Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.10.1903, Blaðsíða 4
168
ÍPJOÐVlLJ in n .
XVII, 42.
Ikta irónuöl, IrónupilsnGr og Ixpor flobbeltöl
frá himmi sameinuðu ölgerðarhúsum í Kaupmannahöfn
eru hinar finustu skattfriar öltegundir.
SALAN VAB: 1894—95: 248564 fl. 1898—99: 9425958 fl.
1895— 96: 2976683 - 1899—1900: 10141448 -
1896— 97: 5769991 - 1900—1901: 10940250 -
1897— 98: 7853821 - 1901—1902: 12090326 -
f 2. þ. m. andaðist í Reykjavík frú Kristín
Ænarsdóttir, kona síra Jóhanns Þorkelssonar dóm-
kirkjuprests, 53 ára að aldri, fædd 4. júlí 1850.
— Hún var háJfsystir Björns sáluga Hjaltested’s
járnsmiðs, og dvaldi hjá honum lengi á upp-
vaxtarárunum, unz hún giptist síra Jóhanni 15.
júní 1878. — þau hjón eiga 5 börn álifi: Vern-
harð og Ouðmund, Sem báðir stunda nám á há-
skóianum, Kristinn, Þuríði og Guðríði.
Frú Kristín sáluga var atgjörfiskona, en naut
sín eigi á seinni árum, sakir langvarandi heilsu-
bilunar.
Til þeirra, sem neyta liins ekta
Kina-lií's-cJexirs.
Með því að eg hefi komizt að því, að
það eru margir, sem efast um, að Kína-
lífselexír sé eins góður og hann var áður,
er hér með leidd athygli að þvi, að hann
er alveg eins, og látinn fyrir sama verð,
sem fyr, sem er 1 kr. 50 a. glasið, og
fæst alls staðar álslandihjákaupmönnum.
Astæðan fyrir þvi, að hægt er að selja
hann svona ódýrt, er sú, að flutt var
býsna mikið af honum til íslands, áður en
tollurinn gekk í gildi.
k>eir, sem Kinalífselixírinn kaupa, eru
beðnir rækilega fyrir, að líta eptir því
sjálfs sin vegna, að þeir fái hinn ekta
Kínalífselexír með einkennunum á mið-
anum, Kínverja með glas i hendi, og
firmanafnið Waldemar Petersen, Prede-
rikshavn, og ofan á stútnum í
grænu lakki. b’áist ekki elixírinn hjá
kaupmanni þeim, er þér skiptið við, eða
sé sett upp á hann meira, en 1 kr. 50 a,
eruð þér beðnir að skrifa mér um það á
skrifstofu mína, Nyvei 16, Kobenhavn.
Waldemar Petersen
Frederikshavn.
"V/ o TT T O B I>-
Konan mín hefir nú síðustu þrjú ár-
in þjáðst af magaveiki og taugaveiklun,
án þess henni hafi batnað, þótt læknis-
hjálpar hafi verið leitað hvað eptir annað.
En við notkun „Chínæ-lífs-elexírs Valde-
mars Petersens, er hún orðin mikið skárri,
og jeg er sannfærður um það, að hún
væri orðin fyllilega heil heilsu, ef efna-
hagur minn hefði leyft henni að halda á-
fram að neyta hans.
Sandvík 1. marz 1903.
Eirikur Bunólfsson.
* *
. * .
Neytendur eru innilega beðmr að gæta
þess sjálfra sín vegna, að þeir fái hinn
egta Chína-lífs-elexír með þessum ein-
kennum á einkennismiðanum: Kinverji,
með glas i hendinni, og firma-nafnið
Valdemar Petersen, Prederikshavn, og á
t t ’X7’« I*
flöskustútnum, í grænu lakki -——-
Svo framarlega sem elexírinn ekki
fæst hjá kaupmanni yðar, eða krafizt er
hærra verðs, en 1 kr. 50 a. fyrir flösk-
una, þá eruð þér beðnir að rita mér um
það, til skrifstofu minnar: Nyvej 16,
Kjöbenhavn.
HP tSkóviftgerðir om skósmiði.
Skósmiður Guðmundur Jenssnn á Isa-
firði tekur jafnan að sér skóviðgerðir, og
getur enn fremur smíðað nýtt, ef óskað er.
