Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.06.1904, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.06.1904, Blaðsíða 1
Terfí árgangsins (mmnst 52 arkir) 3 hr. 50 aur.; trlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku (loll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. - 1=^ ÁTJÁNDI ÁE8AN8ÍS. =|=====- -s-RITST.TÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =Ibo^—?— ZJppsögn skrifteg, ógild nema kcmin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliöa uppsögninni horgi skuld sína fyrir blaöiö. M 26. Bessastöðum, 27. júní. 19 0 4. Útlönd. Helztu tíðindi frá útlöndum eru þau, er uú skal greina: Bretland. 3. júní voru hátíðahöld mikil víða í hrezka ríkinu í minningu þess, að þá voru liðin 100 ár, síðan Eichard Cohden fæddist (f. 1804, dáinn 1865). Honum eiga Bretar það einkum að þakka, að korntollurinn var úr lögum numinn 1846, enda virtu Bretar þá starf- semi hans svo mikils, að þjóðin skaut saman 75 þús. sterlingspunda, sem heið- ursgjöf handa honum. — Hann er með réttu talinn faðir fríhöndlunar-stefnunnar á Bretlandi, og hefir því þessi aldarminn- ing drjúgum stutt að því, að snúa hug- um manna gegn tollverndar-kenningum Chamberlain’s, enda hefir framsóknarflokk- urinn eigi sparað, að blása að þeim kol- unum. Frakkland. Rannsóknum í Dreyfus- málinu er enn haldið áfram, og hefir það gjörzt sögulegast, að embættismaður í hermálaráðaneytinu, d’Autriche að nafni, var nýlega tekinn fastur, og voru þau atvik til þess, að Athalin, dómari í ónýt- ingardómstólnum, er þurfti að leita sér einhverra upplýsinga um Dreyfusmálið í skjalasafni hermálaráðaneytisins, sótti svo að d’Autriche, að hann var að skafa ým- islegt út í bókum sinum, og er Athalin spurði hann, hverju þetta sætti, svaraði d’Autriche, sem ekki þekkti dómarann, að hann ætti að mæta, sem vitni í Dreyfusmálinu, og yrði því aðsjáum, að embættisbókum sínum bæri saman við j framburð sinn. — Dómaranum þótti þetta , sóttu þann fund fulltrúar kvennfélaga í flest-um menntalöndum heimsins; en am- erisk frir, 84 ára að aldri, Susan B. Ant- ony að nafni, stýrði fundinum. Á fundi þessum var stofnað alheimsfélag, til að styðja að þvi, að konur fái hvívetna jafn- an kosningarétt, sem karlmenn. 3. júní brunnu 24 bændabýli til kaldra kola í þorpinu Priemhausen. 27. maí síðastl. gekk ákaft haglél í Wiirtemberg, og olli þar all-miklum skemmdum. I einu af borgarsýkjunum í Berlín fannst 3. júní kvennlík í poka, höfuð- og útlima-laust, og hefir lögreglunni enn eigi tekizt, að komast eptir því, hver þenna voða-glæp hefir framið. — Spánn. 6. júní var ákaft haglél í Madríd, höfuðborg Spánar, og voru hagl- kornin á stærð við dúfna-egg, svo að engum manni var líft úti. en urðu að kúra inni í húsum. ítalía. Þar varð ný skeð uppvístum 800 þús. franka sjóðþurrð hjá embættis- manni einum í Neapel, og eru ýms þess konar fjársvik ekki ótíð þar í landi. — Belgía. Þar fóru fram þingkosningar síðustu dagana í maímánuði, og sigraði kaþólski (apturhalds-) flokkurinn, þó að atkvæðamagn hans sé nú nokkru minna á þingi, en fyr. — Austurríki. 30. maí til 7. júní gengu um 40 þús. húsasmiða atvinnulausir í Vínarborg, höfðu krafizt hærri daglauna, en atvinnuveitendur svöruðu á þann hátt, að þeir létu hætta allri vinnu um hríð („]ock-out“). — Eptir rúma viku tókst þó loks að miðla málum, enda hafði þá kynlegt, sem von var, og var d’Autriche •, vinnuteppan bakað báðum málsaðilum því tekinn fastur, og sást þá, að útskafn- ingarnar lutu að ýmsum útborgunum, er áttn sér stað í ágústmánuði 1899, sömu dagana, er herrétturinn í Rennes fjallaði um Dreyfusmálið, og er talið víst, aðhér sé um ýmsar upphæðir að ræða, er not- aðar hafa verið, til að múta vitnum. 