Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.10.1903, Blaðsíða 2
166
Þjóð viJi.riNN.
XVII., 42.
að raun, svo að áætlaður tekjuhalli nem-
ur nú frekum 400 þús.
Hér við bætast svo all-mikil útgjöld,
er leiða af nýjum lögurn, er alþingi sam-
þykkti.
Það getur því eigi hjá því farið, að
á næsta fjárbagstímabili höggvist all-mik-
ið skarð i viðlagasjóðinn, er í árslokin
1901 átti alls og a.lls um 1600 þús.
Svo má og búast við því, að þarfir
landsraanna fari fremur vaxandi, en
minnkandi, þar sem engum getur dulizt,
að atvinnu- og samgöngu-málin þarfnast
meiri styrks, en nú er veittur, ef vel á
að vera.
Það verður |iví óhjákvæmilega eitt af
fyrstu verkum nýju stjórnarinnar, að
knýja á hjá þjóð og þingi um auknar
tekjur handa landssjóði.
Að verja árlega meiru fé úr lands-
sjóði til árlegra útgjalda, en tekjurnar
nema, nær auðvitað engri átt.
Þjóðin verður að fara hyggilega að
ráði sínu i fjármálunum, þvi að fjárhags-
legt ósjálfstæði kemur engu léttar niður
á þjóðfélögum, en á einstaklingum.
Af fáu myndi og sjálfsforræði voru
meiri háski standa, en af óhyggilegri
fjármálapólitík.
Vér verðum nú að sýna, að vér séum
sjálfsforræði því fyllilega vaxnir, sem
oss er veitt.
Með þessu er eigi sagt, að vér eig-
um að taka oss framkvæmdarleysis- og
nurlunarpolitik hinnar fráfarandi inn-
lendu stjórnar vorrar til fyrirmyndar.
Því fer mjög fjarri; en forsjálni og
hygginda verðum vér að gæta á fram-
sóknarbrautinni, og sjá oss jafnan far-
borða.
Að þvi er ýms meiri háttar fyrirtæki
snertir, svo sem til samgöngubóta, opin-
berra bygginga o. fl., þá er og opt rétt-
ara, að landssjóður taki lán til þeirra, og
endurborgi það á fleiri árum, en að kosta
þau í einu lagi af tekjum fjárhagsárs-
ins.
En að því er snertir aukningu á tekj-
um landssjóðsins, þá má búast við, að
það fari að nokkru leyti eptir því, i hvaða
höndum stjórnin lendir, eða eptir því,
hvort hún nýtur fulls trausts þingsins,
eða eigi.
<3............ '<
Illutaféla gwbankinn.
Fregnir, er bárust frá útlöndum með
,,Ceres“, færa all-miklar líkur að því, að
hlutafélagsbankinn muni komast á stofn,
þrátt fyrir þann tilfinnanlega hnekki, er
fyrirtækið beið, þegar Bing víxlari féll
frá, sbr. 34. nr. „Þjóðv.“ þ. á.
Sagt er, að nægilegt hlutafé hafi ver-
ið fengið í sept., og því eigi staðið á
öðru, en nauðsynlegum útbúningi seðla
o. fl., er til bankastofnunarinnar þarf.
Frv. síðasta alþingis, um útgáfu einn-
ar miljónar innleysanlegra seðla fyrir
landsbankann, mun stjómin, sem eðlilegt
var, að eins hafa skoðað, sem neyðarúr-
ræði, og því eigi horft í það, að lengja
frest hlutafélagsbankaieyfishafanna lítil-
fjörlega, svo að það stæði ekki í vegi.
Yæntanlega fréttist nú allt þetta
glöggar mjög bráðlega.
Pornmenjar.
Blaðið „Norðurland“ skýrir frá því, að í grennd
við bæinn Skógar í Fnjóskadal hafi nýlega fund-
izt sverð, og var blaðið um 28 þuml. á lengd, en
Pf þuml. á breidd; blaðið var ofur-lítið aptur-
fatt, og tvíeggjað fram undir oddinn. Skeptið
var dottið af, en látúnsnaglar, er því hafði verið
fest með, stóðu eptir, og tré kringum þá.
Drengurinn, er sverðið fann, var svo lítiil,
að hann gat eigi vísað á staðinn, þar sem hann
hafði fundið það, og varð þvi eigi rannsakað,
hvort eigi væru þar fleiri fornmenjar.
Oefað verður sverð þetta sett á íorngripa-
safnið, enda kvað blaðið hafa haldið sér fremur
vel.
A Eyjafirði
var kominn all-góður þorskafli fyrri part sept-
embermánaðar utarlega á firðinum, fyrir utan
Hrísey. — Sild var og einnig farin að aflast
þar, en gekk ekki inn eptir firðinum.
Vitavarðarsýslanin við Skagavitann.
Þegar Jon sálugi Gunnlaugsson, vita-
vörður á Reykjanesi, féll frá, var vinnu-
maður, er lengi hafði hjá honum verið,
Þörður að nafni, alvanur vitastörfum,
settur, til að gegna vitavarðarsýslaninni,
og hafði hann þann starfa á hendi, unz
vitavarðarsýslanin var veitt Jbni Helga-
syni, vitaverði við Skagavitann, frá 1. ág.
síðastl.
Þórður, er gegnt hafði vitavarðarstörf-
unum á íteykjanesi, hafði á hinn bóginn
sótt um Skagavitann, og töldu allir hann
sjálfkjörinn til þeirrar stöðu, enda hafði
eptirlitsmaður vitanna, stýrimannaskóla-
forstöðumaður Páll Halldbrsson, veitt hon-
um beztu meðmæli sín.
