Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.07.1904, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.07.1904, Blaðsíða 2
114 < * J O it V i Ij JI > N . XYIII., 29, ari síra Jón Helgaoon og varabókavörður endurkosinn Sigurður Kristjánason bók- sali. Jón Borgfirðingur var samkvæmt til- lögu stjórnarinnar kosinn heiðursfélagi. Frá nýjum kjósanda. Hr. ritstjóri! Jeg er yður mjög þakklátur fyrir það, bve drengilega þér hafið látið blað yðar tala máli vor nýju kjósandanna, sem böfum nú fengið kosningarrétt til alþingis á pappirnum, en fáum ekki að neyta hans. Jeg hefði betur getað sætt mig við þetta, ef eitt befði gengið vfir alla, en þar sem nýju kjós- endurnir í kaupstöðunum, og í Eyjafjarðarsýslu, fá að kjósa á bausti komanda, þá finnst mér, að mér, og minum líkum, sem ekki eigum heima i þessum kjördæmum, sé gjört stórumi rangt til, og til hvers er verið að veita oss þessi réttindi, að teljast alþingiskjósendur, fvrst nauðsynlegt þyk- ir, að stýja oss frá kosningunum i lengstu iögV 1 „Reykjavikinni“ sé jeg að visu, að Jím Olafs8on ritstjóri segir það ekki vera venju á Bretlandi, að stofna til nýrra kosninga, þó að kjósendum sé fjölgað, og því finnst honum sjálf- sagt. að nýi ráðherrann okkar hegði sér eptir því; en fyrir mitt leyti get eg ekki séð neitt samband þar á milli, og efa líka mikið, að hr. Jón 01., þótt lærður þykist vera, hafi kynntsér stjórnmálasögu Breta svo nákvæmlega, að hann geti fullyrt þetta; en vitaskuld er einatt hand- hægt fyrir þá, sem viða hafa um veröld flækzt, að segja mér, og mínum líkum, sitt af hverju, Sem þar fer fram; en hr. Jón 01. hefir þegar, að méi virðist, sagt svo margt um dagana, hvað öðru andstætt, að jeg er löngu uppgefinn, að reyna að vinza satt frá ósönnu, sem úr hans penna hrýtur, og þar sem hann reynir nú að verja allt, sem nýi ráðherrann gerir, og gera svart að hvítu, eða að gera menn litblinda, þá get jeg ekki gert svo litið úr sjálfum mér, að leggja trúnað á orð mannsins, þar sem jeg hefi ekki sjálfur tök á að rannsaka. En hvað sem allri Bretlands-venju líður, eða ekki líður, þá er mér ómögulegt að skilja, að frjálslyndið eigi sér djúpar rætur í brjósti þeirrar stjórnar, sem ekki vill leyfa fjölmennum kjós- andahóp að fá tækifæri til þess, að neyta kosn- ingarréttar sins, og það má nvi rnðherrann vita, að ekki leiðir hann oss nýju kjósendurna til fylgis við sig, eða vekur traust á sér, með svona löguðum aðförum. Reynandi væri annars, að menn samþykktu á næstu þingmálafundum áskoianir til ráðherrans i sem flestum kjördæmum, ef vera kynni, að hann metti þær áskoranir méira, en réttindi, og sanngirniskröfu, smælingjanna. FÁnn af nýju kjósendunum. fíu sönglög mecf íslenzkum o<t dönskum texta. Samið hefir Bjarni Þorsteinsson prestur í Siglu- firði. Kostnaðarmaður Sigurður Krist- jánsson. Kmh. 1904. Þegar eg var dálítill drengur, þá hlakkaði eg svo hjartanlega til að heyra fyrsta lóukvakið, eða þrastarkliðinn. Þá færðist fjör um mig allan, því að unaður vorsins og fegurð íslenzka sumarsins íor þá i hönd. Ekki gat eg þá hugsað mér indælli stað, en fjalldalinn minn, en landið