Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.08.1904, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.08.1904, Blaðsíða 4
140 f>jÓ» VJLJÍN'N XVHL, 35. ~"'T""T'.—' ' — - ... i iii i.i— .. ■■■ - - - Otto Monsteds clanska smjörlíki er bczt. bergu og „Heimskringla“, eru beðin að geta andláts Kristbjargar sálugu. Bessastöðum 31. ágúst 1904. Veðrátta hefir verið fremur vætusöm um tíma, en þó ekki stórrigningar, enn sem komið er. Alþingisiuaður Seyðisfjarðar verður Jón Jóns- 8on kaupstjóri frá Mvila. Aðrir höfðu ekkijgefið kost á sér á tilteknum fresti, fyrir 13. ágilst. l in Hangá rva 11asýsl u ssekja lögfræðingarnir Björgvin Vigfússon, Karl Einarson, MagnúsJóns- son og Einar Benediktsson yfirréttarmálfærslu- maður. Andlátsfregn. 20. þ. m. andaðist í Reykja- vík Benedikt prentari Pálsson 66 ára ’gamall. Hann hafði stundað prentiðn í Reykjav. íulltöO ár, og var talinn mesti sómamaður. ,,€eres“ fór frá Rvík til útianaa 27. þ. m., með fjölda farþegja, þar á meðal ráðherra H. Hafstein, ungfr'úrnar Kristínu Thoroddsen og Þóru Magnúson um 30 stúdenta o. m. fl. „Laura“ fór vestur og norður um land 28. þ. m. Meðal ferþegja með henni voru Stefán verzl- unarstjóri Guðjohnsen á Húsavik og frú hans, síra Benedikt Kristjánsson á Grenjaðarstað með frú, hr. assistent Guðm. Sveinbjörsson o. m. fl. Ðakkarorð. Þegar jeg á síðastl. vori varð fyrir því mikla tjóni, að missa megnið af veið- arfærum minum í sjóinn, uppvöktust ýms- ir, til að rétta mór veglynda hjálparhönd, svo að jeg fókk þann skaða minn bættan, og finn jeg því sterka hvöt hjá mér, til þess að votta þessum hjálparmönnum mín- um opinberlega alúðarfyllstu þakkir mín- ar. Nefni eg þar til fyrsta hr. Jów JEbe- nezersson á Isafirði, og útvegsmennina Hálfdán bónda Örnölfsson í Meirihlið, Jów J ónsson frá Ljótunnarstöðum, Magnus Bárðarson, Jóhannes Jensson, Elías Magn- ússon, og bræður mína á Isafirði, Guð- mund og Sigurð, auk ýmsra fleiri, sem að meira eða minna leyti bættu mér skaðann. Hafið því beztu þökk fyrir höfðinglega hjálpsemi yðar mér til handa allir saman, nefndir og ónefndir. Staddur á ísafirði 16. ág. 1904. Pálnii Guðmandsson. Eimreiðin. Skemmtilegasta tímarit á íslenzku. Ritgerðir, myndir, sögur, kvœði. Kaupendur blaðsins, er skipta um verustaði, eru beðnir að gera 'ritstjóra „í>jóðv.“ sem fyrst aðvart um fbústaða- skiptin, svo að blaðið geti borizt þeim reglulega. er aítió óen 6eóste. PRENTSMIÐJA DJÓÐVILJANS. 142 í Landy Court, er Píers lávarður var myrtur. — Hvað hafið þér gjört af rýtinginum frú Westcote?u Hún heyrði naumast síðustu orðin, því hún Jhné í ómegin. „Því miður er jeg hræddur ura, að vitnisburður minn frelsi yður eigi frá gálganum að þessu sinni“, mælti Drage, og kýmdi napurlega.! 14. kapítuli. Rytingurinn. Það þarf naumast að láta þess getið, að Drage var fýllilega sannfærður um það, að frú Westcote væri sek. Að því er orsökina til morðsins snerti, ímyndaði Drage sér helzt, að hún hefði verið hrædd um, að hann ætti vingott við einhverja aðra. Hugsazt gat Og, að hún hefði krafist þess, að verða eiginkona Píers lávarðar, í stað þess að vera að eins ráðskona hans, og hefði þá myrt hann, er hann færðist undan. Að vísu var þetta að eins grunur, en lögun sárs- ins virtist þó benda á það, að báðir lávarðarnir, Píers og Beldon, hefðu verið stungnir með sama rýtinginum. Ef rýtingurinn finndist í vörzlum hennar, var það mjög þýðingarrnikil bending i þá áttina, að hún liefði framið morðið. Það gat naumast verið eintóm tilviljun, að sárin voru eins í lögun. Grunsarnt var það einnig, að hun hafði verið hjá bókaherberginu. Vegna stöðu hennar gat hún eigi talað við lávarð- 143 inn að deginum, og fór því um miðnættið á fund hans i bókaherberginu. Og þetta var orsökin til þess, að Piers lávarður hafði farið svo seint að hátta. — Hann hafði sagt henni að finna sig um klukkan tólf, með þvi að hann bjóst við, allir aðrir væru þá háttaðir. En þar sem William kom af tilviljun í bókaher- bergið, lá nærri, að hann kæmist að þessu leyndarmáli lavarðarins, því að hann sá frú Westcote bregða fyrir, er hún var á leiðinni til bókaherbergisins. En með þyí að William hélt, að þetta væri Eleon- ora, þagði hann yfir atviki ., þessu, og hafði varkárni hans því tafið fyrir því að réttvísin fengi framgang. í þessum hugsunum fór. Drage á fund William’s, þvi að hann vildi heldur gera hann að trúnaðarmanni sínum, en Líonel lávarð, sern hann hélt að kynni að hlægja að sér, ef hann teldi frú Westcote seka. Áður. en hann segði lávarðinum f’rá grun sínum, vildi hann og gjarna finna rýtinginn, svo að.hann gæti sýnt lávarðinum aþreifanlega sönnun. I svip datt honum einnig í hug, að gera síra Ching að trúnaðarmapni sínum, en komst þó brátt að þeirri niðurstöðu, að ráðlegra væri að g.jöra það ekki, þar sem prestur myndi ekkert liðsinna sór. ? William var óefað heppilegasti maðurinn, þar sem hann var málinu kunnugur, og vildi fyrir hvern mun, að morðinginn næðist. Drage hitti William í reyksalnum; sat hann þar einn reykjandi, en spratt þó upp, er Drage kom inn, þar sem hann sá á andliti hans, að eitthvað myndi um að vera.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.