Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.08.1903, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.08.1903, Blaðsíða 2
.34 PJOBV ILJINV. X Vii, 34. Kiel, og beitir Gustave Presse; stúlkurn- ar voru auðvitað látnar fara heim til sín aptur. 27.—28. okt. næstk. er áformað að halda fund í Berlín, undir vernd keisara- frúarinnar, til að ráðgast um líklegustu ráðin, til að hnekkja verzlun með kvenn- fólk, „hvítu þrælasölunni“, sern svo er nefnd. I Freiwaldau urðu nýlega vatnsflóð inikil, er skoluðu burtu 50 húsum, sviptu marga menn lífi, og ollu margra milj. króna tjóni. — Austurríki—Ungverjaland. I Ung- verjalandi hefir verið all-hávaðasamt á þingi, með því að Kossuth-flokkurinn vill eigi una því, að eigi sé notuð ungverska við fyrirskipanir í herliðinu, enda fara þeir því og fram, að ungverski herinn sé herlið sér, en eigi slegið saman við herlið Austurrikismanna. — Khuen greifi, sem nú er forsætisráðherra, á i miklu striði við þingið, út af þessu o. fl., því að enda þótt Kossuth-flokkurinn hafieigi afl atkvæða á þingi, þá hefir hann nógan liðsafla til þess, að geta tafið fyr- ir þingmálunum von úr viti. I Kroatíu hafa víða verið uppþot öðru hvoru, svo að herlið hefir orðið að skakka leikinn. 9.—11. júlí gengu ofsaveður víða í Austurríki, er ollu miklum skemmdum ’ _ > og enda meiðslum á mönnum, í héruð- unum Lemberg, Máhren og Schlesiu. Hús skullu sums staðar um koll, tré reif upp, eða brotnuðu, o. s. frv. 15. júlí varð stórkostlegur húsabruni í þorpinu Hilio i Ungverjalandi, og brunnu þar alls um 100 hús. Þá varð og um sömu mundir annar húsbruninn, enn þá meiri, í þorpinu Mocsa; þar brunnu 200 hús, og kirkjan að auk, og er mælt, að fátt af húsum þessum hafi verið i eldsvoðaábyrgð. — Balkan-ríkin. Þar er enn sami ókyrr- leikinn, sem fyr, og hefir tyrknesku og bulgarisku herliði öðru hvoru lent saman á landamærum Makedoníu, enda fer þvi mjög fjarri, að Tyrkjum hafi enn tekizt að friða Makedoníum enn; en Bússar og Austurríkismenn aðvara og áminna Tyrki og Bulgara á vixl, að gera eigi friðarrof, Og þykjast munu lofa Tyrkjum að lumbra á Bulgörum, sem bezt þeir geti, ef Ferd- ínand fursti haldi eigi þegnum sínum i skefjum. Nýlega elti herlið Tyrkja dálítinn flokk af uppreisnarmönnum frá Make- doníu, og forðuðu uppreisnarmenn sér á bátum út á Amatowa-vatnið, en Tyrkir .komu á eptir, og létu skothríðina dynja á þeim, og rak þar að landi 124 lík litlu síðar. Frá Serbíu er fátt tíðinda, síðan Pétur konungur tók við stjórninni; samsæris- mönnum hefir enn eigi verið refsað, þó að liklega reki að því fyr eða síðar. — Mælt er, að Tlieodorowitscli, er var inn- anríkisráðherra Alexanders konungs, og særður var morðnóttina miklu, aðfara- nóttina 11. júni, hafi lýst því yfir, að hann muni kæra þá fyrir morðtilraun, er voru í aðförinni gegn honum. Á Grikklandi hefir nú Theotokis ný- lega vikið frá stjóminni, og heitir sá Pallí, er stýrir hinu nýja ráðaneyti; var það einkum ágreiningur um toll á kúr- ennum, er ráðherraskiptunum olli, og höfðu spunnizt ýms uppþot, út af því máli, á Pelopseyjarskaganum. — ítalía. Þaðaa eru þau stórtíðindi, að Leo páfi XIII. andaðist 20. júlí kl. 4 og 4 minútur e. h. — Páfinn var fæddur í borginni Carpíneto á Italiu 2. marz 1810, og var því orðinn fúllra 93 ára að aldri, er hann andaðist. — Hann hét fullu nafni Gíoacchlno Vincenzo Bci/faelle Luigi Pecci, og var af aðalsættum. Hann var prest- vígður fyrir 65 árum, en varð kardínáli tyrir 50 árum, og páfi var hann kosinn 19. febr. 1878, og hélt því 25 ára páfa- afmæli sitt síðastl. vetur. Páfinn hafði legið veikur, síðan i önd- verðum júli. er hann fékk einhvern snert af iungnabólgu, og með því að hann var óvenjulega ern, eptir aldri, var lengi tvi- sýnt, hvort sjúkdómurinn fengi bugað hann, enda ekkert sparað, til að reyna að treina líf hans, som lengst; nokkra dag- ana síðustu var hann optast meðvitundar- lítill, en fékk fulla meðvitund um mið- degi þess dags, er hann andaðist, og sagði þá læknunum, að hann vissi, að dauðinn myndi sigra iþrótt þeirra. — Lét páfi þá veita sér sakramentið, og mælti að því loknu við