Allt skósmíði einkar traust og vandað,
og selt svo ódýrt, sem frekast er
auðið.
FÁLKÁ NEFTÓBAKIÐ
EE
lezta neftúliakifl.
Kaupendur „Þjóðv.“ eru beðnir að
minnast þess, að gjalddagi blaðsins var í
síðastl. júnímánuði.
Borga má blaðið við verzlanir, ef inn-
skriptarskírteinin eru send útgefanda.
Þeir, sem skulda fyrir fleiri árganga
af blaðinu, eru vinsamlega beðnir að
senda borgun sem fyrst, að öllu eða nokkru
leyti.
PRBNTSMIÐJA UJÓÐVILJANS.
170
sagði, að þótt kynlegt mætti þykja, gæti hann eigi þolað
loptið í neðan-jarðar klefunum.
Og þar sem það var nú alls eigi tilgangurinn, að
drepa manninn, þar sem blessunin, hann Pranz keisari,
hafði þvert á móti ályktað, að hann ætti ekki að deyja,
þá var hann fiuttur í herbergi á næsta lopti, þar sem
var ofur-lítill gluggi, með járnrimlum fyrir.
Þar fékk hann og hálmdýnu, til að sofa á, og óæt-
an miðdegisverð tvisvar í viku.
Þarna dvaldi hann í full átta árin, og var sízt að
furða, þótt honum þætti tíminn lengi að líða.
Hann mátti hvorki lesa né skrifa, og við engan
tala, enda sá hann engan, nema fangaverðina.
Þetta sífellda aðgjörðaleysi var voðalegt, og varð
æ voðalegra dag frá degi, ekki sízt fyrir mann, er lifað
hafði áður starfsömu lífi, eins og Molínari greifi.
Jafn framt því er líkamskraptar hans veikluðust
æ meira og meira, fann hann og, að hann varð æ sljóvari
og sljóvari andlega.
Það munaði því minnstu, að stjórnin næði þeim til-
gangi sínum, að breyta þessum gáfaða hæfileikamanni í
algjörðan fábjána.
I sálarangist sinni reyndi hann á allan hátt að
berjast á móti þessari andlegu veiklun; hann rifjaði aptur
og aptur upp fyrir sér allt, sem á dagana hafði drifið,
orti kvæði, og lærði þau utan að.
Á hugareikningi spreytti hann sig einnig, en allt
kom fyrir ekki, því að einveran virtist alveg ætla að
gera út af við hann.
Þá vaknaði hann við það eina nóttina, að verið
171
var að rífa, eða rispa i vegginn i einu horninu i fanga-
klefanum.
Hann lá lengi vakandi, og gat eigi skilið, hvað'
þetta var.
í dögun rannsakaði hann nákvæmlega múrinn þar,
er hljóðið hafði komið frá, en varð einskis vísari.
Engu að síður var atburður þessi þó mikilsverður
að því leyti, að hann bafði gefið honum nóg umhugsun-
arefni allan daginn.
Nóttina eptir heyrði hann aptur sama hljóðið, og'
stóð þá upp, og læddist þangað hægt og hægt.
Hann heyrði þá, að þar var verið að starfa og naga,
og öðru hvoru heyrði hann veikt tíst.
Grátan var ráðin. Það var mús, lifandi vera, semj
var á ferðinni, þarna rétt hjá honum.
Skyldi hún naga sig alveg gengum vegginn? Skyldi'
hún heilsa upp á hann í einverunni? Skyldi hana e£"
til vill geta tamið hana?
Yæri það eigi skemmtilegt, ef hann gæti gjört þetta
litla dýr, með fjörlegu, brúnu augun, sér að vin, og unn-
ið fullt traust þess?
Með mikilli óþreyju béið hann dagsbirtunnar, til
þess að geta gáð að því, hvort músin hefði lokið við
holuna.
Nei, veggurinn var heill enn, og eigi þorði hann
fyrir neinn mun, að berja þar vegginn með hnúunum,
af því að hann óttaðist, að það kynni að fæla músina.
Svona liðu margir dagar og nætur.
Hann hugsaði eigi um annað, en um músina; þetta
var, sem stór viðburður í lífi hans, í fangelsis-einverunnL
Nú rifjaðist það einnig upp fyrir honum, að einu.