Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.04.1904, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.04.1904, Blaðsíða 3
Þjóðviljinn 59 XVIII., 15. uii- ---------------' ...... Fossar, knúðir afli af, ólga flúðum háum, geisla- skrúð frá skærum -staf skelfur í úða gráum. Hátt yfir sænum hlifðar trúr hamra mænir veggur, klíðum grænum angan úr undan blænum leggur. Föxin lakra’ á bárum blám blossa þakin flaumi, Fiskar vaka i auðum ám, endur kvaka’ á straumi. Finnst ei tíðin lýðum löng láðs á riða brautum, heyra blíðan svana söng, og sitja í viðirlautum. Mörgum gest það gleði bjó; gull, þó flesta dreymi, — hvergi festu, frið né ró, — fást, nema’ í A^esturheimi. Sumir veit eg sakna þín, í sólar heitum funa, ættlands sveita sælan min, og syrgja breytinguna. Drottinn háum himni frá heilla gái þinna, girt af sjá, með svell um brá, svoldur áa minna. Guðl. Guðmundsson. Mann alát. í Kaupmannahöfn andaðist 28. janúar siðastl. frú Anna Pauline Alvida Snorra- son, kona L. A, Snorrasonar kaupmanns, er rekið hefir verzlun í ísafjarðarkaupstað nær 30 ár. — Hún var at dönskum ætt- um, fædd 1840, og bjuggu þau hjónin jafnan í Kaupmannahöfn, enda þótt L. A. Snorrason væri jafnan á Isafirði að sumrinu, til að sinna verzlun sinni, og kona hans kæmi aldrei til Islands. — Þau hjón eignuðust tvö börn, son og dóttur, og er sonurinn á lifi, en dóttirin, mesta efnis-stúlka, andaðist fyrir nokkrum árum. — Frú Snorrason var greind kona, gjörvi- leg, og vel menntuð, en þjáðist siðustu árin af krabbameini i brjósti, er loks leiddi hana til bana, eptir langan og þján- ingafullan sjúkdóm. — 27. marz þ. á. andaðist í Isafjarðar- kaupstað ekkjan Andrea Andrésdóttir, Eyj- ólfssonar, Kolbeinssonar, prests að Eyri í Skutilsfirði, 68 ára að aldri, fædd 1ö36. — Hún var gipt Guðbjarti Jbnssyni, verzlunarmanni á Isafirði, og eru 3 börn þeirra bjóna á lífi.: Asgeir Guðbjartarsou, húsmaður í Isafjarðarkaupstað, Guðmund- ur Guðbjartarson, bakari á Isafirði, og Guðrun Guðbjartardbttir. — 5 april andaðist að Bólstað í Álpta- firði i Norður-ísafjarðarsýslu Rósinkranz Rbsinkranzson, húsmaður og útvegsbóndi, og mun hafa verið á sextugsaldri. — Hann lá rúmfastur 3 vikur, og snerist veikin í lungnabólgu, er leiddi hann til bana. — Hann var tvíkvæntur, og lifir seinni kona hans, Guðríður Einarsdbttir, mann sinn. — Bósinkranz sálugi var dugnaðarmaður, og sjósóknari góður, og væntir „Þjóðv.u þess, að geta síðar getið helztu æfiatriða hans. — 9. s. m. andaðist Jbn bóndi Sigurðsson í Arnardal í Skutilsfirði, nær áttræður, búhöldur góður, og all-vel fjáður, og mun „Þjóðv.“ sömuleiðis geta helztu æfiatriða þessa fráfallna öldungs, áður langt um liður. Bessastöðum 13. apríl 1904. Tíðarfar. Síðan páska-hretinu linnti hefir tíð verið fremur óstöðug, og öðru hvoru væg frost að nóttu. Snjórinn, sem féll í byggð 5. þ. m., er þó löngu horfinn fyrir april-sólinni. Norðmenn tveir hafa i vetur sezt að í Iveíla- vik, og í Leirunni, og sett þav á stofn meða.la- lýsis-bræðslu, sem og á Miðnesinu. — Fyrir pott- inn af þorskalifrinni hafa þeir borgað 11 aura í peningum, og þó að það sé að visu eigi hátt verð, miðað við verðið á meðalalýsi, þá er það þó all-viðunandi, þegar á það er litið, að í verzl- ununum hér syðra hftfa vanalega að eins feng- izt 10—15 kr. fyrir lifrarfatið 1180—200 pt.). Konungs-aíinœlisins 8. þ. m. var minnzt í lieykjavík á þann hátt, að fánar blöktu á stöng- um, og 20—30 embættismenn o. fl. héldu át- veizluáhótel „Island“, þar sem minni konungs- ins