Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.11.1904, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.11.1904, Blaðsíða 2
er auðsjáanlega verið að gera tilraun til þess, að koma þeirri skoðun inn h]á al- menningi, að stjórnarskrárbrotið, er fram- ið var, þegar danski forsætisráðlierrann ritaði undir ráðherraskipunarbréf hr. H. Hafstein’s, sé í raun og veru þýðingar- laus hégómi. Ráðherraskipunin sé verk konungsins, og það, sem skeð bafi, er danski forsæt- isráðherrann ritaði nafn sitt undir hana, sé í raun og veru ekkert annað, en það, að hann hafi klesst nafni sínu „í hornið á tilkynningarbréfi frá konunginurn“. AUra-fáfróðasta og hugsunarlausasta aimuganurn — því að aðra. getur ráðherr- ann auðvitað eigi gert sér minnstu von um að blekkja — er svo ætlað, að hugsa, sem svo, að einu gildi, h?ort danski for- sætisráðherrann, eða einhver annar, hafi sett nafnið sitt á bréfið, fyrst það sé frá konunginum. Hr. H. Hafstein hefir eigi t.il einskis hagað þessum orðum sínum, eins og hann gerði. Honum hefir farið hér líkt, sem Estrup gamla, og félögum hans í hægri-ráða- neytunum, fór forðum, er þeir reyndu þráfalldlega að beita nafni konungsins fyrir sig, og hafa það að hlífiskih^j, gjór- samlega ótilhlýðilega. Vér segjum ótilhlýðilega, því að það er kunnugra, en frá þurfi að segja, að undirskript konungsins getur því aðeins gefið ályktunum um stjórnmál gildi, að ráðherra riti undir samhliða honum, eða „cont.rasigneriý sem svo er kallað, og á ráðherranum, sem undir ritar, hvílir öll stjórnlagalega ábyrgðin, en alls ekki kon- unginum, sem er „friðhelgur og ábyrgð- arlaus“. Nafnið „i horninu“ er því engan veg- inn svo þýðingarlaust, sem ráðherrann vill láta aimenning ætla, heldnr er þai) ein- mitt jbað, sem stjörnlagalega mestu varðar. Og undirskript danskaforsætisráðherr- ans — eða Deuntzer „í horninu“ — þýð- ir því einmitt það, að hann einn, en enginn annar, ber lagalega ábyrgð á ráð- herraskipuninni. En þar sem alþingi hefir alls engin tök á því, að koma fram neinni ábyrgð á hendur danska forsætisráðherranum, og engin trygging er fyrir því, að hann taki nokkurt tillit, til vilja alþingis, eða flokkaskipunarinnar þar, þá sjá væntan- lega allir, hve afar-hættulegt það er þjóð- frelsi voru, og bein banaráð alls þing- ræðis, að nokkur annar, en ráðherra Is- lands, riti undir skipun íslenzka sérmála- ráðherrans, ásamt konunginum. Gegn íslenzka sérmálaráðherranum, en engum dönsku ráðherránna, getur al- þingi komið fram ábyrgð, og meðan það er látið við gangast, að danskur ráðherra riti undir ályktanir um sérmál lands vors — hvort sem er skipun íslenzka sérmála- ráðherrans, eða annað —, þvert á móti ákvæðum stjórnarskrárinnar, þá er allt tal unt þingrœði hér á landi hlátt áfram hlœgilegur barnaskapur Væntanlega lætur íslenzka þjóðin þvi, hvorki ráðherra H. Hafstein, né nokkurn annan, blekkja sig með viilandi orðaleik, þar sem jafn mikið er í húfi, heldur krefst þess, að stjórnarskrá lanisins sé haldin, og þingræði tryggt þjóð vorri. amT777....................... Deilur í kaupmannafélaginu. Konsúl D. Tliomsen vottað vantraust. í 