Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.07.1904, Blaðsíða 4
116
íÞjÓÐVJLJINN.
XVltl, 29.
og Andrés í Gerðum. — Önnur kona
Magnúsar sáluga liét Gnðbj'órg Einarsdótt-
ir, og eru börn þeirra: Jóhann, bóndi á
Dönustöðum, Einar, bóndi á Teigi í Dala-
sýslu, Jón, snikkari á Mýrum i Dýrafirði,
Rögnváldur söðlasmiður, Sigurbj'órn og
Hólmfríður, hin þrjú síðast nefndu öll til
heimilis að Glerárskógurn: en síðasta kona
Magnúsar heitins heitir Sigurlaug Jóns-
döttir, og lifir hún mann sinn.
Magnús sálugi Jónsson var atorku-
og myndar bóndi i ýmsum greinum. —
Bessastöðum 14. júlí 1904.
Yeðrátta. Blíðviðri og deyfa síðustu dag-
ana. _________
Strandbálurinn „Hólar“ fór frá R.vík 9. þ.
m. austur um land, með honum að vanda fjöldi
fólks. £>ar á meðal Steingrímur Jónsson sýslu-
maður á Húsavík, systir hans frú Rebekka frá
Gufudal, frú María Thoroddsen, Björn Kristjáns-
son kaupm., síra Guttormur Vigfússon á Stöð
og dóttir hans frk. Guðríður, o. fl.
Kadium. Erlendir vísindamenn eru farnir að
gjöra sér í hugarlund, að radium kunni ef til
vill að finnast hér i hverum, ogmeðþvíað sára
lítið er enn fundið af þessu dýrmæta efni, þá
var sendur hingað íslenzkur maður frá Kmhöfn
til að grennslast eptir þessu.
Maður þessi er cand. mag. Þorkell Þorkels-
son, norðlenzkur að ætt, hefir hann fengið ferða-
styrk úr Carlbergssjóði. Með honum og honum
til aðstoðar, er stud. med. & chir. Sigurður
Jónsson frá Eyrarbakka.
Þeir lögðu á stað í rannsóknaför þessa frá
Beykjavík 4. þ. m. og héldu fyrst suður til
Krísuvikur, vellur þar sem kunnugt er, allt af
eldi og brennisteini, ætla síðar að rannsaka hver-
ina i Henglinum, Olfusinu og Biskupstungum.
Að þessu sinni geta þeir ekki farið víðar yfir,
með þvi að þeir hafa að eins mánaðartima til
rannsókna þessara.
—ie=__T-—-mi_. li'.lm
Kafiiiaírnsfræðingur islenzkur er nýlega kom«
inn til landsins. Hann heitir Halldór Guðmunds-
son, ættaður úr Skaptafellssýslu (Mýrdalnum).
Hefir hann stundað verklegtog bóklegt nám er-
lendis í 5 ár, 3 í Kaupmh. og 2 í Berlin, feng-
ist að síðustu í nokkra mánuði við rafmagnslýs-
ingu i Berlín.
Væri nú óskandi að þessi landi vor gæti
leiðbeint oss til að ná í einhverja gullkistuna,
sem fossarnir okkar varðveita undir straum-
fallinu, og eins þarft myndi landinu að styrkja
að sliku, eins og fleygja út stórfé í gaddavírs-
kaup, til að helrifa á skynlausar skepnur.
Skautaíélagið, sem samanstendur eingöngu
af ungu fólki, konum og körlum, fór síðastl.
sunnudag skemmtiför, riðandi upp í Kollafjörð
og Mosfellssveit.
Unga fólkið áði víða, og skemmti sér þá með
söng og dansi, auk þess sem það gæddi sér
á nestisforðanum. Þess á milli reyndi það gæð-
ingana.
Veðrir var að morgni drungalegt, þoka og
rigningarúði, en birti úr dagmálum og gjörði
indælis veður. Síðast um kvöldið reið allur
hópurinn út á Seltjarnarnes og naut sólarlags-
ins, sem þetta kvöld var óvanalega fagui-t bér
á suðurnesjum.
Munu allir, sem tóku þátt í för þessari hafa
skemmt sér mæta vel, og hina. sem heirna sátu
af félagsmönnum, og þeir voru rnargir, hafa iðr-
að að hafa slíka skemmtun af sér
•I' IIIINIIIIIIIIIIIIIMI 'I IIHIIII I' |l MII’lllll'lillllllll|l|l!|llllll"ri|IIIIIIM III ■111111111111111111 I 'II I I I i'HHl'l’Hi l I I' I 'I ,mi III
Eimreiðin.
