Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1904, Blaðsíða 1
Verð árgatigsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 awr.; erlendis 4 kr. 50 awr., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aiarlok. ÞJÓÐVILJINN. Át.TÁNBT ÁSftANGUIR. 1 -h-Sr*|=EITST,TÓEI: SKÚLI THOBODDSEN. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni horgi skuld sína fyrir hlaðið.
M 21. Bessastöðtjm, 21. MAÍ. II 19 0 4.
Óeðlileg þjóðfrelsis-takmörkun.
---oiþo-
Samkvæmt ákvæðum hinnar núgild-
andi stjórnarskrár vorrar, eru alþingis-
menn alls 40 að tölu, og eru 84 þeirra
þjóðkjörnir, en 6 kveður konungur til
þingsetu,
Skipun konungkjörnu þingmannanna
er, eins og hver önnur stjórnarráðstöfun,
framkvæmd á ábyrgð íslenzka sórmála-
ráðherrans, og má því ganga að því vísu,
að í konungkjörnu þingsætin séu eigi
skipaðir aðrir, en þeir, er ráðherrann, sem
velur þá, telur vera sér fylgjandi í öllum
meiri háttar þjóðmálefnum.
Af þessu leiðir, að stjórnin þarf eigi
að hafa fleiri en 15 þjóðkjörna þingmenn
sér fylgjandi, til þess að geta haft afl at-
kvæða í báðum deildum þingsins
Þó að meiri hluti kjördæma landsins
tjái sig stjóminni andvíg, svo að 19
þjóðkjörnir þingmenn teljist til andstæð-
ingaflokksins, en að eins 15 séu stjórninni
fylgjandi, getur stjórnin því setið ofur
rólega við stjórnar-stýrið, sakir fylgis
konungkjörnu þingmannanna, og stýrt
málefnum þjóðarinnar þvert og öfugt við
það, sem meiri hluti kjördæma landsins
telur heppilegt, eða vill vera láta.
Það verður þvi eigi sagt, að vér Is-
lendingar njótum fullkomins þjóðræðis,
meðan sú skipun alþingis er óhögguð,
sem nú er.
Eðlilegast væri, að stjórnin viki að
sjálfsögðu frá völdum, ef hún eigi nyti
trausts meiri hluta þjóðkjörinna þing-
manna, því að stjórnin á að vera fram-
kvæmandi þjóðarviljans, eins og hann
lýsir sér við kosningar þjóðkjörinna
þingmanna.
Um fullkomið þjóðræði getur þvieigi
verið að ræða hér á landi, meðan kon-
ung- eða stjórn-kvaddir menn eiga sæti
á alþingi.
Vitaskuld væri það strax nokkur bót
í máli, ef konungkjörnum þingmönnum
væri fækkað, því að vér færðumst þá að
því skapi nær fullkomnu þjóðfrelsi, sem
þeir yrðu færri.
En takmarkið, sem vér hljótum að
keppa að, og náum óefað fyr eða síðar,
hlýtur að vera, að einungis þjóðkjörnir
alþingismenn sitji á þinginu.
Þá fyrst er þjóðræðinu borgið frá
þeirri hlið.
Hitt er á hinn bóginn eigi efni þess-
arar greinar, að minnast á það, hve afar-
áriðandi það er þjóð og þingi, að vera á
verði gegn því, að danskir ráðherrar
sletti sér fram í íslenzk sérmál, eins og
átti sér stað við ráðherraskipunina ný
skeð.
Af slíku ráðlagi er þjóðræði voru auð-
vitað enn meiri háski búinn.
Frá útlöndum, herfregnir o. fl.
Fregnir, sem ná til 10. þ. m. segja
að Japanar hafi 3. þ. m. girt fyrir hafn-
armynnið á Port Arthur með þvi að
sökkva þar 4 grjótbyrðingum. Er þar
loku fyrir skotið, að stórskip geti þar um
farið, það eru að eins tundurbátar og
smákænur, sem fleytast þar yfir. 3—4
aðrir grjótbyrðingar, sem sömu leið áttu
að fara, fórust af sprengingum og öðrum
slysum. Margt manna misstu Japanar,
er þeir unnu að verki þessu, og bar fleira
en eitt til þess, bæði var afar mikið stór-
viðri, og svo unnu þeir að þrekvirki þessu
um bjartan dag, svo Rússuin veitti létt
að miða á þá frá skotvirkjum sínum,
enda munu þeir sízt hafa sparað að senda
þeim kúlu. Japanar eru orðnir frægir
mjög af verki þessu, sem þykir fáheyrt
hreystiverk.
