Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.04.1904, Blaðsíða 2
58
4
XVIIL, 15.
Þjob VILJIííN.
Darlington-gistihúsið í New-York, sem
var í smíðurn, hrundi í öndverðum marz-
mánuði, er verið var að smíða tólfta lopt-
ið, og biðu 5 menn bana, en margir urðu
sárir. —
TTruguay. I marzmán. átti Muniz,
hershöfðingi stjórnarliðsins, orustu við
uppreisnarmenn, er Saraiva hershöfðingi
stýrði, og biðu uppreisnarmenn lægri
hluta, og lágu 100 þeirra dauðir á víg-
vellinum, er orustunni lauk, en urn 800
sárir. —
Suður-Afríka. Þar hefir stungið sér
niður kýlapest í Jahannesburg, og höfðu
55 sýkzt, er siðast fréttist.
A Róuníon, eyju, sem Frakkar eiga,
fyrir austan Madagascar, hefir hvirfil-
vindur 21.—22. marz valdið afar-miklum
skaða, eyðilagt höfuðborgina St. Denis að
mestu leyti, og eyðilagt kaffi- sykur- og
tóbaks-uppskeru, svo að hungursneyð vof-
ir yfir, og margar þúsundir manna standa
uppi húsnæðislausar, enda er skaðinn
metinn um 20 milj. franka. — Nokkrir
menn biðu bana — —
Ófriðurinn. Af honum eru engin
söguleg tíðindi, en báðir málsaðilar flytja
æ meira og meira herlið til ófriðarstöðv-
anna.
Þjóðflokkur sá í Mandsjúríinu, er
Tungusar nefnist, heldur áfram að gera
Itússum ýmsan óskunda, og reyna að
hindra vista- og her-aðflutninga þeirra,
og hafa þeir um 25 þús. vopnaðra manna,
og lúta japönskum foringjum
Kínverjar hafa dregið aii-mikinn her
að norðurlandamærunum, og er mjög hætt
við, að Kínverjar snúist til liðs við Jap-
ana, er minnst varir, t. d. ef Japanar ná
Port Arthur, enda er Natun, hinn nýi
utanríkisráðherra Kínverja, sagður mikill
vinur Japana.
Louis Bonaparte, einn af ættingjum
Napoleon’s mikla, er lagður af stað austur
í Mandsjúrí, og ætlar að hafa þar forustu
einnar rússneskrar herdeildar.
Ito greifi, einn af merkustu mönnum
Japana, hefir tekizt á hendur landstjórn
í Koreu, meðan ófriðurinn stendur yfir,
og starfa Japansmenn nú öfluglega að
jámbrautalagningu, kastalagjörð o. fl. þar
í landi.
M;vað þóknast?
I síðastl. febrúarmánuði heirataði
stjórnarráðið skýrslu allra sýslunefnda
um það, „hver almenn framfarafyrirtæki,
bæði í atvinnu- og samgöngu-málum, séu
talin nauðsynlegust í hverju héraði lands-
ins11, og óskaði jafn framt, að fá, ef auð-
ið væri, „áætlun um kostnað við vega-
gjörðir, eða önnur slík fyrirtæki, er al-
menning varða, sem eru aðal-áhugamál
sýslunnarL
Eins og vant er, þegar um mannanna
gjörðir or að ræða, hefir þessi ráðstöfun
stjórnarinnar einnig sætt mjög misjöfn-
um dóinum
Sumir telja hana góðs vita, og lofa
stjórnina fyrir, og segja, að nú sé kom-
in óskastundin, svo að eigi þurfi annað,
en að nefna, hvað menn þykist þurfa, og
þá muni það veitast.
Aðrir brosa á hinn bóginn aðj§*bréfi
stjórnarinnar, og kalla það ærið nagla-
legt, segja, að það sé vottur þess, að
menn þeir, sem i stjórninni eru, og sér-
staklega þeir, sem um samgöngu- og at-
vinnu-málin eiga að fjalla, viti hvorki
upp né niður, hvað gjöra skuli, og sé
þetta því nokkurs konar neyðaróp van-
þekkingarinnar.
Báðir þessir dómar eru þó, að voru
áliti, óefað all-öfgakenndir, og sjálfsagt
miklu réttara, að líta svo á, sem stjórn-
in hafi með bréfi þessu viljað sýna þjóð-
inni, að hún hefði vilja á því, að gera
eitthvað fyrir hana, og er það að vísu
allrar virðingar og viðurkenningar vert,
þó að enginn hefði að líkindum átt að
efast um það, hvort sem var.
Annars hefir það ekki vantað, að kjör-
dæmin hafi að undanförnu haft einurð á,
að láta í ljósi, hvaða fé úr landssjóði þau
þættust þurfa til vegagjörða, og annars,
og er eigi trútt um, að mörgum hafi
þótt meira, en nóg, um handaganginn í
öskjunni, að reyna að ná í fjárframlög
úr landssjóði til ýmis konar vegaspotta
o. fl., sem opt og tíðum hefir haft litla
þýðingu fyrir þjóðfélagið yfirleitt, en ver-
ið meira í ætt við „hreppapolitíkina“,
sem hin smáu kjördæmi, og vaxandi poli-
tiskar „agitationiru, hafa æ betur og betur
komið fótum undir á síðari þingum.
