Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.04.1904, Blaðsíða 2
62
ÞjÓBTlfLJlM A
xvm., 16.
peningar séu í aðra hönd, og það í ríf-
legum mæli, án tillita til þess, opt og
eínatt, hvort vinnuveitandinn hefir nokk-
ur ráð á þvi. Viðskipti Sunnlendinga
og Austfirðinga nú á síðari árum sýna
þetta.
Það er alls ekki sagt með þessu, að
peningar séu ekki góður hlutur i sjálfu
sér; en hitt er víst, að þeir geta orðið til
ógæfu, ef þeir svipta þjóðina því göfug-
lyndi, og þeirri nœgjusemi, sem henni er
ómissandi, til þess hún geti þrifizt í pm-
ingasnauðu og fátæhu landi.
Eg vil taka eitt til dæmis. Það hefir
verið mjög að orðum gjört, hvað kjör
bamakennaranna hér á landi væra pen-
ingasnauð, og það sé sjálfsagt að bæta
þau, því annars detti engum manni í hug,
að gjöra barnakennslu að æfistarfi sínu.
Þetta lítur nú vel út, þegar eingöngu er
litið á hag kennaranna, og þetta láta
margir, eða jafh vel flestir, sér að kenn-
ingu verða, sem þá kennslu stunda. Þeir
hætta við hana, og taka sér annað pen-
ingavænlegra fyrir hendur, eða fara til
Ameríku, þar sem menn hafa 5 dollara
um daginn, að öllum jafnaði, að þeir segja.
En er þá ekki leyfilegt, að líta snöggv-
ast á hina hliðina. Eiga ekki félitlir
bændur i hlut, eða að minnsta kosti pen-
ingalitlir? Gjörir það ekkert til? Er
barnakennslan þá stofnuð eingöngu til að
veita kennuram góða atvinnu? Hefir
henni ekki verið sett neitt æðra takmark,
eða á það ekki að vera neitt annað? Ef
enginn fæst til að gegna henni, kaup-
gjaldsins vegna, á hún þá að leggjast
algjörlega niður? Það er víst ekki langt
frá því, að menn svari síðustu spurning-
unni játandi.
Það þykir víst sitja illa á mér, að úr-
telja það, að bætt séu kjör kennara. Og
eg gjöri það alls ekki. En eg vil, að
kennarar sætti sig við þau kjör, sem ekki
era ofvaxin fátækri alþýðu, með sérstöku
tilliti til þess, að verkið er þess vert, að
það sé unnið, hvað sem laununum líður.
Af sömu ástæðu er það sómi hvers kenn-
ara, að ieggja þann skerf, sem hann get-
ur, til þess að kennslan geti farið sem
bezt fram, þó að svo sJfölanefndirnar
kynnu að gleyma sinni skyldu í því efni.
Bamakennsla hér í landi má heita á
byrjunarstigi enn, og enginn kennarimá
ganga að því sjálfsögðu, að allt sé upp á
það ákjósanlegasta, áhuginn á menntun
æskulýðsins í hverju koti, og allt eptir
þvi. En þrátt fyrir allt verður það af-
farasælast. að sem flestir geti gjört barna-
kennsluna að æfistarfi sínu; en til þess
verða kennaraefnin að sætta sig við, að
sníða sér stakkinn eptir vexti þeirrar
þjóðar, sem þeir eru að vinna fyrir.
I sambandi við þetta, vil eg benda á,
að miklu meira mætti gjöra að því, en
gjört er, að mennta börn fátækra manna
til munns og handa. Gröfuglyndir menn
og konur gætu sér að bagaiitlu veitt
þeim kennslu í félagi, einkum siðari
hluta vetrarins, og framan af sumri, (apr-
íl og maí). Til þess þarf ekki annað, en
göfuglyndi, bara góðan vilja, sanna mann-
ást og föðurlandaást. Þessi böm eiga
fyrir sér að verða borgarar í þjóðfélaginu,
og það er þjóðfélaginu í heild sinni tjón,
að vanrækja uppeldi þeirra. Þau geta
þá orðið að lokum því sveitarfélaginu til
byrði, sem ól þau upp, og það er tjón
fyrir allt landið.
Sama má segja um aJlan þann fjölda
þurfamanna hér á landi, sem ekki þyrftu
annað en mannúðlegt tillit annara, til
þess að geta verið sjálfstæðir og frjáls-
mannlegir. Það er íhugunarefni fyrir
alla, og sérstaklega hreppsnefndimar hér
á landi.
Ætli sveitabúskapurinn væri ekki í
meiri blóma núna, ef húsbændur og hjú
hefðu tekið meira tillit til þess, hvemig
ástæður beggja flokka era? Skyldi ekki
sveitabóndanum búnast betur, ef hann
hefði nægjusamt og trútt. vinnufólk, held-
ur en þó hann fengi nokkrar „rúllur“ af
gaddavír að láni?
Nei, engin þjóð getur bætt sér það
upp með lögum, ef hún hefir týnt göf-
uglyndi sínu og nægjusemi. Vér Islend-
ingar eram ekki eina þjóðin, sem sann-
ar það.
