Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.08.1903, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.08.1903, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst I 52 arkir) 3 kr. 50 awr.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJÓÐYILJINN. —..|== Seytjándi Abgangur. -- - — - -i-gar^|= BITST.7ÓRI: S K Ú L I THOEODDSEN. ==|fx*£s— *— Uppsögn skrifleg. ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni horgi skuld sína fyrir blaðicí. M 34. Bessastöðum. 14. Agúst. 19 0 3. tJtlöndl, Með gufuskipinu „Ceres“ bárust þessi tíðindi frá útli'mdum: Danmörk. 25. júlí kom konungur vor heim úr útlandaför sinni, frá Þýzka- landi, á konungsskipinu ,,I)annebrog“, og er gert orð á því, hve ern og hress kon- ungur hafi þá verið, jafn gamall maður. Ekki var það enn útkljáð, hvort móð- urmorðinginn, Arthur Jörgensen, yrði náð- aður, og mun það hafa verið látið bíða heimkomu konungs. — Fjöldi manna á Norður-Jótlandi hafa skrifað undir áskor- un til stjórnarinnar, þar sem lagt erein- dregið á móti náðuninni, og mælast þær áskoranir mjög misjafnlega fyrir, þótt stórbrotamaður eigi í hlut, og þykir lík- legt, að þær hafi engin áhrif. f 17. júli andaðist í Kaupmannahöfn Laurids Bing, fæddur 15. júlí 1850, einn af nafnkunnustu víxlurum í Danmörku. — Hann dó snögglega, úr hjartaslagi, og þykir mikil eptirsjá að honum. — Hann var, meðal annars, einn af helztu for- göngumönnum þess, ásamt þeim Arntzen og Warburg, að koma á stofn hlutafé- lagsbanka hér á landi, og hefir það nauð- synja-fyrirtæki því misst mjög öflugan styrktarmann, er hann féll frá. Nýlega er og látinn Wedell Wedells- horg barón, nafnkunnur stóreignamaður í Danmörku, fæddur 1829; hann dó 6. júlí. 23. júlí fannst böggull í Álaborg, er tveir nýfæddir sveinar voru í, báðir hengdir. — Barnsmóðirin, er glæp þenna framdi, er tvítug vinnukona, Kristine Birkemose að nafni. Látinn er nýlega Westergaard stór- kaupmaður, 72 ára. Ásamttveim mönn- um öðrum var hann aðal-hvatamaður þess, að Groodtemplarafélagið tók til starfa á Norðurlöndum, og átti jafnan mjög mikinn þátt í eflingu þess félagsskapar. Noregur og Svíþjóð. Um þessar mund- ir stendur yfir all-umfangsmikil vinnu- teppa („Lock-outa) í ýmsum helztuborg- um í Svíþjóð, með því að atvinnuveit- endum þykja kröfur verkmannalýðsins keyra langt úr hófi í ýmsum greinum, og vilja því koma á samningavinnu, er lækkar kaupið; en verkmenn standa, sem einn maður, og styðja hverir aðra, svo að óvíst er enn, hverjar lyktir verða, og ganga nú um 20 þús. vinnulausir. 15. júlí urðu stórbrunar i Svíþjóð, í Gautaborg, og víðar, og nemur skaðinn alls um 1 x/a milj króna. Æsingamar gegn hvalveiðamönnum halda enn áfram í Noregi, og verður hvalveiðamálið eitt þeirra mála, er stór- þingið verður fyrst að snúast við, er það tekur til starfa á komandi hausti. — — Bretlaud. -Tátvarður konungur, og Alexandra, drottning hans, brugðu sér til Irlands 23. júlí, og er svo að heyra, að þeim hafi verið fagnað þar vei. Borgar- ráðið í Duflin neitaði þó, með 40 atkv. gegn 37, að láta flytja konungi ávarp, og var sá bæjarstjórnarfundur í meira lagi hávaðasamui’. Mjög leiknr orð á því, að ráðaneyti Balfour’s sé mi sundurleitt, þar sem Chamberlain er eindreginn tollverndunar- maður, en Balfour, og ýmsir hinna ráð- herranna, frihöndlunarmenn, enda tókst svo til, að sama daginn, 15. maí, er Chamberlain flutti tollverndunar-ræðu sína í Birmingham, þá hélt Balfour aðra ræðu í Lundúnum, er gekk í öfuga átt. — Spá ýmsir því, að sundurlyndi þetta leiði til þess, að apturhaldsflokkurinn tvístrist, eins og átti sér stað árið 1846, er Robert Peel fékk korntollinn afnuminn. Chamberlain hefir ]ýst yfir því, að hann ætli í næstk. septembermánuði að byrja fundahöld víðsvegar um land, til þess að berjast fyrir tollverndunarstefnu