Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.01.1904, Blaðsíða 2
14
Nýlega hefir socialistinn Mirman bor-
ið fram frv. þess efnis, að afnema öll
heiðursmerki, og samþykkti fulltrúadeild-
in að afgreiða það málefni sem fljótast,
enda þótt stjórnin mælti á móti.
f Látin er ný ekeð (2. janúar) Mat-
Jiilde Bonaparte, dóttir Jerome, fyrrum
konungs í Yestfalen, yngsta bróður Na-
poleon’s mikla — Hún var fædd 27. maí
1820, og lætur eptir sig um 6 milj.
franka, og er frændi hennar Louis Na-
poieon, einka-erfinginn. — Arin 1842—45
var hún gipt rússneska greifanum Demí-
dow (f 1870), og 1873 giptist hún frakk-
neska málaranum Paupelín. —
Til tíðinda má það telja, að flokkur
Bonapartista á þingi Frakka, sem reynd-
ar er mjög fámennur, hefir nú klofnað í
tvennt, þar sem sumir vilja sætta sig við
lýðveldið, en hafa konsul í broddi þess,1
stað forseta, og ætla Victor Napoleon þá tign.
6. jan. síðastl. lýsti Píus páfi X. því
hátíðlega yfir, að mærin frá Orleans,
Jeanne d’Arc (f. 1412, dáin 1431), erbjarg-
aði Frökkum í baráttu þeirra við Eng-
lendinga, skuli tekin í helgra manna
tölu.
Aðfaranóttina 26. des. róð skríll i
París á bakarabúð eina, og rændi þarog
ruplaði ýmsu góðgæti til jólanna, áður
en lögregluliðið fengi stöðvað leikinn. —
Bretland. Aðfaranóttina 10. des.
síðastl. kviknaði í höll þeirri í Sandring-
ham, er Alexand^a, Breta drottning, svaf
í, og vildi til, að ein af herbergisþern-
nm hennar, Knollys að nafni, er svaf í
næsta herbergi, vaknaði við reykjarsvæl-
una, og gerði drottningu aðvart, og
björguðust þær svo í náttklæðunum; en
fám sekúndum á eptir fóll gólfið í svefn-
herbergi drottningarinnar, og skall því
hurð nærri hælum.
Á enska herskipinu „Wallarloo11 vildi
nýlega það slys til suður í Australía, að
gufuketillinn sprakk, og biðu 43 menn
bana.
Brezkar ofursti, Hope að nafni, hefir
nýlega fundið upp nýja tegund af reyk-
fausu púðri, er hann nefnir „velocitaaa,
og er talið, að það muni valda all-mik-
jlli breytingu á skotvopnum.
Spánn. 9. des. síðastl. brá Alfonso
konungur sór í kynnisför til Carls kon-
ungs í Portugal, og var þar tekið tveim
höudum.
í öndverðum des. urðu ráðherraskipti
á Spáni, með því að ViUaverde fór frá
stjórn, og heitir sá Mauro er nú er þar
forsætisráðherra.
Járnbrautarslys varð í grennd við
Cordoba 13. des. siðastl., og misstu þar
14 menn lífið, en mjög margir meiddust.
Sjómenn gerðu ný skeð verkfall í
ýmsum borgum á Spáni, og olli það um
hríð töluverðu óhagræði. —
Ítalía. Á galmársdaginn tókst tveim
mönnum að komast inn á pósthús í
Rómaborg, með því að þeir voru dular-
klæddir, sem póstboð, og stálu þaðan 150
þús. franka.
í janúarmánuði flýði maður frá borg-
&JÓBVILJINN .
inni Turin, er dregið hafði sór á ýmsar
lundir, með fölskum víxlum o. fl.,‘ um 2
milj. líra. Maður þessi hét Terracíni, og
hafði verið forstöðumaður sútunarverk-
smiðju einnar þar í borginni.
Ekki var Leo páfi XIIL alveg blá-
snauður, er hann féll frá, þar sem hann
lót páfastólnum eptir 40 milj., franka, og
hafði þó einnig ætlað ættingjum sínum
ríflegar uppliæðir.
Austurríki—TJngverjaland. Á þingi
Ungverja er nú allt með friðsamasta móti.
— Tissa hefir mótmælt því svo eindreg-
ið, að Austurríkismenn séu að sletta sér
fram í mál Ungverja, að hann hefir hlot-
ið almanna lof fyrir, og hefir því Kossuth-
flokkurinn ályktað, að hætta allri máltöf
á þingi.
Erkihertogafrúin Elisabeth, dóttir Rud-
olph’s sáluga krónprinz, er kvæntist Otto
Winríschgratz greifa, hefir ný skeð látið
að sór kveða. — Mælt er, að hjónaband
þeirra hafi eigi verið sem ástúðlegast,
enda hafði Elísabeth komizt að því, að
maður hennar átti vingott við leikkonu
eina í Prag, er Ziegler er nefnd forkunn-
ar fríða, og ruddist Elísabeth ný skeð
inn á þau, og skaut leikkonuna, svo að
hún andaðist litlu síðar. — Erkihertoga-
frúin er að eins 20 ára gömul, og virð-
ist vera mæðumanneskja, eins og margt
af ættfólki hennar hefir verið. — Blöð
þau er næst standa austurrísku keisara-
ættinni, bera á móti þessu, og reyna að
þagga niður orðróm þenna; en önnur
blöð staðhæfa, að hann sé á rökum
byggður.
