Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1903, Blaðsíða 4
164
Þjoðvaljiíín.
X VII, 41.
lönnuiii breglnr illa í örnn
þegar þeir hafa keypt sér eina flöskn af Chína-lífs-elexír, og raunin verður svo sú,
að þetta er okki ekta China-lífs-elexir, en þvert á móti slæm eptirlíking.
Hin stórkostlega útbreiðsla, sem mitt viðurkennda meðal, „Chína-lífs-
elexiri, sem enginn hefir enn getað náð, hefir fengið um heim allan, hefir gjört
það að verkum, að menn líkja eptir honum, og útbúa þessa eptirlíkingu svo líkt}
að almenningur á örðugt með að greina i milli míns egta elexírs og slikra ept-
irstælinga.
Jeg hefi komizt að þvi, að síðan tollhækkunin — 1 kr. pr. flösku af
elexír — átti sér stað, þá er bfiinn til bitter á íslandi, sem að nokkru leyti er bú-
inn eins út, eins og minn viðurkenndi, styrkjandi elexir, en sem ekki hefir sömu
eiginlegleika, og get eg því eigi nógsamlega brýnt fyrir þeim, er neyta hins egta
„China-lífs-elexírsu, að gæta sin, er þeir kaupa, og gæta þess vandlega, að nafn
verksmiðjueigandans, Valdemar Petersen, Frederikshavn, sé á einkennisseðlinum og
á stútnum í grænu lakki.
Sérhver slikur tilbúningur er að eins slæm eptirstæiing, er getur haft
skaðleg áhrif, í stað hins gagnlega og læknandi afls, sem minn ekta Chína-lífs-
elexír hefir, bæði að dómi lækna og leikmanna.
Til þess að almenningur geti fengið elexírinn með gamla verðinu, 1 kr.
50 aur. fyrir flöskuna, þá voru, áður en tollhækkunin komst á, fluttar miklar byrgð-
ir til Islands, og lagðar þar til geymslu, og þarf því engin verðhœkkun að eiga sér
stað, meðan byrgðir þessar hrökkva til.
Allar upplýsingar um þetta, eða um eptirstælingar af mínum alþekkta
Chína-lífs-elexír eru þakklátlega meðteknar af verksmiðjueigandanum Valdemar Pet-
ersen, og stýlist til aðal-verzlunarinnar: Kaupmannahöfn Y., Xyvej 16.
Tak nákvæmlega eptir þvi, að á einkennismiðanum sé vörumerkið: Kín-
verji með glas í hendinni, og firma-nafnið Yaldemar Petersen, Frederikshavn, og á
flöskustútnum í grænu lakki —p -1
Allir aðrir elexírar, þar sem likt er eptir einkennum þessum, eru óegta.
einkum ýmis konar íslenzkan fróðleik, enda var
hann mjög kunnugur isl. handritasöfnum, og
hafði safnað afar-miklu af ýmis konar skrítlum,
gátum, þulum o. s. frv., eins og ritið „Islenzk-
ar gátur, þulur og skemmtanir11, er hann gaf út,
bera með sér, enda hafði hann og í höndum hið
mikla safn .Jóns sál. Arnasonar bókavarðar, er
þar að laut.
Ólafur hefir og ritað fjölda greina í ýms
blöð og tímarit, enda var hann mjög góðum
gáfum gæddur.
Arið 1897 fluttist hann frá Kaupmanna-
höfn að Hofi, til föður síns, og dvaldi þar
síðan.
Bessastöðum 30. sept. 1903.
Tíðaríar. Síðasta vikutímann heíir verið mild
veðrátta, og hægar regnskúrir stöku sinnum.
tiiptingar. 22. þ. m. héldu þau ungfrú Soff-
ía Jónassen, landlæknis, og cand. jur. Eggert
Claessen stofuhrullaup í Reykjavík.
26. s. m. var í Reykjavík haldið stofubrull-
aup ungfrú Vigdísar Erlindsdóttur ífrá Breiðabóls-
stöðum á Alptanesi) og Hallgríms Jónssonar, síð-
ast kennara í Búðardal.
