Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1903, Page 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1903, Page 1
Verð árgangsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku (hll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. ... |= Seytjándi ÁRGANGUB. =('" ' ~ ->—^»«1= BITS T.7 ÓRI: SKÚLI THOBODDSEN. =|bo6g—.■- Uppsögn skrifteg. ögild \ nema komin sé til útgef- I anda fyrir 30. dag júní- , mánaðar, og kaupandi ! samhliða uppsögninni horgi skuld s'rna fyrir blaðið. M 41. Bessastöðum, BO. sept. 19 0 3. Steindepilsljóð. Jeg hef gist þar, sem sönggyðjan sjálf átti völd, og jeg sá hennar töfrandi lönd; fyrir heimsfrægum söngvunum kvöld ept- ir kvöld hefir klappað hver einasta hönd. Yfir 200 fiðlum jeg syfjaður sat, Og við svefninn jeg barðist þá, eins og jeg gat. Jeg sá stórskáldið lesa sin ljóð; eins og ljómandi hani það stóð. Það var hljóð, það var liljóð, og það hvarf, eins og hljóð, og þau hrifu’ ekki’ in ágætu ljóð. En jeg kynntist við hjón, og sú kynn- ing var löng, er í kotinu mínu jeg var; úppi’ um lambhúsaburstir þau buðu’ upp á söng, þvi þau bjuggu’ inni’ í kampinum þar; og þau sungu þar vor eptir vor, eins og ný, þó þar væri’ ekki klappað, þau skeyttu’ ekki því; margt eitt kvöld söng hann aleinn sinn óð, og hún ein átti’ að heyra þau ljóð. Þessi ljóð, þessi hljóð, voru vökudreng góð — mér er vel við þau steindepilsljóð. 1». E. Útlönd. Til viðbótar útlendu fréttunum i síð- asta nr. „Þjóðv.“, má enn geta þessara tiðinda: Danmörk. 2. okt. næstk. fer fram kosning tveggja þingmanna til lands- þingsins, í stað þeirra Borup’s borgmeist- ara, og Octaviusar Hansen’s, sem báðir eru látnir, og er búist við, að annað þessara þingsæta lendi í höndum hægri- manna, en hitt fái „socialistar“, og er helzt að heyra, að vinstrimenn muni láta kosningar þessar afskiptalausar. 10.—31. janúar næstk. verður í Kaup- mannahöfn haldin sýning á ýmsum mun- um frá eyjum Dana, Yestur-Indíum, enda gera Danir sór nú afar-mikið far um, að kynnast atvinnuvegum í Yestur-Indíum, og rétta við hag eyjarskeggja, ef auðið væri. — Þýzkaland. Ritstjóri socialista-blaðs- ins „Vorwárts“ skýrði ný skeð frá því í blaði sínu, að Vilhjálmur keisari hefði á- formað, að láta byggja sér höll á eyjunni Pichelswerder, skammt frá Berlín, og ætti að víggirða hana mjög rammlega, og búa svo um, að miklu herliði yrði komið þangað, með litlum fyrirvara. — Blöð þau, er keisara standa næst, voru þegar látin neita þessu, en „Vorwártsa ber fyr- ir sig sögusögn Trotlia hirðmarskálks, og þykist hafa votta að. Q-rein þessi þótti nokkuð nærgöngul keisara, og var þvi gjörð húsleit á skrif- stofu blaðsins, til þess að finna handrit- ið, og komast eptir, hver höfundurinn væri; en er handritið fannst eigi, var hr. Leid, ritstjóri blaðsins, tekinn fastur, og verður höfðað sakamál gegn honum fyr- ir meiðyrði um keisarann. Mál þetta hefir vakið mjög rnikið um- tal á Þýzkalandi, og er það ætlun flestra, að frásögn blaðsins, um „keisaraeyjuna“, sé í alla staði rétt. Járnbrautarslys varð á Saxlandi 16. ágúst, og biðu 3 menn bana, en 40 hlutu meiri eða minni meiðsli. Gjaldkeri við sparisjóð einn í Berle- burg hvarf ný skeð skyndilegá, og komst þá upp, að 60 þús. rígsmörk voru horfin úr sparisjóðnum. 