Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1904, Blaðsíða 2
22
i-5 J uÐ v iii J i j
-A. V ixX., 6.
veitt henni, þvi bókin er rituð á þeim
árum, sem frú Holm dvaldi í Ameríku,
og hugsaði víst alls ekki til heimferðar.
Vinnu-konu nafnið á að því leyti
heima hjá frú Holm, að hún vinnur heið-
arlega fyrir sér, er aldrei óvinnandi að
heita má, og mætti margur slæpingurinn,
sem árum saman lætur aðra ala sig, óska
sér, að hafa lítinn hluta af starfsþoli
og iðjusemi hennar.
Jeg mun þá ekki gera frekari athuga-
semdir við grein þessa, sem annars er
vel skrifuð og skemmtileg til lesturs.
A þorranum 1904.
D.
. i ) i i " i i i i .T7T0
Fyrsta ráðherra-ræðan.
Margir höfðu vænzt þess, að nýi ráð-
herrann myndi nota tækifærið, erhonum
var haldin veizlan 1. febr., til að halda
stórpolitiska ræðu, og skýra þar frá hug-
sjónum þeirn, er fyrir honum vaka, tiljað
lypta þjóðinni á æðra stig menningar og
velmegunar.
Slík ræða hefði átt mjög vel við, þar
sem mörgum mun yfir höfuð vera frem-
ur ókunnugt um erindi hans í æðsta
valda-sessinn hér á landi, enda er það
all-títt í öðrum löndum, að ráðherrar nota
einmitt gjama áþekk tækifæri til stór-
poiitiskra ræðuhalda.
En ræða lir. H. Hafstein’s, sem birt
hefir verið í stjórnarblaðinu „Þjóðólfur“,
fór ekkert út i þá sá sálma, nema hvað
hann gat þess, að menn ættu að „gera
sér mat“ úr stjórnarskrárbreytingunni, og
þótti það eigi óspaklega talað, frá sjón-
armiði „heimastjómarmannanna“ sérstak-
lega.
Að öðru leyti þóknaðist ráðherranum
að geta þess, að „öll blöð“, sem hann
hefði „ástæðu til að bera nokkra virðingu
fyrir“, hefðu „tekið sér hlýlega, eða að
minnsta kosti sæmilega1', og virðast þessi
ummæli ráðherrans bera vottum, að tals-
vert eimi enn eptir af flokksæsingi, og
að þjóðræðishugmyndin sé enn eigi orðin
sem föstust í huga honum, þar sem hann
telur sig eigi geta borið virðingu fyrir
öðrum, en þeim, er tala, sem honum vel
líkar, og er vonandi, að slík ummæli séu
fremur í fljótræði töluð, en af dýpri rót-
um runnin, þar sem blöð stjórnarandstæð-
inga era í raun og vera „hin góða sam-
vizkau stjórnandanna, og ef rétt erskoð-
að stóram nauðsynlegri og virðingarverð-
ari, en hin, sem skjallið flytja, þótt sætt
kunni að þykja.
Sami drengjalegi æsingurinn lýsti sér
og í ummælum ráðherrans, er hann fór
að lýsa því mjög hátíðlega yfir, í lok
ræðu sinnar, að hann byggist ekki við
þvi, að „sumir mennu myndu „nú frem-
ur, en fyr, geta setið á sáttshöfði við sigu
o. s. frv., og lýsa þau einnig áliti hans
á öllum andblæstri, sem vonandi er, að
hann taki þó hógværar og stillilegar, er
hann hefir lengur haft völdin á hendi,
því að ekki er það ólíklegt, að það liggi
fyrir honum, sem öðrum stjórnendum, að
eigi verði allir jafnan á hans máli.
Og þar sem hann endar ræðu sína á
þá leið, að hann vilji „láta skipt-a guð
giptua, og segist treysta því, að „hann
geri það eins, og á sama hátt, sem að
undanfömuý þá sé það mjög Ifjarri oss,
að vilja draga nokkuð úr trausti hans á
guðlegri forsjón, sem vér viljum óska, að
leiði hann og styðji í öllu góðu, sem alla
aðra.