Balkanskaginn. Á Grrikklandi urðu
ráðherraskipti 18. des., þar sem Rallí fór
þá frá stjórn, en Theotokis myndaði nýtt
ráðaneyti.
í öndverðum des. vildi til slys á höfn -
inni á Iþöku, þar sem tvö gufuskip,
„Polyrosu og „Assofu, rákust á, svo að
„Polyrosu sökk, og drukknuðu 50 menn.
I öndverðum desembermánuði þorði
Tyrkja-soldán loks eigi annað, en að sam-
þykkja kröfur Austurríkismanna og Rússa,
að því er Makedoníu snertir, og hefir
hann nú sett Hilmi pasja þar til land-
stjómar, og hafa Austurríkismenn og
Bússar skipað sinn fulltrúann hvorir,
til að vera honum til aðstoðar.
Hvort ráðstafanir þessar leiða til þessj
að friður komist á í Makedoníu, er óvíst;
að minnsta kosti láta sumir helztu for-
ingjar uppreisnarmanna annað í veðri
vaka, og fullyrða, að uppreisnin byrji
aptur, þegar vorar. —
Nú hafa stórveldin þrengt svo að
Pétri, konungi í Serbíu, að hann hefir
eigi séð sér annað fært, en að láta kon-
ungsmorðingjana þoka úr æðstu embætt-
unum, þar sem stórveldin hafa bannað
sendiherrum sinum að hafa nokkurt sam-
neyti við konungsmorðingjana, svo að
þeir fóru allir burt úr Serbíu fyrir ára-
mótjn, til þess að þurfa eigi að sjá kon-
ungsmorðingjana, er þeir óskuðu konr
u»gí gleðilegs nýárs.
Systur Drögu drottingar hafa ný skeð
XVIII.. 4.
auglýst ýmsa af dýrgripum hennar til
sölu í Lundúnablöðunum, t. d. dýrindis
armband, er Bússakeisari hafði gefið
henni, o. fl. Segjast þær, auk dýrgrip-
anna, að eins hafa fengið 127 þús. franka
í arf eptir hana, og þykjast því til neydd-
ar, að koma gripunum í peninga. —
Bandaríkin. í New York, og þar í
grenndinni, voru svo miklir kuldar nú
um áramótin, að menn minnast eigi
slíks, síðan veturinn 1875.
Mikla rögg þótti borgmeistarinn í
Chicago sýna, eptir leikhúsbrunann mikla,
er hann lét loka 19 leikhúsum í borg-
inni, af því að eigondurnir vildu eigi
gera þær ráðstafanir gegn brunahættu, er
hann áskildi.
Aðfaranóttina 27. des. varð járnbraut-
arslys í Michigan rikinu, og biðu 18
menn bana, en 31 urðu sárir.
2. des. síðastl. voru tveir menn tekn-
ir fastir í forsetahöllinni („Hvíta húsinu''),
er ná vildu fundi Poosevelt’s forseta, og
var annar þeirra með stóra sveðju, en
hinn lézt ætla að dáleiða forseta, og er
mælt, að menn þessir muni báðið hafa
verið geðveikir. — Nýlega var og hand-
samaður stjórnleysingi einn, Charles Pier-
sen, að nafni, og fundust í vörzlum hans
myndir af forsetahöllinni, og þótti grun-
samt.
Gletið er þess, sem tiðinda, í erlend-
um blöðum, að Rockefeller yngri hafi ný
skeð eignazt fyrsta barnið, telpu, er Abby
er nefnd, og er mælt, að John D. Rock-
feller eldri ætli að arfleiða hana að megn-
inu af eigum sínum, sem taldar eru um
3,600 milj. dollara virði, enda er hann
talinn auðugasti maðurinn í Bandaríkj-
unum. — Ungfrú Abby verður því eigi
óeigulegur kvennkostur, ef hún kemst á
giptingaraldurinn.
23. des varð járnbrautarslys í grennd
við Connelsville í Pennesylvaníu, og lét-
ust þar 35, en 20 hlutu meiðsli. — Seg-
ist blöðum svo frá, að frá 1. júní 1902
til jafnlengdar 1903 hafi í Pennsylvaníu-
ríkinu látist alls 26l/2 þús. manna, er
dáið hafi af slysum á járnbrautum eða
sporvögnum ríkisins, og er það ekkert
smáræði. —
Canada. Stjórnin í Canada hefir ný-
lega áformað, að láta smíða tvö herskip
til landvarnar, og verður það fyrsti vís-
irinn til herskipastóls Canadamanna.
í enskum blöðum er þess getið, að
komið hafi til orða, að Canadamenn
keyptu Grreenland' af Dönum; en ekki hef-
ir því máli enn verið hreift við Dana-
stjórn, og stjórnin í Canada ber það til
baka, að um slík kaup geti verið að ræða
að svo stöddu. —
Somalíland. Af herför Bre,ta þar
syðra, er það að segja, að nýlega áttp
þeir orustu við hersveit Mplla, og féllu
um 1000 af mönnum Mullah, og lögðu
hinir þá á flótta; en Bretar misstu fátt
manna. — Ekki var Mullah sjálfur í or-
ustu þessari. —
Austur-Asía. Enginn veit enn með
fullri vissu, hvort til ófriðar dregur þar