42. nr.,'„Þjóðv“. var þess stut.tlega getið, hversu stjórnarliðum tókst., með tilstyrk D. Thomsen’s konsúls, að ná hlutaíelagsblaðinu „Reykjavík11 á sitt vald, þár sem D. Thomsen kom því til leiðar, að bankastjóra Tr. Gunnarssyni voru seld 48 ný hlutabréf í félaginu, fyrir alls 1200 kr., svo að stjórnarliðar höfðu þá yfirgnsefandi at- kvæðamagn í félaginu. En þar sem „Reykiavíkin“ át.ti, samkvæmt lögum blaðafélagsins, að „vera málgagn kaup- manna“, er höfðu stofnað bLaðið, sem auglýsinga- og frétta-blað, er væri laust við allt flokksfvlgi, gramdist ýmsum kaupmönnum mjög aðferð D. Thomsen’s, sem von var, ekki sízt þar sem|kaup- manni Birni Kristjánssyni, er falazt, hafði eptir kaupum áhelmingnýju hlutabréfanna, var algjör- lega synjað. Þessi óánægja kaupmanna varð til þess, að á -fundi, er haldinn var í kaupmannafélaginu 24. okt. kom fram tillaga frá kaupmönnunum: Birni Kristjánssyni, Ben. S. Þórarinsst/ni og B. H. Bjnmason þess efnis, að lýsa „megnri óánægju yfir afskiptum I). Thomsen’s af því, að kúga hlutafélagsblaðið „Reykjavík“ undan yfirráðum kaupmanna11, og að skora jafn framt á Thomsen, að „leggja niður umboð sitt, sem formaður fé- lagsins, og meðlimur kaupmannaráðsins11. Konsúll D. Thomsen andmælti tillögu þessari, og reyndi að réttlæta iramkomu sína með þeirri annálsverðu, og drengilegu(þ kenningu, að kaup- menn ættu helzt einatt að vera á stjórnarinnar bandi, og hafa því jafn harðan sannfæringarskipti, er ný stjórn kæmi til valda; en með því að fé- lagsmönnum mun fremur hafa þótt kaupmanna- stéttinni misboðið með þannig lagaðri röksomda- færslu, var t.illagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum — af 9, sem á fundinum voru —, og voru j>eir sjö, sem tillögunni fylgdu: B. Kristj., B. S. Þórarinss., B. H. Bjarnasnn, H. Andersen, Jón Þórðarson, Erl. Erlendsson og Kr. 0. Þor- grí msson. Konsúll D. Thomsen sinnti þó eigi áskorun þessari, en boðaði í þess stað fund að nýju i té- laginu 30. okt., og hafði liðsafnað mikinn, fékk ýmsa smá kaupmenn á Laugavegi o. fl., til að ganga í félagið, og kvað jafn vel hafaunnið það til. að greiða félagsgjaldið fvrir suma þeirra. — Mótflolckurinn hafði þá einnig liðsafnað; svo að í stað þess, er félagsmenn voru áður að eins 18, voru þeir orðnir 47, er á fundinn kom. A fundinum 30. okt. hafðist það svo fram, með 27. atkv. gegn 24, að óánægju-yfirlýsing fyrri fundarins var felld úr gildi, með því að Thonisensliðar börðu það fram með atkvæðafjölda, að 4 nienn, sem eigi reka verzlun (bókhaldari Tbomsen's, verzlunarstjóri hans, Th. Jensen og Ziemsen konsúll), greiddu atkvæði á fundinum, þvert ofan í ákvæði kaupmannafélagslaganna. í raun réttri stendur því ályktun fyrri fund- ar óhögguð, og sennilegt er, að æfi D. Thomsen’s, sem fornianns í kaupmannafélaginu, og meðlims kaupmannaráðsins, verði hvorki skemmtileg. né friðvænleg. Á binn bóginn hefir hr. D. TUomsen gert ráð- herranum, og stjóirnarflokknum, mikinn greiða, sem fráleitt verður ólaunaður, þar sem stofnun nýs stjórnarblaðs hefði orðið stórum kostnaðar- samari, en hlutabréfakaupin, og má því ætla, að meðvitundin um það geri honum andstreymið