Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1904, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1904, Blaðsíða 4
24 ÞjÓÐVi ljinn XviiL, 6 eðlilegt er, eptir jafn vont ár, sem Arið 1903 var, er var hér engu betra, en áiið 1882, nema hvað samgöngurnar voru nú greiðari, þvi að þá láís- inn fram á höfuðdag, en liðna árið getur maður ekki kallað ísa-ár. Ótíðin hófst hér með byrjun ársins 1903, og hélzt fram á vor, svo að hákarlsafli brást al- gjörlega í fyrra vetur, og eins fór um fiskaflann þann mánaðartíma, er góð tíð var; en er ótíðin hófst aptur, eptir miðjan júli, var kominn góður fiskafli, og nóg sild; en því miður var þeim afla lítið sinnt, þar sem menn voru þá að vinna að túnaslætti. Tún voru víða all-vel sprottin, og eins var um úthaga, þótt að litlum notum kæmi, eins og kunnugt er, þar sem víða varð mikið af heyjum úti, undir fönnum, og það jafn vel taða, til mik- illa muna á sumum hæjum; en það, sem hirt var, náðist ekki, fyr en komið var haust, og má geta nærri, hvaða gagn muni að slíkum heyjum. Þvi miður athuguðu menn þó eigi, sem skyldi, að „hollur er haustskurður", þar sem eg hygg, að flestir bændur hafi látið nær 3/3 af skepnum sínum lifa, nema presturinn, er fargað hefir flestum skepnum sínum, eða komið þeim í fóður. Af þessari vogun manna leiðir, að nú lítur út fyrir bjargarleysi, bæði fyrir menn og skepn- ur, þar sem matvaran er gefin skepnunum, með heybleytunni, i lengstu lög, og varð að byrja á því strax, er kýr komu inn, til að halda þeim opin-spena; en um gagn af þeim að þessu sinni er ekki að tala. Hvaðan skyldi „Þjóðólfur" hafa þá vizku, að verzlunarfélag Steingrimsfjarðar muni bæta úr fóðurskortinum hér nyrðra? Sannleikurinn er, að mjög lítil matvara er til, á Norðurfirði að eins litils háttar af grjónum, og örfáar tunnur af hveiti, en ekkert af rúgi, enda byrjaði félag þetta fyrir fáum árum með lítinn höfuðstól, og varð að verja miklu af honum til húsabygginga, og verzlunaráhalda, og á þvi víst fullt í fangi, að verjast skuldum". Bessastöðum 13. febr. 1904. Tíðarfar. Fyrri part þessarar viku hélzt norðanátt, og væg frost, en síðan 11. þ. m. hafa verið frostleysur. Strandí'Crðaskipið „Laura“ kom til Reykja- víkur frá Yestfjörðum 7. þ. m. — Með skipinu komu frá ísafirði: ráðherrafrúin, og kaupmaður Jóhannes Pétursson, en frá Dýrafirði Ólaýur Benja- mínsSon verzlunarmaður, á leið til útlanda. — Til útlanda iagði „Laura11 af stað frá Reykja- vík 10. þ. m., og með henni margt farþegja, þar á meðal: ráðheri'a H. Hafstein, og frú hans, Gísli Isleifsson sýslumaður, síra Ólafur Hdgason frá Stóra-Hrauni, og margt kaupmanna: eonsúll D. Thomsen, V. O. Breiðfjörð, Brynjólfur Bjarnason, Valdemar Ottesen, Gunnar Einarsson, Jón Pórðar- son og Helgi Zoega, pöntunarfélagsstjóri Gestur Einarsson frá Hæli, skraddari Guðm. Sigurðsson, Jónatlian söðlasmiður Þorsteinsson. — Enn frem- ur frá Ólafsvík Einar Markússon kaupmaður. Enn fremur fóru með skipinu 15—20 Amer- íkufarar, ýmsir sjómenn til Yestmanneyja, o. fl. uuunuiiiinmiimiii.ini ».ii»jw«nt.iinniimiiimin.iiiiini!iin»iiiiiiiiiniiiinMiimiiimiiiniiii.ii.ii!iiiinmmimiiimniiiiiiiiiimnMii.iini Hús ts! sölu í Bolungarvík í Isafj.sýslu 7—(—6 al. að stærð, vel innréttað, og meðf. geymslu- húsi 10-f-5 al. Lysthafendur semji sem fyrst við eig- andann, Ólaf Hafliðason í Bolungarvík. M/i ’04. aör Rútti tíminn til þess að gjörast kaupandi XVIII. árg. „Þjóðv.“ Þeir, sem eigi hafa áður verið kaup- endur blaðsins, ættu að kynna sér aug- lýsinguna í 49. nr. fyrra árgangs, til þess að sjá kostakjörin, sem nýjum kaupend- um bjóðast: ££ um 200 bls. aí’ skemmtisögum S og auk þess síðasti ársfjórðungurinn af 17. árg. „Þjóðv.