mitt, blómgað og ungt í annað sinn. Nú koma þessi tíu sönglög eins og „langþreyðu gestirnir-1 fljúgandi heim í kotið mitt, og biðja mig að lofa sér að leiða mig inn i „draumalandið sitt fjalla- lieiða með sælusumrin löng“ — og þetta draumaland er ekkert annað en landið mitt „eldgamla Isafold, ástkæra fóstur- moldu. Þið megið geta nærri, vinir mínir, að jeg lét ekki lengi ganga eptir mér, það draumaland er mér allt af kært, en sér- staklega við söng og spil. Eg lagði af stað hugfanginn, eins og æskumaðurinn, sem lætur vonina og tilfinninguna bera sig, og barst áfram; áfram óðfús, þangað til eg var kominn á skeiðs enda, þang- að til sælusumar þetta var á enda runnið. Það leið fljótt, en sú er bót í máli, að eg get allt af verið að lifa það upp aptur og'aptur, árið um kring. Eg get í fám orðum sagt, að þessi tíu sönglög sýna, að hægt er að dreyma fagra Ijóðadrauma og tónadrauma í land- inu okkar, fjallaheiða. Höfundur tónljóða þessara, síra Bjarni Þorsteinsson, er orðinn þjóðkunnur af sönglögum sínum áður; en þessi tíu lög hans eru „óbrotgjarn lofkösturu, sem mun gjöra hann frægan utanlands og innan að maklegleikum. Hann er tónskáld nnya tímans; hon- urn sýnist vera kærast, að láta söngdis sína Ijá tilfinningaljóðum yngri skáldanna vængi yfir land og höf, eins og þeirra: Gluðmundar Guðmundssonar, Einars Hjör- leifssonar, Guðmundar Magnússonar, Páls Jónssonar og — síra Matthíasar Jochums- sonar, þvi hann er allt af ungur. Lögin „Systkinin “ og „KirkjuhvolÞ eru áður kunn, og margir, sem þau kunna, einkum hið fyr nefnda. En ekki munu færri kunna, þegar tímar líða, lög- in við „Vor og haust“ og „Taktu sorg mína svala hafu — þau eru hvort öðru fegurra. Sama er að segja um lagið við Vikivaka Indriða Einarssonar (fir leikrit- inu „Skipið sekkur“) Þessi lög, bygg eg, að alþýða manna læri fyrst, því að þau eru óbrotin, og hæg viðfangs. „Taktu sorg mína“ þykir mér lang tilkomumesta lagið. Þar fer svo snilldarlega saman lag og ljóð, að eg get ekki hugsað mér það betra. Það er list, að kunna að „túlka í tónum“ tilfinningar skálda, og sú list deyr aldrei, meðan nokkurt hjarta getur fundið til. Eg hefi nú að eins tekið þessi lög sem dæmi, en segi ekki þar með að hin önnur lög hafi ekki mikið til sins ágæt- is líka. Það ætla eg hverjum söngfróð- mn og söngfúsum sjálfmn að reyna, og óska og vona, að þeir verði sem flestir, sem fara að mínu dæmi og láti leiða sig stig fyrir stig draumalandið á enda, til að njóta sælusumarsins þar. Það er aldr- ei of mikið af sumri og sól í sveitunum á fróni. Og þess er sérstaklega að gæta að hér er um alíslemkt sumar og sönr/ að ræða. Það væri vottur um verri anda, ef svo má segja, ef alþýða manna vildi ekki njóta þess. Frágangurinn á þessum lögum frá kostnaðarmannsins hálfu, er svo prýði- legur, sem maður getur óskað, svo það er sönn hýbýlaprýði og staðarbót að bók- inni. Ekki get jeg svo skilið við þetta mál, að jeg ekki láti í ljósi þakklátssemi mina við kostnaðarmanninn, Sigurð Kristjáns- son, fyrir þessa bók, og fyrir allar þær ágæta bækur, sem hann hefir kostað, þjóð vorri til sóma. Þjóðræknari