Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.04.1904, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.04.1904, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst: 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; j erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku dott.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aöarlok. ÞJÓÐVILJINN. —1 |= Átjándi ÁRÖANÖUB. =| ' =- ■4—RITST.IÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =IþotS—i— Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaöar, og kaupandi samhliöa uppsögninni borgi skuld sina fyrir Uaðið. M 15. BeSSASTÖBUM, 13. APRÍL. 19 0 4. tJtlönd. Helztu fréttir, er frá útlöndtnn liafa borizt, eru þessar: Danmörk. Á þingi Dana hefir staðið all-mikil rimma, út af hinu ófrjálslega „ hýðinga-frumvarpi “ Alberti’s, og lauk því máli svo í fólksþinginu, að frumvarp- ið var samþykkt við þriðju umræðu með 54 atkv., sem eigi er helmingur fóiks- þingsmanna, en nægði þó, þar sem marg- ir yoru fjarverandi, og tóku því eigi þátt í atkvæðagreiðslunni. — Yfir höfuð hafa hinir frjálslyndari meðal vinstrimanna greitt atkvæði gegn frumvarpinu, og þar sem það var eigi samþykkt i fólksþing- inu, fyr en 23. marz, þá var helzt búizt við, að málið yrði eigi útrætt i lands- þinginu. f 1. marz síðastl. andaðist P. Chr. Nouvel Buch, er var justitiarius i hæzta- rétti 1880—’97, er hann fékk lausn frá embætti, sakir ellilasleika, enda var hann á 88. árinu, er hann andaðist. — Buch sálugi var af lágum stigum, en hæfileika- maður mikill, og talinn ágætur lögfræð- ingur. Verzlunarfélagið Kai Hollböll & Co í Kaupmannahöfn varð nýlega gjaldþrota, og voru skuldir þess um 700 þús. króna, en eigur að eins 400—500 þús. Mjög hefir vegur Albertí’s ráðherra minnkað við það, að hann, og blað hans, „Dannebrog1', gekk i lið með hægrimönn- um við bæjarfulltrúakosningar, er fóru fram í Kaupmannahöfn 29. marz, þar sem hinir frjálslyndari vinstrimenn fylgdust á hinn bóginn að málum með „social- istum“, til þess að fyrirbyggja, að hægri- menn hefðu meiri hluta atkvæða í bæj- arstjórninni. — — Noregur. 22. marz gengu í gildi i Noregi lög, er leyfa kvennmönnum að gegna málfærslumannsstörfum, og tóku þá þegar tveir kvennmenn til starfa, sem málfærslumenn, er áður höfðu lokið lög- fræðisprófi. Aflabrögð í Noregi hafa yfirleitt verið fremur treg í vetur, eða öllu lakari, en i sömu mund í fyrra; en þar sem báta- útvegurinn er töluvert meiri, getur þó fljótt rætzt úr. — Bretland. I neðri deild brezka þings- ins var nýlega samþykkt þingsályktun, er lýsti því yfir, að deildin væri því hlynnt, að konum væri veittur atkvæð- isréttur, og var tillagan samþykkt með 182 atkv. gegn 68; en þar sem efri mál- stofan er málinu andvíg, getur það enn átt langt í land. t 17. marz síðastl. andaðist prinz George II. Frederich Churles, kertogi af Cambridge, 84 ára að aldri, og var hann jarðaður með konunglegri viðhöfn. Hræðilegt glæpamál varð nýlega upp- vist í Lundúnum, er maður nokkur, Crossmann að nafni, var staðinn að því, að vera að skjóta undan kassa, er í var kvennmanns líkami, bútaður í smá-parta. — Crossmann tókst að ráða sér bana, með rakhníf, áður en lögregluliðið gat tekið hann fastan; en í vörzlum hans fannst fjöldi bréfa, er sýndi, að hann var kvænt- ur mörgum í senn, og hafði lifað á því lúalagi, að ginna fjölda kvenna til hjú- skapar við sig, til þess að ná i reitur þeirra, og stytt þeim svo stundir á ept- ir. — Hve marga kvennmenn hann hefir myrt, vitnast að líkindum aldrei, en margt þykir benda á það, að þeir séu eigi fáir. f 24. marz andaðist i Lundúnum skáldið Edivin Arnold, eitt af nafnkunn- ari skáldum Breta. All-mikla óánægju hefir það vakið meðal verkmannalýðsins á Bretlandi, að stjórnin hefir ákveðið, að flytja kínverska verkamenn til Transvaal, til að vinna þar í námunum, af því að þeir vinna