Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.01.1904, Síða 1
Verð árgangsins (minnst \
52 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur., og \
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímám- |
aðarlok.
ÞJOÐVILJINN.
— 1= Átjándi ákganghtb. =| ~~-
-!—&tÆ|=RITST,TÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =|fe-oeg—j—
Uppsögn skrifleg, ógild
nema komin sé til útgcf-
j anda fyrir 30. dag júní-
mápaðar, og kaupandi
í samhliða uppsögninni
| borgi skuld sína fyrir
I Waðið.
M 2.
Lærði s[ DÍsnn enn.
--o&> —
Ekki verður það brýnt fyrir lærisvein-
um lærða skólans of rækilega, eins og nú
standa sakir í skólanum, hve afar-áríðandi
þeim er það, að forðast allt, sem fer í
bágavið lögin, svo sem púðursprenging-
arnar, bótunarbréf, og því um líkt.
Slíkar tiltektir geta ekkert gott af sér
leitt, en geta á hinn bóginn gefið rector
skólans eigi ókærkomið tilefni til þess,
að fara að blanda lögreglunni í sakirnar,
svo sem raunin er nú á orðin.
Fyr og síðar hefir það verið viður-
kennt, sem markmið allra apturhalds-
stjórna, að reyna að bæla niður alla mót-
spymu, hversu réttlát sem hún hefir ver-
ið, með því, að reyna að setja glæpa-
mannsstimpilinn á mótstöðumenn sína,
og þagga svo niður aðfinnslurnar, og
láta, sem ekkert sé út á þeirra eigin
gjörðir setjandi.
Og svipað þessu ætlum vér, að ekk-
ert myndi rector skólans kærara um þess-
ar mundir, en að geta dregið athygli al-
mennings frá óstandinu, sem nú er í
skólanum, undir stjórn hans, á þann hátt,
að reyna að sýna fram á, að það séu í
raun og veru að eins nokkrir lögbrots-
eða glæpa-menn, er raskað hafi friði
skólans, og sanni því óstandið alls eigi,
að skólastjórn hans sé í neinu áfátt.
Slíkar tiltektir, er að ofan getur, geta
og orðið til þess, að eyðileggja framtíð
einstakra pilta, er eitthvað kynnu að vera
við þær riðnir.
Skólapiltar hafa og nóga aðra vegi,
til að lýsa óánægju sinni, eða vanþókn-
un á rector skólans, ef þeim þykir þess
þörf, eða ástæða til vera, vegi, sem vissu-
lega betur sóma þeim mönnum, sem eru
að ganga menntaveginn.
En hvað sem þessu líður, þá verður
því varla neitað, að þegar svo langt er
komið, að farið er að blanda lögreglu- og
hegningar-valdinu inn í það, sem inn-
an skólans dyra gjörist, þá getur óstand-
ið í skólanum. naumast orðið öllu verra.
I>að eru annars óskemmtilegar fréttir
fyrir foreldra, og aðra, er að piltum
standa, að heyra það, að skólapiltar séu
hver af öðrum kvaddir fyrir róbt, og
flæktir, eða bendlaðir við sakamálsrann-
sóknir, vitna-yfirheyrslur og svardaga.
Þeir eru fleiri, þótt fullorðnir séu, er
helzt vilja vera lausir við slíkt, enda er
sú eigi „ætlun skóla vorsu, að piltar
þurfi að standa í slíku, og hafa allan
hugann á því dögunum saman, í stað
þess að sinna lærdómi sínum.
Virðist það og í meira lagi viður-
hlutamikið, að vera að leiða unga pilta,
fæsta full-þroskaða, í vitnaleiðslur og svar-
Bkssastöbum, 16. JAN.
daga, og sízt. fyrir að synja, hvað af
slíku getur hlotizt, þegar hugirnir eru
æstir.
Slíkt er því, að voru áliti, fullkomin
samvizkusök, og hafa þeir mikið á sam-
vizkunni, er slíku valda
Þeir munu, sem betur fer, vera færri
húsbændurnir hér á landi, sem snúa sér
á „kontórinn“, þótt eitthvað komi fyrir
á heimilinu, er lögin gætu náð til.
En fari reglan í lærða skólanum að
verða gagnstæð, svo að menn geti vænzt
þess, að piltar þurfi að bendlast við
sakamálsrannsóknir, og lenda í svardög-
um, ef einhver drengjapör verða, þá er
hætt við, að þeir verði fáir, er vilji eiga
pilta sína í slíkri stofnun.
Eigi að takast hér upp rússneska að-
ferðin, að fara að stjórna skólanum með
aðstoð lögreglunnar, þá er líklega eins
rétt, að loka skólanum til fulls.
Og geti rector Björn M. Olsen eigi
stjórnað skólanum á annan hátt, eins og
rectorar þeir, sem á undan honnm hafa
verið, þá ætti hann að sjá það sjálfur, að
heppilegast væri, að láta annan reyna sig.
