Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.11.1904, Síða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.11.1904, Síða 3
XVII. , 45. Þjó» vir.jiNN 179 Frsí ísafirði er „Þjóðv.“ ritað 2. nóv. síðastl.: „Hér hefir í haust gengið versta ótið. Jsvo að elztu menn muna eigi slíka. — Jörð er öll hulin þykkri snjó- hreiðu, svo að haglaust er fvrir allan sauðpening, þar sem ekki nær til fjörubeitar. — Fiskafli hefir hrugðizt nær algjörlega, ekki sízt sakir gæftaievsis, enda fisktregt bá sjaldan, er á sjó gefur. — Verð á blautum fiski er nú almennt 6 aur. fyrir þorsk, og 4 aur. fyrir ísu, pd1" — Fj árkláða-útrýmingin. Norski fjárkláða-læknirinn, hr. 0. Myklestad, er hefir á hendi framkvæmd- arstörfin, að því er snertir útrýmingu fjárkláðans, hefir óskað, að grein hans, er hér fer á eptir, yrði birt í „Þjóðv.“: Síðari hluta þessa sumars hefi eg dval- izt hér á Akureyri, og nú um réttirnar hefi eg notað tækifærið, til þess að rann- saka fé, bæði í Þingeyjarsýslu, ogíEyja- firði. Mér er ánægja að því, að geta skýrt frá því, að þar sem eg hefi rann- sakað féð, hefi eg hvergi orðið var við fjárkláða, og engar skýrslur hafa enn til mín komið um það, að féð væri grunað um kláða á svæði þvi, er baðað var á síðastliðinn vetur. Engu að síður víl eg brýna það alvar- lega fyrir mönnum á þessu svæði, að þeir rannsaki fé sitt opt á næstkomandi vetri, og ef þeir verða varir við kláða í fé sinu, eða fá nokkurn grun um kláða i því, að þeir þá tilkynni það tafarlaust hlutað- eigandi hreppstjóra. er þá gerir ráðstaf- anir eptir reglum þeim, er honum eru settar. Ráðgert er, að eg fari héðan af Akur- eyri um 24. okt., og verða þá með mér 2 vanir aðstoðarmenn, en hinn þriðja sendi eg í miðjum októbermánuði sjóveg til Isafjarðar. Baðanir á fé eiga að byrja í Skaga- firði, vestan Héraðsvatna, nálægt 27. okt- óber. Snemma í nóvembermán. vona eg, að eg geti verið kominn í Húnavatns- sýslu, og þaðan er förinni heitið í Strandasýslu. Yerði undirbúningur góður, vona eg, að hægt verði að koma böðunum á á öllu Suður- og Vesturlandi á næstkomandi vetri, enda er þess hin mesta þörf, þvi með því sparast mikið fé; þá verður hægt að komast hjá þvi, að skipa verði á kom- andi sumri, sem mundi kosta ærið fé, án þess þó að veita fulla tryggingu fyrir því, að baðað og óbaðað fé gangi ekki saman á afréttum. En þá verð eg lika að brýna fyrir mönnum, hve áríðandi það er, að hver einasta kind verði böðuð. Ef út af því er brugðið, getur það valdið því, að allar lækningatilraunirnar verði til ónýtis. Hreppsnefndirnar vil eg biðja þess, að leggja kapp á, að flutningur á tóbaki og 'kötlum gangi sem allra greiðast að’auðið er, eptir reglum þeim, sem um það eru settar. Eg fuiltreysti því, að sýslumennirnir i Suður- og Yesturamtinu veitimérhina sömu velvild, sem þeir hafa gert, sýslu- mennirnir í Norður- og Austuramtinu. Akui-eyri 28. september 1904. 0. Myklestad. Stækkun stjórnarblaðanna. Epirtektavert er það, að þrjú af blöð- um stjórnarinnar, „Reykjavíkin, „Austri“ og „Yestri“, látast munu stækka, er næsti árgangur þeirra byrjar. Þetta er ekki tilgangslaust. j Stjórninni fellur það illa, sem von er, i h.ve fáir kaupa blöð hennar*, og því er j nú gripið til þess neyðarúrræðisins, að i reyna að stækka blöðin, ef ske kynni, að I almenningur liti þá á blaðstærð, eða blaða- fjölda, svo að kaupendunum fjölgaði þá eitthvað. Yanséð mun þó, hvort vonir þessar ræt- j ast, því að þeir mvinu vera færri. blað- | lesendurnir hér á landi, sem betur fer, j er einblína á stærð blaða að eins. Það er og sannast, að það er lítið i gleðiefni, ef blað hefir kynnt sig tudda- j iega, sem farandi með blekkingar og ó- j sannindi, ástæðulaus smjaðuryrði um ! flokksbræður, en íllmælgi um mótflokk- j inn, að vita það fara að þenja sig út á i alla kanta, tii að flytja meira af því j góðgætinu(I), sem gert hefir það frá fæl- ! andi, í góðra manna augum, og ekki í ! húsum hafandi. Myndu margir gangast upp við stækk- un slíkra blaða? Fáir að líkindum. En gæti þá eigi hugsast, að stjórn- inni væri það eins happasælt, að hafa betra gát á því, hvað blöð hennar bjóða almenningi, eins og þessi stækkun