Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.02.1904, Side 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.02.1904, Side 1
Verð árganqsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og j í Ameríku dóll.: 1.50. j Borgist. fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. Átjándi ákgangub. --!-£*>• ! 11 I 'I' S T J 6 K 1: SKÚLI THORODDSEN. M 5. BeSSASTÖBUM, 8. FEBR. tJtlönd. Uppsögn skrifleg, ógild \ nema komin sé til útgef- j anda fyrir 30. dag júnir í mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. 19 0 4. Til viðbótar útlendu fréttunnm í síð- asta nr. „ÞjóðvÚ, má geta þessara tíð- inda: Frakkland. 12. janúar tók þing Frakka aptur til starfa í París, og með þvi að Bourgeois, er verið befir forseti fulltrúadeildarinnar, skoraðist undan end- urkosningu, varð niðurstaðan sú, að Brisson var kosinn, með 267 atkv. gegn 219, og hefir hann áður gegnt þeirri tignarstöðu á árunum 1881—’86, og 1894—’98. t 10. janúar andaðist í París málar- inn Jean Léon Gérome, 80 ára að aldri, og er hann frægastur af málverki sínu: „Ave Caesar! Morituri te salutamusa („Heill þér keisari! Vér, sem deyja skul- um, heilsum þér“), sem eru orð þau, er skilmingamenn í Bómaborg voru vanir að segja, er þeir gengu fram á leik- sviðið. — Þýzkaland. Mjög hefir orðið tíðrætt um það í erlendum blöðum, að krón- prinzinn á Þýzkalandi, sem er 22 ára að aldri, hafi ný skeð orðið svo ástfanginn í amerískri söngmeyju, Geraldíne Farrar að nafni, sem sungið hefir á leikhúsi í Berlin, og talin er forkunnar fögur, að hann hafi boðið henni hönd sina og hjarta, er allar tilraunir hans, til þess að kynnast henni á annan hátt, höfðu orðið árangurslausar. Mælt er, að Vilhjálnmr keisari hafi orðið syni sinum sár-reiður, út af þess- um ástamálum, og hafi þeim feðgum orð- ið mjög sundurorða, og líklega verður ekkert af því, að söngmærin fagra verði keisarafrú á Þýzkalandi; en hitt er trú- legt, að hana skorti eigi áheyrendur fyrst um sinn, er hún lætur til sín heyra á leiksviðinu. t 11. janúar andaðist þýzki málarinn Heinrich Vogel, og hafði hann ánafnað al- eigu sina, rúma milj. rígsmarka, til efl- ingar listum. Rússland. 10 þús. verkmanna, er unnu 1 verksmiðju einni, í grennd við borgina Jekaterinoslav, gerðu ný skeð all-miklar ospektir, af því að laun þeirra voru lækkuð, brutu járnbrautarvagna, kveiktu i verksmiðjuhúsunum, svo að mikið af þeim brann, 0. s. frv., og olli þetta stór-tjóni, áður en samningum varð komið á. I þorpinu Bobinsk vildi ný skeð það slys til i kirkju einni, að kirkjuloptið brotnaði, meðan guðsþjónustugjörðin stóð yfir, svo að fjöldi fólks meiddist, en um 20 biðu bana."— Thibet. Eins og áður hefir verið get- ið um í blaði þessu, hafa Bretar sent herflokk til Thibet’s, er liðsforingi þeirra Vounghoushand stýrir, til þess að semja um lándamæri o. fl., en nú er mælt, að Rú.ssastjórn hafi einnig sent herflokk þangað, liklega til að gæta þess, að Bret- ar gjörist eigi of nærgöngulir, enda skil- ur Thibethásléttan lönd Piissa og Breta i Asíu, svo að hvorugir vilja unna hin- um þar of mikilla ráða. — Ófriðarhorfurnar í Austur-Asíu. Eptir síðustu fregnum hafa Japanar hafnað síð- asta boði Bússa, er skýrt var frá i síð- asta nr. „Þjóðv.