Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.06.1904, Blaðsíða 4
96
Þjóðviljin.n.
XVIII., 24.
veikinni. — Með „Lauru“ kom einnig ritstjóri
„Þjóðv.“, sem dvalið liefir á ísafirði um hríð.
•viii. ki i i in« « i iiKi<MiiiuiiiriMimi:iiiitiMfMiiiiiiiiir r m mi im iiniuiiii i i i 1.1 iMiuiiiiiiirirr'liil i mi' imn
DEJins og að uDdanförnu er gert við
hús- og vasa-klukkui á vinnustofu und-
ir ritaðs. — Þar fást einnig margar sort-
ir af húskl. og vasaúrum, úrval af
úrfestum —Brjóstnálum -—Skúf-
hólkum — plet- og silfur-skeiðum
— Termómeter — Barómeter og
fl. og fl.
Hvergi hægt að komast að betri kaup-
um á sömu vöru sortum, mót borgun út
í hönd.
ísaf. 31.—5.—’Ö4.
fjf. Jlristjánsson.
H5teensen’
CrSn ^
r-sb
er aftió ðen Seóste.
ir Nýjar förnr.
Með gufuskipinu _Laura“, sem vænt-
anlegt er til ísafjárðar 11. júní næstk.,
koma, meðal annars:
Kvennsjölin Krokknu, fleiri teg-
undir, Ijómandi faUeg. - Drengjapeys-
ur (vmsar stærðir). — Prjónaðir
barnakjólar, með löngum ermum.
— Ymsartegundir barnaleikfanga.
— Skáktöfl. — Album. — Jarð-
epli, o. m. fl.
Enn fremur er nýlega komið til verzl
unarinnar:
Stráhattar, fyrir telpur og drengi j
— Begnhlífar, fyrir konur og karla, s
einkar laglegar og haldgóðar. — Göng u- j
stafir, margar tegundir. — Glugga- j
hlífar (Jarlousíer). — o. fl. o. fl.
Einatt miklar birgðir af ýmis \
konar margbreyttri vefnaðarvóru, og ættu •
því aiiir að líta inn í nýju vefnaöar- j
vörubúöina, áður en þeir festa kaupin j
annars staðar, til þess að athuga þar j
verðlagið og vörugæðin.
Munið, að Haffl er hvergi selt !
jafn ódýrt.
Yfir höfuð er hvers konar verzlunar-
vara, nefnd og ónefnd, seld við lágu
verði, gegn borgun út i hönd.
ísafirði 31. maí 1904.
Virðingarfyllst.
Magnus Ólafsson.
Lítiö at
Eptir að „Laura“ er komin 11. júni
n. k. fást eptir fylgjandi vörur hjá undir
rituðum, inót borgun út í hÖDd, en ekk-
ert lánað:
Perðakoffort — Dyramottur — Smíða-
tól — Regnkápur — Reyk- munn- og
nef-tóbak — Vindlar, óhej'rt verðlágir
eptir gæðum — Peningabuddur — Höf-
uðföt — Gramophonar -— Saumavélar —
Vasahnífar — Skegghnífar —• Stór og
smá Skœri — Skápskilti, fleiri sortir —
Bandmál — Skeggkústar — Blýantar —
Stofuskrár og Húnar — Kranar"— Skeiða-
hnífar (Dolkar) — Chocolade — Hatta-
snagar — (Pakkalitir — Gerpulver —
Handsápur -- Tommustokkar —(Taublákka
— Thesíur — Saumur 2"—4” — Spegl-
ar og m. m. tí.
Einnig kemur töluvert af álna-
vöru, þar á meðal afpassað í Karlm.-
föt — Herðaklútar — Slipsi — jSjöl úr
alull — Karlmanna nærföt, og fl. og fl.,
sem oflangt yrði upp"að telja.
Með næstu ferðurn kemur ávallt
til viðbótar, af svipuðum tegundum, og
ýmislegt nýtt, svo sem niðursoðið t. d.
