Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.01.1904, Blaðsíða 1
Verð árganqsins (minnst
52 arkir) 3 h\ 50 aur.;
erlendis 4 h\ 50 aur., og
í Amerílcu doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
ÞJOÐVILJINN.
Átjándi ábgangub. ==
-i-RITST.T ÓRI: SKÚL.I THORODDSEN.
| Uppsögn skrifleg, ögild
nema lcomin sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar, og kaupandi
I samhliða uppsögninni
j borgi skuld sína fyrir
j blaðið.
M 4.
Bessastöðum, 30. JAN.
19 0 4.
tTtLönci.
Frá útlöndum eru þessi tíðindimark-
verðust:
Danmörk. 16. des. brá konungur vor,
Christian níundi, sér til Gmunden, til
þess að sitja þar silfurbrúðkaup Þyri,
dóttur sinnar, og kertogans af Cumber-
land, er haldið var með mikilli viðhöfn
21. des.; en í ferð þessari sýktist kon-
ungur, einkum af gigtarverkjum, sem sízt
er að furða um jafn háaldraðan mann,
og varð því að leggjast, eða halda sér
inni við, og stundaði Þyri, dóttir hans,
hann. — Var konungur enn eigi albata,
er „Lauraa fór frá Kaupmannahöfn, en
vonandi, að veiki hans sé þó eigi hættu-
leg.
Af þingi Dana er fátt tiðinda, nema
hvað dagpeningar þingmanna hafa verið
hækkaðir, úr 6. kr. í 10 kr. á dag, á
tímabilinu frá því, er þing hefst í okt. til
marzmánaðarloka, en standi þingið leng-
ur, þá eru dagpeningarnir þann tímann
að eins 6 kr. á dag, sem verið hefir.
Búist er við, að kosninyarlöy til sveita-
stjörna, er stjómin hefir lagt fyrir þing-
ið, muni stranda i landsþinginu, þar sem
hægrimönnum þykja þau ganga of langt
í framsóknaráttina, er veita skal konum,
ógiptum sem giptum, kosningarrétt, og
sömuleiðis vinnuhjúum, ef fullnægt er
skattgreiðslu-skilyrðum þeim, er lögin á-
kveða. — Sömu forlögum er og búist við,
að lögin um borgaralegt hjónaband muni
sæta.
I des. sagði Öllgaard borgmeistari af
sér embætti, eptir 18 ára ötulan embætt-
isrekstur í þarfir Kaupmannahafnarbæjar,
og var Marstrand bæjarfulltrúi valinn i
hans stað, einn úr flokki vinstrimanna.
8. des. andaðist Jakob Bing í Kaup-
mannahöfn, einn af hinum fáu miljóna-
eigendum þar, og lét eptir sig um 2
milj. króna. — Hann dó úr hjartaslagi,
70 ára að aldri.
•Eitt slysið varð enn í lypti-vélinni
(„elevator14) í nýja ráðhúsinu í Kaup-
mannahöfn 7. des. síðastl., þar sem ung-
ur maður, er for upp með vélinni, fór
klaufalega út úr henni, 0g varð á milli,
svo að hann hryggbrotnaði, 0g meiddist
mjög þess utan.
28. des. síðastl. andaðist Frederik Salo-
mon, hæztaréttarmálfærslumaður, BB ára
að aldri, og telja hlöðin hann meðal
fremstu málfærslumannanna við hæzta-
rétt, 0g vandfyllt skarð hans.
Til minnisvarða yfir Hörup heitinn,
fyrrum ritstjóra „Politikenu, og síðar
samgöngumálaráðherra, hafa Danir skot-
ið saman nær 9 þús. króna.
Landa vorum Níds Finsen, er hlaut
Kobels-verðlaunin, svo sem blað vort hef-
ir frá skýrt, hefir farizt mjög höfðing-
lega, þar sem hann hefir gefið Ijóslækn-
ingastofnuninni, er hann veitir forstöðu,
50 þús., og enn fremur gefið 60 þús. til
annarar heilbrigðisstofnunar í Kaupmanna-
höfn, er ætluð er hjarta- og lifrar-veik-
um. — Slikt er mjög virðingarvert, enda
er Finsen að maklegleikum i mjög miklu
áliti erlendis. —
Noregur. Eins og áður hefir verið
getið um i blaði voru, hefir norska stjórn-
in lagt frv. fyrir þingið, er veitir kon-
um rótt til embætta, sem karlmönnum,
en undan skilur þó kennimannleg em-
bætti, embætti i hernum, og í lögreglu-
liðinu.
12. des. kviknaði í norsku strandferða-
skipi, „örion“ að nafni, er fer til Finn-
merkur, og fórust þar 6 menn, en öðrum
varð bjargað.
Mjög hefir lýðhylli Björnstjerne Björn-
son’s farið þverrandi í Noregi - i vetur,
eða síðan hann studdi hægrimenn við
kosningarnar síðastl. sumar, þvi að hon-
um eigna menn það öðrum fremur, að
kosningaúrslitin urðu, sem varð, og segja
nú, að hann hafi dregið taum Svía í
konsúla-málinu, til þess að ná í Nóbels-
verðlaunin. — Sömuleiðis telja menn það
ósvinnu, að hann hafi tekið á móti verð-
launum þessum úr hendi Oscars kon-
ungs, og þannig lotið konungsvaldinu, en
hafi þó áður látizt vera lýðveldismaður.
