Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.10.1904, Síða 1
Vert3 árgangsins (minnst
52 arkir) 3 kr. 50 aur.;
rrltndis 4 kr. 50 aur.. og
í Amtríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
alarlok.
ÞJOÐVILJINN.
|= ÁtJÁNDI ÁR8AN6DB.
-Sare|= RITSTJÓRI: SKTjLI THOKODDSEN. =1
Vpgsögn skrifleg, ógild
I nema komtn sé til útgef-
\ anda fyrir 30. dag júni-
mánaðar, og kaupandi
sarnhliða uppsögninni
horgi skuld sína fyrir
hlaðið.
M 41.
Bessastöbum, 17. OKT.
19 0 4.
tJtlönd.
Helztu tíðindi, er borizt hafa frá út-
löndum, með síðustu skipaferðum, eru
þessi:
Danmörk. Ríkisþing Dana átti, eins
og grundvallarlögin gera ráð fyrir, að
taka til starfa fyrsta mánudaginn í októ-
ber. — Ymsir vinstrimenn eru orðnir
býsna óánægðir með Albertí, og hermála-
ráðherra Madsen, er þykja i ýmsum
greinum haga sér töluvert öðru vísi, en
stefnuskrá vinstrimanna gerir ráð fyrir,
og getur því vel farið svo, að ráðaneyt-
ið eigi sér ekki langan aldur, enda fór-
ust innanríkisráðherranum Enevold-Sören-
sen svo orð á þingmálafundi í sumar, að
ráðaneytið yrði að taka það til alvarlegr-
ar íhugunar, hvort samheldi og sjálfstæði
vinstrimanna væri eigi bezt borgið, ef
ráðaneytið þokaði úr völdum.
Fái Albertí því til leiðar komið, að
„hýðingarfrumvarp“ hans verði á ný lagt
fyrir ríkisþingið, þá er mjög hætt við, að
samlyndi vinstrimanna fari allt út um
þfifur, og verður þá óefað tíðinda von. —
I sumar hefir hr. Alberti komið því til
leiðar, að ýmsir héraðsdómarar í Dan-
mörku hafa tjáð sig „hýðingarfrumvarp-
inu“ meðmælta, einkum gamlir hægri-
menn, og þeirra nótar, og þj'kir Albertí
það mikill sigur, og telur álit þeirra
meira að marka, en skoðun ýmsra há-
skólal<ennara, og annara, er ekki styðjast
við reynzluna.
I Esbjerg var nýlega tekinn fastur
fatasali, Jensen-Nyboe að nafni, sakaður
um meiðyrði gegn konunginum, og er
sakarefnið í því fólgið, að hann hafði haft
mynd konungs vors liangandi i búðar-
glugga sínum, og ritað fyrir ofan: „Þessi
maður hefir kostað rikið langt yfir 30
milj. króna. Hefir hann unnið gagn fyr-
ir fé þetta?“
Töluvert umtal hefir það og vakið, að
japanskur barón, er brá sér til skemmt-
unar norður á Skaga, var þegar tekinn
fastur, með þvi að Danir hugðu hann
vera þar í njósnar-erindum, þar sem bú-
ist er við, að Eystrasaltsfloti Rússa eigi
þar bráðlega leið fram hjá, ef hann verð-
ur sendur austur til ófriðarstöðvanna. —
En með þvi það sannaðist þegar, að mað-
urinn var Taki-Kava barón, sem er einn
í sendiherrasveit Japana í Berlín, var
hann þó látinn laus aptur; en fremur
hlægileg virðist þessi viðleitni Dana, 'að’
sýna Rússum vinarþel sitt, og hefir mælzt
all-misjafnlega fyrir í Danmörku. — —
Þýzkaland. 17. sept. varð eldsvoði
mikill í þorpinu Binsdorph í Wiirtem-
berg; þar brunnu 93 hús til kaldra kola,
og stóðu að eins örfá hús eptir.
f 18. sept. síðastl. andaðist Herbert
Bismarck, elzti sonur „járnkanzlarans“
sáluga, 54 ára að aldri. Hann var lengi
þingmaður, og átti sæti í prússnesku
stjórninni, meðan faðir hans var við völd.
Konsúl Þjóðverja í New-York hafa
nýlega borizt ýms bréf, þar sem ' ViJ-
hjálmi keisara er hótað bana, og eru bréf-
in rituð i skrifvél, svo að menn vita enn
eigi, hver höfundur þeirra er, en talið
líklegt, að þau stafi írá einhverjum „an-
arkistanum“, sem býr yfir miður hollum
ráðum í garð keisarans.
Stór ullarverksmiðja brann i sept. til
kaldra kola i fylkinu Posen, og biðu
nokkrir verkamenn bana, en margar þús-
undir manna urðu atvinnulausir.
Bretland. I þorpinu Ashton under
Lyne í Lancaster-héraðinu hafa verkmenn
í bómullarverksmiðjum nýlega hafið verk-
fali, og hafa spunnizt út af því töluverð-
ar róstur, og uppþot, svo að ráðgert var,
að herlið yrði að skakka leikinn.
