Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.06.1904, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.06.1904, Blaðsíða 3
XVIL.. 26. ÞjÓBTILJINtí ‘ 103 Væntanlega bítur þjóðin ekki á öng- ulinn. Mannalát. Það hefir clregizt helzt til leDgi, að geta fráfalls einnar þeirrar konu, sem andast hefir á næstliðnu ári, en sem full- komlega hafði til þess unnið, að nafni hennar og minningu væri á lopti haldið, en það var húsfrú Kristjana Jöhannes- döttir. Foreldrar hennar voru Jóhannes bóndi á Heydal í Vatnsfjarðarsveit, Hall- dórsson, bónda á Látrum við Mjóafjörð, Eiríkssonar, það var kölluð Látraætt, og er hún mjög íjölmenn, móðir Kristjönu, og kona Jókannesar, var Kristín, dóttir Jóns yngra, sýslumanns í ísafjarðarsýslu, Arnórssonar, (um Jón sýslumann konu hans og börn, má lesa i sýslumannaæfum Boga stúdents Benediktssonar, ‘2. bindi bls. 240—242.). Þau Jóhannes og Kristín áttu saman 5 börn, sem uppkomust, og var Kristjana eitt þeirra. Hún var fædd í Reykjarfirði í Vatusfjarðarsveit 6. des- -ember 1823, og ólst hún þar upp hjá foreldrum sínum, þar til hún var 5 ára gömul, að þau fluttu að Heydal i sömu sveit, og þar var hún til þess hún var 16 ára, að hún fór til merkishjónanna Einars bónda Jónssonar i Ogri, og konu hans Þuríðar Þiðriksdóttur. Þar var hún, þar til hún árið 1842 giptist eptirlifandi manni sinum, Guðmundi G-uðmundssyni. — Vorið 1848 fluttu þau hjón að Tröð í Alptafirði (í Súðavikurhrepp), og voru þar í vinnumennsku 1 ár. Þar næst ------».y'l- --— . — fóru þau að Heydal, og voru þar vinnu- hjú í 5 ár, hjá Jens bónda albróður Kristjönu, en vorið 1849 byrjuðu þau hjón búskap á Eyri í Mjóafirði í Vatns- fjarðarsveit, og bjuggu þau góðu búi um 30 ár, var G-uðmundur maður kennar í heldri bænda röð, og um nokkra stund hreppstjóri. Þau hjón voru í kjónabandi 61 .ár, en síðustu árin voru þau ekki að samvistum, því Guðmundur varð blindur og kararmaður hjá dóttur sinni i Hey- dal, en KristjaDa var hin síðustu 18 ár æfi sinnar hjá annari dóttur þeirra hjóna og manni hennar, og hjá þeim hjónum andaðist hún í Þernuvík í Vatnsfjarðar- sveit þann 23. ágúst 1903 á 80. aldurs- ári. Þeim hjónum Guðmundi og Krist- jönu varð auðið 9 barna, þar af dóu 3 í æsku, en 3 lifðu móður sína. l.Jóhann- es, verzlunarmaður á Isafirði, kvæntur Sigríði Bjarnadóttur. 2. Guðrún, kona Runólfs bónda í Heydal, Jónssonar frá Eyri í Isafirði, Auðunssonar prests á Stóruvöllum (ý 8. ág. 1817) Jónssonar. — 3. Vaigerður, kona Ebenezers bónda Ebenezerssonar; hjá þeim hjónum andað- ist Kristjana. Hún var sannkölluð ágætiskona, þrek- mikil og skörugleg, og stóð í stöðu sinni með ráðsnilld og prýði, einkar hjálpfús við alla, sem bágt áttu, og leitaði ekki ráða annara hvað gjöra skyldi i þeim éfnum. Hún sá þau sjálf bæði fljótt og vel, enda bætti hún tíðuin úr bágindum annara með hlífðarlausri góðsemi, svo hægri höndin vissi lítið hvað sú vinstri gerði. Hún naut stakrar virðingar og hylli allra, sem áttu þvi láDÍ að fagna, að hafa einhver kynni af henni, ekki einungis hinna mannvænlegu barna sinna, sem áttu svo góða og ástríka móður, heldur og allra hinna mörgu, sem orð hennar og athafnir höfðu svo tíðurn náð til, með kærleikans fegurstu áhrifum. Hefðarkona, hafðu beztu þökk, fyrir lífsstarf langrar æfi þinnar, liknarverkin sannrar kvennprýðinnar, nú þín minnast margra hjörtu klökk. Farðu blessuð, fyrir góðverk þin laun þú tekur lífs í sölum fríðum; líf þitt prýddist kærleiks anda blíðum, minning þin