Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.08.1903, Blaðsíða 3
XYII, 34.
Þjóðviljii-ín.
135
dóms- og hæfileikamenn t. d. Oreglía,
sem nú er „camerlengo“ (þ. e. í páfa
stað), liampolla, Gotti, Vanutelli, Svampa
og Sarto; menn þessir eru allir milli
sextugs og sjötugs, og eru taldir einna
líklegastir, en suinir nefna þó Capecelato
kardínála, sem kominn er yfir áttrætt,
þvi að þá mætti vænta þess, að páfaval
bæri brátt aptur að höndum. —
16. júii varð járnbrautarslys i grennd
við Neapel, og biðu 15 menn bana.
Eldfjallið Vesuvíus er nú að gjósa, og
eru gýgarnir i áttina frá rústum Pompejí,
er fyrrum eyddist af öskufalli frá Vesuví-
us, sem kunnugt er. — — —
Spánn. JÞar eru nýlega orðin ráðherra
skipti, og heitir nýi forsætisraðherrann
Villaverde. — Lýðveldismenn láta um
þessar mundir talsvert á sór bera, og
hafa jafn vel haidið æsingaræður á þingi.
Bandaríkin. 8. júli varð járnbrautar-
slys í ríkinu Virginía, og biðu 23 menn
bana.
Vatnið Oakford, i grennd við Pittsburg,
flóði ný skeð yfir bakka sina, og varð 50
mönnum að bana, og oili afar-miklu eigna-
tjóni. — ■— —
Suður-Ameríka. Uppreisninni í Vene-
zueta er nú loks talið lokið. — Foringi
uppreisnarhersveitarinnar, Rolando að
nafni, var loks tekinn höndum í Bolívar,
^ptir 52 kl.tíma bardaga; þar fóllu yfir 1
þús. menn.
Pestin hefir gert vart við sig i ýms-
nm hafnarborgum í Chilí. — — —
Hlutafélagsbankinn.
Eptir fregnum þeim, er bárust frá
Kaupmannahöfn, með siðustu póstskips-
ferð frá útlöndum, þá eru horfur því mið-
ur mjög daufar, að því er stofnun hluta-
félagsbankans snertir.
Eins og skýrt er frá í útlendum frétt-
um i blaði þessu, andaðist einn af aðal-
styrktarmönnum þess fyrirtækis, Laurids
Bing víxlari, 17. júli siðastl., og var það
fyrirtækinu afar-mikill hnekkir, þar sem
hann var einmitt sá maðurinn, er fjár-
hagslegu horfurnar byggðust mest á.
I Kaupmannahöfn hefir frá byrjun
verið mjög megn andróður gegn hluta-
félagsbankanum, ekki sizt af hálfu Land-
mandsbankans, er nú heíir aðal-viðskipt-
in við landsbankann, og gat þvi vænst
þess, að þessi viðskipti sín kynnu að fara
fremur minnkandi, en vaxandi, ef öflug
peningastofnun risi upp í Reykjavík, sam-
hliða landsbankanum.
Þá má og geta því nærri, að stór-
kaupmenn í Kaupmannahöfn, er nú hafa
megnið af íslenzku verzluninni i liönd-
um sór, og eru aðal-banki íslenzku verzl-
unarstóttarinnar, og geta því á margan
hátt bundið hana við borð, muni siður,
en svo, hafa verið bankastofnun þessari
hlynntir, þar sem sjáanlegt var, að hún
hlaut að gera verzlunarstéttina óháðari.
Svo er og vanþekkingin, og ótrúin, á
öllu því, sem íslenzkt er, sem stutt hef-
ir drjúgum að þvi, að gera menn deiga,
að taka hluti i fyrirtæki þessu, og hefir
það gert þeim iðjuna léttari, sem haginn
höfðu af því, að spifla fyrir bankastofn-
uninni.
Það er að vísu eigi öll von úti enn;
en þar sem leyfi þeirra Arntzen’s og War-
burg’s er bundið því skilyrði, að bankinn
sé kominn á fót fyrir lok næstk. sept-
embermánaðar, og nægilegt fé enn ekki
fengið, sakir margvíslegra óhappa og
vonbrigða, eður brigðyrða, sem óvinir
fyrirtækisins hafa átt sinn hlut að, þá eru
vonirnar um stofnun hlutafélagsbankans því
midur orðnar mjög veikar, hvernig sem úr
kann að rætast.
A hinn bóginn er fjárþröng lands-
bankans kunnari, en frá þurfi að segja,
og peningaþarfir landsmanna vaYandi ár
frá ári, svo að bráðra aðgjörða krefur.
Nú er því sjálfsagt, að þingið geri
sitt ýtrasta, til að efla landsbankann, svo
að hann geti fullnægt þörfum þeim, er
hlutafélagsbankanum vur ætlað að bæta
úr, enda er þegar komið fram frv. i þá
stefnu á þinginu, svo að landsmenn verði
eigi í vandræðum, þótt koma hlutafélags-
bankans kynni að bregðast.
Jregnir frd alþingi.
--oipo
Lagaskólinn. Menntamálanefndin, er
frv. um lagaskóla var visað til, ræður til
þess, að frv. sé samþykkt, en telur rétt,
að skólinn taki eigi til starfa, fyr en fé
er veitt til hans á fjárlögunum. —
Gert er ráð fyrir, að við skólann só
einn fastur kennari, er hafi 4 þús. kr.
árslaun, en að yfirdómararnir annist jafn
framt kennsluna, og fái í því skyni 500
kr. hver.
Lögfræðiskandídatar frá háskólanum
hafi því að eins rétt til embætta hér á
landi, að þeir taki aukapróf við skólann,
eptir eins árs nám.
