Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.06.1904, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.06.1904, Blaðsíða 4
104 ÞjÓSVILjíKN. XYin., 26. haDn þá læknir í Mýrdalshéraðinu, on veikindi hans (tæring) ágerðust þá brátt aptur, og leiddu hann loks til bana. Tómas sálugi var fjörmaður mikill og gleðimaður, hreinn og djarfur í lund og góðum hæfilegleikum gæddur, sem því miður gætti þó minna, en æskilegt hefði verið, sakir vanheilsu hans, og svo hins, að hann fór eigi svo vel með sig, sem skyldi. Hann var kvæntur Sigríði, dóttur Theill’s, fyrrum kaupmanns og veitinga- manns í Stykkishólmi, og lifir hún mann sinn. Bessastöðum 27. júní 1904. Veðráttan er einatt mjög hagstað, daglega hreinviðri og sólskin, en þó sjaldan veruleg hlýindi, er sólar eigi nýtur. Þýzkt herskip kom til Reykjavíkur 22. þ. m., sama herskipið, er kom hér í fyrra. — Consúll D. Thomsm er orðinn riddari þýzku krónuorð- unnar. f 20. þ. m. andaðist í Reykjavík ekkjufrú Sylvía Níelsína Thorgrímsen, fædd 22. júlí 1819, og dó hún úr krabbameini, eptir langvarandi veikindi. — Hún var dóttir Níelsen’s, verzlunar- stjóra á Siglufirði, en missti foreldra sína, er hún var í æsku, og ólst því upp hjá stjúpa föð- ur síns, Baagöe að naini, er var kaupmaður á Húsavík, og síðar í Reykjavik. Arið 1840 giptist hún í Kaupmannahöfn Guð- mundi Thorgrímssen, og fluttist sama árið með honum til Eyrarbakka, og var hann þar verzlun- arstjóri um 40 ár; en skömmu síðar fluttu þau hjónin til Reykjavíkur, og þar missti hún mann sinn fyrir frekum 9 árum. Heimili þeirra hjóna á Eyrarhakka var orð- lagt gesti-isnisheimili. Þeim hjónum varð ails 8 harna auðið, og eru þessi 6 á lífi: 1, Síra Ilans Thorgrímsen, prestur í Ameríku. 2, Jörgine, kona hávfirdómara L. E. Sveinbjörns- sonar i Reykjavík. 8, Sylma Ljnnge, gipt kona i Kaupmannahöfn. 4, Jakobina Eugenía, kona Níelsen’s, verzlunarstjóra á Eyrarhakka 5, Asta Júlía, ekkja Tómasar sál. Hallgrímssonar lœknaskólakennara, og 6, Solveig, ógipt, er dvaldi hjá móður sinni. Fénaðarsýning var haldin að Varmá i úlos- fellssveit 19. þ. m. — Hæðst verðlaun hlaut þar Eggert hóndi Briem í Viðey, 15 kr., fyrir 3 miss- ira gamlan nautkálf. — Sturla kaupmaður Jónsson og Guðm. Kolbeinsson á Esjubergi blutu og verð- laun fyrir kýr, 12 kr. hvor. I >:i kkai’ávarp. I vetur, sem ieið, varð jeg neydd til að leita mér læknishjáipar til R.víkur, og fann jeg þá til þess, hve sárt það stund- um getur verið að vera fátæklingur, en mitt í bágindum mínum fann jeg lika til þess, að guð lét góða menn verða á vegi mínum til þess að rétta mér, snauðri stúlku, hjálparhönd. Þeir menn, sem mest og bezt sýndu mannkærleika sinn á mér, voru þau kaupm. Th. Thorsteinson í R.vík og frú hans, frú Eiizabet Sveins- dóttir kona Björns ritstjóra, og systir hans Ingibjörg Jónsdóttir og Finnur bakari Thordarsen á ísafirði og frú hans. Þess- um mönnum flyt jeg mitt fyllsta alúðar þakklæti, og bið guð, sem lætur ekki góðverkin ólaunuð, að endurgjalda þeim af ríkdómi sínum, og gleðja þá á ófarinni lifsieið, eins og þeir, með gjöfum sínum og aðstoð, glöddu mig, aumingjann, á veikleika og báginda stundum mínum. Nýbæ á Þingeyri 20. maí ’04. Ingibjörg tíjarnadóttir. — o < S- < H-Steensen cB arganne er aftió óen Seóste. < CD 6S P 3 02 CD Ifíp" Kaupendur blaðsins, er skipta um verustaði, eru foeðnir að gera ritstjóra „Þjóðv.