Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.12.1904, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.12.1904, Blaðsíða 2
194 XVÍIL, 49. eimnitt sýnir lesendum hans ötvirœðileqa, að liann fer með ösatt mál. Það þarf alkunna „Þjóðólfs“ grænku, til þess að setja sjálfan sig jafn greini- lega í gapastokkinn framrai fyrir almenn- ingi, eins og ritstjóri „Þjóðólfs“ gjörir í þessari grein sinni, og þarf þvi ekki að eyða um þetta fleiri orðum, enda er nú „Þjóðólfur“ gamli, som kunnugt er, kominn í það niðurlœginqarástand, að jaf'n vel stjórnin hofir eigi þótzt geta notað hann, sem aðal-málgagn sitt, en orðið að kosta offjár, til að leita skoðunum sínum húsaskjóls í ómerkilegu auglýsingablaði. Yoh er, að káifurinn derri sigO) Teitt prestakall. Hergstaðir í Húnavatnsprófastsdæmi eruveitt- ir síra Lúðvík Knwlsen, enda sóttu eigi aðrir. Síra Lúðvik Knudsen var áður prestur að Þór- oddstað, en sleppti prestskap fyrir fáum árum. Inulend sápugjörð. Cand. philos. Evnld Möller frá Eskifirði ætlar að hafa sápugjörðarverksmiðju í Reykjavík, svo að íslendingar þurfi eigi að sækja alla sápu sína til útlanda. Þær eru þó að smá-fjölga iðnaðargreinarnar hér á landi, sem betur fer. Settur yflrdómsmálfœrslumaður. Cand. jur. Páll V. Bjarnason, sýslumanns Magn- ússonar, er settur yfirdómsmálfærslumaður í Reykjavík. Hann kemur í stað hr. Einars Benediktssonar, sem nú er yfirvald Rangvellinga. ©lifubátiirinn „Oddur“. Ekki vildi sjóábyrgðarfélagið kosta upp á við- gerð á „Oddi“, er strandaði í Grindavík 9. okt. síðastl. En nú sjáum vér bráðlega, hvað nýju eigend- unum, dugnaðarmanninum O. Zoega kaupmanni, og tveim öðrum Revkvíkingum, verður úr skip- inu. Yerði þeim ekki fé úr því, hefði fráleitt öðr- um orðið það. Eldey. Hr. Chr. Gram, sonur Gram’s sáluga, er lengi rak vorzlun á Þingeyri, og i Ólafsvík, hefir ný skeð samið við stjórnina um leigu á Eldey, eyði- hólmanum út af Reykjanesi. Ebr. Chr. Gram telur víst, að þar muni gnótt af margra alda fugla-drít, er hann vill selja út- lendingum dýru verði til áburðar. Retur, að sá reikningurinn brygðist nú ekki. Ér Dýraflrði er „Þjóðv.“ ritað 28. nóv. síðastl.: „Haustið er liðið, og komið fram að jólaföstu. Sumarið var hagstælt og gott, — en siðan um miðjan sept- embei-, hefir mátt heita óslitin hrakviðratið, rign- ingar og stormar, svo að varla hefur mönnum verið fært, að gegna nauðsynlegum heimilisstörf- um. Heyskapur nýttist vel yfir sumarið, en marg- ir telja víst, að heyin hafi víða skemmzt í hlöð- um, og heystæðum, þvi svo voru miklar rign- ingar um allan október, að flest hús láku, og viða var það, að rann út úr húsum, af leka; jafn vel nýþakin hús stóðust ekki. Margir gátu ekki náð að sér eldsneyti sínu (mó), fyrr en rigning- arnar höfðu skemmt það að miklum mun, og stöku menn eiga mó úti enn, svo að haustið má telja hér eitt meðal hinna erviðari, á seinni ár- um. Um fiskafla á þessu hausti or lítið að tala; það er fyrst, að gæftir hafa sjaldan verið góðar, enda hefði engin björg fengizt hér úr sjó, því síðan í septemberlolt, og allt fram á þonnan dag, hefir alls engin dagur fallið úr, sem ekki hafa verið fleiri og færri botnverpingar hér á firðin- um, fram og til baka, og opt hafa verið talin um og yfir 20 Ijós, á nóttu, í einu, víðsvegar um fjörðinn, allt utan frá fjarðarmynni, og