Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1904, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1904, Blaðsíða 3
Þjóbviljinn. 88 XVIIJ., 21. 4. apríl andaðist í Haukadal í Dýrafirði hús- frú Guðrún Guðmundsdóttir, kona Jóns hónda Ólafssonar í Haukadal, 75 ára gömul, merk kona, ráðsyinn og vel metinn, sonur þeirra hjóna er Ólafur Guðbjartur, hóndi og skipstjóri ífHauka- dal. Foreldrar Guðrúnar voru Guðmundur Þor- valdsson, smiður og auðugur hóndi í Hjarðardal, og kona hans Guðrún Torfadóttir, sem komin var í beinan karllegg af Jóni Gissurssyni sagn- fræðing á Núpi í Dýrafirði er dó 1648. Sú ætt var lengi göfug og kynsæi. Jón var hálfbróðir Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti. Kvefvesöld hefur allvíða gert vart við sig, og verið fremur illkynjuð, en ekki hefur hún iagst mjög þungt á almenning. Slysfarir hafa engar | orðið hér á þessum vetri. Framfara fyrirtæki er ekki að nefna hér á | nafn, eða nokkra hreifingu til þess sem líf 'eða j þróttur er 1, en þar á móti virðist heldur fara í j vöxt tómlæti hinnar yngri kynslóðar í verknaði j og iðni, og má óefað ætia að það eigi að nokkru j rót sína að rekja til dansleika og slíkra samfunda j sem hafa verið tíðkaðir hér, einkum á síðasta • vetri. I þess háttar athafnir eru gjálífis iðju- j leysingjar sólgnir, alveg eins og gráðugir em- i bættingar í völd og metorð, — en afleiðingin er j sú, að þesskyns lið er opt eptir sig eptir þess ! háttar skrípalæti, nennir ekkert að gera og híður j með óþreyju eptir næsta fundi og svo gengur j koll af kolli, það eru óþarfir besefar, sem á ein- * hvern hátt stuðla að slíku, — eða þá þeir, sem j ekki hafa skörungsskap til að aptra því, sem er j til niðurdreps og bölvunar, en það ættu hæði i prestar og hreppsnefndir að gera, áður enn of- I mikið er að gert, en það þarf að húa til um það j lög, því ekkert má annars gera, sú tízka er komin á. Nú minnist enginn maður á politík, — en menn lesa með athygli allt það sem blöðin segja um heimastjórnina nýju, stinga drjúgum saman nefjum um sumar gjörðir hennar, — en eitt er vist að menn finna glöggt, að það er réttarrán að þingið var ekki leyst upp og efnt til nýrra kosninga, þar sem öll þjóðin fengi að neyta kosningar réttar síns, úr því á annað borð varð að kjósa i sumum kjördæmum, sumstaðar hefðu óefað verið kosnir sömu menn, en fráleitt allstað- ar, það verða varla mörg ár þangað til heima- stjórnin gerir eldri stjórnina góða*, og var þó sannarlega ekki úr góðu að spillast, en það er hæfileg svipa á hrygg þeirra, sem mest geipuðu um gæðin sem væntanleg væru. Jeg sendi þér línu seinna við tækifæri. Þinn vinur . . . ,tl Dánaríregn. 13. þ. m. andaðist í íteykjavík kand. Eiríkur Sverrisen, liátt á fertugsaldri, f. 28. des. 1867. Foreldrar hans voru merk- islijónin Sigurður Sverrisen, sýslumaður i Strandasýslu (f 1899) og Eagnhildur kona hans, sem enn er á lífi. Eiríkur sál. útskrifaðist úr lærða skólanum 1888, stundaði nám við Kaupm.hafnar háskóla 1—2 ár, en tók þar að eins heimspekis- próf, kom síðan upp til Islands og var aðstoðarmaður föðurs síns þar til hann dó; eptir það var hann um hríð settur sýslu- maður i Strandasýslu, en er sú sýsla var veitt, fluttist hann á Suðurland og var við verzlun, fyrst í Hafnarfirði og síðar i Keflavik, þar til hann fyrir ári síðan fluttist til Reykjavíkur og starfaði á skrif- stofu bæjarfógetans þar. Eiríkur var að allra dómi, er honum kynntust, góðum hæfileikum gæddur og mannval hið mesta, eins og hann átti ætt til. Eptirlifandi ekkja hans er Hildur *) Ritstjóri „Þjóðv.“ vill láta þess getið, að hann er eigi samþykkur hréfritaranum í sumum greinum. Ritstj. Jónsdóttir, prests Thorarensen frá Stór- holti í Dalasýslu. Þau áttu ekki barna. „Eptir fmasta lögfræðing landsins“. Frá Patreksfirði er „Þjóðv.