Æðsta umboðsstjórn landsins. Nefndin
í efri deild fer, meðal annars, svo felldum
orðum um launakjör ráðherrans o. fl., er
neðri deild hafði samþykkt:
Nefndin hefir íhugað launakjör ráðherrans, og
hefir orðið ásátt um að gjöra eigi hreytingartil-
lögu um þau, þó að oss þyki það nokkuð vafasamt
að rétt hafi verið að færa upphæðina niður frá
því, sem hún var í stjórnarfrv., með tilliti til
þess, að ráðherrann verður í þessu efni lakar
settur, en landshöfðingi hefir verið, og að laun
hans verða eigi eins há, eins og hinna annara
ráðgjafa konungsins. — Aptur á móti viljum
vér leggja það til, að upphót fyrir afnot embætt-
ishústaðar sé færð upp úr 1600 í 2000 kr., eins
og hún var i stjórnarfrv., með tilliti til þess
að vér teljum það mjög vafasamt, að ráðherrann
komist af með eitt hús, eins og húsum nú er
hagað í Rvík, og álítum, að þá muni eigi veita
af allri þessari upphæð, og jafnframt með tilliti
til þess, að þegar til þeBS kemur að hyggður verði
ráðherrabústaður, getur eigi hjá því farið, að
kostnaður landssjóðs árlega verði töluvert hærri.
Þó að eigi sé gert ráð fyrir, að húsið kosti meira
en 40000 til 50000 kr., verða vextir af því fé og
viðhaldskostnaður hússins, skattar og gjöld ár-
lega að minnsta kosti um 3000 kr.
Vérði þessi tillaga vor samþykkt, hefir ráð-
herrann að launum 8000 kr. -j- 2000 kr. (húsa-
leigustyrkur) og 2000 kr, til risnu, en þessar
upphæðir samanlagðar jafngilda ráðherralaunum
í Danmörku, eins og þau nú eru. —
Laun landritarans viljum vér setja 6000 kr.,
eins og í stjórnarfrumvarpinu. Sum bæjarfógeta-
og sýslumannaembætti eru nú þegar svo tekj-
um húin, að vér megum að öðrum kosti búast
við því, að dugandi menn mundu heldur kjósa
þau, en landritaraemhættið. Svo her þess og að
gæta, að landritarinn á eptir skyldu sinni að
gegna emhætti ráðherrans og vera í hans stað,
þegar svo her undir, og að emhætti hans ann-
ars yfirleitt er afarmikilsvert fyrir þjóð vora,
og verður fyrir því að gera stöðu hans fjárhags-
lega svo úr garði, að hann verði fær um það.
Hvernig sem á er litið, teljum vér 6000 kr. eigi
of há laun fyrir emhætti þetta, en það eru þau
laun, sem áður voru lögð amtmannaembættunum
hér á landi, og sem amtmaðurinn í Suður- og
Vesturamtinu hefir enn í dag. —
Eptirlaunamálið. Yið umræðurnar um
eptirlaunamálið í neðri deild 7. ág., var
samþykkt, að eptirlaunin skuli að jafnaði
að eins vera 1af launaupphæðinni, i
stað er efri deild hafði samþykkt.
Undirbúningur nýs jaröamats. Land-
búnaðarnefndin ber fram frv. um undir-
búning nýs jarðamats. og skal matið fram-
kvæmt i hverri sýslu af 3 mönnum, er
sýslumaður kveður til, og skal meta jörð-
ina til peningaverðs, eins og hún myndi
verasanngjarnlega seld eptir gæðumsinum.
Nýtt bankafrumvarp. Tr. Gunnarsson
o. fl. bera fram frv. um aukningu lands-
bankans, og segir svo í 1. gr. þess: „Verði
eigi af því, að stofnaður verði hlutafó-
lagsbanki á Islandi, samkvæmt lögum frá
7. júni 1902, skal landsbankanum í
Keykjavík vera heimilt, að stofna sór-
staka deild, er gefa má út allt að 1 milj.
króna í seðlum, er greiðist handhafameð
gullmynt, þegar krafizt er“.
Lífsúbyrgð þilskipamanna. Síra Sig.
Jensson ber í efri deild fram frv. um líf-
trygging hérlendra sjómanna, er fiski-
veiðar stunda á þilskipum. Frv. mælir
svo fyrir, að þegar lögskráningin fer fram
skuli hver sióioaður, er lögskráður er,
greiða 15 aura gjald fyrir hverja viku
vetrarvertiðar, sem hann er á skipinu, og
10 aura fyrir hverja viku vor- eða sumar-
vertíðar. Útgerðarmaður greiðir að auki
helming á móts við alla skipverja sína.
Gjöld þessi renna í vátryggingarsjóð, og
farist sjómaður, eða deyi af slysförum á
því tímabili, er hann greiðir vátrygging-
argjald fyrir, greiðir sjóðurinn til eptir-
látinna vandamanna hans, ekkju, barna,
foreldra, eða systkina, er á hans vegum
voru, eða höfðu framfæri sitt hjá honum,
100 kr. á ári næstu 4 ár. — Landssjóður
ábyrgist greiðsluna. —
Þingsköp alþingis. Stjórnarskrárnefnd
efri deildar ber fram frv. þess efnis, að
ákveða megi til bráðabyrgða, með kgl.
tilskipun, þær breytingar á þingsköpum
alþingis, er leiða af stjórnarskrárbreyt-
ingunni (þingseturétti ráðherrans).
Felld frumvörp. Efri deild felldi
frv. um sölu Arnarhóls 3. ág., býst við,
að eignin hækki bráðlega mjög í verði.