Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.08.1904, Blaðsíða 1
Verð árganqsins (minnst \
52 arkir) 3 hr. 50 aur.;
erltndis 4 kr. 50 aur., og
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
ÞJÓÐVILJINN.
- }=^ ÁTJÁNDI ÁS8AN8UR. =j=—
.{—= RITST.T Ó R I: SKÚLI THORODBSEN. =1 ■-
TJppsögn skrifleg, ógild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaöar, og kaupandi
samhliða uppsögninni
horgi skuld sína fyrir
hlaðið.
M 35.
Bessastöðum, 31. ÁGllST.
19 0 4.
H'var til „|íct)kjavíkur“.
«&>
Af því nð ritstjóri „Þjóðv." dvelur
um tíina á Isafirði, vonar hann, að les-
endur blaðsins afsaki, þótt hann svari
eigi jafn harðan hverri hnútunni, sem að
honum er kastíið.
Vér höfðum að visu frétt, að í 32. og
33. tölublaði „Beykjavíkur“ ættum vér
einhver skeyti, en þar sem oss reyndist
ómögulegt — þrátt fyrir hið alkunna
gum „B.eykjavíkur''1 um útbreiðslu blaðs-
ins að spyrja upp nokkurn mann á
Isafirði, er blað það keypti, eða sæi, vor-
um vér löglega afsakaðir, þar til vér
höfðum ritað eptir blaðinu að sunnan, og
barst oss það þá 15. ágúst.
Með sömu ferðinni barst oss einnig
sérprentun lir þessum tölublöðum „Beykja-
víkur“, er ber fyrirsögnina „Kjötkatla-
politikin11, og er skaði, að hr. Sigfíts Ey-
mundsson agent á nú ekki fcrð umhverf-
is landið, til þess að strá út þessum vís-
dómsmolum, og gefa mönnum þær leið-
beiningar, að hr. Jón Ólafsson sé lands-
ins „fínasti lögfræðingur“, því að sízt
myndi þess vanþörf, ef eptirtekjan á að
svara kostnaðinum við sérprentun rit-
smiða þessara.
Sú var tiðin, að ritstjóri „Þjóðv.“
hafði töluverðar mætur á hr. Jóni Olafs-
syni, og einatt. er oss reyndar fremur
hiýtt i huga tii hans síðan.
Það var i þá daga, er vér á uppvaxt-
arárunum kynntumst hinni brennandi
freisisþrá, og óbeit á allri harðstjórn og
rangsleitni, er lýsir sér víða svo fagur-
lega í ljóðum þeim, er hr. J. 01. ritaði á
yngrijjárum sínum.
Þau eru frá þeim árunum, er hann,
eins og hann hefir sjálfur kveðið að orði,
langaði „til að lifa, til að skrifa“, og
gjarnan hefðum vér viljað, að þau hefðu
orðið einu kynnin, sem vér höfðum af
ritstörfum hans.
lán lifið hefir leikið hann all-ómjúk-
um|höndum, sem ýmsa fleiri, og niður-
staðanjjjvarð þvi, eptir hans eigin orðum,
sú, að hann varð“„að skrifa, til að lifa“,
og um þaðí virðist oss grein hans, „Kjöt-
katla-pólitikin“, og aðrar ritsmíðar hans,
sem stjórnarblaðsritara, bera mjög sorg-
legan vottinn.
I grein þessari reynir hr. J. 01. enn
á ný’að halda uppi vörn fyrir ráðherr-
ann, út af stjórnarskrárbrotinu, og lagá-
broti þvi, er ráðherrann framdi, er hann
skipaði hr. Ólaf Davíðsson, sem bókara
við landsbankann, gegn tillögum meiri
hluta bankastjórnarinnar, enda þótt lögin
segi skýrum orðum, að ráðherrann skuli
skipa bókarann „eptir tillögum“ hennar.
Grein þessi, sem stráð er út. í kjör-
dæmum þeim, sem kjósa eiga alþingis-
menn 10. sept. næstk., kemur eigi fram
með neinar málsástæður, er eigi hafa áður
verið marghraktar.
A hinn bóginn er hr. J. 01. nú að
slá því fram, að vér höfum vítt þessi
lagabrot ráðherrans „gegn betri vitund“,
og hefði hann gert snjallast, að spara sér
jafn tilhœfiflansa aðdróttun.
Ekki af því, að hætt sé við, aðnokk-
ur maður með viti trúi því, sem hann
segir, heldur af því, að það er einmitt
svo hætt við því, að ákúra þessi leiði til
þess, að menn fari að setja skriptir hr.
J. 01. í of náið samband við hvatir hans.
Það hefir engum dulizt, aðsiðannýja
stjórnin settist á laggimar hefir hr. J.
Ól. varið allar gjörðir hennar, hverju
nafni sem nefnast, alveg eins og hann
telji ráðherrann vera alfullkomna veru,
sem aldrei geti skjátlazt, og getur eigi
hjá því farið, að öllum, sem um það
hugsa, þyki þessi aðferð hr. J. ól. mjög
grunsamleg.
