Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.02.1904, Qupperneq 4
xvrrt.. y
23
velja hana fremnr, en fleiri styttri sög-
ur, sem minna er í varið.
Ófriöur byrjaður!
Með botnvörpuskipi, er kom til
Reykjavíkur 17. þ. m., bárust þær frétt-
ir, að ófriður milli Japana og Eússa
hefði byrjað 7. febr.
Mælt, að Japanar hafi þegar sprengt
í lopt upp, á einum eða fleiri stöðum,
Síberíu-jámbrautina, er liggur um Mand-
sjúríið, alla leið austur að Kyrrahafi, til
þess að gera Rússum örðugra fyrir, að
því er her- og vista-flutninga snertir.
Nákvæmari fregnir væntanlega í næsta
nr. blaðsins.
Bessastöðum 19. feb-. 1904.
Tiðaríar. Síðan síðasta nr. „Þjóðv.“ kom út,
hefir veðráttan all-optast verið við norðanátt, og
talsverð frost öðru hvoru
f 13. þ. m. andaðist í Reykjavík Ilalldór
Ouðmundssov, fyrrum kennari við lærða skólann
í Reykjavík, 78 ára að aldri, fæddur 3. fehr.
1826. — Hann tók stúdentepróf 1851, og var
kennari við lærða skólann 1862—1885, er hann
fékk lausn frá emhætti, með eptirlaunum.
Hann var kvæntur Stefaníu, dóttur Páls amt-
manns Melsted, en missti hana, eptir örstutta
samhúð, og áttu þau ekki barna.
í lærða skólanum kenndi Hálldór sálugi jafn-
an „mathematik“ og grasafræði, er hann hafði
sérstaklega lagt stund á á háskóla-árum sínum,
þótt eigi lyki hann þar embættisprófi, og þó að
kennsla hans væri affarasælust fyrir þá náms-
eveina, er vel voru lagaðir fyrir þessar náms-
greinar, en síður fyrir hina, þá var hann þó jafn-
an vel þokkaður af skólapiltum, svo að flestir
þeirra munu minnast hans með hlýjum huga,
enda gegndi hann lengstum emhætti sínu með
skyldurækni, þótt hann að vísu á síðari árunum
væri breiskur um of, að þvi er dýrkun gamla
Bachusar snerti, enda voru lítt „templara“-hættir
á landi voru, er Halldór sálugi stóð í blóma
lifsins.
Aður en Halldór varð kennari, hafði hann um
hríð verið amtsskrifari í Stykkishólmi, og kvænt-
ist, og missti konu slna þar.
Launson átti Halldór, er Tómas er nefndur,
og er hann enn á lifi, kvæntur maður.
Mjög mikinn þátt átti Halldór sálugi Ouð-
mundsson í stofnun og stjórn sparisjóðsins í
Reykjavík, ef síðar var sameinaður landsbank-
anum, og var það mjög þarfleg stofnun á þeim
tímum.
A síðari árum var heilsa Halldórs, sem von
var, tekin mjög að bila, en sálarkröptum sínum
hélt hann þó jafnan furðanlega.
Áuk farþega þeirra, er getið var i siðasta nr.,
að farið hefðu með „Lauru“, sigldu einnig: kaup-
mennirnir Ólaýur Arnason frá Stokkseyri, Kjart-
an Þorlcelsson frá Búðum, Ouðm. Jónasarson frá
Skarðstöð, og Ben. S. Þórarinsson frá Reykjavík,
slökkviliðsstjóri Matthías Matthíasson, frú Kirstín
Pltursdóttir, kona síra Lár. Halldórssonar, verzi-
unarstjóri Ingólfur Jónsson frá Stykkishólmi,
stúdent Eirílcur Kjerulf, ungfrú Katrin Gunn-
lögsdóttir, o. fl.
Þilskipin hér syðra munu flest eiga að leggja
af stað til fiskiveiða í öndverðum marzmánuði,
eins og í fyrra, enda þótt margir játi, að full
snemmt væri, að byrja um miðjan mánuðinn; en
þetta strandar, sem fleira, á samkomulagsleys-
inu.
Ráðningasamþykktin, er þilskipa-eigendurnir
fóru eptir í fyrra, kvað nú einnig veraaðmiklu,
leyti úr sögunni, svo að ýmist er ráðið upp á
part eða kaup, og þykir hásetum það eigi miður.
Allt er enn í óvissu um það, hvenær hluta-
félagsbankinn byrjar störf sin, en talið er lik-
legt, að það drægist eigi lengur, en fram í apríl,
eða má ske til apríl-loka i lengsta lagi.
Talið er vist, að kosning islenzka bankastjór- |
ans fréttist, annað hvort með „Skotlandi“ i þ,
m., eða þá með „Lauru“, er hún kemur næst,
Konan mín, sem í mörg ár hefir þjáðst
af tœringu, og leitað liefir ýmsra lækna,
hefir náð töluverðum bata með því, að
nota stöðugt Chína-lífs-elexír Valdemars
Petersens, og haldi hún áfram að brúka
elexírinn, vona jeg, að hún verði fylli-
lega heilbrigð.
