Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1904, Síða 3
XVIIj., 25.
ÞjÓB’VILJINN.
99
þeim, sem meira láta yfir sér, enda þó hann
yrði með fiokkshræðrum sínum í minni hluta,
en það er alkunnugt. hvernig sá sigur var
tilfenginn, þeirra sem urðu í meiri hluta. Eyj-
ólfur fylgdi vei timanum; hann las þau hlöð,
sem einarðlegast studdu framsóknarflokkinn, og
hann skildi vel hvað rétt og satt var, frá því
ranga og ósanna.
Það hafa þótt tíðindi hér, að um þessa daga
Eafa verið hér á ferð tveir menn frá Armeníu,
að leita samskota handa nauðlíðandi mönnum,
sem orðið hafa fyrir hörmulegri meðferð Tvrkja.
Margir þeir sem orðið hafa á vegi þeirra, hafa
rétt þeim hróðurlega vinarhönd, og sumir örlát-
lega eptir efnum, enda er það steinhjarta, sem
ekki viknar, þegar slíkar hörmungar heyrast.
Það eru að eins stórvelda-stjórnendur Norður-
álfunnar, sem geta sofið vært á heði svívirðing-
arinnar, meðan slík hlóðhöð eru framin, — en
öllum öðrum ofbýður, enda er það skaplegt, að
því hærri sem völdin eru, því meiri er opt þræl-
mennskan11.
sinni og 'tvö börn þeirra. Lifir nú að
eins eptir Benedikt sonur þeirra, er nú
býr á Setbergi og Gruðrún sál. hafði dval-
ið hjá hin síðustu ár sin.
Þótt hún væri orðin blind síðustu 10
árin, bar hún það með þolinmæði og
stilling. Mun vera leitun á annari eins
hógværðar og stillingarkonu, þótt kjör
hennar væru opt og einatt erfið. Sakna
hennar allir, sem þekktu, og þykjast þar
eiga á bak að sjá einhverri beztu og
vönduðustu húsmóður og guðhræddustu
og ástríkustu móður. L.
21. maí síðastl. andaðist enn fremur
að Möðruvöllum í Hörgárdal ekkjan Jór-
unn Magnúsdóttir, 74 ára að aldri. — Hún
dó í svefni. — Meðal barna hennar er
frú Steimmn Frímannsdóttir, kona Stefáns
kennara Stefánssonar á Möðruvöllum.
Mannalát.
28. dag febrúarm. 1904 lézt að heim-
ili sínu, Setbergi á Skógarströnd, merk-
iskonan Gudriin Vflrnharðsdóttir, prests
Þorkelssonar í Hitarnesi, og konu hans
Ragnheiðar Einarsdóttur. G-uðrún sál.
var fædd að Nesi í Aðalreykjadal og flutt-
ist vestur með foreldrum sinum ung að
aldri. Hún var fædd 1. ág. 1821. Hún
eignaðist son áður en hún giptist, Jó-
hannes Vigfússon, er lærði prentaraiðn
og dvaldi um hríð í Reykjavík og á Isa-
firði, en er nú í Vesturheimi. Um 1850
giptist Gruðrún sál. Birni Magnússyni,
alkunnum hagleiksmanni og gullsmið, er
bjó á Narfeyri. Þau áttu saman 8 börn.
Björn var dáinn löngu á undan konu
Bessastöðum 22. júní 1904.
Tíðarl'ar. Siðan „Þjöðv.“ var síðast á ferð-
inni, hafa haldizt þurrviðri, og sólbjal-tir dagar,
en þó optast kaldur norðan-andi, er sólar ekki
nýtur.
Póstg'ui'uskipið „Laura11 lagði af stað frá Reykja-
vík til útlanda 17. þ. m. -- Meðal farþegja, er
með skipinu fóru, voru: cand. med. Þorvaldur
Pálsson, ungfrú Baufey Vilhjálmsdóttir (trá Rauð-
ará), frú M. Lund (lyfsala), ýmsir Ameríkufarar
úr Mýrarsýslu, o. fl.
ý 12. júní andaðist i Reykjavík Ðaníel Símon-
arson söðlasmiður, nær 66 ára að aldri, fæddur
í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi 6. júlí 1838.
Ekkja hans er Kristbjörg Helgadóttir, systir Jón-
asar sál. organista, og eiga þau hjónin eina upp-
komna dóttur á lifi, Ghiðrúnn að nafni, sem nú
dvelut- erlendis.
S. d, andaðist enn fremur í Reykjavík, eptir
fárra daga legu i lungnabólgu, Þorsteinn Narfa-
son, fyrrum bóndi að Brú í Biskupstungum, nær
74 ára að aldri, fæddur 31. júlí 1830. — Meðal
harna hans eru þeir Hannes ritstjóri Þm-steins-
son og stúdent Þorsteinn Þorsteinsson í Kaup-
mannahöfn.
Dæmdur botnverpingur strokinn. 14. þ. m., er
sýslumaður Páll Einarsson var staddur i verzl-
unarstaðnum Keflavík, á manntalsþingaferðum,
lá enskur botnverpingur þar á höfninni, sökk-
hlaðinn af fiski, og albúinn til heimferðar; en.
með því að sýslumanni hafði nokkru áður hor-
izt kæra frá tveim mönnum í Leirunni, er höfðu
séð botnverping þenna vera að hotnvörpuveiðum
í landhelgi, hrá sýslumaður sér þegar út í hotn-
vörpuskipið, tók skipstjórann í land með sér,
og höfðaði mál gegn honum, og með því að lög-
fullar sannanir fongust um brotið, þrátt fyrir
neitun skipstjóra, var hann dæmdur í 1800
króna sekt, og afli og veiðarfæri gert upptækt.