Orcgiia kardinála: „Kardínáli! Jeg fel kirkjuna í yðar hendurú Litlu síðar fékk hann rólegt og blítt andlát, en ýmsir helztu kardínálarnir lásu bænir, og báðu grátandi fyrir sál hans, síðustu augnablik lífs hans. Þegar páíi var látinn, og voru veitt- ar nábjargirnar gengu kardínálarnir út úr herberginu, og skrýddust fjólubláurn sorg- arklæðum, og komu svo aptur, er kl. var 41/.,, og var Oreglía kardínáli í fararbroddi, því að haDn er „camerlengo“, þ. e. for- maður kardínálaráðsins, unz nýr páfi er kosinn. En er Oreglía kom að dyrunum, þarsem lík páfans er inni, kallaðihann þrí- vegis á páfann hátt og snjallt, og að því loknu gengu kardinálar inn í herbergið, og kallaði Oreglía þar enn á ný þrívegis á páfann, og laust síðan með silfurhamri á enni honurn, svo sem siður er til við slík tækifæri. Að þvi loknu vék hann sér að kardínálunum, og tilkynnti þeim, að Leo páfi XIII. væri látinn. Yar þvínæst samhringt öllum kirkju- klukkum í Búmaborg, og svo var hvi- vetna gjört í kaþólskum löndum, er dán- arfregnin barst þangað. Um 4 þús. hraðskeyti bárust kardínála- ráðinu daginn eptir, frá þjóðhöfðÍDgjum o. fl., er lýstu samhryggð sinni yfir frá- falli páfa-öldungsins. 22. júlí var lik páfa fært í dýrasta páfaskrúða, og flutt til Péturskirkjunnar, og loga þar hjá líkinu 4 stór vaxkerti; hendur eru krosslagðar á brjósti, og dýr- indis krossmark. 23. júlí var líkið sýnt almenningi, og er mælt, að á 2 kl.tímum hafi þá 15 þús. manna gengið fram hjá líkinu, og vott- að hryggð sina. Ekki var enn ákvarðað, er síðast frétt- ist, hvenær páfinn yrði jarðaður, þ. e. kista hans f'ærð á þann stað, sem henni er ætlað að vera. Mælt er, að eignir páfans muni nema um 20 milj. franka, er að mestu leyti verða eign kaþólsku kirkjunnar, og hefir hann þó opt gefið stórfé, t. d. einu sinni 60 þús., til þess að koma á vatnsleiðslu í fæðingarborg sinni Carpíneto, auk þess er f’rændur hans hafa árlega fengið hjá honum tugi þúsunda. I arfleiðsluskrá sinni kvað hann og hafa ráðstafað 90 þús. franka handa fátækum. Mazzoní, einn af læknunum, er vitjaði páfans í banalegunni, segja blöðin, að fengið hafi 10 þús. franka fyrir ómakið. Flestum ber saman urn það, að Leo XIII megi teljast í röð merkustu páfa, enda hefir páfatrúin útbreiðst afar-mikið, meðan hann var páfi, sakir hygginda hans og lægni. — Hann var mjög lærður maður, og latínuskáld gott, og liggur mikið eptir hann af latínu-kveðskap. — Hann var hófsmaður rnesti, að því er mat og drykk snerti, en barst mjög á, er hann kom opinberlega fram, sem páfi, enda vildi hann í hvatvetna auka tign og veg páfadæmisins. Meðan páfinn lá banaleguna dó einn af helztu kardínálunum,snögglega af hjartaslagi, 9. júlí; hann hét Volpíní, og hafði verið mjög samrýmdur páfanum, svo að menn þorðu eigi að segia honum frá andláti hans. Ekki var enn ákveðið, er síðast frétt- ist, hvenær páfaval færi fram. Það eru kardínálarnir einir, er páfann kjósa, og eru þeir alls 64 að tölu, og þar sem 39 þeirra eru ítalir, en að eins 25 annars þjóðernis, þykir óefað, að páfinn verði af ítölskum ættum, og einhver úr hópi kard- ínálanna, enda þótt þeitn sé heimilt að kjósa annan. — Síðan Hadrían VI. and- aðist 1523 — hann var þjóðverji, frá Utrecht — hafa páfar jafnan verið ítalsk- ir, og þykir óefað, að svo verði enn. Þogar kardínálaráðið kýs páfa, nefn- ist það „Konclave“, og mega kardínálar alls eigi fara út úr páfahöllinni, fyr en kosningu er lokið; en þar sem það tekur vanalega marga daga, að koma sér sam- an, og stundum jafn vel margar vikur, hafa þeir hjá sér þjóna, matsveina, rakara o. fl., og mega þeir eigi á neÍDn hátt verða fyrir utan að komandi áhrifum, og voru þeir því fyrrum lokaðir inni, unz páfavalinu var lokið, og jafn vel knapp- aður við þá rnatur, er drátturinn þótti verða um of; en nú eiga þeir eigi slíka meðferð á bættu, og geta þvi óhræddir ætlað sér nægan tímann, þeirra hluta vegna. Enn sem stendur er eDgu hægt að spá um það, hver páfi muni verða, enda skeður opt við slíkar kosningar það, sem fæstir búast við. Meðal kardínálanna eru ýmsir lær-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.