Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.05.1904, Page 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.05.1904, Page 1
Verð árgangsins (minnst 1 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 awr., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. -=- |= AtJÁNDI ÁBGANGUB. =1 =r— Vppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samlúiða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 22. Bessastöðum. 29. maí. 19 0 4. Sorkoma. --o4þo- Jeg órór beið og þreyði’ og þreyði þessi jól: Að vorið kæmi og heit í heiði hlægi sól. Jeg vissi það, að vanda hlaut að vikja jel, að sólarkyngi klakinn laut og kuldi og hel. Er vorið svifi sunnan að með söng á munn, þá fengi hjarnið hita bað úr himins unn. Að aptur mundi anda hlýtt um ættlands kinn og sumarið klæða það frjálst og frítt i feldinn sinn. Mér var sem heyrði’ jeg grasið gróa í gróður frið, og yfir höfði liði lóa Ijúfum klið. Svo lengdust dagar ljósið inn um ljórann brann, og brosti hýrt við beðinn minn, þá birti* í rann. Og geislinn lék um gluggann minn og glóði’ og brann. Hann leiddi vorið ljóskrýnt inn í lágan rann. Allt að glæða, græða’ og næra guð því fól, og landsins börnum bæði færa blóm og sól. Á flótta lögðu frost og klaki og fólu sig. — Mér finnst jeg himin höndum taki, er hef jeg þig. Síðan get jeg inni eigi unað mér. Úti’ á grænum gróðurteigi jeg gleðst með þér. Þú átt ótal unaðsvegi ástvin minn. Kæra vor! mér frjáls jeg fleigi í faðminn þinn. Þú syngur út um flóa’ og fjörð, við flúð og sker. Hve fögur verður fósturjörð í faðmi þér. Þú blessað vor, sem bæði færir blóm og sól og lífgar, ylar, endurnærir allt sem kól. Ó, glæddu einnig líf í lyndi og ljós í sál, svo þitt verði öllum yndi ástarmál. Lárus Sigurjónsson. Ráðherra-skipunin enn. Hr. ritstjóri! Jeg er blaði yðar þakklátur fyrir það, hve eÍDarðlega það hefir vítt ólög þau, sem Danastjórn hefir haft í frammi, þeg- ar nýi ráðherrann var skipaður, því að sannarlega veitir ekki af því, að ritstjór- arnir séu vakandi, og láti það ekki ganga orðalaust, að danska stjórnin misbjóði réttindum landsins. Jeg er ekki löglesinn maður, en hvergi hefi jeg getað fundið einn staf í stjórn- arskránni, sem sýni það, að formaður danska ráðaneytisins, eða nokkur dönsku ráðherranna, eigi að hafa afskipti af sér- málum Islendinga, og sömu skoðun sé jeg í alþingistíðindunum, að þingmenn hafa haft, þar á meðal ráðberrann, hr. Hannes Hafstein, og kalla jeg það því sorglegt, að hann, íslenzkur maðurinn, skuli hafa snúizt svona, og metið það meira, að ná í völdin, en að gæta rétt- inda landsins, sem hann á þinginutalaði svo digurmannlega um. En verði það föst venja, að formaður danska ráðaneytisins ráði því, hvaða sér- málaráðherra vér íslendingar höfum, þá sé jeg ekki, að þingið geti ráðið neinu um það, nema hvað því er líklega ekki meinað, að senda danska ráðaneytisfor- setanum allra-auðmjúklegasta bænarskrá, sem hann er svo sjálfráður um, hvort hann sinnir eða ekki. Mór finnst því einkar áríðandi, að þessi yfirgangur Danastjórnar sé ekki þolaður mótmælalaust, því aðjegséekki, að um neitt þingræði geti verið að tala, ef stjórnarskrá okkar er beitt á þenna hátt, því að yfir danska ráðaneytisforset- anura hefir alþingi ekkert að segja, eins og blað yðar hefir sýnt glöggt fram á. Hefðu forfeður vorir á fyrri öldum verið athugulli gagnvart útlenda valdinu, og ýmislegum yfirgangi þess, þá stæði þjóð j vor vafalaust framar í ýmsum grein- um, en vér nú gjörum. Búandi. Búskapur og hugsjónir. Það er gömul og rótgróin trú hér í landi, að búskapur og hugsjónir sé hvað öðru til niðurdreps — allur búskapur fari út um þúfur fyrir þeim, sem hátt hyggja. Hugsjónimar verði ekki látnar í askana fremur en bókvitið. Þessi trú er ekki útdauð enn; hún þolir að sjá hábjartan daginn; hana dag- ar ekki uppi. Yíða hefi eg orðið hennar var hjá bændum; en það gat mér sízt til hugar komið, að formaður landbúnaðarnefndar- innar nýju væri ekki vaxinn upp úr þess- ari eldgömlu óheillatrú. En nú veit eg hann er það ekki. Gamall og greindur sveitabóndi bað mig að færa honum ritgjörð í ,,Frey“, landbúnaðarblaðið nýja. Bóndi lýsti þar búnaðarháttum sínum og helztu hugsjón- um, sem fyrir honum höfðu vakað í bú- skapnum: samtökum, mannúð, veglyndi og ósérplægni. Nefndarmaðurinn lét þegar í ljósi við mig, er hann hafði litið yfir ritgjörðina, að búnaðarritgjörðir ættu að vera „algjör- lega konkret (hlutkenndar), það ideala (hugsjónirnar) ættu þar ekki heima“. Þetta eru hans óbreytt orð. En jeg er á allt öðru máli. Það er sannfæring mín, og hefir lengi verið, að hver sá maður dragi anda með dauðri sál, í hvaða stöðu sem hann er, sem ekki lýsir einhverri góðri og göfugri hugsjón með lífstarfi sínu. Saga allra stétta sýn- ir það og sannar, að allar sannar fram- farir eiga rót sína í háum og göfugum hugsjónum, svo hjá bændum, sem öðrum stéttum. Enginn skilji samt orð mín svo, að jeg telji það einskis vert að fást við hlut- ina sjálfa og rannsaka út í æsar, hvað hyggilegt sé að gjöra búnaðinum til efl- ingar, og hvernig það skuli gjört, hvem- ig eigi að fara með jarðveginn, blanda ! áburðinn, ;0g því um líkt, til þess að völlurinn gefi sem mest af sér. Súþekk- ing og rannsókn er alveg sjálfsögð, en — hitt má ekki undan fella. Það er jafn sjálfsagt og þarft, ef framför á að verða. Það Lþarf að blanda þetta hlut- kennda í búskapnum með hugsjónum, líkt og þegar einhver ágætur málari bland- ar liti sína með viti. Eða svo Jeg taki aðra líkingu: Ar- sældargoðið Freyr, sem landbúnaðarblað- ið heitir eptir, réð fyrir regni og skini sölar og þar af leiðandi ávöxtum jarðar. Nú vita það allir, að regnið eitt nægir ekki til að gefa fullan jarðargróða; sól- skinið er ómissandi líka, hvorttveggja þarf að fara saman. Eins er því varið um hið hlutkennda og hugsjónirnar; það má hvorugt án annars vera. Ef eg skil rétt, þá er það þetta, með- al annars, sem lýðháskólarnir dönsku hafa kennt bændum þar í landi, og afleiðing- in hefir orðið sú, að landbúnaðinum þar hefir fleygt fram. Það er því nytsöm búnaðarþekking, sam*

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.