En, að brennivínsstraumamir i Eyja-
firði, er öfluðu honum kosningarinnar á
síðastl. vori, og lyptu honum upp í ráð-
herra-sessinn, hafi flotið þar að tilhlutan
guðlegrar forsjónar, því á þó „Þjóðv.“
bágt með að trúa.
Bruunin biejarhús.
Úr Snæfellsnessýslu er „Þjóðv.“ skrifað J31.
jan. þ. á.: „Hinn 19. þ. m. brunnu bæjarhúsin
á Þingvöllum í Helgafellssveit (baðstofa, búr og
eldhús). Kviknaði út fráofnpípu í þekjunni, um
hádag, og voru öll húsin brunnin eptir 2 kl.-
stundir, enda vár á ofsa sunnan rok. — Mann-
björg varð, og sömuleiðis bjargað miblu af inn-
anstokksmunum, en all-mikið fórst af matvælum
í brunanum.
Þegar eptir brunann var efnt til samskota i
Stykkishólmi, og gekkst frú Soffía Richter öðrum
fremur fyrir þvi, og gengu þau samskot bæði
fljótt og vel, enda eru hjónin á Þingvöllum,
Guðmundur Magnússon og '.Matthildur ljósmóðir
Hannesdóttir, öllum kunn að drengskap og hjálp-
semi. — G-uðmundur hefir nú verið blindur í 11
ár, og þó jafnan með betri bændum, en hún ljós-
móðir um mörg ár, og höfðu þau nú afráðið, að
bregða búskap á komanda vorí.
Þess má og geta, að nágrannar þeirra hjóna
í Helgafellssveitinni, einkum Þorsteinn hrepp-
stjóri Bergmann og Jónas Sigurðsson, hafa rétt
þeim hjónum fúsa og öfluga hjálparhönd, bæði
við brunann og eptir hann, og fer jafnan vel á,
er þannig er brugðið fljótt og vel við vandræði
manna“.
Hlutal'élagið „Eyjafjörður“
heitir félag eitt, sem nýlega er stofnað í Ak-
ureyrarkaupstað, og ætlar að selja og kaupa ýms
íslenzk matvæli, búa til pylsur, reykja kjöt og
fiskmeti, o. s. frv. — Félagið hefir þegar ráðið
til sín danskan bjúgnagjörðarmann, og ætlar að
byggja sérstakt reykingahús, og kaupa sér pylsu-
gjörðarvél, er kostar um 500 kr.
Hlutaféð er alls 5 þús. króna, eða 20 hlutir
á 250 kr. hver.
Til hæztaréttar.
Yfirdómari Jón Jensson hefir skotið til hæzta-
réttar landsyfirréttardóminum, er kveðinn var
upp i meiðyrðamáli hans gegn ritstjóra „Þjóðólfs“,
út af hlutdrægnis-aðdróttunum í „verðlagsskrár-
málinu Snæfellska“.
Eins og menn muna, ákvað „setti landsyfir-
rétturinn“ (Júlíus Havsteen o. í\.) sekt ritstjór-
ans að eins 50 kr., eða hálfu minni, en héraðs-
dómarinn hafði gert, og hefir yfirdómari Jón
Jensson eigi viljað una þeim úrslitum, enda hefir
Albertí veitt honum gjafsókn til áfrýjunarinnar,
og er hæztaréttarmálfærslumaður Bagger skipað-
ur sækjandi málsins.
Hæztaréttarstefnan kom með síðustu ferð
„Lauru“, og var birt „Þjóðólfs“-ritstjóranum
litlu síðar.
Má það telja nær eins dæmi hér á landi, að
meiðyrðamálum sé skotið til hæztaréttar, og höfð-
um vér því fremur mælt- „Þjóðólfs“-ritstjórann
undan þeirri meðferð í 40. nr. 17. árg „Þjóðv.“;
en íyrirbænir vorar þvi miður ekki stoðað.