Þegar alþekktir skynsemdarmenn, eins
og hr. J. Ól. vitanlega er, fara að reyna
að telja fólki trú um, að orðin „eptir til-
lögum“ þýði sama, sem þar stæði: móti
tillögum, eða að fengnum tillögum, þá er
þetta blátt áfram svo afar-hlægileg fjar-
stæða, að hver roskinn maðar hlýtur að
segja við sjálfan sig, að maðurinn hljóti
að skrifa þetta þvert um huga, og eru slík-
ar varnargreinar miklu fremur stjórninni
til tjóns, en málsbóta.
Það er og ofur-einfalt mál, sem hver
stálpaður unglingur skilur, hve afar-
liættulegt það er þjóðfélagi voru. morð
alls þing- og þjóð-ræðis, að danski for-
sætisráðherrann, — maður, sem alþingi
hefir alls engin tök á, og ekkert þarf að
fara að vilja alþingis — ráði því, hver
sérmálaráðherra vor er, og þegar greind-
armaður, sem hr. J. Ól., er jafnan hefir
borið þingræðið á vörunum, fæst ekkitil
þess, að viðurkenna þetta, ogferaðverja
stjórnarskrárbrotið á allar lundir, þá dylst
engum, að maðurinn er að „skrifa, til að
lifa“.
Aðdróttanir „Reykjavíkur“ til vor um
það, að vér ritum „gegn betri vitund‘;,
vexða því að eins til þess, aðstaðjestaþá
almennu trv manna, sem „Keykjavíkin“
sjálf virðist annars færa svo lögfullar
sannanir fyrir, sem hægt er eptir atvik-
um að fá, ad það sé einmitt hr. J. Óh, sem
leihur þá listina, ef list skyldi kalla, er
hann ber oss ranglega á bi'ýn, að verja
vísvitandi rangan málstað.
Og það er hin alþekkta skynsemi hr.
J. 01., sem telí'ur af állan vafa í þessum
efnum. Hver maður, sem þekkir hann,
veit og skilur, að maðurinn er engan
veginn svo „grænn“, sem hann lætur í
„Keykjavíkinni“, og fyrirgefur hann því
væntanlega, þótt oss og mörgum öðrum,
sárni það, að sjá hann verja kröptum
sinum, og hæfileikum, sem hann gerir.
Þyngri kross gat Hfið fráleitt lagt á
hann. — —
I greinum sínum slær hr. J. Ól. því
enn fremur tvívegis fram, að oss and-
stæðingum stjórnarinnar sé trúandi til
þess, að beita • ábyrgðarlögunum gegn
ráðherranum, ef vér vitnm hann hafa
brotið stjórnarskrána og landsbankalögin.
Hér er hann vísvitandi að reyna að
blekkja almenning, því fullkunnugt er
honum það, að til málshöfðunar gegn ráð-
herranum þarf meiri hluta ályktun beggja
deilda alþingis, og þar sem múrveggurinn
um ráðherrann er þéttur á þingi, sem
stendur, þá eru þess engin tök, að fá
slíkri álj’ktun framgengt, og sér því hver
maður, að ráðherrann getur verið jafn sek-
ur í lögbrotunum, þótt mál sé eJdci Jiöfðað,
þegar svo er ástatt, sem er, enda trúleg-
ast, að andstæðingaflokkurinn létisérþað
lynda, að sannfæra þjóðina um réttmæti
skoðana sinna, og þætti ekki gustuk, að
lögsækja ráðherrann, ef hann siðar réði
meiri hluta atkvæða á þingi.
Þá komum vér að lokum að þvi, sem
á að vera aðal-kjarninn i þessum greinum
hr. J. Ó1., er hann minnist á „launa“-
eða „kjötkatla“-pólitík ráðherrans, sem
vakið hefir þegar stórhneixli hjá öllum
betri mönnum þjóðarinnar, sem von er.
Auðvitað ver hr. J. Ól. hana. eins og
allt annað, sem ráðherrann gerir.
En þar sem hann nefnir það, sem vot.t
um óhlutdrægni ráðherrans, að tveir af
framsóknarflokksmönnum hafa nýlega
fengið sýslur, nefnilega sýslumennirnir
Magnús Torfason og Guðlaugur Guð-
mundsson, þá munu þó fleiri líta svo á,
sem það sé eigi siður að þakka andmæl-
um blaðs vors, og annara, gegn hinni
hóflausu „launa-pólitík“ ráðherrans, að
hann vék þó þetta út af brautinni.
Urn sýslumann Magnús Torfason er
það og kunnugt, að hann átti sér haúk
í horni, þar sém landritarinn er, og að
því er hinn snerti, gat ráðherrann þar vel
hafa haft sínar sérstöku ástæður, þótt
sjaldan upp fyllist allar vonir.
Þá' gerir hr. J. Ól. joss þann greiða,
að 1 itaþögn aptur í tímann, og »lá upp
gömlum^ „Þjóðv“. frá 24. sept. 1887, og
kunnumj vér honum þakkir fyrir það.
Hr. J. Ól. veit það vel, að ekki væri
hentugt, að fletta langt aptur i timann i
hinni politisku lífsferilssögu sjálfs hans;
hún myndi reynast æði litförótt, og mót-
sagnirnar býsna margar.