Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1903, Page 3
XVII. 41
Þjóðviljinn.
163
vegna rigninga og ótíðar.
Annars staðar á eyjunum ’ varð nýt-
ingin góð, en heyfengurinn í minna lagi,
sakir vorkuldanna.j
Fáeinir -Færeyingar hafa farið búferl-
um til Vesturheims í sumar, og er Fær-
eyinguin það nýtt, því að yfirleitt una
þeir vel hag sínum á eyjunum, og er
vonandi, að eigi grípi þá sama vestur-
fararsýkin, er bakað hefir þjóðfélagi voru
svo mikinn skaða.
Lögþing Færeyinga var í sumar að
ræða um talþráðarlagningu milli helztu
byggðanna á eyjunum, og er mörgum
eyjarskeggjum það áhugamái.
Fi-á VTestur-lslendingum.
Fregnir að vestan segja hveiti-uppskeru
fremur litla, og heyfeng í lakara lagi,
sakir ofþurrka.
Fremur er látið báglega af hag Is-
lendinga i Winnipeg; þvi að enda þótt
sumarvinnan sé þar dágóð, þá er ágóðinn
fljótt etinn upp í atvinnuleysinu að vetr-
inum, og hrekkur þá opt skammt.
Nýlega vildi það slys til í Winni-
peg, að Islendingur, er fór vesturí sum-
ar, Q-uðm. Þörarinsson frá Vestdal við
Seyðisfjörð, datt ofan af 4. iopti, er hann
var að húsasmiðum, og beið bana af
byltunni.
Sira Jóhann Sölmundsson, unítara-
trúboði i Winnipeg, hefir nú gjörzt
prestur islenzks unítara-safnaðar í Nýja-
Islandi.
Við kosningar til fylkisþingsins í
Manítoba, er fóru fram í sumar, var B.
L. Baldvmsson endurkosinn þingmaður
í Gimli-kjördæminu fyrir næstu 4 ár,
enda hætti Sigtr. Jónasarson við framboð
sitt. — Baldvin fylgir íhaldsmönnum að
málum, og ráða þeir nú mjög miklum
meiri hluta á þinginu, svo að Bdblín-
stjórnin situr mjög föst í sessi. —
Mannalát.
19. sept. síðastl. andaðist í Keykjavík sýslumanns-
ekkjan Elín Arnadóttir, 68 ára að aldri, seinni
kona Arna sál. Gíslasonar, er lengi var sýslu-
maður Skaptíellinga, en síðar bjó í Krísuvik
(f 1898). Tvö börn þeirra hjóna eru á lííi: Ragn-
heiður, gipt Pétri Jónssyni, kaupmanni í'Reykja-
vik, og Skúli, læknir i Skálbolti. —
24. s. m. andaðist i Reykjavik Hjálmar Sig-
urðsson, gjaldkeri holdsveikraspítalans, 46 ára
að aldri, fæddur 28. sept. 1857. Hann var sonur
Sigurðar Bergsteinssonar, er lengi bjó að Vindási
í Rangárvallasýslu, og Margrétar Jónsdóttur. —
Hjálmar var greindur maður, og aflaði sér mennt-
unar á gagnfrœðaskólanum á Möðruvöllum, út-
skrifaðist þaðan 1884, og var síðan optast við
kennslu- og skrifarastörf i tíeykjavik.
Arið 1893 var Hjálmar sálugi eigandi og
ritstjóri blaðsins „Norðurljósið“, og kom það út
í Reykjavik það árið, en hætti svo alveg. —
Hann var og all-vel hagorður, og hafa ýms kvæði
eptir hann birzt i blöðum vorum, en hitt þó að
líkindum meira, sem óprentað er. Hann heflr
og ritað fjölda blaðagreina, því að hann var á-
hugaraikill, að því er bindindismálefni, og ýms
önnur þjóðmál vor, snerti.
Hann var að mörgu leyti einkennilegur mað-
ur, skrítinn og gamansamur; en örðugar kring-
umstæður gerðu það að verkum, að hæfileika
hans naut minna, en ella myndi.
Kvæntur var hann Jónasínu Sigurbjörgu Sig-
urðardóttur frá Brúnagerði í Fnjóskadal, erlátin
er fyrir nokkrum árum, og eignuðust, þau eitt
barn, er Asgeir heitir.
Hjálmar sálugi hafði legið rúmfastur í fleiri
mánuði, optast sár-þjáður.
Skipstrand.
I norðanrokinu 5. sept. strandaði verzlunar-
skipið „Carl“ á Blönduósi í Húnavatnssýslu,
fermt 200 fötum af lýsi o. fl — Menn björguð-
ust þó allir.
Skip þetta var að taka vörur frá Höefpners-
verzlun á Blönduós, og átti að fara til útlanda.
Drukknun.
Runólfur bóndi Bjarnason á Iðu í Biskupstung-
um í Arnessýslu drukknaði í Hvitá 18. sept.
síðastl.; ætlaði hann, ásamt 3 mönnum öðrum,
á báti yfir ána, en dragferjustrengur, sem þar
liggur yfir ána, slóst í fang hans, svo að bátn-
um hvolfdi, óg drukknaði Runólfur, en hinir
þrír gátu bjargað sér á dragferjustrengnum til
lands.
