Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.02.1904, Side 1
Verð árganqsins (minnst
52 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur., og
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
ÞJOÐVILJINN.
-Átjándí ÁRöANGUR. =| 1 —
-i—æ»g|= RITST.T Ó R I: SKÚLI THORODDSEN. =1 ***£—*—
I Uppsögn skrifleg, ógild
| nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júni-
! mánaðar, og kaupandi
i samhliða uppsögninni
borgi skuld sína fyrir
blaðið.
M 7.
BeSSASTÖÐUM, 19. FEBR.
19 0 4.
púnaðarskólarnir.
í „Norðurlandi“, ‘23. janúar siðastl..
birtist nafnlaus grein um búnaðarskólann
á Hvanneyri, þar sem því er farið fram,
að réttast sé, að nota nú tækifærið, brun-
ann á Hvanneyri, til að flytja búnaðar-
skólann til Eeykjavíkur.
Vór segjum, að greinin sé nafnlaus,
því að það gefur í raun og veru sára
litlar leiðbeiningar, þó að höfundurinn
kalli sig „Stefán Stefánsson“, þar sem
má ske eru fleiri hundruð manna hér á
landi, sem því nafni nefnast, og leiðum
vér því alveg hest vorn frá því, að reyna
að ráða þá gátuna, hver höfundurinn só,
enda skiptir það ekki málum.
Aðal-tillaga höfundarins er, svo sem
áður var getið, í því fólgin, að flytja
Hvanneyrarskólann til Reykjavíkur, og
ætlast höfundurinn til þess, að búnaðar-
skólinn í Reykjavík sé þriggja ára skóli,
og veiti að eins bóklega fræðslu, 7—8
mánaða tíma að vetrinum, og skiptist í
tvö námsskeið þannig, að fyrra náms-
skeiðið sé tvö ár, en hið siðara eitt ár,
og ætlað þeim, er meira vilja nema, eða
þeim, er lokið hafa prófi við aðra búnaðar-
skóla landsins.
Það er ekki ólíklegt, að þessi tillaga
höfundarins þyki nokkuð nýstárleg, og
þar sem málið er mjög mikils varðandi,
virðist rétt að íhuga tillöguna, og fara
nokkrum orðum um búnaðarskólamálið
yfir höfuð, því að óheppilegt væri, ef
hlaupið væri til þess, að leggja fram ærið
fé, til þess að koma Hvanneyrarskólan-
um upp aptur, ef niðurstaðan yrði svo
sú, er málið hefði rætt verið, að heppi-
legra væri, að hafa þar alls engan bún-
aðarskóla, eða þá með allt öðru sniði, en
verið hefir.
Það hefir löngum verið fundið að
búnaðarskólum vorum, að námspiUarnir
nytu þar állt of lítillar verlclegrar frœðslu,
og hefir sú umkvörtunin naumast verið
um skör fram, enda hefir sfi raunin orðið
á, að margir þeirra búfræðinga, er út-
skrifazt hafa af búnaðarskólum vorum,
hafa tekið að gefa sig við allt öðrum
störfum, er námi lauk, og hafa notað þá
litlu bóklegu fræðslu, er þeir hafa feng-
ið á búnaðarskólunum, til að koma sér að
verzlunarstörfum, barnafræðslu, o. fl.
Af því að verklega kennslan á bún-
aðarskólunum hefir verið af skornum
skammti, hafa bæði einstakir bændur, og
búnaðarfólög, verið miklu tregari á, að
raða til sín búfræðinga, en ella myndi,
og afleiðingin hefir þvi verið sú, að land-
búnaður vor íslendinga hefir haft búfræð-
inganna miklu minni not, en vænta
mátti.
En að btmaðarskólarnir hafa veitt svo
ófullnægjandi verklega fræðslu stafar af
því, að búnaðarskólarnir hafa haft of lít-
ið fó, og hafa því að sumrinu orðið að
nota námssveinana til ýmsra algengra
heimilisstarfa, aðflutninga að skólabúinu
o. fl., í stað þess að láta þá sýsla stöðugt
að jarðabótastörfum, svo að þeir yrðu sem
leiknastir í þeim, og er búnaðarskólastjór-
um vorum, sem sumir eru ágætismenn, því
alls eigi svo mjög gefandi sök á þessu,
sem opt má heyra á máli manna.
Ekki verður því heldur neitað, að
lögð hefir verið meiri. áherzla á bóklegu
fræðsluna, en heppilegt virðist,p,ognáms-
sveinarnir t. a. m. látnir sitja að dönsku
námi o. fl., sem naumast getur þó verið
ætlunarverk búnaðarskólanna að' kenna.
En það, sem íslenzkur landbúnaður
fyrst af öllu þarfnast, það eru húfrœðing-
ar, er hafa nœga verklega œfinga og þekk-
ingu í húnaðarstörfum, samfara dugnaði,
og ást á landbúnaðarvinnunni.
