Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.01.1904, Blaðsíða 3
XVTII 4.
PJÓÐVILJINN
15
eystra. — Síðasta svar liússa til Japans-
manna var nokkru iiðlegra, en fyrri und-
irtektir þeirra, látast þar vilja unna Jap-
ansmönnum svipaðra umráða í Koreu, sem
Bretar liafi á Egyptalandi, en aftaka að
sleppa tökum sinum á Mandsjúríinu. —
Japansmönnum líkar þó eigi svar þetta,
og halda báðir áfram herbúnaði í ákafa,
hvernig sem úr kann að rætast.
Skcmmdir aí' veðri. — Kirkja fokin. ,
Afskapaveður var i Skagafirði 28. des. síðastl.
og fauk kirkjan að Goðdölum, tókst upp af grunn-
inum, hentist út á tún, og fór í ótal mola.
Þak rauf einnig af fjósinu í Goðdölum í þessu
sama veðri.
Nýtt rjómabú.
í Landsveitinni í Rangárvallasýslu hafa menn
komið sér saman um, að stofna rjómahú hjá
Minnivallalækshrú, og tekur allur þorri hænda
þátt í því.
Ur Yestmanneyjuin
er ritstjóra „Þjóðv.“ skrifað 17. janúar: „Megn
kvefsútt og lungnabólga, hefir gengið hér, síð-
nii í nóv., og er því miður ekki útdauð enn.
Úr veiki þessari hafa alls dáið 8 persónur,
þar af 2 ofdrykkjumenn, annar miðaldra, en hinn
á þrítugsaldri, og hinir 6 heilsufarið eða hrjóst-
veikt fólk, á 7. og 8. aldurstug, menn sem aldrei
afbera slík áföll, sem lungnabólgu, eða þunga
kvefsótt11,
Óveitt prestakall.
Mosfell í Mosfellssveitinni íBrautarholts- og
Lágafells-sóknirj er auglýst til umsóknar, og er
matið 1234 kr.; en þar af ganga þó 34 kr. til
,uPPgj af aprests.
Banka-utibú
Landsbankinn hefir um hríð verið í samning-
um við sparisjóðinn á Isafirði, sem landsbank-
inn vill taka að sér, og sameina banka-útibúi
þar vestra.
Til þess að fullgera samningana um þetta
var bankagjaldkerinn hr. Halldór Jónsson sendur
til ísafjarðar með gufuskipinu „Saga“ 22 janúar
síðastl.
Mælt er, að þeir frændur og nafnar, Þorv.
Jónsson læknir og próf. Þorv. Jónsson, verði for-
stöðumenn banka-útibúsins.
Frá Vestur-íslendingum.
Tjaldbúðarsöfnuðurinn í Winnipeg, er síra Haý-
steinn Pétwrsson var prestur fyrir, en siðan naut
prestsþjónustu síra Bjarna Þórarinssonar, hefir í
síðastl. októbermánuði kallað síra Friðrik J. Berg-
mann til prests síns.
25. okt. vildi það slys til í Aiyyk-byggðinni, að
bóndinn Kristján Jónsson Dalmann datt af vagni
og beið bana af byltunni.
VI smiiítlíVí. 10. des síðastl. and-
aðist að Felli í Sléttuhlíð í Skagafjarðar-
sýslu húsfreyjan Jbrunn Scemundsdbttir,
37 ára að aldri, kona Sveins hreppstjóra
Arnasonar. —
11. janúar þ. á. andaðist á Eyrarbakka,
eptirlanga sjúkdómslegu, húsfrú Astrlður
Guðmundsdbttir, nál. sextugu, kona Guðm
bóksala Guðmundssonar á Eyrarbakka, væn
kona og mikils metin. — Af 6 börnum
þeirra hjóna, lifa 4 móður sína. —
16. nóv síðastl. andaðist enn fremur í
Norður-Dacota í Ameriku konan Rannveig
Magniisdbttir, 70 ára að aldri, fædd í
Þjóðólfstungu í Isafjarðarsýslu 1. jan
1833. — Hún var gipt Friðfinni Kjœrne-
sted trésmið, sem nú er að Látrum í
Sléttuhreppi i Isafjarðarsýslu. — Bjuggu
þau hjónin lengi i Miðdal i Bolungarvík
| en síðar í ísafjarðarkaupstað, og þaðan
fluttist Rannveig sáluga til Ameriku sum-
arið 1892.
Börn þeirra hjóna, sem á lifi eru, eru
þessi:
1, Elías Friðfinnsson, bóndi að Stað í
Sléttuhreppi, kvæntur Jdhönnu Jbns-
dóttur, hreppstjóra á Kirkjubóli i Skut-
ilsfirði.
