Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.07.1904, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.07.1904, Blaðsíða 1
Terð árganqsins (minnst 82 arkir) 3 kr. 50 aur.; \ erlendis 4 kr. 50 aur., og \ í Ameríku doll.: 1.50. j Borgist fyrir júnímán- [ aðarlok. ÞJOÐVILJINN. — 1= Átjándi ÁKGANGUK. =j -.■=-- RITST.T 6ltl: SKÚLI THOBODDSKX. =|&otg—!- Uppsögn skrifleg, ógild nerna komin sé til^ útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða nppsögninni horgi skuld sína fyrir blaðið. M 29. Bkssastöðum, 14. JÚLÍ. 19 0 4. TJtlöna. Af ófriðnum er það helzt tíðinda, að 23. f. m. var sjóorusta háð við Port-Arth- tir. Söktn Japanar þar einum orustudreka Rússa, og ónýttu fyrir þeim tvö önnur skip, orustudreka og brynsnekkju. Tek- ur nú liklega að saxast á herskipastól Rússa þar austur frá. Sagt er að skip Japana hafi ekki orðið fyrir neinu veru- legu skakkafalli í viðureign þessari. Þá er og sagt að barist hafi verið um sama leyti 3—4 daga einhversstaðar í nánd við Líaótungskaga, þar er Kía-sjá heitir, á það að hafa verið mannskæð or- usta, en óvíst um hver sigrað hefir. Finnland. I Helsingfors, höfuðborg Finna, hafa orðið töluverðar óspektir síð- an Bobrikoff var myrtur. Var ursli gjörð- ur á landsstjórnarskrifstofunum og 18 manna, er þar höfðu starfa, drepnir. Síð- an voru iögreglustjórnarskrifstofurnar nið- ur rifnar. Hald manna er það að Eugen Schau- mann hafi ekki verið einn í ráðum um víg Bobrikoffs, heldur standi þar bak við samsæri, og hafi hann orðið fyrir valinu, að granda harðstjóranum. Fjöldi af ættingjum og vimfin Schau- manns hafa verið settir í varðhald og gerðar hjá þeim húsleitir en með því að ekkert hefir hjá þeim fundist er bent gæti á að þeir hefðu verið í vitorði um morðið, hefir þeim öllum verið sleppt úr haldi. Sennilegt þykir að enn sé tíðinda von úr löndum Rússa. Á Suðui-Rúss- landi er t. a. m. töluverð ókyrrð, sem ekki er ólíklegt að heldur fari vaxandi. Búpemngs-sýningar. Sýningar á búpeningi hafa á síðastl. vori farið fram í stöku hreppum hér á landi, og er það einkum að þakka upp- örfun frá landbúnaðarfélaginu, sem lagt hefir fram ofur-lítinn fjárstyrk, gegn liku framlagi annars staðar frá, til verðlauna fyrir gripi, er þjTja skara fram úr. Búpenings-sýningar hafa í öðrum löndum reynzt ágætlega, tii þess að hvetja menn til þess, að bæta búfjárkynið, og vanda meðferðina á búpeningi sem bezt, og væri því óskandi, að slíkar sýningar yrðu árlega haldnar í sem flestum land- búnaðarsveitum, sumpart innan hreppa, og sumpart fyrir stærri héruð, þar sem þvi verður við komið. Búpeningssýningarnar vekja sam- keppni, og eru órækt merki þess, að á- huginn á landbúnaðinum er farinn að vakna, og því er vonandi, að alþingi styðji að því, að slíkar sýningar verði sem víðast, og að verðlaunin verði svo myndarleg, að til nokkurs sé að vinna. Það er samhuga álit flestra beztu manna þjóðarinnar, að sjálfsagt sé, að freista allra bragða, til þess að reisa land- búnaðinn úr því aumkunarverða ástandi, sem hann víða er í, svo að bændastéttin geti orðið sjálfstæðari, frjálsari og mennt- aðri, en nú er almennt. Búpenings-sýningarnar, sem enn eru í bernsku hér á landi, eru þýðingarmik- ill liður í þessari viðleitni, og því er skylt að heilsa þeim, sem fyrirboða nýs tíma, og styðja að því sem öflugast, að þær geti sem viðast orðið að góðum, og tilætluðum, notum. Slæmur fyrirboði. — Ófögur iðja. I blaðinu „VestrÞ birtist 18. júní síð- astl. rHöfuðstaðarbréfu, eptir einhvern rHeyranda í holti“, þar sem leiðtogum „landvarnarmanna14 er kennt um óspekt- irnar í lærða skólanum í vetur. Allir, sem til þekkja, vita þó, að fyr- ir þessu er enginn niinnsti jiugufotur, og eigi er það síður rangt, og ómaklegt, er