með skrauti heiðurs skín. S. Gr. B 16. júni síðastl. andaðist Tómas Helga- son, héraðslæknir í Mýrdalslæknishéraði i Vestur-Skaptafellssýslu. — Hann var fæddur i Görðum á Alptanesi 8. júní 1863, og voru foreldrar hans: síra Hétgi Hálf- dánarson, er þá var prestur að Görðum, en síðar forstöðumaður prestaskólans (f 1894), og kona hans Þórhildur Tónias- dóttir, prests Sæmundssonar, sem enn er á lífi, og hefir nú á einu ári átt þrem börnum sínum á bak að sjá. Tómas sálugi tók stúdentspróf 1884, og lauk embættisprófi á læknaskólanum 1888. en var síðan erlendis um hríð, og lagði þá einkuin stund á það, að kynna sér eyrna- og nef-sjúkdóma. — Hann var nokkur ár héraðslæknir i Barðastrandar- sýslu, og sat á Patreksfirði, en fékk lausn frá embætti, sakir vanheilsu. — Þó batn- aði heilsa hans ögn um stund, og varð 108 um með járnbrautarlestinni. er fór þaðan seinni part dagsins. 10. kapí tuli. Snörp yfirhegrsla. Meðan þeir voru á leiðinni, með eimreiðinni, hélt Drage áfram, að spyrja William spjörunum úr. Hann hatði næg gögn í höndum, til þess að láta daka hann fastan, en hikaði þó, því að hann var í aðra röndina viðkvæmur maður, og vildi þvi eigi beita strang- leik laganna, fyr en eigi yrði hjá því komizt. Enda þótt gögn væru ærin gegn Kynsam, var vörn hans þó eigi ósennileg, og Durrant bar saman við hann að öllu leyti, svo að Drage vildi eigi hlaupa á sig að neinu leyti. En kynlegast þótti Drage sú fullyrðing William’s, að Píers lávarður hefði verið í peningaþröng, þar sem hann hafði jafnan heyrt hans getið, sem stór-auðugs manns. Hann hugsaði sér því, að rannsaka þetta atriði betur, og leita upplýsinga um það, annað hvort hjá Lionel, eða hjá málfærslumanni Piers sáluga lávarðar. „Þér þurfið alls eigi að svara öllum spurningum mínum“, mælti Drage við William, er þeir lögðu af stað frá Paddington-járnbrautarstöðinni, „Jeg hefi eng- an rétt til þess, að vera mjög nærgöngull við yður, en sjálfs yðar vegna, þá er það þó hyggilegast, að gefa mér allar upplýsingar, sem yður er auðið, og skal jeg þá liðsinna yður á allar lundir“. „Ætlið þór að láta taka mig fastan?“ 105 „Að hann væri i miklum skuldum“, mælti William. „Jeg hafði einatt álitið hann mjög ríkan mann, en eptir skýrslu hans. hvíldu svo miklar skuldir á Landy Court, að ef renturnar yrðu eigi borgaðar bráðlega, kvað hann fjárnám mundu fram fara“. „Til hvers hafði hann eytt peningunum?“ spurði Drage. „Það get eg eigi sagt yður“, svaraði William, „þvi að hann neitaði að segja mér það/ en á hinn bóginn kvaðst hann telja réttast, að selja Durrant hringinn fyrir 5 þús. sterlingspunda". „Já“, tók Durrant fram í „þá upphæð bauð jeg“. „Eins og eðlilegt var, vildi Píers lávarður, að þetta færi algjörlega leynt, svo að hvorki Líonel, eða síra Ching, fengju vitneskju um það, og beiddi hann mig því, að fá Durrant hringinn, og koma honum af stað fyrir dögun“. „Hvers vegna fýrir dögun?“ „Af þvi að hann var hræddur um, að Durrant kynni ■ella að minnast á hringinn, svo að sira Ching fengi vitueskju um söiuna“ „Hann hefði átt að treysta mér betur“, muldraði Durrant, „og hefðu þá allir verið lausir við þessi óþæg- indi, því að jeg segi aldrei frá viðskiptum manna við mig“. „Það var yfirsjón, það játa jeg“, svaraði William, „en jeg varð að haga mér, svo sem lávarðurinn vildi. Hann fókk mér hringinn, og fór jeg með hann upp i herbergi mitt, til þess að selja hann um morguninn, svo sem um talað var“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.