Að ætla sér að gera alla búfræðinga
að vísindalega menntuðum búðfræðing-
um,|það er óðs"manns æði, ogíþar á ofan
allsendis óþarft. jíT-' - gpj-g
i Vér þurfum“‘t. d. duglega 'plæginga-
menn: vór þurfum menn, sem hafafeng-
ið sérstaka æfingu og leikni í því, að
rista ofan af þúfunum, menn, sem kunna
sérstaklega að garðrækt, vatnsveitingum
o. s. frv. o. s. frv.
Aðal-atriðið er, að mennimir kunni
vel til þeirra búnaðarframkvæmda, sem
þeim er ætlað að annast um; en þó að
j þeir góti ekkert slegið um sig með „kem-
j iskum efnasamböndum“ áburðar eða fóð-
j urjurta o. s. frv., þá gerir það ekki minnstu
vitund til.
Á hinn bóginn eiga þó verklegu b'inað-
arframkvæmdirnar að sjálfsögðu að byggj-
ast á visindalegri þekkingu og rannsókn-
um, og því er nauðsynlegt, að vísindaleg
búfræðisfræðsla sé til í landinu; en að
ætla sér að troða henni inn í hvern bú-
fræðinginn, teljum vér óþarft, og meira
að segja til ógagns eins, þar sem afleið-
ingin verður þá opt sú, að búnaðarskól-
arnir framleiða mikið af hálf-menntuðum
lýð, sem þykjast margir of fínir til vinnu,
og verða má ske réttnefndari búslæping-
ar, en búfræðingar.
Til þess að veita þá vísindalegu bú-
fræðisþekkingu, sem landið þarfnast, telj-
um vér því nóg', að hafa einn húnaðarskóla,
þar sem hókfræðileg búfrœðisfrœðsla er veitt;
en sá skóli ætti að vera miklu betur úr
garði gerður, en núverandi búnaðarskól-
ar vorir, og vera nokkurs konar búnaðar-
háskóli, þar sem ýmsar búfræðislegar
rannsóknir og tilraunir væru gerðar.
En jafn hliða þessum búnaðar-háskóla
þyrftu að vera að minnsta kosti fjögur
fyrinnyndarhu í landinu, styrkt af opin-
beru fé, sitt í hverjum landsfjórðungi,
þar sem eingöngu fœri fram verkleg hún-
aðarkennsla, er stæði öllum verkfærum
mönnum til boða, án tillits til þekking-
arstigs.
Ef til vill mætti breyta hinum nú-
verandi búnaðarskólum vorum, eða sum-
um þeirra, í slík fyrirmyndarbú; en að
öðrum kosti ættu þeir, sem kák-stofnan-
ir, að leggjast niður sem allra bráðast.
Þar sem höfundurinn i „Norðurlandiu
ætlast til, að hinir núverandi búnaðar-
skólar vorir standi framvegis, jafnhliða
þessum fullkomnari búnaðarskóla, (eða
búnaðarháskóla), er hann vill, að stofnað-
ur sé í Reykjavík, þá erum vér honum,
samkvæmt áður sögðu, algjörlega ósam-
þykkir.
Yér álítum eigi, að landið hafi minnstu
þörf á svo mörgum vísindalega mennt-
uðum búfræðingum, að það taki því, að
hafa hina núverandi búnaðarskóla, sem
undirbúningsdeildir undir efri deildina í
búnaðarháskólanum, eins og höf. í
„Norðurlandi11 ætlast til.
Um hitt atriðið, hvar búnaðarháskól-
inn væri bezt settur, skulum vér eigi
fjölyrða mikið að þessu sinni.
Höfundurinn leitast við að færa ýms
rök að því, að hann sé bezt settur í
Reykjavík, þar sem þar sé"kostur beztra
kennslukrapta, hvergi sé hægra að koma
upp góðu áhalda- og kennslutækja-safni,
og svo sérstaklega, að sparast myndi tölu-
verður byggingarkostnaður, ef byggt væri
í sameiningu hús fyrir skólann, efna-
rannsóknastofu, mjólkur- og matreiðslu-
skóla, fyrir landbúnaðarfélagið, o. fl.
Yér skulum og játa, að ef búnaðar-
skólamálinu væri komið í það horf, sem
vér nú höfum lagt til, svo að einungis
væri um búnaðarháskóla að ræða, er að
eins hefði hóklega húnaðarfræðslu á hendi,
þá ætlum vór eigi, að vera skólans í
Reykjavík gæti orðið hættuleg.
Frekari orðum finnum vér eigi ástæðu
til að fara um málið að sinni, en getum
að lokum tekið undir það með höfundin-
um í „Norðurlandi“, að æskilegt væri, að
búnaðarskólamálið yrði íhugað sem ræki-
legast, áður en nokkuð verður fast ráðið,
að því er endurbyggingu búnaðarskóla-
húsanna á Hvanneyri snertir.
Enska lækna-blaðið „Medical Press“ telur
það geta haft óheppileg áhrif á taugakerfið, ef
hörn séu látin byrja mjög ung að læra að leika
á „fortepiano“, og það ekki hvað sizt, ef bömin
séu hneigð fyrir söng.
Blaðið vekur oinníg athygli á þvi, að ekki
tjái að láta börnin sitja of lengi við hljóðfærið
í senn, vanalega með hálsinn boginn, til að geta