var drukkið i kampavíni. Nokkrir af lærisveinum lærða skólans (30— 40) héldu og dansleik í „Iðnó“. Strandbáturinn ,,Skálholt“ kom frá útlönd- um 9. þ. m., og voru þessir farþegar með skip- inu: Báðherra H. Hafstein, og' frú hans, consúll S. H. Bjarnarson frá Isafirði, alþm. Hermann Jónasarson, Wilhelm Paulson frá Winnipeg, út- flutninga-agent, o. fl. T 2. þ. m. andaðist. í Beykjavík ekkjan Kristjana Guðbrandsen, yfir sjötugt. Hún var tvígipt, og var seinni maður hennar Guðbr. heit- in Guðbrandsson, er lengi bjó i svo nefndu Brunnhúsi i Suðurgötu í Beykjavík; en fyrri maður hennar var Benedikt sál. Gabríel Jónsson smáskammtalæknir, og skildu þau. Með jfyrri manni sínum eignaðist Kristjana 64 aptur, án þess að taka eptir, hvað Líonel sagði. „Hann átti ekki einn einasta fjandrnann í veröldinni; svo góð- ur og drenglyndur var hann! Guð minn góður! Hver gat fengið það af sér, að myrða hann?“ „Það hefir enginn óvinur hans gjört það“, svaraði Líonel, „heldnr hefir hann verið myrtur til fjár“. „Hvað áttu við?u. „Hringurinn helgi er horfinnu, mælti síra Ching, og benti stillilega á tómu öskjurnar. Eleonora leit þegjandi á síra Ching og Líonel, renndi svo augunum á tómu öskjuna, á opna gluggann, og að lokum á William Kynsam, sem kom inn i herbergið í ,þessum svifum. Svo var, sem skugga skelfingar og angistar brygði iyrir á andliti hennar. Hún gekk rakleiðis til William’s, greip hönd hans, og hrópaði: „Hvar er maðurinn, William, þessi Ðurr- .ant?“ „Hann er horfinnu, svaraði William. „Horfinn?u hrópuðu þeir síra Ching og Líonel báð- ir í senn. „Herbergið er mannlaust — farangurinn hans er horfinn. Hann er flúinnu. „Jeg vissi þetta! Jeg vissi þetta!u sagði Eleonora, og sló saman höndunum, „Mig óraði eitthvað fyrir því, sem fram er komið, þegar jeg leit framan í hann. Hann ■er morðinginn! Flúinn? Já! Hann hefir flúið út um gluggann, og hann er valdur að verkinu!u Um leið og hún mælti þetta, benti hún á lík föð- ur sins, og hrundi svarta hárið frjálslega um andlit henn- ar og hvíta kjólinn. 61 I dögun fór eitthvað að kvisast um það, að glæpur hefði framinn verið um nóttina, og brátt gjörðust hvísl- ingarnar svo háværar, að allt fólkið á heimilinu vaknaði. Hjúin vissu, hvað gjörzt hafði, og hlupu náföl fram og aptur, en orðið morð dirfðist þó enginn að nefna, fyr en þeir sira Ching og Lionel Lametry fóru að grennsl- ast eptir, hvað um væri að vera. Piers lávarður hafði fundizt myrtur í bókaher- berginu um morguninn, stunginn i hjartað. William, sem vaknað hafði við hávaðann, fylgdist inn í bókaherhergið með síra Ching, og Líonel, frænda sínum, og lýsti óróinn, og skelfingin, sér í svip hans, eins og eðlilegt var. Að hugsa sér, að glæpur skyldi hafa verið framinn í Landy Court, var óttalegt, og þó enn hræðilegra, að Píers lávarður skyldi vera sá, er myrtur hafði verið. En svona var þessu varið. Síra Ching, og þeir, sem með honum fóru inn í bókaherbergið, fundu veslings lávarðinn, liggjandi upp í lopt á gólfinu, með útbreiddan faðminn, og sáu ógeðslegt sár vinstra megin á brjósti hans. „Hann hefir verið stunginn i hjartaðu, mælti síra Ching, er kropið hafði hjá líki lávarðarins. „En hvar er morðvopnið?u Líonel svipaðist alls staðar um í herberginu, en hvergi sást neitt beitt verkfæri, er sári hefði getað valdið. I herberginu var allt í röð og reglu, svo að auð- sætt var, að lávarðurinn og morðinginn höfðu eigi stymp- azt á. Einu missmiðin, sem i herberginu sáust, voru þau,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.