Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.05.1904, Qupperneq 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.05.1904, Qupperneq 4
88 Þjó©viljij*m. XVIII., 22. 1 ur Sigurður Ha7ldórsson, fyr í Engidal, 54 ára að aldri. — Foreldrar hans voru Halldör sál. Magnússon í Þjóðólfstungu og kona hans Kristín S-igurðardóttir, Hinriks- sonar á Seijalandi i Skutilsfirði. Sigurður sálugi var stilltur maður, all- vel greindur, og einkar vandaður maður til orðs og æðis. — Hann lætur eptir sig ekkju, Sigríði Bjarnadóttur að nafni, og eiga þau hjónin eina dóttur á lífi. — 5. s. m. andaðist í Amardal Guðmund- nr húsmaður Kristjánsson, Elíassonar, er lengi var í Amardal; en móðir Gruð- mundar er Sigríður Þorleifsdóttir, sem enn er á lífi, og nú gipt Sveinhirni hús- manni Einarssyni í Arnardal. Guðmundur heitinn hafði legið mjög lengi í brjósttæringu, og leiddi sá sjúk- dómur hann loks til bana á bezta ald- ursskeiði, þar sem hann var að eins lítið yfir fertugt, er hann andaðist. Hann lætur eptir sig ekkju, Guðmund- \nu Magnúsdóttur að nafni, og varð þeim alls 11 bama auðið, og lifa átta. Gruðmundur sálugi var laginn formað- ur, er bjargaðist furðanlega, með sína miklu fjölskyldu, meðan heilsa hans ent- ist, og er því mikil eptirsjá að honum, frá jafn fjölmennum barnahóp. — Hann var skynsemdarmaður, og að mörgu v«l gefinn, og því almennt vel látinn af öll- um, er honum kynntust. 14. þ.£m. andaðist í Kaldaðarnesijjji Ár- nessýslu ungfrú d Guðrún |Sigurðardóttir, elzta bam Sigurðar sýslumanns Ólafsson- ar og frú Sigriðar konu hans. Guðrún sál. var að eins 19 ára að aldri, hún var að kunnugra sögn vel gefin til líkama og sálar, yndi og eptirlæti foreldra og annara vandamanna og ástsæl af öllum sem henni kynntust. Bessastöðum 29. maí. 1904. Veðrátta enn köld og óstöðug; þó hefir held- ur hrugðið til hlýju siðastliðna daga. Veitt prestaköll. Mvrdalsþing eru veitt síra Jes Gíslasyni í Eyvindarhólum. Mosfellsprestakall í Mosfellssveit síra Magn- úsi Þorsteinssyni presti í Landeyjaþingum. í kjöri um Stokkseyrarhrauð eru sira Zoph- om'as Halldórsson prófastur í Viðvík, síra Jónas Jónasson prófastur á Hrafnagili og síra Stefán M. Jónsson prestur á Auðkúlu. Landshanka-hðkari er skipaður Ólafur verzl- unarstjóri Davíðsson á Vopnafirði, í stað hr. Sighvats Biarnasonar. Um Isafjarðarsýslu sækja þeir sýslumennirn- ir: Gísli ísleifsson i Húnavatnssýslu ogMagnús Torfason í Rangárvallasýslu. Um Eyjaíjarðarsýslu og Akureyri er sagt að sótt hafi:- Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður Skaptfellinga, Jóhannes Jóhannesson hæjarfógeti á Seyðisfirði, Páll Einarsson sýslumaður í Gull- hringu og Kjósarsýslu og Lárus H. Bjarnason í Stykkishólmi. Giptingar. í Reykjavík giptu sig 17. þ. m. síra Bjarni Hjaltested og ungfrú St. Bentzen. 