Frá Akureyri
er „Þjóðv.“ skrifað 26. jan. síðastl.: „Hórhef-
ir allt af öðru hvoru verið mikið um dýrðir hjá
sumum, síðan það fréttist, að H. Hafstein vrði
ráðherra. Það var lika von, að þeir yrðu glaðir,
sem flest sporin höfðu gengið hér um bæinn í
vor, og farið snemma á fætur, til að ná í ferða-
menn, og bjóða þeim kaffi heima hjá sér, eða
vín á veit-ingahúsinu, til að reyna á allar lund-
ir, að ginna menn, eða neyða, til að kjósa Haf-
stein til þings. — En nú, þegar mestu fagnaðar-
veizlunum er lokið, þá er byrjað á nýjan leik,
og þessir gömlu kunningjar farnir að rölta um
bæinn, til að fá menn til þess, að svíkja ioíorð
sín, er skrifað höfðu undir áskorunina til Páls
Briem, og fá þá til þess, að skrifa undir áskor-
un til Magnúsar kaupmanns Kristjánssonar, að
gjörast þingmannsefni kaupstaðarins.
Þykir mörgum, að „Gjallarhorn11 farimjögó-
maklegum orðum um Guðmund lækni Hannesson,
er safnaði undirskriptum undir áskorunina til
amtmanns, því að Guðmundur brúkaði ekkert
undirferli, en lét hvern sjálfráðan, enda erhann
eigi ódrengur, og á eigi með réttu nafnið „höfð-
ingjasleikja11; hann er eins við alla, hreinn og
beinn, og kann ekki að smjaðra.
Vís»n: „Slettir kráka á svaninn saur“ á vel
við „Gjallarhorn“ og Guðmund lækni, og það er
sannarlega leiðinlegt, að heyra miðlungsmenn
kasta saur á beztu menn; en því er ver, að það
er orðið mjög alvanalegt11.
Mannalát. í 2. nr. blaðs þessa
var getið andláts Siffurðar bónda Brynj-
ólfssonar, er andaðist að Yalþjófsstað 2.
des. síðastl.; en 11 dögum síðar, 13. des.
f. á., andaðist móðir hans, húsfrú Sigur-
veig Gunnarsdbttir, og varð þvi skammt
ástvina milli, enda voru þau mæðgin bæði
jörðuð 21. des.
Foreldrar Sigurveigar sálugu voru merk-
ishjónin Gitnnar Gunnarsson (f 3. sept.
1898) og Guðrún Hallgrímsdóttir (f 1887),
er í 21 ár bjuggu að Brekku í Fljótsdal.
— Gunnar var bróðir síra Sig. Gunnars-
sonar á Hallormstað, greindur maður, og
þjóðhagasmiður, eins og ættmenn hans
fleiri, kominn af Skíða-Gunnari, Þorsteins-
sonar prests í Þingeyjarsýslu, Jónssonar
lögréttumanns; en föðurætt Guðrúnar var
úr Eyjafirði, og sögð koma saman við
ætt Hallgríms sálmaskálds Péturssonar, og
var (fuðrún mesta ágætis- og gáfu-kona.
— Yar Sigurveig sáluga ein í tölu 14
barna þeirra hjóna, er lifandi fæddust, og
eru nú að eins þrjú þeirra systkina á lífi:
Prófastur Sig. Gunnarsson í Stykkishólmi,
Gunnar bóndi Gunnarsson á Ljótsstöðum
í Yopnafirði, og Margret, húsfreyja í
Krossavik í Yopnafirði, kona Jörgens
bónda Sigfússonar, Stefánssonar prófasts
Arnasonar á Valþjófsstað.
Sigurveig sáluga var gipt Brynjólfi
bónda Þórarinssyni, og brugðu þau hjÓD-
in búskap á Brekku í Fljótsdal á siðastl.
vori, eptir að hafa búið þar í 28 ár, og
lifir maður hennar hana. — Hún var
einkar vel menntuð kona, bæði til munns
og handa, og hafði mjög næma tilfinn-
ingu fyrir öllu fögru og góðu, enda lýs-
ir kunnugur maður henni á þá leið, að
hún hafi verið „einhver sú Ijúfasta og
bezta manneskja“, er hann hafi þekkt,
„og öll mein viljað græða“, enda hafði
hún margan sjúklinginn annazt og hjúkr-
að um dagana. Manni sínum var hún
og hin ljúfasta og skylduræknasta kona,
og börnum sínurn viðkvæm móðir, og er
hennar því að maklegleikum sárt saknað
af öllum, er bana þekktu.
I