FÁLkI........lEFTÖBAKÍÍ)
JER
öezta nefídliaKiö.
Kau.pendur „Þjóðv.“ eru beðnir að
minnast þess, að gjalddagi blaðsins var í
eíðastl. júnímánuði.
Borga má blaðið við verzlanir, ef inn-
skriptarskírteinin eru send útgefanda.
Þeir, sem skulda fyrir fleiri árganga
af blaðinu, eru vinsamlega beðnir að
senda borgun sem fyrst, að öllu eða nokkru
leyti.
PRENTSMIBJA HJÓÐVILJANS'.
166
með því að brennandi sumarhiti hafði verið um daginn,
þá nutum vér nú kvöldsvalans á þiljum uppi, og hresst-
um oss á víntári.
Sáum vér þá allt í einu birta yfir ströndinni, og
litum heljar-loga stíga i lopt upp, og lagði eldbjarmann
yfir bárurnar, alla leið út að skipi voru.
Molínarí-höllin var að brenna.
Vér stukkum þegar í bátinn, og rerum að landi,
sumpart til þess, að láta í té þá hjálp, er vér gætum,
og sumpart af forvitni, til þess að vera sem næst þess-
ari tignarlegu sjón.
Þegar vér komum, stóð höllin öll í björtu báli, og
engin tiltök að bjarga neinu.
Fólkið, sem þyrptist þar að, gat því eigi annað'
gert, en að þrengjast hvað innan .um annað, og gjöra
skark og hávaða, en láta eldinn ljúka verki sínu.
Allt í einu heyrðist þá kallað: „Hvar er Molinari
greifi ?“
Einhver einn kallaði þetta upp í fyrstu, en siðan
kvað sama ópið hvívetna við í mannþyrpingunni, án
þess nokkur svaraði.
Greifinn hafði komizt heill á húfi út úr höllinni,
ásamt konu sinni, því að margir höfðu þá bæði séð hann,.
og haft tal af honum; en nú sást hann hvergi.
Hafði hann steypt sér inn í logana, til þess að
bjarga dýrgripum sínum?
Var það eigi því sem næst óhugsandi, að greifinn,
sem var flugríkur maður, hefði farið að hætta lífi sínu,
til að bjarga nokkrum gimsteinum?
Engu að síður hlaut þó svo að vera, enda hvarf
167
allur vafi, er tveir menn kváðust hafa séð greifann hlaupa'
upp marmara-tröppurnar, og hverfa inn í höllina.
Hættan var afar-mikil; þakið var farið að bráðna,
og drupu niður glóandi droparnir.
Greif'afrúin hné meðvitundarlaus í fang stúlkna
sinna, og nokkrir dyggir þjónar voru komnir á fremsta
hlunn, að reyna að fara að bjarga honum, þótt vonlaust
væri.
En rétt í sömu svipan, kom greifinn fram á hall-
ar-riðið, og augnabliki síðar, var hann úr allri hættu.
Hár hans var sviðið, og fötin mjög brunnin; hann
dró naumast andann, og var hálf-kafnaður af reyknum.
Það var auðsætt, að hann hafði barizt við dauðann,
en borið þó sigurinn úr býtum.
A sigurmerkinu hélt hann í annari hendinni.
Það var ofur-litið silfurbúr, gjört af miklum hagleik,
og algeng, grá mús stökk þar fram og aptur.
Jeg hugði í fyrstu, að Molínari greifi hlyti að vera
genginn frá vitinu, og sama dettur yður ef til vill einn-
ig í hug.
Mýs eru mjög algeng og lítilfjörleg dýr, og rneira
að segja skaðsemdar-skepnur, sem menn setja gildrur og
eitur fyrir.
En þegar þér hugsið betur um atvik þetta, mun
yður fara, sem mér, að yður detti í hug, að mús þessi
hafi átt sér sögu, enda var því svo varið.
En það er ekki einatt auðhlaupið að því, að ná í
slíkar sögur, því að forvitninni fylgir optast refsi-norn,
er hefir gaman af því, að láta menn kveljast.
Enginn var sá, í öllum þeim mannfjölda, er þarna
var saman kominn, er gæti skýrt mér frá ástæðunni til