sami höfundur bendlar leiðtoga „land- varnarmannanna“, almennt við drykkju- læti, og óspektir, á götum Reykjavíkur, enda þótt sumir af þeim séu má ske ekki „heilagrÞ, en ýmsir af „beztu“ mönnum valdaflokksins eru, O:; hafa verið. Annars er mergurinn málsins í „Höf- uðstaðarbréfinu-1 í „Vestrau auðsjáanlega í því fólginn, að ýta undir nýja ráðherr- ann, að svipta einn af kennurum lærða skólans, ritstjóra „Ingólfs“, kennarastöðu hans við skólann, þar sem höfundurinn lætur í ljósi, að „nýja stjórnin ætti að taka mjög hart á svona hátterni eins af kennurum hins lærða skóla“. Þessi bending til nýju stjórnarinnar minnir oss á háttalag sumra hægriblaða- • sneplanna í Danmörku, meðan politiska óstandið var allra lakast, á dögum Est- riipsráðaneytisi n s, því að það var þá ekki óvanalegt, að sjá í dálkum þeirra ýmis konar ósannindi, og róg, um politiska | andstæðinga, til þess að gefa Estrup und- i ir fótinn, að svipta þá embættum, og | koma þar i staðinn einhverju bráðsvöngu j „skriðdýri“ valdaflokksins. Væri óskandi, að ekkert blað leggðist svo lágt hér á landi, að fara að temja sér svipaða iðju. Nógu ógeðslegt er vissulega athæfið sumra þeirra, þótt ekki bættist það of- an á. Bókmenntafélagið. —oOo- Reykjavíkurdei Id bókmenntafélagsins hélt ársfund sinn i R.vík 8. þ. m. Gerð- ist þar helzt tíðinda: Forseti Eir. Briem skýrði frá hag félagsins, las upp ársreikn. Hafnardeild- arinnar og á hún i sjóði kr. 20,881 44. Hallgr. Melsted landsbókavnrður hafði sent forseta framhald veraldarsögu Páls Melsteds, sem félaginu hefir áður verið boðið, en er nú breytt og endurbætt. Var handritið sent nefnd þeirri er áður hafði það til meðferðar. Síra Bjarni Þorsteinsson á Siglufirði hafði boðið Hafnardeildinni til útgáfu rit um íslenzkan söng að fornu og nýju, en Hafnardeildin vísaði því máli til R.vík- urdeildarinnar. Getið var til að útgáfan myndi kosta 3—4000 kr., og gat forseti þess að stjórninni þætti félaginu ofvaxið að ráðast í slíkt, ncma með styrk af al- mannafé. Allt um það var þó kosin nefnd til að yfirfara ritið, oghlutukosn- inu sira Jón Helgason, Björn Kristjáns- son kaupm. og Jón Jónsson sagnfræð- ingur. Viðvikjandi tímaritsmálinu gat forseti þess, að það hefði verið borið undir stjórn HafnardeildarÍDnar. Hafði þar á vorfundi verið skipuð 3 manna nefnd i málið, en svars ekki að vænta fyr en í haust. Yrði því nú þegar að gjöra ráðstafanir til að halda málinu áfram samkvæmt ályktun fyrri fundar, ef hún skyldi neita sam- þykkis síns. Þvi næst las hann upp svo hljóðandi tillögu frá stjórninni: „Fundurinn samþykkir að fela stjórn- inni að gera nauðsynlegan undirbún- ing til þess, að koma í framkvæmd á- kvörðun síðasta aðalfundar um útkomu „Skírnis, tímarits hins íslenzka Bók- menntafélags“ frá næstu áramótum, þótt eigi sé komið samþykki Hafnar- deildarinnar, og skyldi samþykki henn- ar eigi fást, að halda þó fyrirtækinu áfram eigi að síður, þó svo að beinn kostnaður við það fari eigi 1000 kr. fram úr því, er útgáfa Skírnis og Timaritsins hefir áður kostaðu. Var tillaga þessi samþykkt með 20 samhljóða atkv. Síðan var kosið í stjórn félagsdeild- arinnar. I forsetaembættið fengu í fyrstu jöfn atkv. Eir Briem prestaskólakennari og Kristján Jódssod yfirdómari, 14 hvor, og Páll amtm. Briem 1. Var svo kosið apt- ur og fékk Kristján Jónsson 16 atkv. en Eir. Briem 13. Féhirðir var kosinn Geir T. Zoéga kennari, í stað Björns sál. Jenssonar, og skrit’ari Pálmi kennari Pálsson i stað Þórh. lectors Bjarnasonar, en bókavörður end- urkosinn Morten Hansen skólastjóri. Varaforseti var endurkosinn öteingr. Thorsteinsson ylirkennari, varafóhirðir Halldór Jónsson bankagjaldkeri, varaskrif-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.