Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.06.1904, Blaðsíða 1
Yerð árgangsins (minnst
52 arkir) 3 kr. 50 awr.;
erlendis 4 kr. 50 aurog
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
ÞJOÐVILJINN.
-- I j ÁTJÁNDI ÁBflANSCE. =| .-
-f—RITST.TÓRI: SKÚLI THORODDSEN. í—
M 24.
Bessastöðum, 17. JÚNÍ.
Uppsögn skrifleg, ógild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar, og kaupandi
samhliða uppsögninni
horgi skuld sína fyrir
blaðið.
19 0 4.
Útlönd.
Helztu tíðindi, sem borizt hafa frá
útlöndum, með siðustu skipaferðum, eru
þessi:
Danmörk. Konungur hefir brugðið
sér til Gmunden, og ætlar að dvelja um
hrið hjá Þyri. dóttUr sinni, og hefir
Friðrik krónprinz því ríkisstjórnina á
hendi, meðan konungur er fjarverandi.
6. mai síðastl. var safnað samskotum
í Kaupmannahöfn til styrktar munaðar-
lausum börnum, og urðu samskotin þar,
á þessum eina degi, um 84 þús. króna,
og stendur til, að sams konar samskotum
verði safnað víðar í Danmörku, tii þess
að koma á fót ýmsum uppeldisstofnunum
fyrir munaðarlaus börn.
+ 26. mai andaðist dr. phil. Manicus,
er var ritstjóri Berlingatiðinda frá 1873—
’96, fæddur 1828.
Fundur var nýlega haldinn í Kaup-
mannahöfn, til þess að ræða um berkla-
veikina, og varnir gegn henni, og sótti
þann fund fjöldi merkra lækna úr ýms-
um löndum.
Frímerkjasafnarar hafa og áformað, að
halda fund í Kaupmannahöfn 19.— 22.
júní, og sækir þann fund margt frí-
merkjasafnara frá Norðurlöndum, og víð-
ar að.
I politíkinni er allt fremur hljótt hjá
Dönum, sem stendur; en svo er að heyra
á blaðinu „Politiken“, sem stjórnarfars-
breytingin, er Danir fengu 1901, hafi i
reyndinni orðið meiri í orði, en á borði.
Frakkland. 24. apríl heimsótti Lonbet
forseti Victor Emmamiél konung, og var
þá mikið um dýrðir í Rómaborg; en mjög
styggðist páfinn af því, að forsetinn heim-
sótti hann eigi jafn framt, og þótti það
gjört sér til óvirðingar, svo að jafn vel
var gert ráð fyrir því, að pafinn myndi
kveðja erindsreka sinn burt úr Parísar-
borg.
+ 3. mai síðastl. andaðist Dudaitx,
formaðar Pasteur-stofnunarinnar í París,
frægur fyrir ýmis konar efnarannsóknir.
í öndverðum maímánuði gerði Frakka-
stjórn landræka tvo rússneska „anarkista“,
er grunur lék á, að settir væru til höf-
uðs Nicolaj Kussakeisara.
Blaðið „Matin“ efndi ný skeð til
kappgöngu fyrir hermenn, og hafði André
hermálaráðherra veitt samþykki sitt til
kappgöngunnar, og bæði hann, lýðveld-
isforsetinn, og fleiri heiztu menn Frakka,
höfðu gefið ýmsa gripi til verðlauna fyr-
ir hermenn þá, er ötulastir göngumenn
reyndust; en með því að hiti var mikill,
er kappgangan fór fram, ofþreyttust ýms-
ir hermannanna, þó að vegalengdin væri
að eins um 6 mílur, svo að ýmsir voru
fluttir dauðvona á sjúkrahús, og einn dó
: samdægurs. — Út af þessu var gjörð
' fyrirspurn á þingi Frakka, og munaði
[ litlu, að það riði stjórninni að fullu; en
• hermálaráðlierrann kvað sig iðra þess, að
hafa veitt samþykki til kappgöngunnar,
og kvaðst eigi mundu veita slíkt leyfi
aptur, og sefuðust þá hugir manna, svo
að stjórnin fékk nokkurra atkvæða meiri
hluta, er til atkvæða var gengið.
Spánn. 26. april síðastl., er Maura,
forsætisráðherra Spánverja, var á ferð í
grennd við borgina Alicante, var skotið
á járnbrautarvagninn, er hann var í; en
hann sakaði ekki.
Nýlega vildi það slys til í grennd
við Tocina, i Sevilla-héraðinu, að kola-
náma hrundi saman, og biðu þar 63
verkamenn bana. —
ítalía. í borginni Mílano varð það
nýlega uppvist, að embættismenn póst-
stjórnarinnar höfðu stolið 6 milj. franka
rir póst.sjóði.
Fyrverandi kennslumálaráðherra Nasí,
er stolið hafði stórfé úr ríkissjóði, meðan
hann gegndi ráðherraembættinu, svosem
áður hefir verið getið um í blaði voru,
ætlaði að strjúka til Svissaralands, en
náðist 10. maí, og situr nú í varðhaldi.