Runólfur Ueitinn var rúmlega þrítugur, og
lætur eptir sig ekkju og 4 börn.
t Cand. phil. Ólafur Davíösson
drukknaður.
6. sept. viidi það slys til, að oand. phil. Ólaf-
ur Davíðsson frá Hofi drukknaði iHörgá iEyja-
firði. Hann hafði verið einn á ferð, í grasa- og
steinaleit, svo sem hann var opt vanur, og fannst
hestur hans mannlaus, með reiðtýgjum, daginn
eptir, og þóttust menn þá vita, að slys hefði að
borið, enda fannst lík Ólafs í Hörgá að morgni
8. sept., og ætla menn, að það hafi hamlað
honum frá þvi, að bjarga sér á sundi, að hann
hafði all-þungan ltassa á bakinu, er hann geymdi
í plöntur og steina, sem hann safnaði.
Olafitr sálugi var sonur séra Davíðs Guð-
mundssonar k Hofi, og var fæddur 1862. Hann
varð stúdent 1882, en dvaldi síðan í Kaupmanna-
höfn í mörg ár, án þess að hann tæki embætt-
ispróf, og stundaði þar náttúruvísindi, en þó
168
þessara kynlegu aðfara greifans, og komst eg því eigi
eptir henni, fyr en mörgum árum síðar.
Mér vur þá löngu flogið atvik þetta úr huga, en
þá barst mér sagan ósjálfrátt, eins og þea;ar fugl flýgur
af tilviljun inn um opinn glugga, og lofar manni að
;taka sig.
Carlo Molínari var fátækur aðalsmaður, frá Lombar-
-diinu, sem naumast átti neitt annað, en greifatignina, og
-svo æsku-hugrekki í fyllsta mæli.
Eins og þér vitið, var Norður-Italía gjörð að
austurrisku fylki, er Napoleon mikli veltist úr völdurn,
og yíirráð Habsborgaranna voru hin versta harðstjórn.
Allar vonir um sjálfstjórn, og þjóðlegt sjálfstæði,
fyrir sunnan Alpafjöllin, voru þá bældar niður með
hvesstum byssustingjum, og sérhvert frjálsmannlegt orð
var metið drottinsök, enda var þá beitt ströngustu rit-
•skoðun, og njósnarmenn stjórnarinnar á hverju strái.
Fjöldi ungra manna fylltist þá bitrustu gremju,
út af niðurlægingu ættjarðar sinnar, og leynifélög, er
nefnd voru „carbonariu, voru hvivetna stofnuð, til
þess að frelsa ítaliu undan oki Austurríkismanna.
Molínarí greifi var einn af áköfustu meðlimum
leyni-félaga þessara.
Hann var gæddur frábærri mælsku, og mjög karl-
mannlegur í sjón, og studdi þetta hvorttveggja að því,
að orð hans urðu áhrifamikil.
En sakir þess, hve hrifinn hann var af málefninu,
gleymdi hann, að vera nógu varkár, og fór því feti lengra,
en skyldi, svo að lögreglumönnum tókstað fá svo mikil
gögn á móti honum, að hann var sakfelldur, sem upp-
reisnarmaður og drottinssvikari.
165
„Hvað?“ spurði jeg, töluvert forvitinn.
„Palazzo Molínari!u svaraði hann. „Höllin þarna!
Sjáið þér ekki gulu bygginguna, með þremur turnunum?“
Um leið og hann mælti þetta, benti hann mér á
einkar skrautlega höll, er var um kringd af blóm- og
appelsínu-lun d um.
Mið-turninn var lang-hæð;>tur, og á stönginni var
stór, gylltur vindhani.
„Athugið þér vindhanannu, mælti hann, og rétti
mér sjónpípuna sína. „Sjáið þér eigi, að það er dýrs-
mynd á honum?u
„Jú, ef mér eigi skjátlastu, svaraði jeg, „þá er það
mynd af birniu.
„Langt fráu, svaraði hann. „Það er alls ekki svo
stórkostlegt; það er að.eins músu.
„Mús?u át eg eptir honum. „Það var kynlegt. að
velja mynd af því dýriu.
„En engu að síður er það þó mynd af mús, sem
var i Spielberg-kastalanum i Máhren i Austurríki“, svar-
aði hann.
„En þarna hverfur nú höllinu, mælti hann enn frem-
ur; „en sé yður forvitni á að heyra, hvað mér er kunn-
ugt um Molínarí greifa, og um músina hans, þá skal
mér vera það sönn ánægja, að skýra yður frá þvíu.
Að svo mæltu kastaði hann vindlinginum, sem
hann var að enda við að reynja, í sjóinn, og hóf frásögn
sína á þessa leið.
„Þegar jeg var barnungur, var jeg einu sinni á
skemmti-siglingu, ásamt fieiri góðum mönnum, og kom-
um vór þá hórna að ströndinni.
Yér vörpuðum atkeri fáar skotlengdir frá landi, og