21. dec. næstk. heldur Ernst August, hertogi af Cumberlandi, og Pyri kona hans, dóttir konungs vors, silfurbrúðkaup sitt í aðsetursstað þeirra Grmunden, og er mælt, að Welfa-f\ okkurinn í Hannover muni þá færa þeim heiðursgjöf, og að 1000 af helztu mönnum flokksins muni þá heimsækja þau hjónin. — Rússland. Mikil tíðindi þykja það, að Wttte, hinn alkunni og ötuli fjármálaráð- herra Rússa, hefir nú sleppt þvi embætti sínu, og heitir sá Pleska, er tekið hefir við embættinu. Vita menn ógjörla, hvort þetta er vottur þess, að Witte sé fallinn í ónáð, eða hitt er sennilegra, sem sumir segja, að hann verði bráðlega gjörður að ríkis- kanzlara. Belgía. Bikisþingið hefir ný skeð hækkað toll á hvers konar áfengi um 50°/0, til þess að fá fé til aukinna her- útgjalda. Miklar rimmur urðu um mál þetta á þingi, þar eð verkamenn telja skatta-álögur þessar einkum koma niður á sór, og á þeim hluta þjóðarinnar, sem efnaminni er, enda stóð síðasta umræðan um málið yfir í 40 kl.tíma. Aðal-blað verkmannalýðsins, „Le peuple“, hvetur verkamenn til þess, að svara ólögum þessum á þann hátt, að hætta að bragða nokkurt áfengi, svo að oddborgurum verði eigi kápan úr þvi klæðinu, að ná fé úr vasa verkmannalýðs- ins til herbralls síns. Um þetta eru mikil fundahöld í Belgíu, og styður kvennþjóðin mjög hreifingu þessa, sem vonlegt er. — Holland. Hollendingar hafa átt í ó- friði við uppreisnarmenn á eyjunni Summatra, og náðu þeir þorpinu Polve lengah úr höndum uppreisnarmanna í ágústmánuði, eptir all-harðan bardaga; féllu þar um 300 af uppreisnarmönnum, en af Hollendingum féllu að eins 6, en 51 urðu sárir. Frakkland. Dómurinn í Humberts- málinu virðist benda á, að hegningarlög Frakka séu ekki ýkja hörð. að því er fjárdráttarmál snertir, og i sömu átt bendir það, að bankastjóri einn, Baleuse að nafni, var ný skeð að eins dæmdur í 1 árs fangelsi, fyrir sjóðþurrð, er nam 20 milj. franka. Miklar umræður eru um það, að til séu skjöl, er snerta Humbertsmálið, er sýni, að ýmsir háttstandandi þjóðmála- skörungar hafi verið talsvert við fjár- drátt Humbertanna riðnir, og hafi þeim skjölum verið leynt, er málið var fyrir réttiuum. Út af þessu hefir þingmaðurinn Oeorges Berry lýst því yfir, að hann muni gera fyrirspurn til stjórnarinnar, þessu við- víkjandi, jafn skjótt er þingið kemur saman. — Bretland. Mikið umtal hefir það vak- ið, að uppvíst hefir orðið, að Mullah, sol- dán i Somalilandi, sem Bretar eiga nú í ófriði við, hafi fengið miklar vopnabirgð- ir, og önnur hergögn, hjá verzlunarhúsi í Lundúnum. — Bretinn horfir eigi í það, að leggja til púðrið og kúlurnar á landa sína, ef hann hefir vel upp úr því(!) ítalía. Þar lenti tveim járnbrautar- lestum saman 27. ágúst, og hlutu 15 menn bana, en 60 urðu sárir, margir mjög hættulega. f 22. ág. andaðist Menotti Garíhaldi, fæddur 1840, sonur hetjunnar alkunnu. — Hann var í sveit föður síns árið 1870, er Garíbaldi fór Frökkum til liðveizlu í fransk-þýzka stríðinu. — Menottí var jarðaður á eyjunni Caprera, sem er eign þeirra Graríbaldanna. — Balkanskaginn. Eins og getið var í síðasta nr. „Þjóðv.“, þá á Pétur, Serba- konungur, mjög örðugt, þar sem herfor- ingjar þeir, er gengust fyrir morðum konungshjónanna, hafa ný skeð haldið fund með sér, og ritað undir skjal nokk- urt, þar sem þeir brígsla konungi um vanþakklæti, af því að þeim þykir hann eigi hafa hafið þá til vegs og valda, sem þeir höfðu vænzt. Segja sumar sagnir, að samsærismenn þessir hafi þegar skrifað Nicólaj, fursta í Montenegro, og boðið honum konung- dóm í Serbíu. Pétur konungur fékk því og eigi ráð- ið, að gera Arsen prinz, bróður sinn, að yfirforingja hersins, en varð að láta sér lynda, að gera hann að eins að ofursta. A hinn bóginn krefjast ýmsir fyrir-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.