bókaútgef- anda höfum við aldrei átt, og er vonandi, að þjóðin kunni að meta það, og láti hann njóta þess, að hann vill halda á lopti öllum þeim bókmenntum, sem hún á beztar til i eigu sinni, að fornu og nýju. Svo óska jeg, að höfundi bókar þess- arar, og útgefanda hennar, auðnist sem lengst, hvorum á sinn hátt, að eflasóma þjóðarinnar með störfum sinum. Biessist þau og beztan ávöxt gefi! Bjarni Jbnsson. Skieð barnavelki hefir stungið sér niður í verzlunarstaðnutn Ólafsvík í Snæfellsnessýslu, og hefir sóknarprest- urinn í Nesþingum, síra Helyi Arnason, nýlega orðið fyrir þeirri sáru sorg, að missa 2 efnileg börn sín úr veiki þessari, svo að þau hjóniu eiga nú að eins eitt barn á lifi, Arna að nafni, sem nú er í fjórða hekk lærða skólans i Reykjavík. Ætlandi er, að gerðar verði ýtarlegar ráðstaf- anir til þess, að varna því, að veiki þessi broið- ist út. því að ekki er hún hættuminni, en misl- ingarnir, og tjáir ekki að einblína svo á þá, að gleymt sé öðrum, enn hættumeiri drepsóttum. Fornmenjarannsðknir. Hr. Brynjólfur Jónsson á Minna-Núpi ætlar í sumar að rannsaka ýmsa sögustaði, og fornmenj- ar, í Árnessýslu, enda er þar enn mikið verk- efni fyrir höndum, þrátt fyrir rannsóknir þær, sem áður hafa farið þar fram. Rector kvsyldur. Úr Reykjavík er „Þjóðv.“ ritað 30. júní síð- astl.: „1 gær var inntökupróf í lærða skólanum, og var þá svo mikill gautagangur, og ólæti, að aldrei hefir verra verið, enda auðsjáanlega í því skyni gert, að stríða rector einum. — Taldi rector sér ekki fært, að lesa upp vitnisburði ný- sveinanna. og sótti því bæjarfógetann, til þess að reka alla pilta út úr skólanum, er ekki voru á einhvern hátt venzlaðir þeim piltum, er undir inntökupróf gengu. — Piltar voru mjög tregir til þess, að hlýða bæjarfógeta, en fóru út að lok- um, og skólanum var lokað; en þegar bæjarfó- getinn var farinn, gerðu piltar áhlaup á skóla- hurðina, og brutu hana upp, og smeygðu þá nokkrir sér inn í skólann um leið. — Rúðu brutu þeir einnig í kennarastofuglugganum“. Við bréfkafla þenna vill ritstjóri „Þjóðv.“ hnýta þeirri athugasemd, að því fer mjög fjarri, að skólapiltar hafi almennt átt þátt í þessum ó- látum, þótt út væru reknir jafnt saklausir, sem sekir. Að öðru leyti getum vér eigi leitt hjá oss, að geta þess, að þar sern rector Björn M. Olsen hefir fengið lausn frá embætti, svo að piltar fá þeim vilja sínum framgengt, að stjórn skólans verður ekki lengur í hans höndum, þá virðist þetta tiltæki skólapilta hafa átt mjög illa við, og er óskandi, og vonandi, að öllum gauragangi í lærða skólanum sé nú hér með lokið. Slikar aðfarir, scm lýst er i ofan skráðum bréfkafla, hljóta að koma óorði á skólastofnun- ina, og eru skólapiltum yfir höfuð til vanvirðu, þótt eigi séu aðrir, en fáir piltar, valdir að þeim. Að rector Björn M. Olsen kveður lögreglu- stjóra sér til aðstoðar við skólastjórnina er ekki nýtt, en vonandi, að nýi skólastjórinn, hver sem hann verður, verði einfær um skólastjórnina, og að þvr ættu skólapiltar einnig sjálfir að vinna, bæði sakir heiðurs skólans og sjálfra sín.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.