Skemmtilegasta timarit á íslenzku.
Ritgerðir, myndir, sögur, kvœði.
Fyrir 1 h 50 aur.
geta nýir kaupendur fengið „Þjóðv“. frá
1. júlí til loka yfirstandandi árs.
Sé borgunin greidd fyrirfram,
fær kaupandinn einnig
;i 1 ve<_;- óke.vpis
um 200 bls. af skemmtisögum, sem ella
kosta 1 kr. 50 a. í lausasölu.
Þeir, sem vilja sinna þessu kosta-
boði, ættu að gera aðvart um það sem
allra fyrst.
>—>
ps
H-h
90
P5
I—K
<1
©:
<~í
5
er aftið öen 6eóste.
CD
3
5MT Kaupendur blaðsins, er skipta um
verustaði, eru beðnir að gera ritstjóra
„Þjóðv.“ sem fyrst aðvart um bústaða-
skiptin, svo að blaðið geti borizt þeim
reglulega.
PRBNTSMIO.IA ÞJÓÐVILJANS.
118
Lávarðurinn var einkar vel látinn, og átti engan
fjandmann.
Seinna heyrði jeg, að hr. Durrant hefði farið burt
árla morguns, og hugði eg i fyrstu, að þessi flótti hans
stæði í sambandi við morðið, en siðan hefi eg breytt
skoðun minni um það atriði“.
Skyrsla ungfrú Eleonoru Lametry:
„Jeg er dóttir hins látna Píers lávarðar. — 15. júní,.
seinni part dags, var jeg stödd í bókaherberginu, ásamt
föður minum og frænda, er hr. Kynsam kom inn með
hr. Durrant, er hann tjáði vera vin sinn.
Jeg sá hr. Durrant fyr um daginn, er eg var á
skemmtireið, og sagði William mér þá, að hann væri
kominn, sakir viðskipta þeirra.
Þegar vér höfðum spjallað saman stundarkorn, fór
eg inn í annað herbergi, lók þar á hljóðfæri rúman kl.-
tima, og fór svo að hátta klukkan á tíunda tíma, og sá
föður minn eigi optar um kvöldið.
Morguninn eptir heyrði jeg, að faðir minn hefði
verið myrtur, og fór jeg þá inn í bókaherbergið, og
kraup hjá líki föður mín9. — Hr. Kynsam gekk á meðan
út úr herberginu, og kom skömmu síðar aptur, og sagði,
að hr. Durrant væri farinn frá Landy Court og sagði
jeg þá, að hann hefði myrt föður minn, og hefði stokkið
út um opna gluggann.
Mér var ókunnugt um, að hann hafði falað hring-
inn, og hafði ekkert er ásökun mín byggðist á, enda var
eg þá svo buguð af sorginni, að jeg vissi naumast, hvað
jeg sagði.
119
Faðir minn átti engan fjandmann, en var hugljúfi
hvers manns.
Mér var kunnugt um, að honum þótti mjög vænt
um hringinn, og vildi ekki selja hann, hvað sem í
boði væriu.
• Skýrsla WiUiam Kynsam.
„Jeg er systursonur Piers sáluga lávarðar, og hafði
hann boðið mér að dvelja á Landy Court, og hefi eg nú.
dvalið þar i tvö ár, enda er dóttir lávarðarins, ungfrú
Lametry, festarmey min, og hafði Píers sálugi sarnþykkt
það ráð.
Ráðahag þenna samþykkti hann með því skilyrði,
að jeg væri skuldlaus, og lýsti eg því þá yfir, að svo
væri, sem og rétt var; en 15. júní fékk jeg bréf frá
manni, er fæst við poningalán, og Durrant heitir, og var
bréfið um 2 þús. sterlingspunda víxil, er eg hafði rit-
að nafn mitt á fyrir einn vina minna, kápt. Saxon.
í bréfinn var mér skýrt frá því, að Saxon hefði
látið farazt fyrir að greiða víxilskuldina, og bæri mér
þvi að borga hana.
Sama kvöld kom hr. Durrant sjálfur til Landy
Court, þar sem hann hugði, að batur myndi skipast, ef
hann kæmi sjálfur, og hitti eg hann 1 herbergi mínu
seinni part dagsins, þar sem hann beið mín.
Klukkan var þá hér um bil e. h., og áttum
við langar samræður um víxilinn, þar sem Durrant vildi fá
peningana, en jeg sagðist ekki geta borgað, fyr en um
áramót.
Hr. Durrant stakk þá upp á samkomulagi. í Lund-
úrmm hafði jeg sagt honum sögu „hringsins helga“, og