þeirra? Gretur henni eigi hugkvæmzt, að or- sökin til þess, hve fáir kaupa stjórnar- blöðin, geti verið sú, hvað þar er haft á boðstólunum? Myndi því eigi nákvæmara eptirlit af stjórnarinnar hálfu vera öllu heppi- legra, en stækkunin? Það er töluverður kostnaður, sem af stækkuninni leiðir, en eptirtekjan hæpin, að því er oss virðist. t Þorgeröur Einarsdóttir frá Kleifum. Líkt og geisli, ljóss á öldu leiptrar og deyr á augnabliki, svo er mannleg æfi og yndi, allt á lífsins hjólum völtum. Breytast hagir brátt; í skyndi bjartir vonar geislar deyja. Yinir, börn og frændur fara frá oss, út í lífsins geima. Nú er Gerða frænka farin frá oss, heim að undralöndum. Henni kveðju hinnsta sendi á hörpu minnar veikum strengjum. Nú eru blys þín brúna slokkin, *) Allt gasprið um útbreiðslu „Reykjavik- ur“ er vitanlega að eins auglýsing, sniðin eptir amerísku auglýsinga-glamri. björtu’ og fránu, kæra vina. Blóm af vöngum bleikum flúin brátt, við kalda heljar náttu. Of ung varstu Gerða gefin gjálpar boðum lífsins óigu. Erábær varstu’ á ungri æfi; enginn manna sköpum rennir. Far nú vel að friðarströndum frábær svanni, vina kæra. Senn að máli munum finnast, myrkrið fer, þá kemur vorið. J. J. Bessastöðum 12. nóv. 1904. Tíðarfarið hefir í þessari viku verið nokkru hagstæðara, en að undanförnu, stillviðri, og væg frost, all-optast, unz ígær sneri til landsunnan- áttar, með jeljum. Strandferðaslcipið „Yesta“ kom til Reykja- víkur að morgni 9. þ. m., norðan og vestan um land. — Meðal farþegja með „Vestu“ var kaup- maður P. J. Thorsteinson frá Bíldudal, á leið til litlanda. Xiðurjöliiun aukaútsvara í Gaiðahreppi (og Hafnarfjarðarverzlunarstað) fór fram 2. þ. m., og eru útsvör hæðstu gjaldendanna, sem hér segir: Brydesverzlun í Hafnarfirði 500 kr. — Thor- steinson’sverzlun s. st. 400 kr. — Aug. kaupm. Flygenring, hreppsnefndaroddviti 250 kr. — Próf. Jens Pálsson i Görðum 160 kr. — Sýslumaður Páll Einarsson 150 kr. — Kaupm. Einar Þor- gilsson, Oseyri 125 kr. — Þórður Edílonsson læknir 80 kr. — Þorsteinn kaupm. Egilsson 80 kr. — Verzlunarstjóri Sigfús Bergmann 80 kr. — Skólastjóri Jón Þórarinsson 75 kr, — Jó- hannes Reykdal, verksmiðjueigandi 75 kr. — Jón Gunnarsson verzlunarstjóri 70 kr. — Jörgen Hansen kaupm. 70 kr. — Böðvar bakari Böðvars- son 60 kr. — Finnur Gíslason, fyr stýrimaður 60 kr. — Útgerðarfélagið við Hafnarfjörð 60 kr. — Ogmundur kennari Sigurðsson 45 kr. — Hróm. Jósepsson skipstjóri 40 kr. — Björn Helgason skipstjóri 40 kr. — Guðjón bóndi Gíslason 40 kr. — Guðm. Tjörfi Guðmundsson, bóndi á Straumi 40 kr. — Guðjón óðalsbóndi Sigurðsson, Óttar- stöðum, hreppsnefndarmaður 35 kr. — Halldór óðalsb. Halldórsson, Setbergi 35 kr. — Síra Magn. Helgason kennari 35 kr. — Sig. Jónsson skip- stjóri 85 kr. — Verkstjóri Sigurgeir Gíslason, hreppsnefndarmaður, 35 kr. — Jón A Matthíesen verzl.maður, Hafnarfirði 30 kr. — Markús Gísla- son, lausamaður s. st. 30 kr. — Sig. bóndi Sig- urðsson, Óttarstöðum 80 kr. — Guðm. Jónsson skipstjóri 30 kr. — Jón Jónasson, kennari, Hafn- arfirði 28 kr. — Runólfur verzl.maður Þórðarson, Hafnarfirði 25 kr. — Verzl.m. Ólafur Böðvarsson i s. st. 25 kr. — Þorlákur Þorláksson, fyr skip- stjóri 25 kr. — Jón Jónsson frá Laug 25 kr. — Hjálmar Sigurðsson verzl.maður, Hafnarfirði, 25 kr. — Árni Árnason s. st. 22 kr. — Guðm. Helgason, hreppsnefndarmaður, s. st. 22 kr. — l Jón trésmiður Steingrímsson s. st. 22 kr. — Kr. Guðnason í „Heklu“ 22 kr. — Ólafur Jónsson (Garða) 22 kr. — Oddur ívarsson skósmiður 22 kr. — Sig. bóndi Arnfinnsson, Vífilsstöðum 22 kr. — Niu gjaldendur hafa 20 kr. útsvar, en allir aðrir lægra, og or tala gjaldanda alls 230. — Upphæð sú, er jafnað var niðui að þessu sinni, nam alls 5215 kr. Gufuskipið „Breiford“ kom 4. þ. m. til Reykja- víkur frá Bretlandi, fermt ýmis konar vörum til „Edinborg“-verzlunarinnar. Kaxaflöa-gufubáturinn „Reykjavík11 fór 10. þ. m. upp í Borgarnes, og fer þangað einnig 19. þ. m., 6. og 15. des., og kemur við á Akranesi í hverri ferð. Til Keflavíkur fer „Reykjavíkin“ 23. og 28. þ. m., og 20. des. — Skipið fer jafnan af stað frá Revkjavik kl. 8 f. h.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.