Mjólk — Két — Ávextir — Sardínur og
fl., og verður þetta allt selt svo verðlágt,
að það geti staðist alla skynsamlega sam-
keppni.
Virðingarfyllst.
ísaf. 31.—5.-’04.
S. A. Kristjánsson.
PRBNTSMIÐJA PJÓÐVILJANS.
98
„Hér er lýsingin“, mælti pilturinn, og færði fing-
urinn niður eptir blaðinu:
„Hringurinn helgi er úr silfri, og settur rúbínum;
en demantar, með krossi úr safírum, eru þar yfir, sem
flísin úr krossi Krists er undir“.
„Það er nóg“, greip Drage fram í. Mér þykir
gaman, að hafa heyrt lýsingu hringsins helgau.
„Hví þykir yður gaman að því?“
„Af því að sagan er svo skemmtileg“, svaraði
Drage. „En hvenær lét húsbóndi yðar yður fara að
rita þetta?“
„í gær“.
„Handa manni í Ameríku?“ spurði Drage.
„ Já, hr. minn. Hann vill fá að vita allt, er hring-
inn snertir“.
„Er hringurinn í vörzlum húsbónda yðar?“
„Það er mér ókuDnugt“, svaraði pilturinn, sem fóru
nú að þykja spurningar þessar grunsamar. nJeg befi
aldrei séð hann“.
Drage sneri sér undan og brosti mjög ánægjulega,
því að honum þótti nú sýnt, að ferð sín yrði eigi til
ónýtis.
Honum virtist nú ljóst, hvernig í öllu lægi. Durr-
ant hafði myrt Píers lávarð, en Kynsam komið að hon-
um, og —
„Nei svona getur það þó eigi hafa atvikazt“, mælti
Drage við sjálfan sig. „Kynsam hefði ljóstrað upp um
hann, til að losna við hann, sem skuldheimtumann, þvi
að jeg er sannfærður um að hann hefir verið í afleitum
peningakröggum, en Durrant hefir boðið að gefa eptir
skuldina, ef hann útvegaði honum hringinn.
99
Jeg ímynda mér eigi að hann hafi drepið Píors
lávarð af á settu ráði, heldur hefir hann farið inn í bóka-
herbergið, til að stela hringnum, en þá hefir Piers lá-
varður komið að, og þá hefir morðið verið framið.
Kynsam hefir svo fengið Durrant hringinn og lát-
ið hann fara, áður en honum var kunnugt urn morðið.
Yitnisburður gestgjafans sýnir, að Durrant var ó-
kunnugt um það.
En Kynsam hefir vænst þess, að Durrant seldi hring-
inn, áður en lögregluliðið vissi af, og hefir nú farið, til
að aðvara Durrant, eða skjóta hringnum undan.
Sjálfsagt neita þeir öllu, en sakir þvættingsins í
stráknum, sleppa þeir ekki.
Meðan Drage var að hugsa um þetta íór pilturinn
til dyra, til að vita, hver barið hefði og sætti Drage
þá færi, stökk að skrifborðinu, greip handrit Durrant’s,
stakk þvi i brjóstvasa sinn, og gekk svo að hurðinni,
er greiddi leið að helgidómi Durrant’s.
„Nú ertu á minu valdi, hr. Durrant“, mælti hann,
er hann greip um hurðarhúninn. „Nú getið þér logið
eins og þér viljið; en eigÍDhandarrit yðar talar þó
glöggast“,
Hann heyrði mannamál þar inni, en gat eigi greint
orðaskil.
Hver stundin var dýrmæt, því að saknaði piltur-
inn bandritsins, þá myndi hann strax gera viðvart, og
gat þá verið, að Durrant og Kynsam gæti komizt undan.
Drage þótti leitt, að hann hafði eigi heimild til
þess, að taka þá þegar fasta, þar sem hann hafði áður
brostið nægar sannanir til þess, að beiðast slikrar heim-
ildar.