Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.07.1904, Síða 4
112
ÞjÓBViLJINN.
XYIII., 28.
son allýtarlegt erindi um samvinnu milli
prests og saínaðar. Tóku svo ýmsir til
máls út af fyrirlestrinum og urðu um-
ræðu talsverðar. —
Þar sem prestastefna þessi ekki ræddi
nein ytri mál kirkjunnar verður hún ekki
ásökuð um, að hafa gjörst nærgöngul
hinni nýskipuðu kirkjumálanefnd.
Bessastöðum 8. júlí 1904.
Yeðrátta fremur stormasöm og hlýjulitil nema
þar sem sólar nýtur, grasspretta samt víðast
hvar orðin í betra lagi, og allviða byrjað að slá
tún.
Skipat'erðir. Póstgufuskipið „Vestaíl lagði á
Stað frá R.vík vestur um land. t. þ. m. Með
henni mesti fjöldi fólks, þar á meðal fjöldi skóla-
pilta frá Norður- og Vestur-landi.
„Tryggvi lcomngur“ Thorefélagsskip, fór til
útlanda 2. þ. m. Meðal farþegja þar var: kon-
súlsfrú Kristjana Thorsteinsson með börnþeirra
hjóna, búferlum til Kmhafnar, Oddur Gíslason
málfærslumaður með frú sinni o. fl.
Strandbáturinn uHólaru kom til Reykjavíkur
4. þ. m., norðan og austan um land. Með þeim
auk annara Páll Ólafsson skáld.
Yeitt sýslan. Ráðgjafinnhefir 6. f. m. skipað Ind-
riða revisor Einarsson endurskoðanda við íslands
banka, og hluthafar hafa valið Júlíus Havsteen
amtmann, til sama starfa, hvor um sig með 500
kr. þóknun.
Mannalát.
t júnímánuði síðastl. andaðist að Fola-
fæti i Norður-ísafjarðarsýslu konan Jiilí-
ana Þorvaldsdóttir, Þorsteinssonar. — Hún
var gipt Magnúsi Guðmundssyni, hús-
manni á Folafæti, og varð þeim hjónum
alls 6 barna auðið, og eru fimm þeirra
á lífi, öll i æsku. — Júlíana sáluga varð
tæplega þrítug, og dó eptir ný-afstaðino
barnsburð. — Hún var væn kona, og
vel látinn, og er þvi mikil eptir sjá að
henni á bezta aldri, frá fjölmennum barna-
hóp.
Hjá undirrituðum fást eptir taldar vör-
ur o. fl.: Ferðakoffort —Dyramottur —
Smíðatól — Regnkápur — Reyk- og
munn-tóbak — Höfuðföt — G-ramophon-
ar — Saumavélar — Yasahnífar — Skegg-
hnifar — Skæri — Pakkalitir — Ger-
pulver — Handsápur — Tommustokkar
— Taublákka — Speglar — mikið af
góðu en óvenjulega verðlágu Skótaui —
Sjölin hrokknu — Nærföt úr alull —
Milliskyrtur — Alna- og stumpa-sirz —
Tvisttau, frá 0,25 al. — Svuntutau —
Hálstau — Bomesi — Chocolade og fjölda
margt fl.
ísaf. 27.—6.—’04.
S. A. Kristjánsson.
Fyrir 1 h 50 anr.
geta nýir kaupendur fengið „Þjóðv“. frá
1. júlí til loka yfirstandandi árs.
Só borgunin greidd fyrirfram,
fær kaupandinn einnig
alveg ókeypis
um 200 bls. af skemmtisögum, sem ella
kosta 1 kr. 50 a. í lausasölu.
Þeir, sem vilja sinna þessu kosta-
boði, ættu að gera aðvart um það sem
allra fyrst.
H-Steensen’
**
Mnm
" ***
IITNffM
jYlargaríne
er aftió óen Sedste.
3
XJl
Os
o
i—.
N
ö
ö
ö
CQ
3
f "1
“ Kaupendur blaðsins, er skipta um
verustaði, eru beðnir að gera ritstjóra
„Þjóðv.“ sem fyrst aðvart um bústaða-
skiptin, svo að blaðið geti borizt þeim
reglulega.
PRBNTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS.
114
„Jeg vona, að þér hafið samfærzt fyllilega um sak-
leysi hr. Kynsam’s?“ mælti klerkur.
„Ekki get jeg fullyrt þaðw, svaraði Dragi þurrlega.
„Hvaða sannanir hafið þór, er þór teljið geta sak-
fellt hann?“
Drage tók hringinn upp úr vasa sinum, og hélt
honum milli visi- og þumal-fingurs.
„Jeg hefi fundið hringinn þann arna“, mælti hann.
En þvi fór fjarri, að síra Ching brygði við þær
fróttir, og þótti Drage það kyniegt.
„Jeg átti von á þvi, að þér mynduð finna hring-
inn“, mælti síra Ching stillilega; „en leyfið mór, aðsegja
yður, að þessi maðuru — hann lagði hendina á öxl
Williams’s — „er saklaus“.
„Hver getur sannað það?u
„Dr. Sinclair, sem rannsakaði líkiðu.
Drage leit ýmist á William, eða síra Ching, en
sneri sér svo undan, og fór að blása með munninum.
í þessu botnaði hann auðsjáanlega ekki.
11. kapítuli.
Skýrslur vitnanna.
Skýrsla dr. Sinclair’s:
„15. júni var jeg kvaddur til þess, að skoða lik
Píers Lametry lávarðar i Landy Court. — Klukkan var
þá niu um morguniun, og hafði hann þá verið dauður í
8 kl.stundir. — Orsökin til dauðans var sú, að eitthvert
biturt verkfæri, að líkindum daggarður, hafði þrengzt
gegnum hjartað, og hlýtur það að hafa valdið dauða á
115
sama augnabliki. — Sárið var þrístrent, og hefir verk-
færið verið rekið af miklu afli.
Að likindum hefir hinn látni verið myrtur milli
kl. 1—3 um nóttinau.
Að öðru leyti laut skýrsla vitnis þessa að ýmsum
læknisfræðislegum atriðum, sem eigi þýðir að skýra hór
frá.
Skýrsla A. Evans, stofuþernu.
„Jeg er herbergisþerna í Landy Court, og erj'mér
falið, að taka til í bókaherberginu kl. 7 á morgnana.
15. júni fór jeg inn í bókaherbergið, eins og vant
er, og sá þá, að miðglugginn var opinn; en sá gluggi
veit út að graspallinum.
Mér þótti þetta kynlegt, og fór að litast um í
herberginu, hvort þar væri nokkur, er kynni að* hafa
opnað gluggann, og sá eg þá, að borðdúkurinn var hálf-
dreginn ofan af borðinu, og ætlaði eg þá að kippa hon-
um upp, en sá þá hinu megin við borðið — undir borð-
dúknum — lík Píers lávarðar.
Hann lá á bakinu, með hendur út i loptið, og
hélt hann á tætlu af borðdúknum í vinstri hendi. Jeg
gerði þá þegar í stað aðvart um hvernig komið varu.
Skýrs7a LíoneVs Lametry.
„Jeg er bróðir hins látDa, og fór snemma í rekkju
kvöldið fyrir, og skildi við bróður minn í bókaherberg-
inu, og voru þeir Kynsam og Durrant þá hjá honum.
Þeir voru að skoða „hringinn helgau, sem síra
Ching hafði sótt út í bænahúsið, sakir Durrant’s, og áður