Og nú er verið að ýta undir sýslu-
nefndir (kjörna fulltrúa úr hverjum hreppi
landsins), að heimta meira, og segja til
alls þess, er kjördæmin þykjast þurfa.
Hreppapolitikin er kölluð fram um
land allt.
En hvernig fer nú um allar þær von-
ir, er stjórnin þannig hefir vakið í kjör-
dæmunum? Gletur hún fullnægt þeim?
Eptir bréfi hennar að dæma, skyldu
menn ætla, að nógir væru peningarnir í
landssjóðnum, svo að eigi þyrfti annað,
en að segja til, hvað hver vildi hafa af
réttunum.
En nú vitum vér því miður, að „kass-
inn er nær tómur“, og að mikið brestur
á, að árlegar tekjur geti fullnægt bráð-
nauðsynlegustu árlegum útgjöldum lands-
sjóðsins.
Ætli stjórnin sér að sinna þessum
vonum, sem hún er að glæða, verður því
eigi annars kostur, en að hækka útgjöld
þjóðarinnar til almennra þarfa að miklum
mun, eða binda landssjóðnum nýjar lán-
byrðar á herðar.
En skyldu þá allir þeir, er nú óska
fjárframlaga til hins eða þessa, má ske
misjafnlega nauðsynlegs, vera við því
búnir, að takast nýjar útgjaldabyrðar á
herðar?
Eins og hagur þjóðarinnar nú er, sam-
fara töluverðri óánægju og Ameríkufýsn,
sem viða bryddir á í liéruðunum, efum
vér mjög, að það sé ráðlegt, og horfi til
vinsælda fyrir stjórnina, að ganga langt
út á þá brautina, að auka útgjöld lands-
búa, sem nokkru verulegu nemur.
Yér sjáum því eigi betur, en að stjórn-
in hafi ærið starf af hendi að inna, að
vinza úr öllum óskunum, og sinna þeim
einum, er almennasta býðingu virðast
hafa, og brýnust þörf er á.
En þogar svo fer, þá er liætt við, að
víða kenni vonbrigðanna, svo að seinni
villan verði jafn vel verri hinni fyrri.
Vér sjáum því eigi betur, en að stjórn-
in hafi með ofan nefudu bréfi sinu sett
sig rnilli tveggja elda.
Lausn frá prestskap.
Síra Rílcarður Torfason í Guttormshaga hefir
fengið lausn frá prestskap, samkvæmt umsókn,
og án eptirlauna.
Úr Norður-ísal.jarðarsýslu
er „E>jóðv.“ skrifað 8. apríl síðastl.: „Tregt er
enn um aflabrögðin hér við Isafjarðardjúp, þó að
stöku skip fiski öðru hvoru, er sótt er ofan á
haf, en þangað leyfa gæftirnar því miður eigi,
að farið sé daglega. — Þilskip,'sem úterukom-
in, hafa á hinn hóginn hitt á góðan afla, og
sum jafn vel aflað í meira lagi, svo að vonandi
er, að eigi líði á löngu, áður en fiskurinn geng-
ur inn í Djúpið.
(lufuháturinn „Guðrún“, eign hr. P. M. Bjarn-
arsonar verzlunarmanns, er annaðist gufubáts-
ferðirnar um Djúpið í fyrra, hefir í vetur verið
stækkaður að mun, og hefir því meira rúm fyr-
ir farangur, og farrými fyrir um 20 farþegja,
enda hefir sýslufundurinn Lagt það til, að „Guð-
rún“ annist Djúpferðirnar á komanda sumri“.
Óveitt prestakall.
Holtaþingin í Rangárvallaprófastsdæmi (Mar-
teinstungu-, Haga- og Árbæjar-sókniiý voru 8.
apríl auglýst til umsóknar, og er umsóknar-
fresturinn til 23. maí, þar sem hrauðið veitist.
frá næstk. fardögum.
Á prestakalli þessu, sem metið er 1076 kr.
81 e., hvíla 1596 kr. eptirstöðvar af húshygg-
ingaláni, er endurborgast. með 76 kr. árlega, auk
vaxta.
Slasaður.
20. marz síðastl. var Sigurður hóndi Þorkelsson
á Látrum í Sléttuhreppi í Norður-ísafjarðarsýslu
að handleika „patronu“, og sprakk hún þá, svo
að skotið lenti í annari hönd hans, og tætti hana
alla sundur, svo að hún var tekin af um úln-
liðinn.
Vorvísur.
Tímans bjól ei hefur töf,
hrekur njólu dagur,
vors á kjól af vakinn döf,
vonhýr, sólarfagur.
Morgunbrá í skrauti skín,
skin á gljáir tindum,
lauga þeir háreist höfuð sin
himinbláu lindum.
Þýðir snjóa, lífga lóð
lækja frjóu taumar;
syngja lóur sumarljóð,
sól við glóa straumar.
Foldin angar, frikka ból,
fer að ganga i haginn;
hlúir vanga sælusól
sumarlangan daginn.
Prýðir haga hjörðin feit,
hrið ei bagar næði;
blíðir dagar sveipa sveit
síðu fagurklæði.