Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1904, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1904, Blaðsíða 1
Verð'árganqsins (minnst\ 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., oq í Ameríku doll.: 1.50. \ Borgist fyrir júnímán- I aðarlok. ÞJOÐVILJINN. - :|= ÁTJÁNDI ÁBGANGUB. =| ■ ■=- -i-g3œ|= filTSTJÓEI: SKÚLp THOBODDSEN. =lfeggg—~s— j Upps'ógn skrifleg, ógild \ nema komin sé til útgef- j anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi j samhliða uppsögninni j borgi skuld sína fyrir \ blaðið. I M 6. BeSSASTÖÐUM, 13. EEBR. 19 0 4. Jtjja stjórnin. í síðasta nr. ,,Þjóðv“. voru nefndir mennirnir, er ráðherra H. Hafstein hefir valið sér, sem samverkamenn, og hlotið hafa embætti í stjórnarráði Islands. En þar sem almenningur þekkir að líkindum fæsta þessara manna, og á því að vonum örðugt með, að gjöra sér glögga grein fyrir þýðingu þessara fyrstu em- bættisstarfa ráðherrans, þykir „Þjóðvú ekki ílla við eiga, að gefa nokkrar skýr- ingar, er verða mættu almenningi til leiðbeiningar. Auk ráðherrans, og landritarans — sem á að tengja frjálslyndari fylkingar- arm ,heimastjórnarflokksinsu, eða hinn svo nefnda „halau, við ráðherrann — eru embættismennirnir alls níu, nefnilega 3 skrifstofustjórar, hinn nýbakaði „fulltrúiu, 3 aðstoðarmenn, og svo tveir á ráðherra- skrifstofunni í Kaupmannahöfn. Þegar litið er á nöfn þessara manna, reka kunnugir fljótt augun í það, að fjór- ir þeirra (Jón Magn., Jón Herrmannss., Ól. Halld. og Jón Krabbe) hafa verið á skrifstofum gömlu stjórnarinnar, síðan í tíð hægri ráðaneytanna, hinn fyrsti á skrif- stofu landshöfðingja, og hinir þrír á skrif- stofu ísl. stjórnardeildarinnar í Kaup- mannnahöfn, svo að naumast verður sagt með sanni, að nöfn þeirra séu fyrirboði stórvægilegra stjórnarumbrota, eða bylt- inga. Sama er og að vísu um „fulltrúann“ að segja, þar sem hann hefir áður haft þann sama starfa á hendi, hina umboðs- legu reikninga endurskoðun, sem honum nú er ætluð, þótt hann væri endurskírð- nr, og beri nú „fulltrúaunafnið. Um aðstoðarmennina á skrifstofunum í Reykjavík er það að segja, að tveir þeirra eru synir, en einn tengdasonur, manna (háyfirdómarans og landlæknisins), er talizt hafa til íhaldsflokksins i Reykja- vík. En að því er hr. Eggert Briem sýslu- mann snertir, þá var skýrt frá því i sið- asta nr blaðsins, að sérstök atvik ollu því, að hann „fékk að vera með“, þótt annað væri áformað i fyrstu. Það má að vísu segja, sem er, að menn þessir ráði eigi stefnu stjórnarinn- ar í landsmálum að neinu leyti, heldur ráðherrann einn; en valið synir þó engu að síður ótvírœðilega, hvar hugur og hjarta ráðlierrans er, þar sem hann til samverka- manna kys sér öðrum fremur menn, sem íhaldsfiokknum gamla eru venzlaðir og vanda- lundnir. Það er mikið trúlegt, að menn þess- ir seu allir nokkum veginn vel vaxnir þeim kontor-störfum, sem þeim eru ætl- uð. hverjum sérstaklega, þótt eigi sé það kuimugt um neinn þeirra, að þeir hafi „upp fundið púðrið11, eða verið frömuðir nýrra hugmynda, eða hugsjóna, sem naum- ast er heldur við að búast um suma þeirra, kornunga mennina. Ed einkennilegt er þetta val ráðherra vors engu að síður, eins og fyr var sýnt fram á, og ekki sýnilegt, að tillitið til þekkingar á högum lands og þjóðar hafi ráðið jafn miklu, sem vera átti, þar sem meiri hlutinn eru menn, sem ýmist eru ungir og óreyndir, eða hafa alið þroska- árin erlendis. Sérstaklega mælist það og, sem von er, miður vel fyrir, að ráðherrann skuli hafa fundið ástæðu til þess, að fara að létta útgjoldum af rikissjóði Dana, og seil- ast eptir þremur dönskum embættling- um úr stjórnardeildinni i Kaupmanna- höfn, er Dönum var skylt að sjá fyrir biðlaunum, eða embættum. Stjórnarskrárbreytingin hefir vissulega losað Dani við nógu mikil útgjöldin, er stöðulögin frá 2. jan. 1871 lögðu þeim á herðar, þótt ekki bættist