alla leið F-jÓÐ Vir.JIXN, inn fyrir Þingeyri. Það er að vísu fögur sjón, að sjá ljósaganginn i næturmyrkrinu, hlíða milli, en samt munu þeir fleiri, sem hafa illan hug til slíkra gesta, sern ræna menn lífsbjörginni upp í þurrum landsteinum, þvi hér er um engaland- helgi að ræða; það er sama, sern menn standi alveg réttlausir í stjórnlausu landi. Heilsufar manna hefir mátt heita all-gott hér í sumar, og í haust. Mislingasóttin kom á land í Haukadal, og urðu margir hræddir, því þar er fjölmenni, og þéttbýlt mjög; en fyrir lofsverð- an áhuga, og bróðurlegt fylgi, allra Haukdæla, komst sýkin aldrei nema í eitt hús, og eru þar þó öll í þéttri þyrpingu, og má þess ætið geta, sem lýsir dáð og dugnaði. Um sama leyti komst sóttin einnig frá fiskiskipi norður yfir Dýrafjörð á tvo bæi, en þó að þar væri sóttkviað, barst veikin þó á fleiri bæi, sem alls eigi hefði þó þurft að vera. — Loks er þó nú svo komið, ept- ir langvinna sóttkvíun, að veikin er talin upp- rætt, og á læknir vor, hr. A. Eéldsted, þakkir skyldar fyrir öll afskipti sín af því máli“. Rjómabúiu eru alls 24 hór á landi nú i árslokin, og eru 20 þeirra í Suður-amtinu, nefnilega 11 i Arnes- sýslu, 4 í Rangárvalla-, 2 í Kjósar-, 2 í Borgar- fjarðar- og 1 í Yestur-Skaptafellsýslu. — I Norð- ur-amtinu eru rjómabúin þrjú, sitt í hverri sýsl- unni, Húnavatns-,Skagafjarðar- og Suður-Þing- oyjarsýslu. — Loks er eitt rjómabúið i Vestur- amcinu, nefnilega í Dalasýslu. Ný slúttuvél. Hugvitsmaðurinn Ólafur Hjalteited hefir búið til nýja sláttuvél, er hann nefnir „Tyrfing“, og tjáir hann hana geta slegið gtasið svo snöggt, að eigi verði eptir, nema ‘/4 þumlungs frá rót- inni, og gengur einn hestur fyrir vélinni. Gert er ráð f.yrir, að vél þessi fáist í verzl- unum hér á landi á vori komanda, og kosti 210 kr. Reynist sláttuvél þessi, svo sem henni er lýst, þá er hér stígið afar-þýðingarmikið fram- faraspor, sem fremur flestu öðru getur orðið til þess, að reisa íslenzkan landbúnað, og gera hann arðvænlegri, en nú er. Frá Ísaíirði er „Þjóðv.“ritað 1 des. síðastl.: „Héðan er að frétta dágóðan afla í Bolungarvík, og einnig reit- ingsafla í verstöðunum innan Arnarness, þegar gæftir leyfa. — Innbrotsþjófnaður var framinn í Bolungarvík um síðustu helgi; hafði þjófurinn brotið glugga í verzlunarbúð Pétnrs kaupmanns Oddssontvr, og seilzt svo inn í opið púlt, er stóð við gluggann, og nælt sér þar rúmar 100 kr. í peningum, án þess að fara sjálfur inn í búðina. -— Enginn grunur hefir enn fallið á neinn sér- stakan, og hefir ]>ví engin rannsókn vorið haf- "vt ’i alát. Látinn er sagdur síra Arnljötur OJafs- son á Sauðanesi, freklega áttræður, fædd- ur 1823. — Hann andaðist daginn eptir jarðarför konu sinnar, er hann unni mjög. 19. ágúst síðastl. bar svo til á fiski- skipi, á hafi úti, að einn skipver.ja varð hráðhvaddw. — Maður þessi hét Ingibjart- ur Jónsson, efnilegur maður, og vel met- inn, fæddur 6. janúar 1878. — Foreldrar lians eru Jón bóndi Sakaríasarson á Dröngum í Dýrafirði, og kona hans Ingi- björg Jónsdóttir, og var Ingibjartur sál- ugi stoð foreldra sinna, og von þeirra á efri árum. — Má og geta nærri, að hið sviplega fráfall hans hafi orðið foreldrum hans enn tilfinnanlegra, þar sera þau höfðu áður, haustið 1902, misst tvo sonu, báða efnilega og uppkomna. — 3. okt. þ. á. var