Varðskipið „Hekla“ var statt í Reykjavík um
þessar mundir, eg með aðstoð þess var „trawl-
arinn“ fluttur til Hafnarfjarðar, og setti sýslu-
maður þar fjóra menn, íslenzka, út í skipið, til
þess að hafa þar vörzlu, með því að danska
herskipið þóttist ekki hafa tíma til þess, að bíða
þar, unz málinu væri lokið.
Lá nú botnvörpuveiðaskipið nokkra daga í
Hafnarfirði, og átti að skipa aflanum i land 20.
þ. m , en skipstjóri hrá sér til Reykjavíkur, og
lézt mundi áfrýja dómnum, sem auðvitað var
þýðingarlaust, og að líkindum að eins fyrirslátt-
ur. —- En aðfaranóttina 19. þ. m. gera skips-
mennirnir á hotnvörpuskipinu sér lítið fyrir,
stela hriplekum, og áralausum, pramma í landi,
slá hring um varðmenn sýslumannsins, létta at-
kerum í snatri, og neyða síðan varðmennina, til
að fara ofan í prammann, er skipið var komið
nokkuð út á fjörðinn, og náðu þeir iandi i Hafn-
arfirði við illan leik, vöktu sýslumann upp, og
sögðu honum, hvar komið var.
Sýslumaður hrá þá við, og hélt þegar inn í
Reykjavík um nóttina, ef ske kynni, að skip-
stjórinn á botnvörpuveiðaskipinu væri þar enn,
og næðist; en hann var þá allur horfinn, og
104
„Er þetta ekki satt?u mælti hann enn fremur, og
leit til Durrant’s
„Alveg réttu, svaraði Durrant lágt. „Jeg vildi
kaupa hringinn handa amerískum milljóna-eiganda, er
hét niér tíu þúsundum sterlingspunda fyrir hann; en Piers
lávarður vildi ekki selja hann“.
„Ekki þáu, mælti William, „af því að Líonel, frændi
minn, var staddur í herberginu, og honum þótti ekki
hlýða, að selja slíkan ættar-helgidóm. Jeg fór svo upp.
til að hátta, en gat ekki sofnað, vegna áhyggja minna,
og með því að jeg vissi, að Píers lávarður var enn á
fótum, í bókaherbergina. þá ásetti eg mór, að ná tali
hans, skýra honum frá vandræðum mínum, og beiðasb
hjáipar hansu.
„Hvers vegna gjörðuð þér það eigi fyr?“ spurði
Drage.
„Af þvi að lávarðurinn hafði bundið samþykki sitt,
að því er snerti trúlofun mína og dóttur hans, því skil-
yrði, að jeg væri skuldlaus, og það var jeg reyndar þá,
þó að hiekkir vinar mins kæmu mér síðar í vandræði".
„Jeg skil það. Haldið þér áfram hr. Kynsamu.
„Jeg taldi nú snjallast, að leita á náðir hans, þar
sem jeg var í raun og veru saklaus, og hafði eigi sóað
peningunum.
Með þessum ásetningi fór jeg ofan i bókaherbergið,
og hitti lávarðinn þar.
Hann var að virða hringiun fyrir sér, þvi að sira
Ching hafði skilið hann þar eptir.
Hann hlýddi á játningu rnína, og skýrði mér þá
frá nokkru, sem gerði mig forviðau.
„Hvað var það?“ spurði Drage forvitnislega.
101
Durrant varð afar-vandræðalegur, og horfði ýmist
á Drage, eða William, því að hann skildi ekkert i því,
er fram fór.
Af andliti Kynsam’s, sem var náfólt, réð hann þó,
að eitthvað væri öðruvísi, en vera átti.
„Jeg skil ekki — mér er óljóst —mælti hann
vandræðalega. „Hvað er . . .? Hr. Kynsam, segið, fyrir
alla rnuni, hvað þetta á að þýðau.
William hrissti höfuðið, og benti á Drage, er tókst
á hendur, að skýra málið.
„Það þýðir það, að Píers lávarður hefir verið myrtur“.
„Myrtur?“
„Já, vegna hringsins þess arna, og jeg er kominn
hingað, til þess að taka hr. Kynsam fastan, sem valdan
að glæpnum, og yður, sem samsekan“.
Durrant skildi enn naumast til hlýtar, hvað um
var að vera, en hné niður á stól, og horfði fram undan
sór, sljór og hugsunarlítill.
Kynsam spratt á hinn bóginn á fætur, og mælti:
„Jeg er saklaus; jeg hefi ékki myrt frænda minn“.
„En hvernig er hringurinn þá í yðar vörzlur kom-
inn ?“
Aður en William gæti svarað, spratt Durrant á fæt-
ur, og var geðshræring hans svo áköf, að hann gat ekki
talað í réttu samanhengi.
„Píers lávarður dauður!“ æpti hann. „Myrtur! —
hringurinn! — Jeg veit ekkert — heyri fyrst núna um
morðið“.
„Bin hringurinn?u mælti Drage.
„Hann hefi jeg fengið hjá hr. Kynsarn. — Þér getið