjarða 6. þ. m. Með henni
fór landlæknir til Önundarfjarðar, i embættiser-
indum að sögn (vegna mislinganna); aðrir far-
þegjar: kaupm. R. Riis á Borðeyri, Lárus Snorra-
son Isaf., Guðm. Jónasson Skarðstöð, og verzl-
unarstj. Pótur Ólafsson og Sigurður Pálsson. —
„Ce?-e«“ kom aptur að vestan að morgni þ. 13. þ. m.
Strandbátarnir „Hólar“ og „Skálholt11 komu
til Reykjavíkur að morgni þess 9. Urðu „Hól-
ar“ hvergi varir við is, en „Skálholt11 komst ald-
rei lengra en að Horni, sem áður er sagt. Far-
þegi með „Hólura“ var próf. Jóhann L. Svein-
bjarnarson á Hólmum 1 Reyðarfirði.
„Skálholt“ hélt svo aptur af stað þann 13.
Gul'ubáturinn „Reykjavik11 kom frá Mandal
þann 6. og hóf ferðir sinar um Faxaflóa þann 8.
Hunn vildi ekki taka ol'an. Þýzkur undir-
herforingi, Hiissener að nafni rak nýlega í gegn
hermann, er hann mætti á götu, af því að her-
maðurinn heilsaði honum eigi að hermanna sið.
Hiissener er 19 ára gamall og hyggja menn, að
einhverjar erjur hafi verið milli hans og her-
manns þessa, þvi að þeir voru skólabræður.
Pyrirspurn. Til þess að gjöra glögg merki
milli lands mins og nábúa mins, vil eg hlaða
merkjagarð, en nábúi minn vill engan þátt að
eiga, og fýsir mig því að vita, hvort mér er
Xvil, 21.
skylt að kosta garðhleðsluna að öllu leyti einn,
eða jeg get fengið nágranna minn skyldaðan
til þess, að taka einhvern þátt í kostnaðinum.
M.
Svar. í 2. gr. landmerkjalaganna 17. marz
1882 segir, að „báðir þeir, er land eiga að merkj-
um“, séu „skyldir að leggja til jafn mikla vinnu
að gera merkin glögg. Nú vill annar vinna að
merkjasetningu, en hinn alls ekki eða þá minna,
og skal þá bera það mál undir 5 búa, og meta
þeir, hve mikið skuli að merkjum starfa það
sumar“.
Öllum þeim, er með nærveru sinni
heiðruðu í dag útför vorrar ástkæru
móður, Sigríðar salugu Bjarnadótt-
ur, er andaðist að Ósi 12. þ. m., vottum
vér hér með innilegasta þakklæti sjálfra
vor, sem og annara frænda og venzla-
manna hinnar látnu.
Ósi í Bolungarvík 25. apríl 1903.
Kristín Pálsdóttir. Margrét Pálsdóttir.
Quðmundar Pálsson.
Her er Penp at tjene!!!
Enhver, som kunde onske at faa sin
Livsstillingforbedret, blive gjort bekjendt
med nye Ideer, komme i Forbindelse
med Firmaer, der give hoi Provision
og gode Betingelser til Agenteme — og
i det hele taget altid blive boldt bekjendt
med bvad der kan tjenes store Penge
paa, bor sende sin Adresse og 10 0re i
Primærker til: „Skandinavisk Korrespon-
dance-Klub“, Kjebenbavn K.
PEEKTSMIBJA ÞJÓÐVILJANS.
82
úr vagninum, bað vagnstjórann að bíða mín, og tók svo
í dyrabjölluna.
Stúlkan, sem lauk upp, sagði, að br. Murdock væri
mjög veikur, og gæti ekki veitt neinum viðtal.
Jeg beiddist þess þá, að fá að tala við frú Murdock,
en mér var svarað að bún væri ekki heima, en kæmiþá
og þegar.
Jeg leit á klukkuna mína, sem stóð á sex, og róð
eg þá með mér að biða, til að ná tali frú Murdock, ef
kostur væri.
Jeg borgaði því vagnstjóranum, og lét bann fara,
og var mér síðan vísað inn í dálítið berbergi, þar sem
allt var eigi sem reglulegast, og sat eg þar svo einn
nokkra bríð.
Það var heitt, og þungt lopt í herberginu, svo að
eg stóð upp, og gekk um gólfið fram og aptur.
Svona leið nú tíminn, og frú Murdock kom ekki.
Jeg leit á klukkuna, og var bún þá orðin 20
mínútur yfir sex, en aðrar 20 mínútur þurfti eg, til
þess að komast til járnbrautarstöðvanna í algengum
vagni, og þótti mér því tryggast, að bíða nú ekki leng-
ur, en 10 minútur í búsi hr. Murdock’s.
Jeg gekk nú út að glugganum, og skimaði í allar
áttir, til að vita, hvort eg bvergi sæi frú Murdock.
í þeim bluta borgarinnar, er Melville Garden nefn-
ist var mjög fáförult, svo að fáir gengu fram hjá hús-
inu, er var gamalt, og þurfti auðsjáanlega bráðrar við-
gjörðar.
Jeg sneri mér nú við, og ætlaði að fara að hringja,
til þess að biðja vinnukonuna fyrir seðil til hr. Murdock’s,
þegar hurðinni var brundið upp í sömu svipan.
83
Mér brá þá eigi lítið í brún, er Wickham, sami
maðurinn, er eg bafði sóð á skipinu „Euphrates“, kom
þama.
Hann kom strax til mín, rétti mér hendina, og
mælti:
„Þér eruð óefað bissa á því, að sjá mig hórna br.
Bell?“
„Ekki get eg neitað því“, svaraði jeg. „En“ —
bætti eg svo við — „heimurinn er lítill, og því venzt
maður brátt við það, að reka sig á kunningjana, þar sem
maður sízt á þeirra von“.
„Þar sem maður sizt á þeirra von“, tók Wickham
upp eptir mór. „Hví skyldi jeg eigi geta þekkt hr.
Murdock, sem einmitt er góður gamalkunningi minn?
Jeg gæti eigi að síður furðað mig á því, að þór skulið
þekkja hann“.
„Orsökin er sú, að jeg er vinur Artburs Cressley,
og kem bór í hans erindum“, svaraði eg.
„Jeg er líka vinur Cressley’s“, svaraði br. Wick-
ham. „Hann hefir boðið mér að heimsækja sig við tæki-
færi, og það ætla jeg að gjöra“.
„En stúlkan sagði, að þér biðuð eptir frú Murdock“,
mælti hr. Wickham enn fremur. „Get eg sagt benni,
hvert erindið er?“
„Jeg vildi gjarna finna hr. Murdock sjálfan“, mælti
eg, eptir dálitla þögn. „Haldið þór, að eg geti náð tali
bans?“
„Jeg kem beint frá honum“, svaraði Wickbam.
„Hann er sofnaður. Hann er enn mjög lasinn, og jeg
bygg, að læknirinn só ekki óhræddur um bann.
Það getur því alls ekki komið til mála, að gera