“ sem íýrst aðvart um bústaða- skiptin, svo að blaðið geti borizt þeim reglulega. PRENTSM3ÐJA UJÓDVIL.J ANS. 106 „Skilduð þér við Píers lávarð í bókaherberginu?“ epurði Drage tortryggnislega. „Já“, svaraði William. „Hann sat þá við borðið, og leið ágætlega, og á borðinu stóð askjan, sem hringur- inn hafði verið í“. „Sáuð þér hann eigi síðar um nóttina?“ „Nei“", svaraði William. „Til hvers átti jög að gjöra það? Jeg vissi, hvað jeg átti að gjöra, að fá Durrant hringinn, eins og jeg gjörði“. „Já, kl. 6 uin morguninn, komuð þér, og vöktuð mig“, mælti Durrant. „Haldið áfram, hr. Durrant“, mælti Drage. „Jeg reis á fætur, og klæddi mig“, hélt Durrant áfram, „og hr. Kynsam sagði mér þá, að frændi hans vildi selja hringinn, en að jeg yrði að fara burt strax, og samþykkti jeg það“. „En borgunin?“ „Borgun átti sér eigi stað þá, heldur átti Píers lávarður að fá þessi 5 þús. pund sterling, er ameríski maðurinn hefði keypt hringinn. Hr. Kynsam samþykkti þetta, og tók jeg þvi við hringnum, og hr. Kynsam fylgdi mér út úr húsinu“. „Um hvaða, dyr?“ „Um sérstakar dyr, sem eru úr mínurn herbergj- um“, svaraði William. „Jeg fór ekki með hann um forstofudyrnar, af því að eg bjóst við, að við kynnum þá að mæta einhverjn af vinnufólkinu“. „Klukkan var ö* 1/^, hélt Durrant áfram, „er jeg lagði af stað til gístihússins „Þrjár klukkur“, og þaðan ók gestgjafinn með mig til Barnstaple, og náði eg þar í eimreiðina, er fór þaðan um morguninn“. 107 „Og vissuð ekkert um morðið? „Ekki vitund, fyr en þér komuð hingað í dag, og sögðuð mér frá því“. „En þér, hr. Kynsam?“ „ reg vissi ekkert um það, fyr en herbergisþernan gerði aðvart“. „Komuð þér eigi inn i bókaherbergið, er þér höfð- uð fylgt hr. Durrant til dyra?“ „Nei“, svaraði William, hálf-hissa. „Það var eng- in ástæða til þess. Jeg hugði, sem eðlilegt var, að hann væri háttaður, og bjóst ekki við, að hitta hann, fyr en við morgunverðar borðið“. „Og þér höfðuð engan grnn um morðið, fyr en herbergisþernan gerdi aðvart?“ „Alls engan, og er jeg fús til þess, að vinna eið að því“. „En hví hafið þér eigi skýrt mér írá öllu þessu fyr?“ spurði Drage, og einblindi á William. „Hvernig getið þér spurt þessa? Líkur báru að mér böndin, og hefði jeg íarið að skýra frá þessu, átti jeg á hættu, að vera sakaður um glæpinn“, mælti Willi- am. „En nú var jeg kmíður til þess, að segja, sem er. Trúið þér mér?“ „Jeg segi ekkert um það að svo stöddu“, svaraði Drage. „Ætlið þér þá að taka mig fastan?“ „Nei“, svaraði Drage „en jeg verð að biðja yður, og hr. Durrant, að fylgjast aptur með mér til Landy Court, og getum vér þá íhugað rnál þetta betur“. William og Durrant féllust á þetta, sem virtist mjög eðlilegt, og fóru þeir svo allir af stað frá Lundún-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.