Norskur maður, Adolf Beck að nafni,
er sieppt var úr betrunarhúsi i Lundún-
um í fyrra, eptir 8 ára betrunarhússvinnu,
hefir orðið að þola hegningu þessa al-
saklaus, að því er nú er uppvíst orðið. —
Hann hafði verið staddur i Lundúnum,
og var þá tekinn fastur, og sakaður um
ýmis konar stór-þjófnað, er þar hafði þá
nýlega verið framinn. Töldu lögreglu-
menn hann heita John Smith, og hafa
framið ýmis konar stór-bjófnaði, og kall-
að sig þá, ýmist Willoughby lávarð, John
Smith, eða Thornas Will. — Beck sagði
auðvitað, sem var, að hann væri Norð-
maður, nýkominn til borgarinnar, og
kvaðst geta sannað, að hann hefði verið
í Suður-Ameríku, er ýmsir af þjófnuðum
þeim voru framdir, er hann var sakaður
um, en engu að síður dæmdi kviðdómur-
inn hann þó sannan að sök, enda þótt-
ust, bæði lögreglumenn, og ýmsir, sem
stolið hafði verið frá, þekkja hann. —
Nokkru eptir það, er Beck hafði verið
laus látinn úr betrunarhúsinu, var hann
aptur tekinn fastur, og sakaður um ýmis
konar þjófnað, er John Smith hefði fram-
ið, og dæmdi kviðdómurinn hann sannan
að sök, þrátt fyril mótmæli hans; en með
því að Beck hélt þá þrumandi ræðu, og
kvaðst, telja það nægja, að hann hefði
einu sinni orðið að þola hegningu sak-
laus fyrir annara glæpi, þótt eigi færi
nú aptur á sömu leið, kom hik á dóm-
arann, svo að dómsuppsögninni var frest-
að til næsta dags; en áður en sá dagur
kæmi, vildi svo vel til, að hinn sanni
John Smith náðist, og meðgekk ekki að
eins glæpi þá, er Beck mt var sakaður !
um, heldur og glæpi þá, er hann hafði
áður þolað hegningu fyrir, þá sannaðist
sakleysi Adolf Beck’s fyllilega; ella hefði
hann að líkindum verið dæmdur i 14 ára
typtunarhússvinnu í seinna skiptið.
Þykir Bretum þetta ærinn vanzi fyrir
þjóð sina, og hafa boðið Beck 36 þús.
króna í bætur, en Beck hefir leitað full-
tingis hjá Oscari, Svía- og Norðmanna-
konungi, og fleiri stórhöfðingjum, og
krefst. þess, að öll meðferð málsins sé
tekin til rannsóknar, dómurinn ónýttur,
og að hann fái skaðabætur, er nemi
minnst 30 þús. sterlingspunda, enda hafði
atvinna hans (námagröptur í Þelamörk)
farið alveg forgörðum, meðan hann var
í betrunarhúsinu, móðir hans dáið af sorg
yfir óförum sonar síns, o. s. frv.
Annar maður, Isaac da Costa að nafni,
er dæmdur hafði verið í 12 mánaða betr-
unarhússvinnu á Bretlandi í síðastl. apr-
ílmánuði, hefir og ný skeð verið látinn
laus, með því að sannazt hefir, að hann
hafði verið tekinn í misgripum fyrir ann-
an mann.
Frakkland. 22. sept. héldu „hotel“-
þjónar i París fjölmennan fund, til þess
að ráða ráðum sínum; vilja hafa einn
„frídag“ í viku hverri, og fleiri ívilnan-
ir; en í fundarlokin lenti í óspektum,
grjótkasti, og barsmíðum við lögreglu-
menn, svo að margir meiddust. —
Ítalía. 15. sept. fæddi Helena drottn-
ing ríkiserfingja, er i skírninni hlaut
nafnið Umberto Nicola Tommaso Oíovanní
Muría, og nefndur er prinz af Piemont.
Hafði drottningin áður alið konungi tvær
dætur, og var fæðing rikiserfingjans því
kærkomin, enda gaf konungur þá ýmsum
sakfelldum mönnum upp sakir, og lagði
fram 1 milj. lira til ellistyrks handa
verkámönnum.
23. sept. hófst eldgos mikið úr Yesú-
vius, og stóð eldsúlan yfir 450 álnir i
lopt upp. — Víða hafa komið nýir eld-
gýgir, og vellur hraunleðjan úr þeim
logandi niður eptir fjallinu, og dunur,
og dj’nkir, heyrast í sífellu, sem skotið
sé af mörgum fallbyssum í senn. — All-
mikla jarðskjálfta hefir og orðið vart við
þar í nærsveitunum, og hafa þeir valdið
mikilli hræðslu, sem von er.
„Eríþenkjarar“ úr ýmsum löndum, en
þó flestir frá Frakklandi og Spánþhafaí
sept. haldið fund í Rómaborg. — Fund-
armenn voru alls um 3 þús., og líkar
páfa það mjög illa, að þeir skuli hafa
valið Rómaborg til fundarhalds þessa, og
lét því loka öllum bóka- og lista-söfnum
í páfahöllinni, meðan fundurinn stóð yfir.
20. sept. varð járnbrautarslys í grennd
við Ferrara, og biðu þar nokkrir menn
bana, en fleiri meiddust.
Verkfall mikið varð í borginni Mil-
ano, og breiddist þaðan til ýmsra annara
borga á Italiu, og vildu verkamenn á