2. júní brutust 2 þús. karla og kvenna inn í kirkju eina í Toulon, brutu þar dýrðlingamyndir o, f 1., og var orsökin sú, að prestur hafði neitað, að taka ýms börn til altaris, er sungið höfðu uppreisn- arsöngva á skemmtiför einni. — Að lok- um varð lögregluliðið að skakka leikinn; en presti, og djákna, vildi það til lífs, að þeir földu sig, og fundust ekki. 7. júní voru hátíðahöld í Rouen í minningu þess, *að þá voru 1000 ár liðin, siðan Oöngu-Hrölfur tók að brjótast þar til valda í Normandíinu, og varð hann þar hertogi 912, og fylkið síðan lengi sjálfu sér ráðandi. — Þýzkaland. 3. júní hófst í Berlin fundur um kosningarrétt kvenna, og afar-mikið fjártjón. t 4. júní andaðist í Gmunden prins- essa Mary, systir Cumberlands-hertogans, fædd 1849, og varð því minna úr ýms- um veizlum, og hátíðahöldum, en ætlað var, er hertoginn gipti Friedrich Franz, hertoga í Mecklenburg, Alex'óndru, dóttur sína, 7. júni, svo sem áformað hafði verið. Balkanskaginn. Allt er nú fremur friðsamlegt í Makedoníu, og ýmsir flótta- manna sem óðast að hverfa þangað heim | aptur; tregt gengur þó erindsrekum | Rússa og Austurríkismanna, að koma á umbótum þeim, er í ráði eru, og veldur því einkum fjárskortur Tyrkja, þar sem þeir geta eigi lagt fram fé, til þess að reisa úr rústum ýmsar byggingar, og býli, er eyðilögðust, meðan uppreisnin stóð yfir. — Snemma á þessu ári greip Tyrkja- soldán til þess óyndisúrræðis, að hann gaf út tilskipun („írade“), er lækkaði laun allra embættismanna um 15% frá 1. marz þ. á., en þrátt fyrir þetta er enn sama tóma-hljóðið í fjárhirzlum soldáns, og ráð- gerir hann því, að biðja Rússa og Aust- urríkismenn, að lána sér peninga, ef þeir vilji, að hann reyni að gera alvöru úr því, að koma á áskildam umbótum í Makedoníu. I Serbíu varð ný skeð uppvíst um samsæri í borginni Nisch, er stefndi að því, að hegna konungsmorðingjunum. en það þorir Pétur konungur alls eigi. 11. júní lét NataJía drottning, ekkja Mílan’s konungs, syngja sálnamessu fyrir Alexander, son sinn, og Drögu drottningu, því að þann dag voru þau myrt i fyrra. Bandaríkin. 29. maí síðastl. kvikn- aði í járnbrautarstöðinni í Dalaware, og er skaðinn metinn um 5 milj. dollara. 30. maí skaut Maclanes, borgarstjóri í Baltímore, sjálfan sig til bana, hafði beðið afar-mikið fjártjón við eldsvoða. — Hann var kvæntur fyrir að eins hálfum mánuði. Seint í maí varð ákafur eldsvoði í borginni Jazoo í Missísippí-ríki, og brann þar pósthúsið, ráðhúsið, og fjöldi annara stórhýsa. 6. júní hlutu 16 menn bana, en 9 urðu sárir, af „dynamit“-sprengingu við Independance-járnbrautarstöðina í Col- orado. Bandamenn hafa enn hert ákvæðin, að því er innflytjendur snertir, og fær nú enginn innflytjandi að stíga þar á land, þótt til ættingja fari, nema hann eigi 10 dollara, auk fargjalds til þess staðar í Bandarikjunum, er hann ætlar til. Auðmaðurinn Andrew Carnegie hefir nýlega gefið háskóla í Gautaborg 10 þús- undir sterlingspunda, er einkum á að verja til þess, að koma á fót háskóla- kennaraembætti í enskri tungu. — Suður-Afríka. Demantsnámur hafa ný skeð fundizt í grennd við Griquatown, og eru þær taldar mjög mikils virði. — Norður-Afríka. Ræningjaforingi einn í Marocco hefir nýlega í borginni Tang- er numið brott tvo ameríska borgara, og hótar að drepa þá, nema hann fái afar- hátt lausnargjald. Stjórn Bandamanna hefir því sent tvö herskip til Marocco, og krefjast þess, að soldán greiði þegar lausnargjaldið, eða sjái um, að mönnunum sé tafarlaust sleppt. xir haldi, og hefir soldán heitið góðu um greiðslu gjaldsins, en orðið þó dráttur á, svo að Bandamenn höfðu 8. júní skipað nokkru herliði á land í Ma- rocco, til að herða á kröfum sínum. — Lengra ná þessar fréttir enn ekki. — Armenía. Þar er enn róstusamt, sem fyr, og hafa ýms þorp nýlega verið lögð þar í eyði, og margir íbúar verið drepn- ir, jafnt konur, sem karlar, börn, sem

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.