sinni, og er í almæli, að stjómin muni hafa í huga, að rjúfa þingið, og láta nýj- ar kosningar fara fram í marzmánuði næstk. Jámbrautarslys varð í Liverpool 15. júlí, og biðu 5 menn bana, en 30 hlutu meiðsli. Mikið orð fer af því, að megn óá- nægja eigi sér stað í Transvaal, út af stjóm Breta þar, og þykist Milner land- stjóri eigi geta komizt af með minna, en 25 þús. hermanna þar syðra, og kostar það Breta árlega um 1 */2 milj. sterlings- punda, og er illur kurr í mörgum Bret- anum, út af þeim kostnaði, og hefir stjómin því látið í veðri vaka, að hún ætlaðist til, að Indland bæri helming þess kostnaðar, þar sem grípa mætti til herliðs þessa, ef eitthvað kynni í að skerast þar eystra. — Rússland. Þar hafa verið verkföll í borgunum Narva og Baku, og gengu um 40 þús. verkmanna aðgjörðalausir í hinni síðamefndu borg. — Talsverðar róstur hafa verið verkföllum þessum samfara, og héldu verkamenn i Baku landstjóranum í eins konar varðhaldi í höll hans um hrið, unz herlið var kvatt til úr öðmm hér- uðum landsins. Ekki hafa Rússar enn þokað úr Mandsjúriinu, en draga þar lið saman; hafa þeir 30 þús. hermanna í hafnarborg- inni Port-Arthur, og 16 þús. sagðar á leiðinni þangað í viðbót. Á stórtíðindi þykir það og vita, að Kuropatkin, hermálaráðherra Rússa, hefir bmgðið sér alla leið til Port-Arthur, og átt þar fund með ýmsum hershöfðingjum Rússa þar eystra. — Búast menn jafn vel við því, að í ófriði lendi þá og þeg- ar, milli Rússa og Japansmanna, og mun eigi annað aptra Rtissum, eD það, að þeir óttast vinfengi Breta. og Bandamanna við Japana. Nýlega hafa Rússar þó lýst því yfir, að ýmsar hafnir í Mandsjúríi skyldu vera öllum þjóðum heimilar til verzlunar, og munu þeir hafa vænzt þess, að Bretar og Bandamenn létu sér þessa tilslökun nægja, svo að Japanar stæðu einir síns liðs; en svo er að heyra, sem Bretar og Banda- menn standi engu síður fast á þeirri kröfu sinni, að Rússar þoki úr Mand- sjúríinu, og þar við stendur, er síðast fróttist. I þorpinu Schalajewska í héraðinu Don vom 33 erfiðisstúlkur nýlega brennd- ar inni. Þær vora í vinnu hjá stórbónda einum, og lét hann þær sofa í hlöðusér, af því að karlmennirnir á heimilinu höfðu gjörzt þeim nokkuð nærgöngulir. — Þetta sárnaði piltunum, og kveikti því einn þeirra í hlöðunni i hefnda skyni, og varð það stúlkunum öllum að bana. Mælt er, að Rússakeisari hafi nú loks skipað stranga rannsókn, út af morðum og misþyrmingum við Gyðinga í þorpinu Kischenew, og er eigi ólíklegt, að mála- leitanir Roosevelt’s, forseta Bandamanna, hafi átt mestan þátt í því. — Morðingj- arnir, er sleppt hafði verið úr varðhaldi, hafa því verið teknir fastir á ný; en einn þeirra, er verið hafði aðal-hvatamaðurinn, Izerjewskí að nafni, fyrirfór sér, áður en hann var handsamaður. — — Frakkland. Mikið láta frakknesku blöðin yfir viðtökum þeim, er Louhet for- seti fókk í Bretlandsför sinni í öndverð- um júli, og er talið, að sú för muni auka að mun vinfengi Erakka og Breta. 25. júlí gjörðu vagnstjórar í Paris verkfall, og stóð það enn, er siðast frétt- ist, og olli miklum óþægindum, sem skiljanlegt er, í jafn víðáttu-mikilli borg, sem Paris er. Ekki er féglæframálið gegn Humherts- fjölskyldunni, enn til lykta leitt, enda hefir því verið frestað um hríð, sakir veikinda frú 1 herese Humbert, sem er aðal-persónan í leiknum. — Búizt var við, að málið yrði þó tekið fyrir að nýju 8. ág. — Þýzkaland. Vilhjálmur keisari lagði af stað, í skemmtiför til Noregs, 11. júli á skipi sínu „Hohenzollemu, og voru tvö herskip önnur i förinni. Nýlega var maður tekinn fastur í Böhmen, er var á leið til Hamborgar með margar stúlkur, er hann hafði ginnt þaðan undir ýmsu yfirskini, en ætlaði að selja til lauslætis. — Maður þessi er frá

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.