Hefir kveðið svo mikið að æsingum
þessum gegn Björnson, að stúdentafélag
í Kristianíu hefir ályktað, að taka ofan
brjóstlíkneski hans, er staðið hafði í
lestrarsal félagsins, og svipað hafa ýms
verkmannafélög gjört, er höfðu likneski
hans í fundasal sínum.
Sannast hér, sem optar, hve völt lýð-
hyllin reynist opt og tíðum, og mun
flestum finnast, að þetta séu ómaklegar
aðfarir við Björnson, jafn mikið sem norska
þjóðin á honum að þakka. —
Rússland. Þar bryddir á töluverðri
ókyrrð og óánægju í ýmsum héruðum
landsins, meðal lægri stéttanna,) og þar
við bætast sífelldar stúdenta-óspektir í
háskólabæjunum; í Warschau var t d.
háskólanum lokað um hrið í öndverðum
des., og í Pétursborg ruddist lögreglulið-
ið inn í háskólasalinn, og rak stúdent-
ana út; en við háskólann í Kiew hafa 80
stúdentar verið teknir fastir.
í öndverðum des. brann þorpiðBene*
kovo til kaldra kola, og bnmnu þar mjög
miklar kombirgðir.
Mælt^er, að Rússastjóm hafi i kyrrþey
leitazt fyrir um að fá J/* milljard“(= B00
þús. milj.) rígsmarka að láni á Þýzkalandi,
og mun hún þykjast þurfa á féaðhalda,
ef til ófriðar dregur í Austur-Asíu; en á
hinn bóginn eru Bússar stórskuldugir
Frökkum, og því óvíst, hve vel þeim
rerður til, að þvi er ný lán snertir.
Ekki varð mikið úr rannsókn morð-
málanna i Kishineff, þar sem að eins
tveir voru dæmdir i betrunarhússvinnu,
annar i 7 ár, en hinn í B ár, og 23 í
fangelsi, frá 6 mánuðum til tveggja ára;
en 12 voru sýknaðir. — Óttast margir,
að nýjar gyðinga-ofsóknir kunni að hefj-
ast þar þá og þegar, og þykist lands-
stjórnin eigi geta verndað gyðinga, ef
svo fari, svo að fjöldi gyðinga ætlar að
flýja þaðan, er vorar, og munu flestir
þeirra ætla sér til Ameríku.
Ekki linnir enn ofsóknum Bússa-
stjórnar gegn Finnlendingum. — Um
jólin voru tveir mikilsvirtir sveitarhöfð-
ingjar teknir fastir, og sendir eitthvað
burt, líklega til Síberiu, og veit enginn,
hvað þeir hafa til saka unnið, nema hvað
ljóðmæli Runeberg’s vora gerð upptæk
hjá öðrum þeirra. —
Þýzkaland. 13. des. kviknaði í afar-
miklum steinolíu-birgðum í borginni
Metz, og er skaðinn metinn 2 milj. króna.
Nýlega gerðist sá hryllilegi atburður
í Meissen, að maður nokkur drap konu
sína, og 6 börn þeirra, með karbólsýra,
og lá sjálfur dauðvona, er síðast fréttist,
enda er svo að sjá, sem öll fjölskyldan
hafi ætlað að kveðja heiminn i senn.
Steinolia hefir ný skeð fundizt í jörðu
í héraðinu Ditmarsken, og mælt, að þar
fáist um 210 föt daglega.
Yagnstjórar í Berlin gerðu verkfall
nm áramótin, og kom það sér auðvitað
miður vel fyrir borgarbúa, unz samning-
ar komust loks á aptur 7. janúar.
Vilhjálmur keisari er nú fyrir nokkru
orðinn albata af hálsmeini sínu, ogheyr-
ist ekki á mæli hans, enda hsfir hann
þegar haldið ræður við ýms tækifæri. —
Frakkland. Þá er nú Ðreyfus-méMð
komið á dagskrá enn á ný. — Eptir
beiðni Dreyfusar lét stjómin nefnd manna
rannsaka málsskjölin á ný, og kom það
þá í ljós, að tvö skjöl, er herrétturinn í
Rennes byggði dóm sinn á, voru fölsuð;
í öðru skjalinu var dagsetningu þess
breytt, svo að það virtist hafa verið sam-
ið, áður en Dreyfus-málið hófst, en varí
raun og vera búið til seinna; en i hinu
skjalinu („Cette Canaille de Du) hefir
P-i verið breytt í D, til þess að svo
skyldi virðast, sem það ættivið Dreyfus,
þótt það ætti í raun og veru við allt
annan mann.
Að fengnum þessum upplýsingum,
ilyktaði stjómin, að láta ónýtingarrétt-
inn prófa málið að nýju, og er búist við,
að hann ónýti herréttardóminn í Rennes
algjörlega.