Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1904, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1904, Blaðsíða 4
84 Þjóbvilji> XVIII., 21. sonar, ritstjóra „ísafoldar“, og fylgja þeim myndir þessara manna. — Enn fremur flytur almanabið smásöguna „I)auðinnu, eptir Gunnstein Eyjólfsson, safn til land- námssögu ísl. í Vesturheimi, eptir síra jFriðrik J. Bergmann, sögu frá 18. öld, er nefnist: „Vigið mikla við Hudsonsfló- ann“; enn fremur ýmislegt úr búskapar sögu Vestur-íslendinga, skýrir frá helztu viðburðum og mannalátum meðal Vestur- íslendinga, og flytur að öðru leyti ýmis- legan fróðleik. Árgangurinn 1904 er tíundi árgang- urinn, sem hr. Ólafur S. Thorgeirsson gef- ur út, og er það sýnilegur vottur þess, að Islendingar í Vesturheimi hafa talið það góðan gest. Bessastöðum 21. maí. 1904. Yeðrátta rosasöm fremur og KLýindalitiI, tún lítið eitt farin að gróa. Strandferðalbáturinn „Skálholt“ lagði á stað frá Reykjavík 13. þ. m. vestur og norður um land með fjölda farþegja, þar á meðal: verkfræð- ingur Sigurður Thoroddsen til Stykkishólms, sira Helgi Árnason í Ólafsvík, frú Steinunn Briem á Staðarstað, fröken María Bachmann til Patreks- fjarðar, Bogi Sigurðsson kaupmaður i Búðardal og m. fl. Starfsmenn hlutabankans. Loks mun nú ó- hætt orðið að hafa það eptir hverjir starfsmenn verði við hlutabankann, auk stjórnendanna, hr. E. Schou, Sighvatar landsbankabókara og Páls Briems amtmanns. JÞórður J. Thoroddsen hér- aðslæknir er ráðinn gjaldkeri með 2500 kr. árs- launum, ritari cand. jur. Hannes Thorsteinsson með 1800 kr. bókari kand. Sveinn Hallgrímsson með 1800 kr. og assistent kand. Jens B. Waage með 1200 kr. Útibii lilutabankiins. 1 ráði hvað vera að bankinn reisi þrjú útibú ‘í sumar: á Isafirði, Akureyri og Seyðisfirði, er öll skulu taka til starfa 1. sept. næst komandi. Helgi kaupmaður Sveinsson á að veita ísa- fjarðarhúinu forstöðu, Porvaldur kaupmaður Da- víðsson stendur fyrir því á Akureyri og Eyjólf- ur Jónsson klæðsali fyrir Seyðisfjarðarhúinu. Gjaldkeri verður á Seyðisfirði Lárus hóksali Tómásson, Schiöth póstafgreiðslumaður á Akur- eyri, en ófrétt hver tekur þann starfa að sér á ísafirði. Lausn frá prestskap hefir síra Arnór Árna- son á Felli í Strandasýslu fengið, sakir vanheilsu. ■ ........................ ■ 11 ■ ■ ■ ■ ■ ■ i "—■■■■ .11 .... ■ ■■ er aftió den Seóste. "V ottorð. Hndirritaður hefir í 2 síðastliðin ár þjáðst mjög af taugaveiklun; hefi eg leitað margra lækna, en enga bót á þessu fengið. — Síðastliðinn vetur fór eg að brúka hinn heimsfræga Kina-lífs-elexír frá hr. Valdemar Petersen í Friðrikshöfn. — Er mér sönn gleði að votta það, að mér’ hef- ir stórum batnað, síðan eg fór að neyta þessa ágæta bitters. — Vona eg, að eg fái aptur fulla heilsu með því, að halda áfram að taka inn Kina-lífs-elexír. Feðgum 25. april 1902. Magnús Jónsson. * * * Kína-Iífs-elexívinn fæst bjá flestum kaupmönnum á Islandi, án nokk- urrar tollhækkunar, svo að verðið err sem fyr, að eins 1 kr. 50. aur. fyrir flöskuna. — Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elexír, eru jkaupendur beðn- jr að lita vel eptir því, að VL- standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan- um: Kínverji með glas í hendi, og íirma nafnið Valdimar Petersen, Frederikshavn Kontor & Lager Nyvej 16. Kjöbenhavn. PRBNTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS. 86 allt, sem þór vitið, verð jeg að komast eptir hinu sanna hjá Durrant“. „Þór vitið eigi, hvar hann á heima“. „Nei; en það verð jeg að biðja yður að segja mór“. „En því neita jeg“. „Nei, það gjörið þór eigi“, mælti Drage, og lagði mikla áherzlu á orðin. „Það er yðar eigin hagur, að sakleysi Durrant’s sé sannað“. „Hvað eigið þór við, hr. minn?“ spurði William, og varð enn fölleitari. „Mig varðar ekkert um hr. Durr- ant“. „Hann er vinur yðar“. „Hann er eigi vinur minn. Hann er maður, sem lánar fé, og sem eg hefi haft viðskipti við“. „Það skil jeg“, svaraði Drage. „Hann hefir lánað yður peninga, og hefir komið hingað, til þess að ganga eptir fónu. — En látið yður eigi bregða, hr. Kynsam. Þór eruð opt nefndur í Botsleig“. „Jeg vona, að þór hafið þó eigi heyrt mín að illu getið“, mælti William. „Nei, herra minn. Að eins vanalegar æskusyndir. Durrant á fé hjá yður, og þór kærið yður eigi um, að hann komi hingað, og hafið því lofað honum borgun á ákveðnum tíma, svo að hann komi hingað ekki“. „Jeg kom honum í kynni við frænda minn með því skilyrði, að hann gæfi mór frest, unz árið væri lið- ið“. „Það er að segja, að þór komuð honum í kynni við Píers lávarð, svo að hann gæti samið um kaup hrings- ins helga?“ 87 „Jæja þá“, svaraði William, all-hikandi, „endaþótt mér skiljist eigi, af hverju þór dragið þessa ályktun". „Jeg hefi augun hjá mór, og kann að stafa, og að leggja saman“, mælti Drage, og tók upp vasabók sína. „En látið mig nú vita, hvar Durrant á heima, hr. Kyn- sam“. „Ef jeg gjöri það, farið þór þá til Lundúna á morgun?“ „Já, með eimreiðinni, sem fer á hádegi“. Drage hafði naumast sleppt orðinu, er hann sá, hve óhyggilega hann hafði breytt. William gekk??áfhinn bóginn að skrifborðinu, og greip þar bók eina, sem í hugsunarleysi. „Nú, jæja“, mælti Drage við sjálfan sig, en þó svo lágt, að William heyrði það eigi. „Jeg skil, hvað þú hugsar, en jeg fer með eimreiðinni kl. 8l/2 f. h., og fyr getur þu eigi komizt til Lundúna, góðurinn minn“. „Jeg hefi ekkertjá móti því, að segja yður, hvar Durrant á heima“, mælti William, og rótti Drage nafn- seðil sinn, er á var rituð jutanáskript Durrant’s. „En það segi eg yður fyrirfram, að hann getur engar upplýsingar gefið yður“. Drage leit á nafnseðilinn, og stóð þar ritað með bleki: „Horace Durrant, 21. Peck Lane, City“. „Ágætt“, mælti Drage, og stakk nafnseðlinum í vasa sinn. „Jeg ímynda mór, að þór getið engar upplýsingar gefið um þenna] sorgar-atburð “. „Nei; jeg hefi enga hugmynd um það, hver myrt hefir frænda minn“. „Og hafið engan grunaðan?“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.