Ástandið, sem nú er í lærða skólan-
um, geta landsmenn alls eigi við unað,
og hljóta að krefjast mjög bráðra um-
bóta, enda trúlegt, að þeirra verði eigi
langt að bíða, þegar völdin eru komin í
hendur hinna óhlutdrægu „föðurlands-
vina“, er mest hafa eptir þeim keppt.
Útlönd.
Með gufuskipinu „Saga“ hafa borizt
þessi tíðindi frá útlöndum:
Rússar og Japanar. jl öndverðum
janúar var enn sama óvissan um það,
hvort Rússum og Japansmönnum tækist
að jafna ágreiningsefni sín á friðsamleg-
an hátt, eða til ófriðar drægi, en bæði rík-
in búa her sinn i ákafa, og Bússar senda
hvert herskipið á fætur öðru áleiðis þang-
að austur.
Sumir telja líklegt, að ef Japanar hafi
eigi fengið fullnægjandi svar frá Rússum
fyrir 10. janúar, þá muni þeir hafa sagt
friðnum slitið þann dag; en á hinn bóg-
inn fórust Delcassé, utanríkisráðherra
Frakka, svo orð á þingi Frakka ný skeð,
sem báðar þjóðimar myndu fremur kjósa
friðinn, og að eigi væri ástæða til þess,
að telja ófriðinn jafn óhjákvæmilegan,
sem blöðin gerðu.
Yirðist margt benda á, að Japanar
vilji gjama komast hjá ófriðinum, ef nokk-
ur kostur er, þvi að ella myndu þeir eigi
hafa gefið Bússurn svigrúm, til að draga
æ meira og meira herlið þangað austur.
Flest hlöð telja sennilegt, að Bretar
og Frakkar muni eigi geta látið ófriðinn
19 0 4.
afskiptalausan, ef til alvörannar kemur,
sakir samninga við Japana og Bússa, og
svo er aö heyia á amerískum blöðum, sem
Bandamenn þykist eiga svo mikillahags-
muna að gæts í Asíu, að þeir geti- heid-
ur eigi setið hjá. en verði þá Japana og
Breta megin.
Makedonía. Þar er nú mesta hörm-
unga-ástand í ýmsum héruðum; í Monastír-
héraðinu, þar sem ástandið er verst, er
talið, að í vetur séu 100 þús. manna hús-
næðis- og bjargar-lausar, þar sem upp-
skeran eyðilagðist gjörsamlega síðastl.
sumar, sakir ófriðarins, og býlin voru
brennd, og liggja í kalda kolum. —
ítalía. 26. des. andaðist stjórnmála-
maðurinn Zanardelli, fyrrum ráðaneytis-
forseti, og einn hinnamerkari stjórnmála-
manna Itala. —
Bandaríkin. 30. des. vildi það hörmu-
lega slys tilí /rogwois-ieikhúsinuí Chicago,
að meðan verið var að leika, kviknaði í
leiktjaldi, svo að fólkið varð hamslaust
af hræðslu, og þyrptist til dyranna, og
biðu um 600 manna bana, er ýmisttróð-
ust undir, eða köfnuðu í reykjarsvælunni;
en um 500 hlutu sár eða meiðsli, og var
eldurinn þó slökktur eptir fjórðung stund-
ar, og húsið þá óskemmt að mestu leyti.
Leikhús þetta var einna prýðilegasta
leikhúsið í Chicago, og var nýbyggt,
hafði að eins verið notað írúmanmánuð.
Burt meö svartsýnið.
Lífsskoðanir manna eru ærið mismun-
andi, sem eðlilegt er, þar sem margurer
öðrum ólíkur, og lífskjörin næsta mis-
jöfn.
Sumir eru bjartsýnir, missa aldrei
móðinn, á hverju sem veltur í heimin-
um, og vænta æ hine bezta.
Öðrum hættir á hinn bóginn of mjög
til þess, að setja helzt upp svörtu gler-
augun, er þeir virða mannlífið fyrir sér.
Hjá oss íslendingum er svartsýnið ó-
efað töluvert almennari lundar-einkunn,
en heppilegt er, og stafar það að nokkru
leyti af legu og náttúru lands vors.
Suðræna sólin gerir menn glaða og
léttlynda, en vetrarharðindin, og vor-
kuldarnir, og ekki sízt skammdegið
langa og skuggalega, gerir oss íslendinga
alvörugefnari.
En ekki má sú alvörugefni teygja oss
svo langt, að vér gerumst þunglyndir, og
svartsýnir, því að svartsýnið skapar ótrú
mannsins á sjálfum sér, ótrú á landinu,
atvinnuvegum þess og framtíðarhorfum,
gerir menn úrræðaminni, og deigari til
framkvæmda, og getur jafn vel flæmt
suma af landi brott.
Fátt er það því, sem þjóð vorri ríður
meira á um þessar mundir, en að auka