6. þ. m. höfðu Japanar komið land-
her sínum norður í Eeng-huang-oheng,
kom þá brátt los á Rússa og höfðu þeir
sig sem skjótast á burtu, og er haldið að
þeir staðnæmist fyrst vestur í Liuo-yang,
sem er bær við járnbraut þá, er liggur
suður frá Port Arthur, um 30 mílur út-
norður frá Yalu-fljóti og 10 mílur fyrir
sunnan Mukden, sem er höfuðborg Mand-
sjurisins.
5.—7. tókst Japönum að skjóta her-
liði (30,000) á land á þrem stöðum, á
Liao-tung skaga, 10 þús. við Pitse-wo,
sem er austan tii við Kóreuflóa og 20
þús. vestan vert við Petsjiliflóa, þar sem
heitir Kinsjei og Fusja, 10 þús. á hvor-
um stað. Rússar veittu þar enga mót-
stöðu, með því að þeir áttu sér þar sízt
Japana von, og voru því óviðbúnir heim-
sókn þeirra. Japanar voru ekki seinir á
sér að sprengja upp járnbraut þá, er ligg-
ur norður eptir skaga þessum allt til
Port Arthur.
Þannig er nú Port Arthur einnig
króuð landmegin, og eru nú allar bjarg-
ir bannaðar fyrir Skrydlofl, hinum nýja
aðmírál Rússa, að komast þangað, og
taka við yfirstjóm skipahersins, eins og
til var ætlast.
Eystrasaltsflota sinn höfðu Rússar út-
búið til austurfarar, en hættu við að
senda hann eptir síðustu hrakfréttir.
Fyrir skömmu hafa Rússar yfirgefið
borgina Niutsvang, við botn Liao-tung-
flóans Höfðu þó áður búizt þar um, til
að varna Japönum landgöngu.
Siðustu hraðfréttir að austan (10. þ.m.)
segja Japana hafa unnið borgina Dalny,
sem Rússar eiga á Liao-tungskaga fram-
anverðum, nokkru norðar en Port Arthur.
Það er því að eins Port Arthur sem
Rússar enn þá myndast við að verja þar
á skaganum.
Alexieff jarl forðaði sór brott úr Port
Arthur, áður síðustu tíðindi urðu þar, og
fór norður til Charbin. Una Japanar því
afar illa, með því þeim er mjög í nöp
við hann, kenna fljótfærni hans og metn-
aði að til ófriðar kom.
Nýrri og greinilegri fregnir af orust-
unni við Yalufljót, 1. þ. m., fullyrða að
Rússar hafi þá misst ura 3000 mannaog
48 fallbyssur í stað 28.
Það slys vildi þeim og til i bardaga
þessum, að villast á einni af sinni eigin
hersveitum og Japönum. Bárust þeir þar
á banaspjótum, líkl. að nóttu til, og urðu
fyrst varir við misgrip sín er fallnir voru
af þeim 110 menn og 70 óvígir.
Vilhjálmur Þyzkalandskeisari er sagð-
ur lasinn mjög af hálsveiki þeirri, er
hann hefir þjáðst af um hríð. Eru marg-
ir hræddir um, að hér sé um krabbamein
að ræða, þó ekki sé það i hámælum haft.
Dánir eru: 5. þ. m. Maurice Jokai
ungverska skáldið og 10. þ. m. Sir Henry
M. Stanley, Afríkufarinn nafnkunni, sem
margir munu kannast við.
Væntanleg þingmannaefni.
Alþingiskosningar eiga, svo sem kunn-
ugt er, að fara fram í 5 kjördæmum í
sept. næstk., og þarf víst eigi að óttast,
að hörgull verði á frambjóðendum, þar
sem mörgum þykir þingmanns staðan fýsi-
leg, ekki sizt síðan stjórnin er farin að
gjöra boð í þá, sem henni vilja fylgja
að málum, og veita þeim ýmsa heiðurs-
pósta.
Enn er tími all-langur til stefnu, og
er því eigi von, að full kunnugt só enn,
hvaða þingmannaefni kunna að verða í
kjöri, því að margt skipast opt á skémmri
tíma; en engu að siður skulum vér þó
skýra lesendum vorum frá því, sem oss
hefir flogið fyrir eyru, að þvi er snertir
væntanlega frambjóðendur.
í Reykjamk mun mega telja víst, að
yfirdómari Jón Jensson gefi kost á sér,
en hitt óvissara, hvort ráðherra-flokkurinn
fylkir sér um héraðslækni Guðm. Björns-
son eða einhvern annan. — Allir jmáls-
aðilar hafa þar enn fremur hljótt um sig,
og munu telja ísjárvert, að hleypa sér út
í óskapaganginn, sem kosninga-undirbún-
inginum fylgir óefað, fyr en í síðustu
forlög. —
Á Seyðisfirði heyrist enn að eins eitt
þingmannsefni nefnt: Jón Jónsson (frá
Múla), og mun þeim gamla þinggarpi ó-
efað þykja það leiðinlegra, ef hann fær
engan, til að reyna sig við. —