20. júni þ. á. eru 600 ár liðin, siðan
hið heimsfræga skáld ítala, Francesco
Petrarca, fæddist í þorpinu Arezzio, og
hefir ríkissjóður í því skyni veitt 75 þús.
lira, til þess að reisa líkneski hans, og
25 þús., til þess að gefa út skrautútgáfu
af ritum hans. —
Austurríki—TJngverjaland. 26. apríl
siðastl. brunnu 200 hús í þorpinu Bucras,
svo 3 þús. manna voru húsnæðislausar.
Annar stórbruninn varð í þorpinu
Delatyn 19. maí, og brunnu þar einnig
nær 200 hús.
ý Dáið er ný skeð tónskáldið Anton
Dovrak, 62 ára að aldri. —
Þýzkaland. 10. maí gerðu 5 þús.
bakarar i Berlín verkfall, til þess að fá
breytingu á launakjörum sínum, og þótt
bakarar í Berlín séu alls um 10 þús.,
óttuðust þó rnargir, að brauðskortur yrði
í borginni, og sáu bakarameistararnir sér
því að lokum eigi annað fært, en að
ganga að kröfum bakaranna. og tóku þeir
þá aptur til vinnu sinnar.
f 6. mai andaðist i Munchen hinn
frægi málari Franz von Lenbach, 67 ára
að aldri, fæddur í Baiern 13. des. 1836.
30. s. m. andaðisb Frederich Vilhelm,
stórhertogi í Mecklenburg-Strelitz, 85 ára
að aldri, og hafði hann ráðið þar ríkjum,
síðan 1860.
Þjóðverjar hafa nú áformað að reisa
líkneski Theodor's Mommsen's, sagnfræð-
ings, fyrir framan háskólahúsið i Berlín,
og er áætlað, að likneskið muni kosta
um 80 þús. rígsmarka. —
Rússland. Nýlega var Nicolaj keisara
sýnt banatilræði sunnarlega á Rússlandi,
í grennd við borgina Kremtshow. járn-
brautin rifin þar upp á stóru svæði, og
vildi það keisara til lífs, að önnur járn-
brautarlest rann á undan og varð fyrir
hnjaskinu, og meiddist þar fjöldi manna.
Mjög mikil brögð eru nú að atvinnu-
leysi i ýmsum borgum á Bússlandi, svo
sem í Odessa, Warschau, o. fl. o. fl. borg-
um, svo að sums staðar vofir jafn vel
hungursneyð yfir. — Rán, og morð, eru
framin daglega, og yfir höfuð mesti ó-
stjórnarbragur á öllu, svo að búast má
við uppþotum hér og hvar í rikinu.
26. maí bárust þær voða fréttir frá
"Warschau, höfuðborginni í Pólverjalandi,
að 600 manna hafi verið hengdir þar, eptir
ráðstöfun yfirvatdanná, án þess noklmr
rannsókn fœri fram, eða dómur gengi, og
má nærri geta, að meðal þessara manna
hafi verið margt göfugra pólskra ættjarð-
arvina, er Rússastjórn hefir að líkindum
staðið stuggur af.
Það er sízt að furða, þó að margir
biðji Rússum bölbæna, og óski þess af
alhuga, að Japönum takist að jafna á
þeim duglega, ef ske kynni, að eitthvað
breyttist þá fremur til batnaðar á Rúss-
landi, svo að persónufrelsinu yrði þar
betur borgið, en nú er.
Balkanskaginn. Nú er mælt, að Pétur,
konuDgur í Serbíu, hafi áformað að láta
krýna sig seint í næstk. ágústmánuði.
Annars virðist hann eigi of sæll af
tigninni, þar sem sagan segir, að hann
njóti jafn vel eigi svefns um nætur, sak-
ir reimleika í konungshöllinni, þar sem
Alexander konungur, og Draga drottning,
voru myrt. —
Thibet. 25. maí átti Younghusband,
foringi Breta, orustu við Thibetsmenn í
grennd við borgina Gyangtse, og mættu
Bretar þar svo öflugri mótspyrnu, að
þeir sjá sér nú eigi annað fært, en að
senda 10 þús. hermanna frá Indlandi til
liðs við Younghusband, til þess að geta
haldið áfram leiðangrinum. —
Armenía. Nýjustu fregnir þaðan
segja, að tyrkneskir hermenn hafi í maí-
mánuði brennt þar 17 þorp, og framið
ýms hryðjuverk. —
Cochin-Chína. Þar varð hvirfilbylur
nýlega 5 þús. manna að bana, og olli
eignatjóni, er nemur mörgum milj. —
Austræni ófriðurinn. Af honum er
engra nýrra tíðinda að geta, síðan „Þjóðv.“
var siðast á ferðinni. — Japanar hafa að
sögn 100 þúsundir manna umhverfis
Port-Arthur, og er talið víst, að sú borg
fái ekki lengi varizt.