“ ritað 12 maí: „Strandferðaskipið „Yesta“ kom hér í gær, þótt eigi væri hennar von hingað, eptir áætluninni. Meðal höfðingja, er voru á ferðinni með „Vestu“, má sérstakLega nefna hr. Sigfús Eymundsson, ljósmyndasmið í Reykjavík, er kvað hafa flutt með sér stóra hunka af því tölublaði „Reykja- víkur“, þar sem verið er að myndast við, að verja það, að forsætisráðherra Dana skrifaði und- ir útnefningu hr. H. Hafstein’s, þóttum íslenzkt sérmál væri að ræða. Hr. Eymundsen kallaði stöku menn á eintal, og afhenti svo hverjum nokkur eintök af ofan nefndu tölubl. „Reykjavikur“, og hað þáút hreiða sem víðast, og hafði jafnan sama viðkvæðið, að greinin í „Reykjavíkinni11 væri „eptir fínasta lögfræðing landsins“(!!)* Mér þótti þessi vitn- isburður um lögspeki Jóns Olafssonar, ritstjóra ,.Reykjavikur“, fremur einkennilegur, og datt því í hug, að skrifa „Þjóðv“. línur um þetta, því að skeð getur, að reynt verði að beita þess- um blekkingum víðar, og sýnist mér engin van- þörf á, að biöðin veki þá máls á þessu háttalagi“. Almanak fyrir árið 1904, sem hr. Olafur S. Thorgeirsson í Winnipeg gefur út, er nýlega komið í vorar hendur, og flytur, sem vant er, ýmis konar fróðleik. Meðal annars fiytur það æfisögu-ágrip norska þjóðskáldsins Björnstjerne Bjórn- son’s Rooseve't's forseta, og Björns Jons- *) Hr. Sigfús Eymundsson var á ferð til Austfjarða, og mun, jafnframt öðrum erindum sínum, hafa átt að út hýta þessum „Reykjavík- ur“ vísdómi sem víðast. — Að minnsta kosti vitum vér með vissu, að hann sýndi örlæti sitt víðar á vesturlandi en á Patreksfirði. — Ritstj. 88 „G-uð hjálpi mér! Hverjum ætti jeg að hafa grun á?“ „Jeg hélt, að þér vissuð, hvort frændi yðar átti nokkra fjandmenn“, mælti Drage, svo sem í afsökunar skyni. „Mér var eigi kunnugt um, að hann ætti neinn ó- vin“, svaraði William. „Fóruð þér nokkuð út úr herbergi yðar þá um nóttina‘?“ „Nei“. „Það varð nú augnabliks þögn, en því næst gekk William til Drage, horfði skarpt á hann, og mælti stilli- lega og alvarlega: „Hr. Drage! ímyndið þér yður, að jeg hafi framið inorðið?“ „Hví skyldi jeg ímynda mér það? Þér höfðuð enga ástæðu til þess, að óska frænda yðar ills, að því er mér erkunnugt umu. „Hann var bezti vinurinn, sem eg átti í heimin- um“, mælti William, og greip höndunum fyrir andlit sér. „Og guð veit, að jeg eigi hefði getað beygt eitt hár á höfði hans“. „Drage tók eigi eptir orðum þessum, þvi að þegar William greip höndunum fyrir andlitið, tók hann eptir dimmum bletti neðan til á annari ermi siðsloppsins. Á blett þenna hortði Drage með stakasta athygli, og er William var eigi svarað, tók hann hendurnar frá andlitinu, og sá þá, hve nístandi augum Drage horfði á hann. „Hvað er að?“ spurði William forviða. í stað þess að svara greip Drage í hægri ermina 85 „En hví fer hann þá burt með þessari leynd?“ „Því getur hann bezt svarað sjálfur“. „Alveg rétt“, mælti Drage, er hugsaði sér að nota þetta tækifæri. „Og ef þér þvi vilduð gera mér þann greiða, að segja mór, hvar hann á heima, þá bregð eg mér til Lundúna, til að fá skýrslu hans“. „Jeg só enga ástæðu, til að gruna Durrant“, mælti William hálf-hikandi. „Jeg er sannfærður um, að hann er saklaus“. „Jeg er sömu skoðunar“, svaraði Drage rólega, „en engu að síður finnst mér þó meira byggjandi á samtali við hann, en á sannfæringu yðar“. Kynsam stökk upp af stólnum, og fór að ganga fram og aptur í herberginu. Drage beið rólega, unz William nam staðar, og mælti: „Hr. Drage! Jeg þykist þess full-vís, að þér sóuð maður, er eigi látið blekkjast af öllu, sem sýnist, og þó að ýmislegt virðist mæla gegn honum, þá er jeg þó fylli- lega sannfærður um sakleysi hans“. „Hafið þér nokkur rök fyrir þeirri skoðun yðar?“ „Já, ástæður hefi jeg“. „Og hverjar eru þær?“ „Það get eg eigi sagt yður“. „Afsakið, hr. Kynsam; þór verðið að segja mór þær“. „Yerð jeg“, mælti William, með leiptrandi augum. „Það orð kann jeg ekki við, hr. Drage“. „Engu að síður er það þó orð, sem eg^ verðj^að nota“, svaraði Drage, „og ef þór eigi viljið segja~mór

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.