allt léttbærara Klditr u|>|>i. Á Austfjörðum urðu menn varir við töluvert öskufall 2. okt. síðastl., svo að eldur virðist enn vera uppi, annað hvort íVatnajökli. milli Há- gangna og Grænafjalls, sem í fvrra, eða þá ann- ars staðar í óbvggðum. Aflabrögð voru treg á Austfjörðum í öudverðum október og síld engin þar á fjörðunum. Frá Eyjafirði er óg ritað 18. okt., að aflalaust sé þar á inn-firðinum. en nokkur fiskreita á út- firðinum, og bagar mjög almennt beitulevsi. Mannalát. Látinn er 20. okt, síðastl. dbm. Oddur Pétur Ottesen á Ytri-Hólmi á Akranesi, 89 ára að aldri, fæddur í Reykjavik 1815. — Foreldrar hans voru Lárns Oddsson Ottesen, er var bróðursonur Oiafs stipt- amtmanns Stefánssonar, og kona hans Sigríður Þorkelsdótt ir. Ottesen sálugi hóf búskap að Munað- arhóli í Snæfellsnessýslu, en flutti þaðan að stórbýlinu Ytra-Hólmi á Akranesi, er hann keypti 1859, og bjó hann þar jatn- an siðan. —- Hann var orðlagður atorku- og dugnaðar-maður, bæði til lands og sjávar, og komst þv-í í nll-góð efni, með því að forsjá og hyggindi voru dugnaði hans samfara. — Arið 1862 var hann sæmdur medalíu, „ærulaunum jiðni og hygginda“, sem svo var nefnt, og þótti það eigi um verðleika fram. Hann var kvæntur Guðnýju Jónsdótt- ur (f 1894), og eru þessi börn þeirra á lifi: Oddgeir, kaupmaður á Ytra-Hólmi, Pétur, bóndi á Þrándarstöðurn. og Jón bóndi í Hrísakoti í Brynjudal. — Bessarföðnm 7. nóv. 1904. Tfðurl'ar all-optast mjög óstöðugt, rigningar og hvassviðri nær daglega. — Jörð alauð, unzí gær snjóaði í byggð. Jarðiu lör rectxirsfrúar Sigríðar Jónsdóttur fór fram í Reykjavík 29. f. m. — Við húskveðjuna voru sungin eptirmæli, er Guðm. skáld Gwð- mnndsson hafði ort, og í þeim er eitt erindið svo látandi: „Þú sefur sætum blundi við sjafnans góða hlið; þið liðuð tvö, sem ljós, gegnum lim i myrkum við. Þú varst hans æsku ástarrós, og aptanstjarnan hans; þið siglduð tvö í blíðum byr um bifstraum kærleikans11. Strandliáturinn „Hólar11 kom aðfaranóttina 3. þ. m. til fteykjavíkur, úr síðustu strandferð sinni í ár. — Með skipinu kvað bafa verið um 600 farþegjar, mest megnis verkafólk, er kom frá Austfjörðum, og má því geta nærri, að vist- in á skipinu hafi eigi verið sem fýsilegust. T 25. f. m. andaðist að Eyvindarstöðum hór í sýslu Jón bóndi Sœmundsson, 61 árs að aldri. — Hann var uppeldissonur Bjarna sáluga, óðais- bónda á Esjubergi, og Kristínar, konu hans. — Kvæntur var Jón, og lifir kona hans hann, Guð- rún Sigurðardóttir að nafni. Reistu þau bjónin bú á Kjalarnesi. og bjuggu þar lengstum a.ð Sjávarhólum, og búnaðist all-vel. — Varð þeim alls 4 barna auðið, og lifa tvö þeirra, bæði upp komin. — En eptir það, er þau hjónin skildu, og fé þeirra skiptist, varð efnahagur Jóns örðugri, og bjó hann tvö síðustu ár æfi sinnar á parti úr jörðinni Eyvindarstaðir. Með bústýru sinni, Guðriinu Oddsdóttur á Eyvindarstöðum, eignaðist Jón heitinn einn son, Odd að nafni, er Iifir föður sinn. Jón sálugi var maður all-vel greindur, og gerðarmaður að mörgu leyti, er tíðast fór sínu fram, þótt eigi væri jafnan öllum að skapi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.