“, hvorttveggja alveg ókeypis. Hvað skyldu þau blöðin vera mörg, er bjóða slíka kosti? fPS^"’ Eeykvíkingar geta pantað blaðið hjá hr. Skúla P. Sívertsen, Ingólfsstræti, Reykjavik. Til þeirra, sem neyta hins ebta Kina-lifs-elexirs. Með þvi að eg hefi komizt að því, að það eru margir, sem efast um, að Kína- lífselexir só eins góður og hann var áður, er hér með leidd athygli að því, að hann er alveg eins, og látinn fyrir sama verð, sem fyr, sem er 1 kr. 50 a. glasið, og fæst alls staðar áíslandihjákaupmönnum. Astæðan fyrir þvi, að hægt er að selja hann svona ódýrt, er sú, að flutt var býsna mikið af honum til íslands, áður en tollurinn gekk í gildi. Þeir, sem Kínalífselixírinn kaupa, eru beðnir rækilega fyrir, að líta eptir þvi sjálfs sín vegna, að þeir fái hinn ekta Kínalífselexír með einkennunum á mið- anum, Kínverja með glas í hendi, og firmanafnið Waldemar Petersen, Frede- rikshavn, og ofan á stútnum í grænu lakki. Fáist ekki elixírinn hjá kaupmanni þeim, er þér skiptið við, eða sé sett upp á hann meira, en 1 kr. 50 a., eruð þér beðnir að skrifa mér um það á skrifstofn mína, Nyvei 16, Kebenhavn. Waldemar Petersen Frederikshavn. PRENTSMIÐJA H.TÓÐ VILJANS. 22 sjálfan mig, hvort þessi Richard G-umbrell, sem kvænzt hefði einka-dóttur hr. Drinkwater’s, væri má ske maður- inn, sem eg átti erindið við. Ef svo var, æ! hvilíkt háð var það þá eigi, að vera að tala um „hin hamingjusömu brúðhjón“? Jeg brá nú þegar við, og ferðaðist til þorpsins Warwickshire, og fókk þar að vita, að Gumbrellarnir væru mjög mikils metnir, og efaðist eg nú alls eigi um það, að Riehard Gumbrell væri sami maðurinn, sem hinn leyndardómsfulli „Dick“, maðurinn með bláu augun, og bjarta hárið, morðingi Maríu. Jeg komst lika að því, að María hafði í 2 ár verið kennslukona hjá Jeffrey Gumbrell, og kennt dætrum hans þremur frakknesku og hljóðfæraslátt. Sömuleiðis komst eg á snoðir um það, að Richard og faðir hans hefðu orðið ósáttir, af því að gamla Gum- brell þótti sonur sinn gefa laglegu kennslukonunni of hýrt auga, og urðu þær lyktir þesa máls, að María var látin fara af heimilinu. Þorpsbúar vorn enn eigi hættir að tala um brúð- kaupið, er eg kom til Warwickshire, og var svo að heyra, sem mönnum þætti mjög jafnt á komið með þeim, enda þótt Anna Drinkwater væri vellauðug, en Gumbrell frem- ur fátækur. Hr. Drinkwater var indverskur kaupmaður, og átti ágætar eignir í Simla, og þar áttu nýgiptu hjónin að setjast að. Jeg var mjög sorgbitinn, er eg var á leiðinni til þorpsins Eastburne, því að mér duldist eigi, að erindi mitt hlyti að ríða, sem reiðarslag, á ættir beggja ný-giptu hjónanna. 23 En mér bar að gegna skyldu minni, og blóð Mariu Albert krafðist hefnda. Það var komið kvöld, er eg kom til Eastburne, og stóð kalt og napurt regn frá sjónum, en brimhljóðið skall ömurlega kveinandi að ströndinni. Hr. Jeffrey Gumbrell hafði dvalið þar í þorpinu all- lengi, sakir veikinda. Hann bjó í stórhýsi einu í heldri hluta þorpsins, og þegar eg kom þangað, var þar ljós í hverjum glugga, með því að hr. Gumbrell hafði efnt til stórveizlu, í til- efni af brúðkaupinu. Þar sem svona stóð á, þótti mór róttast, að fara svo ■ vægilega í sakirnar, að taka Richard Gumbrell eigi fast- an, fyr en daginn eptir, þar sem eg alls eigi kveið því, að hann gengi mér úr greipum. Sú varð nú samt raunin á. Seint um nóttina fór það að kvisast, að Richard Gumbrell væri horfinn, og kona hans væri mjög hrædd um hann. Það var óhugsaDdi, að hann hefði farið burt úr þorpinu, þar sem hann hafði sézt, eptir að seinasta járn- brautarlestin lagði af stað. En hvað var þá orðið af honum? Það fengu menn vonum bráðar vitneskju um. Yindur stóð af hafi, og það var orðið há-sjávað. Þegar birta tók, sást eitthvað fljótandi á sjónum, er fleygðist þar fyrirlitlega fram og aptur. Jeg gekk þangað, ásamt nokkrum sjómönnum, til. að sjá, hvað þetta væri. Það var — lík Richard Gumbrell’s. En hví hafði hann fleygt eór í sjóinn, hann, sem

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.