“, og krafizt ákveðins svars um það, hvort Rússar gangi að kröfum þeirra, og er almennt litið svo á, sem bfriður byrji þegar, ef svar ítússa verðúr neitandi, enda gjörist alþýða manna í Japan dag frá degi æstarigegn Rússum. Slys. Nýlega fórust 63 menn af gufu- skipinu „Challam“, í grennd við Victoriu i brezku Columbíu. Voðalegur eldsvoði varð i borginni Aalesund í Noregi að morgni 23. janúar síðastl., og mátti heita, að bærinn brynni allur til kaldra kola, þar sem að eins varð bjargað um 20—30 húsum, og um 12 þús. manna húsnæðislausir, eptir brun- ann. — Nokkur seglskip, og 3 gufuskip, er á höfninni lágu, brunnu einnig, en sumum skipunum á höfninni var sökkt, til að varna því, að eldurinn læsti sig í þau. Manntjón varð, sem betur fór, lítið, þar sem að eins er getið þriggja manna, er farizt hafi; en fjártjónið er afar-mikið, um 18 milj. króna. Pyrstu nóttina eptir brunann varð fjöldi fólks að liggja úti, í kalza-rigningu, eða átti illan aðbúnað i tjöldum, sem tildrað var upp til bráðabirgða, og hafði lítið, eður ekkert, til fæðis; en daginn eptir bárust þegar vistir, og aðrar nauð- synjar, frá ýmsum öðrum héruðum í Nor- egi, til að bæta úr mestu bágindunum í bráðina. f Landshöfðingjadæmið. Ábyrgðarlausa landshöfðingjadæmið lagðist loks í gröfina, frekra 30 ára að aldri, 31. janúar síðastl., og munu fáir gráta. Með niðurlagningu landshöfðingja- dæmiiins er og völdum Magnusar Step- hensen lokið hér á landi, og munu flestir telja honum það holla«t, að fá nú hvíld frá völdunum, og reyna ögn að jafna hugann, og átta sig á tilverunni, timann þann, sem enn er eptir æfinnar. Margt og mikið hefir „Þjóðv.“ löng- um haft við opinhera starfsemi hans að athuga, án þess að ráða þó nokkuru sinni á manninn sjálfan. Plestura, eða má ske öllum blöðum fremur, hefir ,.Þjóðv.“ og, fyr og síðar, sýnt fram á, hve ókeppilegt hið ábyrgð- arlausa landshöfðingjadæmi hefir verið þjóðfélagi voru, og drjúgum átt sinn hlut að því, að leggja það að velli. Má og þjóðin, hvernig sem dómarnir um embættisstarfsemi hr. Magnúsar Step- hensen að öðru leyti verða, þakka henni það, að hún varð þó til þess, að sýna, ekki að eins þjóðinni, heldur jafn vel dönsku stjórninni í Kaupmannahöfn, hve bhafandi ábyrgðarlausa landshöfðingjavald- ið gat verið, og ruddi þannig stjórnar- skrárbreytingunni braut. En þar sem landshöfðingjadæmið er nú úr sögunni, og þar sem hinni opin- beru starfsemi hr. Magnúsar Stephensen má einnig heita lokið, þá verður naum- ast ástæða til þess, að minnast þeirra í biaði voru optar. Þeir dauðu hafa sinn dóm með sér. En persónunni hr. Magnúsi Stephensen óskar „Þjóðv.“ gjarnan langra lífdaga, og góðrar heilsu í ellinni. Ráöherra-skrifstofan. Hún var sett á laggimar í gamla landshöfðingjahúsinu í Reykjavík 1. febr. síðastl., eins og til stóð. Það hefir áður þótt réttara, að em- bœtti væru auglýst til umsóknar, og hefði betur á því farið, að svo hefði einnig verið gjört að þessu sinni, í stað þess að stinga embættunum í hálf-gerðu pukri að hinum og þessum. En þetta skiptir í raun og veru ekki miklu að þessu sinni, því að óefað hefði niðurstaðan orðið sú sama, enda líklega eigi svo að skilja, sem þetta verði stjóm- arreglan framvegis. Almenningi mun þykja fróðlegt að vita, hverjir á ráðherra-skrifstofunni eru, auk ráðherrans, hr. H. Hafstein’s, og land- ritarans, hr. Kl. Jónssonar, sem áður var kunnugt um, og skulum vér þvi skýra frá því, hvernig þar er mönnum skipað. Á fyrstu skrifstofunni, sem fjallar um dómsmál og kennslumál, er shrifstofu- stj'ori: J'on Magnússon, fyrmm ritari landshöfðingja. Á annari skrifstofunni, er fæst við atvinnu- og samgöngu-málin, er skrif- stofustjbri: Cand. jur. Jbn Hermannsson, sem verið hefir aðstoðarmaður í isl. stjómardeildinni evo nefndu í Kaup- mannahöfn. Á þriðju skrifstofunni, er annastfjár- og reikningamálin, verður skrifstofustjbri: Eggert Briem, sýslumaður Skagfirðinga, með þvi að

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.