19. s. m. Björn Ólafsson augnlæknir og ungfrú Sigrún ísleifsdóttir og 20. s. m. Jón Jónsson sagnfræðingur og ungfrú Ingileif Snæhjarnar- dóttir. Til þeirra, sem neyta hins ekta Kina-lifs-elexirs. Með því að eg hefi komizt að því, að það em margir, sem efast um, að Kíua- lífselexír sé eins góður og hann var áður, er hér með leidd athygli að því, að hann er alveg eins, og látinn fyrir sama verð, sem fyr, sem er 1 kr. 50 a. glasið, og fæst alls staðar áíslandihjákaupmönnum. Ástæðan fyrir þvi, að hægt er að selja hann svona ódýrt, er sú, að flutt var býsna mikið af honum til Islands, áður en tollurinn gekk í gildi. Þeir, sem Kínalífselixírinn kaupa, eru beðnir rækilega fyrir, að líta eptir þvi sjálfs sín vegna, að þeir fái hinn ekta Kínalífselexir með einkennunum á mið- anum, Kínverja með glas í hendi, og firmanafnið Waldemar Petersen, Frede- rikshavn, og ofan á stútnum —í grænu lakki. Fáist ekki elixírinn hjá kaupmanni þeim, er þér skiptið við, eða sé sett upp á hann meira, en 1 kr. 50 a, eruð þér beðnir að skrifa mér um það á skrifstofu mína, Nyvei 16, Kobenhavn. Waldmiar Petersen Fre.de,rikshavn. er aCtió öen Seóste. PRENTSMIÐJA UJÓÐVILJANS. 90 þyrmilega, að Drage bjóst við kyrkingu þá og þegar. — Hann lokaði augunum í svip, og fann, að sér var slöngvað all-óvægilega til jarðar. „Hypjaðu þig frá augunum á mér“, mælti William, í.hásum róm, og skellti npp hurðinni. „Burt, eða jeg drep þig!“ Drage, sem varla mátti mæla, reyndi að skreiðast á íætur. „Jeg fer ekki úr herberginu“, mælti hann, og var nú ærið veikrómaður. „Sjáum til“, svaraði William, þreif hann upp, og slöngvaði honum út að dyrunum. Fallið var svo mikið, að Drage, sem alls eigi var hraustbyggður, hné í ómegin, en heyrði þó, að lyklinum var snúið í skráargatinu, áður en hann missti alveg með- vitundina. Þegar hann raknaði aptur úr rotinu, lá hann enn á sama stað. Herbergi William’s voru fremur afskekkt, og þar sem hann hatði bannað, að gera sér ónæði, hafði enginn komið, er gæti hjálpað Drage. Hann hafði enga hugmynd um, hve lengi hann hefði legið þarna; en þegar hann var nokkurn veginn raknaður við, fór hann að staulast ofan stigann. I forstofunni hitti hann Michael, er horfði mjög forviða á hann. „Er nokkuð að yður, herra minn?“ „Nei, alls ekkert! En hvar er hr. Kynsam?“ „Hann ók ný skeð til járnbrautarstöðvanna, hr. minn“. „Til járnbrautarstöðvanná!“ æpti Drage, og hljóp 91 til dyra, og sá William, og þjón einn, aka burt, og hverfa fyrir hornið, er hann kom út. „Hann er að fara til Lundúna, til þess að tala við Durrant, og skjóta honum undan!“ datt Drage þegar í hug. „Fer hr. Kynsam til Lundúna?“ spurði hann Michael. „Já, hr. minn“. „í kvöld?“ „Nei, hr. minn. Seinasta aimreiðin fer í dag kl. 4P, svo að hr. Kynsam getur eigi farið, fyr en með eimreiðinni, sem fer frá Barnstaple kl. 8x/9 f. h. í fyrra- málið“. „Gott“, muldraði Drage i barm sér, og var nú öllu ánægjulegri. „Jeg fer með sömu járnbrautarlest- inni“. 8. kapítuli. A veiðum. Það var eigi örðugt að gizka á það, að Kynsam færi til Lundúna, til þess að tala við Durrant. Hann gerði ráð fyrir, að Drage færi með hádegis- lestinni, eins og hann hafði sjálfur sagt, og gat hann þá eigi komið til Lundúna, fyr en kl. 7 um kvöldið, en Kynsam gat verið kominn þangað kl. 2J/2 e. h. „Hann ætlar að gjöra Durrant aðvart“, mælti Drage við sjálfan sig, „og koma svo aptur til Landy Oourt. Eina sönnunargagnið gegn honum er blóðbletturinn á erminni, sem hann lætur, sem kornið hafi af hundinum. Laglega upp hugsað, en stoðar hann þó eigi“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.