þetta við, að fara að taka af þeim skylduómagana, ef svo mætti að orði kveða. „Vinirnir verða hinir sömu, sem ver- ið hafa hjá ríkjandi embættis-„klikunniu 1 Reykjaviku, sagði „Þjóðv.u i 48. nr. fyrra árgangs, er minnzt var fyrst á hr. H. Hafstein, sem ráðherra, og mega nú allir sjá, að eigi var það rangt til getið. Er það og sannast, að eigi þurfti mikla getspeki, til að segja það fyrir, þar sem fortið ráðherrans var kunn, enda þótt hann afneitaði henni í stöku málum á síðasta alþingi, er um völdin var að tefla. Og skyldi nú eigi mörgum verða að spyrja, er þeir heyra um embætta-skip- animar þessar: Er ekki þetta að miklu leyti sama gamla tóbakið? Lofa þú svo einn, að þú lastír eigi annan að ósekju. í 46. tbl. „Bjarkau f. á., stendur grein frá Höfn, eptir Sigurð nokkum Sigurðs- son. Grein þessi fer ómjúkum orðum um menntastyrk þann, er síðasta alþingi veitti Guðmundi prentara Magnússyni. Jeg skal algjörlega leiða hjá mér, að dæma um, hvort aðfinnsla sú er á rökum byggð, eður eigi, en það er ýmislegt ann- að í grein þessari, sem jeg get ekki látið ósvarað, og þess vegna vildi jeg biðja „Þjóðv.u að ljá línum þessum rúm. Mér getur ekki annað, en fundizt það miður vel við eigandi, og í fyllsta máta ósanngjarnt, að bera vorum gömlu og góðu ljóðsnillingum, Matthíasi og Stein- grími, það á brýn, að þeir séu hættir að geta ort. Að vísu hefir Steingr. lítið haft sig frammi á seinni árum, en þar með er alls eigi sannað, að Ijóðadisin hafi yf- irgefið hann, og bezt gæti jeg trúað, að hann ætti eptir, að syngja oss ógleyman- legan svanasöng, áður en hann svífur al- farinn frá oss. Um Matthías, skáldið af guðs náð, sem kallað hefir verið, er það að segja, að mörg af hans beztu kvæðum eru nýlega kveðin, og væri auðvelt, ef rúmið leyfði, að benda á fleira, en eitt af yngri kvæð- um hans, sem margur nýgræðingurinn vildi feginn kveðið hafa. Jeg fellst fúslega á það, að þing og þjóð ætti að gera betur við Þorstein Er- lingsson, heldur en raun hefir á orðið. Að slíkri list, sem hans, verður aldrei of vel hlynnt, en vel mátti greinarhöf. lofa Þorstein og hans listaverk, þó hann hefði látið fni Torfhildi Holm hlutlausa. Skáld- sögur frú Holrn, um þá biskupuna Brynj- ólf Sveinsson og Jón Yídalin, hafa að maklegleikuin náð mikilli almennings- kylli. Jeg fæ ekki betur séð, en að þau Þorsteinn og Torfhildur séu fyllilega sammála, er þau lýsa þeim Daða Hall- dórssyni og Kagnheiði Brynjólfsdóttur; bæði bera þau lof á Bagnheiði. Hjá báð- um er auðsætt, að Daða hafi margt ósjálf- rátt verið vel gefið. Frú Holm heldur að vísu ókostum hans meira á lopti, en Þorsteinn ber heldur hvergi af honum brestina, enda mun það enginn hægðar- leikur fyrir mann, sem satt vill segja, þvi sagan sýnir og sannar, að Daði þessi hefir verið mesti flysjungur, þó nógu væri hann glæsilegur ásýndum; en grein- arhöf. er ef til vill svo umburðarlyndur, að hann telur það ekki með ókostum, að tæla tvær saklausar stúlkur í senn, því griðkonan, sem Daði flekaði samtimis biskupsdótturinni, gat verið allt að einu eins heiðarleg stúlka, þó hún væri af lægri stigum. Jeg skal kannast við, að lýsingin á ástalífi Ragnheiðar er miklum mun eðli- legri hjá Þorsteini, en Torfhildi, en „sín- um augum litur hver á silfriðu, og sögu- legar sannanir fást ekki fyrir slíku. Mér er óljóst í hvaða merkingu höf. titlar fni Holm vinnu-konu, en eigi það að vera í óvirðingar skyni, þá er það vind- högg, sem hún er ómeidd af. Sé með því verið að benda á, að hún hafi skrifað Brynjólf Sveinsson, til að vinna sér til fjár, þá er slíkt sú fjarstæða, sem enginn leggur trúnað á, sem nokk- uð þekkir til íslenzkra bókakaupa. Það getur keldur ekki borið sig, að frú Holm hafi með ritverkinu Brynjólfur Sveinsson hugsað sér, að vinna fyrir þessum litla ellistyrk, sem þingið hefirá seinni árum

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.