Já, eg sagði í fyrirlestri mínum, að
það væri efst á baugi að „hafa eitthvað
upp úr þvíu, og það var ekki ofsögum
sagt, þó að eg fengi að heyra það úr
ýmsum áttum, að sú aðfinnsla væri ó-
makleg, því hvað yrði þá úr þjóðinni,
ef hún hætti að „hafa upp úr þvíu.
En ef það skyldi nú reynast farsælla
fyrir þjóðina, að hver einstaklingur hugs-
aði ekkert um að hafa upp úr þvi, fyrir
sjálfan sig? Eg gæti bezt trúað, að bæði
einstaklingarnir, og þjóðin í heild sinni,
yrði þá ríkari, velmegunin jafnari.
Og nú er komin ný stjórn. Hugsar
hún ekkert um að hafa upp úr því, sjálfri
sér til handa? Er hún bara að hugsa
um það, að sníða sér stakkinn eptir efna-
hag þjóðarinnar? Hvað sagði ekki ráð-
herrann í ræðu sinni 1. febrúar? Var
það ekki á þá leið, að nú ættu menn að
„gjöra sér mat úru stjórnarbreytingunni?
Hvað er það annað, en að hafa upp úr
henni í peningalegu tilliti það, sem hægt
er? Eg sé ekki betur, en allt ráðlag
hinnar nýju stjómar bendi ótvírætt á það,
að hún hafi gleymt, að hún á að stjórna
fátækri þjóð.
En eg vil þó ekkert fullyrða um þetta
nú. Mér sýnist það vera áframhald af ó-
heillastefnunni, sem eg var að lýsa í fyr-
irlestri mínum. Eg vildi það væri ekki,
því að þá getur verið úti um þessa þjóð.
Það er göfuglynd, nœgjusöm og sparsem
þjóð, sem getur búið hér bfu sínu. Eig-
ingirnin, peningafíknin og eyðslusemin
koma henni á klakann.
Eg veit, að rnargir muni vera mér ó-
samdóma um sitt hvað, sem eg hefi sagt
í línum þessum. Jeg hefi meiraaðsegja
rekið mig á, að þeir séu til, sem eiga
erfitt með að skilja, að það sé annað, en
heimska, að vinna fyrir lítið, eða ekk-
ert, ef svo verður að vera. Þeim er göf-
uglyndið óskiljanlegur hlutur. Og þetta
á sér stað í kristnu landi — og vel krisfen-
ir þykjast þeir vera, þó þeir gjöri aldrei
nokkrum manni hagræði, nema fyrir fyllsta
kaup, hver Bem í höggi á. Af allri trú
er þetta versta trúin, og af öllu skiln-
ingsleysi er þetta versta skilningsleysið.
Svo vil jeg taka undir með R. Burns:
„Þvi biðjum vér, sú verði tíð,
og verða mun það, þrátt fyrir allt,
að vit og drenglund sigri um síð
í sannleiksstríði — þrátt fyrir allt,
þrátt fyrir allt, og þrátt fyrir allt
mun þetta verða um heimsból allt,
að maður manni bindist blítt
með bróðurhendi — þrátt fyrir alltu.
(Stgr. Th.)
Bjarni Jónsson.
♦B5BB551 • "i • - f
Allt af er hjartað mitt ungt.
Allt af er hjartað mitt ungt,
þó örðugt sé lifið og þungt.
En blóðið er heitt og lundin létt,
svo lengi sem hjartað er ungt.
A höfði mér hárið er grátt,
sem hefði’ eg í lífstríði átt;
en hlegið jeg get og hoppað enn,
þó hárið sé löngu’ orðið grátt.
Víst er jeg unglingur enn —
ungur og gamall í senn.
Hárið er grátt, en hjartað ungt.
Jeg hlæ’ og jeg tárfelli enn.
J. M. B.
Drukknun.
5. apríl síðastl. hvolfdi báti í lendingu x
svo nefndri Kollsvík í Barðastrandarsýslu, og
drukknaði þar einn maður, Torji að nafni, bóndi
i Kollsvík, kvæntur maður. -— Hinum, sem á
bátnum voru, var bjargað.
Báturinn var að koma úr kaupstaðarferð frá
Patreksfirði, er slysið varð, og var brim mikið,
og bvassviði’i, svo að ólendandi mátti beita í
Kollsvik.
Frá Yestmannaeyjum
er að frétta hlaðfiski, fyrir og eptir páskana,
svo að suma dagana var tví- og þrí-blaðið skammt
frá eyjunum.
Minni verzlunarfrelsLsins.
Sungið á skemmtisamkomu skólapilta
15. apríl 1904
Lag: „Þú vorgyðja svifur“.
Vér blessuru þaun dag, þegar landið varð
laust
úr læðing, sem þröngdi því sárast,
þann dag, er vér öðluðumst aptur vort
traust
á oss, og vér hættuin að tárast.
En laugvinn var þiaut vor, og margfallt
vort rnein,
og meira, sem þurfti’, eu að velta þeim
stein.
Vor þjóð hefir átt inarga ágæta stund,
en óhappadagana fleiri.
Jeg veit ekki, hvort hún er vöknuð af
blund,
en víst er, að skíman er rneiri;
þótt kafþykkt sé loptið í austurátt enn,
er ugglaust, að sólskinið kemur þó senn.