Landshöfðingja leizt á hinn bóginn
annað, og veitti stöðuna Isalci nokkrum,
Rarjgvellingi, er aldrei hafði vita séð, og
þekkti því í fyrstu alls ekkert til vita-
varðarstarfanna(I)
En Isak þessi hafði fengizt eitthvað
við atkvæðasmölun fyrir landshöfðingja í
Rangárvallasýslu, og hefir því að líkind-
um verið litið svo á, að þar sem honum
hefði tekizt svo vel að tendra politisku
leiðarljósin á Rangárvöllum, þá myndi
vitatýran á Skaganum eigi reynast hon-
um örðugri viðfangs.
Engu að síður hefir þó almenningur
hneykslazt mjög á aðförum þessum, og
þykir Þbrði gjört rangt til, og fremur er
„Þjóðv.“ á þeirri skoðun, að um leið og
landshöfðingi lét landssjóðinn votta ofan
nefndum atkvæðasmala þakkir sínar, hafi
honum því miður tekizt að hneyksla
marga smælingjana; en „vei þeim, sem
hneykslunum veldur“.
UVderkilegt er það, að skipstjórastéttin,
sem orðin er svo fjölmenn hér syðra, og
vonandi fjölgar ár frá ári, skuli eigi una
hag sínum annars staðar, en i Reykjavík.
eða í kauptúnunum þar i grenndinni.
í Danmörkukostar allur fjöldi kvæntra
skipstjóra kapps um, að fá sér dálítið
landstykki í grennd við kaupstaðina, þar
sem þeir geta t. d. haft eina kú, nokkuð
af alifuglum, dálitla garðrækt o. s. frv.
Þetta verður skipstjóranum kostnað-
: arminna, en kaupstaðarlifið, auk þess sem
: það er fjölskyldu hans að ýmsu leyti
hollara og notalegra, og gefur börnunum,
j þegar þau fara að stálpast, annað að
starfa, og hugsa um, en að lifa jí miður
hollum götusollí.
Staðfest lö«. 28. ág. siðastl.
hafa þessi lög hlotið staðfestingu kon-
ungs.
I. Lög um samþykkt á landsreikning-
unum fyrir arin 1900 1901.
II. Fjáraukalög fyrir árin 1900 og
1901.
III. Lög urn stœkkun verdunarlóðar-
innar í Reykjavík.
IV. Lóg um breyting á 24. gr. í lög-
um um bœjarstjbrn á Isafirði 8. olct. 1883.
(Um breytingu á gjalddaga bæjargjalda).
V. Lög um breyting á gildandi ákvæð-
um um almennar auglýsingar og dbms-
mála-auglysingar.
VI. Lög um breyting á lwnungsbréfi
3. apríl 1844, viðvíkjandi Bruarkirkju í
Hofteigsprestakalli.
Strandasýsln-ylirvöldin.
Úr Strandasýslu hefir landlækni borizt
kæra yfir Guðm.. Scheving lækni, er kær-
endurnir kvað telja fremur fákunnandi i
læknisvísindunum, og vilja þvi gjarna
losna við sem fyrst, þar sem þeir telja
sýslubúa hafa hans lítil not.
Mælt er, að landlæknir hafi sent kærða
kæruna til umsagnar, og kæmi víst fáum
á óvænt, þótt sá yrði endirinn, að lækn-
irinn fengi gjafsókn, til að lögsækja kær-
endurna, og „hreinsa sig“, sem kallað er.
Hr. Guðm. Scheving er sami maðurinn,
er 1893 sótti um 1000—1200 kr. utan-
fararstyrk, til að „rifja upp og æfa ýms-
ar greinir læknisfræðinnar11, en fékk þá
enga áheyrn hjá alþingi, og eru nú 10
ár síðan.
Hann er og sami maðurinn, er kvað
upp úrskurðinn fræga(!), ásamt Marínb
yfirvaldi, við þingkosninguna i Stranda-
sýslu í júnímánuði síðastl., og sýnist því
eigi öllu ósleipari í lögum, en í læknis-
fræði. — —
Þá var og rnaður nýlega á ferðinni í
Reykjavík, norðan úr Strandasýslu, sem
sagt er, að hafi haft sitt af hverju að
kæra fyrir háyfirvöldunum, út af með-
ferð Marínb yfirvalds á þrotabúi Sigurð-
ar heitins Sverrisen’s sýslumanns.
T. d. hefir þrotabúið, meðan skiptin
stóðu yfir, verið látið borga leigu eptir
jarðarpart, er það tók á leigu handa
manni nokkrum; en ekki bera skiptin það
með sér, að búið hafi. fengið neinar tekjur,
eða eptirgjald, eptir jarðarpart þenna, og
þykir skuldheimtumönnum það súrt í
broti, sem von er.
„Huffboð ofj tönn fyrir tönn“, eptir C. Ey-
munclsson, er nafnið á ritlingi einum, er oss hef-
ir verið sendur frá Yesturheimi. — Ritlingurinn
ber það með sér, að höfundurinn fæst fremur
við ritstörfin af vilja, en mætti; en hann er á-
hugamaður, og hefir það knúð hann fram á rit-
völlinn.
Eins og fyrirsögnin ber með sér, skiptist
ritlingurinn í tvo kafla. — í fvrri kaflanum lýs-
ir höfundurinn trú sinni á „hugboð“, og segist