fyrir miklu lægra kaup, en brezkir verka- menn. — Til þess að mótmæla þessari aðferð stjórnarinnar, mættu 26. marz um 10 þús. manna í skemmtigarðinum Hyde Park í Lundúnum, og voru þar fluttar ræður frá 14 ræðupöllum í senn, og að- ferð stjórnarinnar eindregið mótmælt. — Þýzkaland. I marzmánuði brá Vil- hjálmur keisari sér til Italiu, og hafði þar beztu viðtökur hjá Victor Emanuel kon- ungi. 5. marz flýði frá Berlín umboðsmað- j ur bankafélags, Reinhardt að nafni, og j hafði dregið sér 1 milj. rígsmarka af fé j húsbænda sinna, og vissi enginn, hvar hann var niður kominn, er síðast frétt- ist. Aðfaranóttina 9. marz skaut kaup- maðirr einn í Berlín konu sína, einka- barn þeirra, 10 ára gamlan dreng, og sjálfan sig, og var orsökin: fjárhagslegir örðugleikar, sem optar, er gripið er til j slikra örþrifsráða. Friðrik Ferdinand, hertogi af Slesvig- | Holstein-Sönderborg-Grlúcksborg, hefir | verið viðurkenndur, sem ríkiserfingi í í stórhertogadæminu Oldenburg, með því að Nicolaj Rússa-keisari hefir 11. ág. f. á. afsalað sér, og ættmönnum sinum, öllu tilkalli til ríkiserfða í Oldenburg. — — Ítalía. " Mjög mikið umtal hefir það vakið, að uppvíst hefir orðið, að Nasí, fyrrumí“kennslumálaráðherra, hefir hnupl- að fé úr ríkissjóði, er mörgum þúsund- um skiptir, fært ríkissjóði til útgjalda fjárupphæðir til ýmsra manna, er enginn þekkir, og sumir eru alls ekki til. — Hefir blöðum „socialista'þ og fleirum, orð- ið ærið^skrafdrjúgt um, sem von er, og telja þetta gott dæmi þess, hve ástandið sé rotið á „hærri stöðum“. í bænum Luzera voru systur þrjár nýlega ákærðar fyrir það, að hafa skotið föður sinn til bana, og voru þær allar sýknaðar, með því að það vitnaðist, að faðir þeirra hafði verið mesti óreglu- og eyðslu-seggur, og jafn vel nauðgað einni þeirra, og það var einmitt, er ein þeirra var að verjast slíkri árás, að hún skaut karlinn. — Móðir þeirra systra var látin, og eptir dauða hennar hafði faðir þeirra tekið friðlu sína inn á heimilið, og sví- virt þó jafn framt elztu dóttur sína, sem fyr er sagt. — Balkanskaginn. Soldán Tyrkja tráss- ast enn við, að koma á réttarbótunum i Makedoníu, og kvað vera orðinn svo geð- illur, að enginn þegna hans þorir framar að minnast á þetta við hann. — Á hinn bóginn halda Rússar og Austurríkismenn áfram að hóta soldáni horðu, ef hann fullnægi eigi skyldu sinni, en soldán slær við skolleyrunum, og aldrei er hótunun- um fullnægt. Tyrkneskur embættismaður, Tahír „bey“, var ný skeð dæmdur í 15 ára kastalavist fyrir það, að hann hafði selt ýmsar tyrkneskar „orður“, eða heiðurs- merki, og sýnir þetta. hve hégómagirn- in er enn rík í brjóstum margra, þar sem jafn vel tyrkneskar „orður“ eru keyptar dýrum dómum. — Rússland. I marzmánuði brann meg- inhluti borgarinnar Klevan til kaldra kola, alls um 600 hús, og stóðu 5 þús. manna húsnæðis- og bjargar-lausar. Landstjóri Rússa í héraðinu Irkutsk í Síberíu, Kutaissow að nafni, hefir beitt mikilli hörku við útlaga, sem þar eru, og takmarkað frelsi þeirra að ýmsu leyti, svo að útlagarnir gerðu að lokum upp- reisn, og tókst að lokum að kúga þá með hervaldi, og létu ýmsir lífið íþeirri viðureign. Rússneskur embættismaður, Ivkow að nafni, varð ný skeð uppvís að því, að hafa selt Japönum, fyrir 12 þús. rúblur, ýmsar upplýsingar um hernaðarmál Rússa, og var Ikow af lífi tekinn. 2060 rússneskir bændur lentu ímarz- mán. í New York, er hlaupið höfðu frá eignum sínum í Rússlandi, til- þess að vera eigi teknir til herþjónustu, og var óráðið, er siðast fréttist, hvort Banda- menn leyfðu þeim landsvist, eða sendu þá heim aptur. Bandarikin. 24. marz var ákafur stormur í Chicago, og þar í grenndinni, er olli afar-miklum skemmdum, kollvarp- aði um 500 húsum, þeytti vögnum af járnbrautum o. »s. frv., og hlutu nokkrir menn meiðsli, eða bana.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.