Guðmundur Kristj&ns- son frá Ytri-Lambadal í Dýrafirði í fjár- leit, og kenndi þá verkjar kringum nafl- ann, en komst þó til bæjar, þótt verkur- inn ágerðist mjög, og andaðist hann degi síðar. — Guðmundur sál., er var fæddur 21. sept. 1878, var greindur maður, mjög gefinn fyrir bækur, hæglátur og dagfars- góður. — 31. s. m. andaðist ekkjan Guðný Ög- mundsdóttir á Næfranesi í Dýrafirði, 63 ára að aldri (fædd 1841). — Iiún var heilbrigð, að því er menn vissu, er hún gekk þar lítinn spöl milli bæja; en með því að hún var lengur burtu, en búist var við, var farið, að svipast eptir henni, og fannst hún þá liggjandi, með litlu lífi, en þó á réttri leið, og andaðist dag- inn eptir. — Um Guðnýju sálugu má geta þess, sem nú er fremur fátítt, að eptir lát manns hennar var hún í 35 ár vinnukona hjá sömu húsbændunum. I rökkrunum. ---«41» — Ai'ið 1841 átti jeg heima að Hofi i Yatnsdal. — Fólkið, sem var nokkuð margt, svaf allt í sömu baðstofunni, og var afþiljað hús í öðrum enda hennar; það var ólæst, en hurðin lögð apt- ur, og féll þó eigi alveg að stafnum. -- Ljós lifði vanalega i húsinu um nætur, og lagði því mjóa ljósrák, gegnum rifuna milli hurðar og stafs, fram á gólf tveggja stafgólfanna, er næst voru dyrunum. Eg svaf í rúmi, ásamt unglingsstúlku, öðru megin fyrir framan húsdyrnar, og var það þá um jólin — mánaðardaginu man eg okki —, að eg vaknaði um morguninn, nálægt kl. 5, og varð allt í einu glaðvakandi. Eg lá grafkyr, og horfði fram um baðstofuna, eins og eg ætti von á því, að einbver kæmi inn, þótt ekki byggist eg við, að geta séð neitt, þar sem koldimmt var í baðstofunni, nema á gólf- inu, þar sem ljósrákin var. — Horð atóð við rúm- stokkinn hjá mér, rétt við höfðalagið. En er eg hafði legið svona örstutta stund, sé eg allt í einu, að inn í baðstofuna kemur kona, fremur smá vexti, og sá eg glöggt, að hún var í nœrfötunum einum, og berhöfðuð. Kona þossi gekk beint inn gólfið, og að hús- dyrunum, svo að eg hugði, að hún ætlaði þar inn; en þótt hún gerði þrjár atrennurnar, hörf- aði hún þó jafnan aptur frá dyrunum, og í síð- asta skiptið, er bún sneri þaðan, gekk hún ekki fram gólfið, heldur að borðinu, er var fyrir fram- an rúmið mitt, og laut hún þá yfir borðið, eins og hún vildi gæta í rúmið. Brá mér þá svo, að eg kastaði fötunum yfir höfuð mér, og )á svo örstutta stund, naumast meir en minútu, en sá svo ekkert, er eg leit upp aptur. Litlu síðar vaknaði fólkið í baðstofunni, og tók að klæðast, og sagði eg þá frá sýn minni, og hlógum við öll að vitleysunni, nema stúlk- an, i-r hjá mér svaf, sem gjörðist all-fálát, og var sýnilega brugðíð. En þegar við vorum orðnar tvær einar, mælti hún við mig: „Það rar engin vitleysa, sem þú sást, þvi þetta hefr verið hún móðir mín; þú lýstir henni alveg rétt“. En móðir stúlkunnar átti heima áSkagaströnd- inni — bæjarnafnið man eg eigi með vissu —, og hafði legið veik, síðan um sumarið (að mestu í geðveiki), og höfðum vér engar fregnir af henni fengið, síðan snemma um haustið Leið nú til gamlaársdags, er vér fréttum, að hún hefði eina nóttina um jólin lauma.zt upp úr rúmi sínu, fuudizt snomma um morguninn eptir niður við sjó, og þá að ein < með lífsmarki. því að hún var örend, áður en uni varð kom- ið til bæja, þótt örstutt væri.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.