2, Jbn. alþýðukennari i Manítoba.
3, Mihkalína, gipt Kristjáni Jbhannssyni,
útvegsmanni í Isafjarðarkaupstað.
4, Kristján, kvæntur Jbhónnu Jbhannesdbtt-
ur, bóndi í Manitoba.
5, Elín, gipt kona í Norður-Dacota.
6, Kristín, gipt J. W. Thorgeirsson, fyr
yfirprentara, en nú mjólkursala í
Winnipeg.
Eptir að Rannveig sáluga fluttist til
Ameríku, var hún ýmist hjá Kristjáni,
syni sínum, eða hjá dætrum sinum, Elinu,
og Kristínu, og andaðist á heimili hinn-
ar fyrnefndu. — Aður en hún fluttist til
Yesturheims, var heilsa hennar farin tals-
vert að bila, enda hafði hún lærbrotnað
nokkru áður, og var jafnan hölt síðan;
en í elli sinni átti hún því láni að fagna,
að njóta ástar og aðhlynningar sinna
góðu barna, er hún dvaldi hjá, og naut
því ánægjulegrar elli, enda þótt það
drægi að vísu úr gleði hennar, hve mjög
hún þráði mann sinn, sem orðið hafði
eptir á Islandi.
Rannveig sáluga var greind kona, og
að mörgu leyti vel gefin, og sérstaklega
voru þau hjónin bæði mikils metin, með-
an það bjuggu i Bolungarvíkinni.
16
Vertu þolinmóð, í guðanna bænum! Þú veizt
"761, að jeg eyðilegg mig alveg, ef eg fer óhyggilega
að ráði minu.
Bíddu, og vonaðul Sá dagur nálgast, er við
■aldrei skulum skilja
Treystu mér jafnan.
Dick“.
III.
„Astkæra María!
Hvað meinarðu með seinasta bréfinu þínu? Ætl-
>arðu að steypa mér í ógæfuna? Geturðu ekki beðið
'Ögn enn þá? Hve opt hefi eg eigi sagt þér, að jeg
ræð ekki sjálfur gjörðum mínum?
Þú veizt þetta, og þú veizt einnig, hve voða-
'lega strangur húsbóndi minn er. — Væri jeg sjálfráð-
uc, myndi eg kvongast þér á morgun.
I guðanna bænum, gerðu mig ekki ærðan, en
wærtu nú þolinmóð.
Þinn einlaecur.
Dicku.
IV.
„María'!
n t
J©g verð að gera enda á hinni þvingandi áleitni
'þinni. Finndu mig því: á gamþt vana-ataðnum 25. þ.
ui. kl. 9. & h.
Vertu í góðu skapi. Við skulum ferðast saman
jí nokkra daga, og tala um framtíðina.
Vertu sæl á meðan.
/ ',r Dick4:
Svona hljóðuðu bréfin, og er það eptirtektarvert,
13
athygli mína, ef fornafn stúlkunnar hefði eigi verið
María.
Ættarnafnið Albert er og frakkneskt, og taldi eg
mér því skylt, að grennslast eptir, hvort stúlka þessi,
sem auglýsingin laut að, væri eigi sami kvennmaðurinn,
er svaf svo vært í kirkjugarðinum í Greenock.
Húsið var snoturt, og voru íbúarnir vanir að leigja
herbergin öðrum fremur einhleypum stúlkum, er stund-
uðu nám við iðnskólann í Kensington, eða eittbvað voru
við þá stofnun riðnar.
Þegar jeg sýndi fólkinu myndina af myrtu stúik-
unni, þekkti það hana strax, og sagði, að það væri mynd-
in af Mariu Albert, og brá mjög, er eg skýrði því
frá hinum voðalegu afdrifum hennar.
Þetta var nú að vísu ofur-lítið spor í áttina, en
virtist þó eigi mundu verða að miklu liði.
Húsmóðirin, sem ég nefni frú Smith, sagði, að
María Albert hefði leigt hjá sér í þrjá mánuði, og bar
henni að öllu leyti vel söguna, en kvaðst að öðru leyti
vera högum hennar ókunnug.
Hún var af frakkneskum ættum, en hafði dvalið
nokkra hríð í Englandi.
Frú Smith kvað hana hafa verið gáfaða, menntaða,
og væna stúlku, en fremur fáorða um sína hagi.
Þunglyndisköst hefði hún fengið, og stundum sett
að henni mikinn grát.
Hún kvað hana hafa haft talsvert fé, er hún kom
þar i húsið, en seinasta mánuðinn kvaðst frú Smith hafa
lánað benni dálitið.
Þegar hún fór, ráðgerði hún að vera að heiman