Hundested, Sjálandi, 19. júní 1903.
J. P. Amorsen.
Iv íri;i-liís-elexír*i nn fæst bjá
flestum kaupmönnum á Islandi, án nokk-
urrar tollhækkunar, svo að verðið er,
sem fyr, að eins 1 kr. 50. aur. fyrir
fiöskuna. —
Til þess að vera vissir um,aðfáhinn
ekta Kína-lífs-elexir, eru kaupendur beðn-
jr að líta vel eptir því, að LlZl. standi á
fiöskunni í grænu lakki, og eins eptir
hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan-
um: Kínverji með glas í hendi, ogfirma
nafnið Yaldimar Petersen, Prederikshavn
Kontor & Lager Nyvej 16. Kjöbenhavn’
Hús til sölu
í Bolungarvík í Isafj.sýslu 7—j—6 al. að
stærð, vel innréttað, og meðf. geymslu-
húsi 10-j-5 al.
Lysthafendur semji sem fyrst við eig-
andann, Ólaf Hafliðason í Bolungarvík.
’04.
PRENTSMIÐJA U.TÓÐVILJ ANS.
26
það eitt af ætlunarverkum heimilisprestanna, að rifja
upp fyrir þeim sögu ættarinnar öðru hvoru.
Sira Ching var eini presturinn að Landy-Court, er
saga þessi gjörðist.
Landy-Court var fagurt, gamalt ættar-setur, frá
dögum Elísabethar drottningar, og hafði Richard La-
metry lávarður reist það fyrstur manna, og varið til
þess spánversku ránsfé, því að þó að hann væri sjálfur
góður páfatrúarmaður, hafði hann þó eigi gert sér sam-
vizku af því, að fara í víking, og tókst þá að ná svo
miklu mexíkönsku gulli, að fjárhagur hans lagaðist, og
hann gat byggt stórhýsi þetta.
Höllin var byggð á hæð einni, skógi vaxinni, skammt
frá sjávar-ströndinni, beint á móti Landy-eyjunni, og
dró nafn af henni, enda hafði höfundur ættarinnar flutzt
þaðan á dögum Játvarðar II., og tekið sér nafnið Lametry,
eptir skaga þeim, er Marisco-kastalinn stendur á; en
hvað hann hafði heitið áður, vissi enginn, né hirti um
að vita.
Eignin hafði jafnan gengið að erfðum frá fóður til
sonar, nema þegar hún var látin ganga til þess ættliðs-
ins, er mótmælenda trú játti, til þess að forða þvi, að
Elísabeth drottning gjörði hana upptæka.
Sá ættliðurinn hefði, með fullu samþykki þingsins
og konungsvaldsins, getað haldið eigninni óskertri, sem
eign sinni, ef hann hefði viljað; en þótt eldri ættleggur-
inn væri kaþólskur, virti vngri ættliðurinn réttindi hans
svo mikils, að hann skiiaði honum eigninni aptur, er
ofsóknum gegn kaþólskum mönnum var hætt.
Svona stóð á því, að kaþólski Lametry-ættliðurinn
hélt óðals-eigninni, ásamt ýmsum frjósömum jörðum, er
27
henni fylgdu, og þegar Píers lávarður tók við erfðinni,.
var hann einna auðugasti jarðeignamaðurinn i Norður-
Devon.
Hann hafði verið ekkjumaður árum saman, og þar
sem hann átti að eins eina dóttur, en Landy-Court gekk
að eins að erfðum í karl-liðinn, þá furðaði marga, að hann
skyldi eigi kvongast aptur.
En þar sem engin hætta var á því, að hið gamla,
góða ættarnafn Lametry-ættarinnar dæi út, þó að Píers
lávarður ætti engan soninn, hirti hann eigi um, að kvong-
ast aptur, en lét sér nægja að lifa í endurminningunni
um konuna sína sálugu.
Yið lát hans átti eignin því að ganga að erfðum-
til Líonel’s, bróður hans, og dæi hann, sem var piparsveinn,
án afkvæmis, þá var William Kynsam, sonur Margrétar,
systur Píers lávarðar, næstur til erfða.
„Og ef Villi gengur að eiga Eleonoru, dóttur mína-,
mælti Píers lávarður við síra Ching, „þá kemst eignin
aptur 1 hendur eldri ættliðsins.-
„En það er þó því að eins, að bróðir yðar kvong-
ist ekki, og eignist erfingja-, svaraði sira Ching þurr-
lega.
„Lionel kvongast!- mælti lávarðurinn, og hló mjög
dátt. „Það er nú ekki hætt við því um hann, bóka-
orminn þann, sem naumast þekkir víst mismuninn á
kvennmanni og bókarskræðu-.
„Getur verið“, muldraði síra Ching í barm sér,
sýnilega mjög efablandinn. „En stundum þarf hann þó,
að bregðasértil Lundúna“.
„Að eins til þess, að ná sér í fleiri bækur, en ekki