Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.12.1904, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.12.1904, Blaðsíða 2
206 Þjóðviljin'n'. XVm, B2. um. Tveir menn úr Btjórnarnefndinni sömdu og sendu ávarp þetta án vilja eða vitundar annara, og annar þeirra borgaði skrautritun á því úr sinum vasa. Þetta tiltseki vakti, sem von var, megna óánægju meðal pilta, því þeirn fannst sízt ástæða, til að færa þakkarávarp manni, sem margsinnis stóð í vegi fyrir nauðsynlegum laga- breytingum í félaginu, og var svo naargskiptinn um stjóm þess, að hann meinaði stjórnarnefnd- inni nauðsynleg fundahöld, og sýndi að öðru leyti svo mikla stirfni, að 8 nefndarmenn gátu ekki við unað, og neyddust til, að segja af sér störf- unum. Og eins og allir vita, var hann eigi svo vinsæil, sem skólastjóri, að kunnugir gætu látið sér detta í hug, að piltar sendu honum slikt á- varp. Þetta er i fullu samræmi við það, hvernig þessir 2 piltar fara í felur með ávarpið, og láta það birtast á prenti einmitt á þeim tíma, er pilt- ar voru á heimleið úr skóianum, og því von til þess, að þeir veittu því ekki eptirtekt. Samþykkt á „íþöku“-fundi 19. des. 1904. Fyrir hönd félagsmanna. Stjórnarnefnd „Iþöku“. Olafur Qunnarsson, Steindór Björnsson, ('p. t. forseti.) • ('ritari.) Jakob Ó. Lárusson. Haraldur Jónasson. Quðm. Asmundsson. Bessactöðum 29. des. 1904. Tiðarfar. Einkar mild veðrátta hefir haldizt um jólin, og jörð öll marauð, enda getur naum- ast heitið, að snjó hafi fest á láglendi hér syðra þann tima vetrar, sem liðinn er. Drukknun. Fiskiskipið „Golden Hope“, er sent var í haust til Noregs, til viðgerðar, kom til Reykjavíkur 21. þ. m., eptir 18 daga ferð frá Mandal,og hafði á leiðinni hingað misst einn skipverja útbyrðis, og varð honum eigi bjargað. — Maður þessi hét Helgi Jóhannsson, ókvæntur maður frá Ármóti, er dvalið hafði í Reykjavík um hríð. -j- 18. þ. m. andaðist i Reykjavík prestsekkj- an Helga Magnúsdótíir, yfir sjötugt, systir Ólafs sáluga Norðfjörðs, er lengi var verzlunarstjóri í Keflavík. — Hún var ekkja síra Jóns Jakobsson- ar, er var prestur i Glæsibæ. — Meðal barna þeirra hjóna eru: frú Helga Andersen, gipt H. Andersen, klæðskera í Reykjavik, og JaJcob Jóns- son verzlunarmaður. Niðurlag sögunnar „L.eðurtrektin“ gat því miður eigi komið í þessu nr. blaðsins, og verður því prentuð í fyrstu nr. 19. árg., en þo með áframhaldandi blaðsíðutali, þar sem svo er til ætlast, að hún fylgi öll sögusafni 18. árgangs. Sklrnir timarit liins islenzka Bókmenntaíélags. Ritstjóri: Guðm. Finnbogason; ársfjórðungsrit með myndum. Stærð: 24 arkir á ári. Yerð: 3 kr. fyrir áskrifendur, 4 kr. í lausasölu. Sölulaun 25°/0. 1. heptið kemur út í marz næstkomandi. Skírnir ætlar að flytja: 1. stuttar, vel samdar, ritgjörðir um framfaramal þjöðar vorrar, svo sem mennta- mál, atvinnumál, heilbrigðismál, skattamál, samgöngumál, sveita- og fátækra-mál, um samband ríkis og kirkju o. s. frv.; 2. ritgjörðir um íslenzkt þjóðlíf, sógu vora og bókmenntir að fornu og nýju; 3. ritdóma um helztu nýjar íslenzkar bœkur, og skrá yfir allar bækur, sem koma út á íslenzku. Verður það góð leiðbeining fyrir lestrarfélög. Jafn framt verður getið einstakra merkra útlendra bóka; 4. stuttar, auðskildar, ritgjörðir um nátturuna og rnannlífið, einkum það er nýtt gjörist, t. d. merkar nýjar uppgötvanir, breytingar á hugsunarhætti, lifskjörum og lífsskoðunum annara þjóða, og því um líkt; B. stuttar ritgjörðir um merka menn, með myndum af þeim; 6. ritgjörðir um listir og íþróttir; 7. skáldskap, einkum frumsamdar íslenzkar sögur og kvæði; 8. Vög, eptir islenzk tónskáld; 9. fréttir um merkustu viðburði heimsins um síðastliðinn ársfjórðung; verða þær f hverju hepti; 10. hitt og þetta — ýmis konar fróðleikur. Augiýsingar fylgja ritinu. Skirnir hefir þegar fengið loforð um aðstoð margra ritfærustu íslendinga. Allur frágangur verður vandaður. Reykjavík 30. nóv. 1904. Stjórn Reykjavíkurdeildar Bókmenntafélagsins. Otto Monsteds danska sinjöi-líki er bezt. „Testa“ lagöi af stað frá Reykjavík til út- landa 18. þ. m., samkvæmt áætlun. — Með „Vestu“ sigldu: Jóh. Beykdal, verksmiðjueigandi í Hafn- arfirði, söngfræðingur Sigfús Einarsson, og Ól. Hjaltested, Jarðslijálítiikipp, all-snarpan, varð vart við að morgni 27. þ. m.. kl. nær 6; munir hristust, en féllu þó ekki. í verzlun Einars Þorgilssonar, óseyri, fást ýmsar vörur til Hátíöanna svo sem: JXjöt, hangið og saltað. íslenzkt smjör, tólg-. Il veiti, melís, strau- sykur. fSiti-oiiolíii Cliooolatle Búsinur Púðui-sykur. Tvíbökur. Kringlur. .1 ólakerti. Spil- V indlar*. Eun fremur fæst i sömu verzlun: Hrisgrjón. Bankabygg. Smjörlíki. Hænsnabygg. IVetagarn. Nóttlampar, og margt fl. Ofan greindar vörur eru seldar m j ö g ódýrt fyrir peninga. UMBOÐ. Með þvi að hr. Magnus Ólafsson, sem að undan förnu hefir veitt verzlun minni á Isafirði forstöðu, sleppir þeirri stöðu nú um áramótin, hefi eg falið hr. Jóni verzl- unarmanni Hróbjartssyni á ísafirði að veita verzluninni forstöðu frá 1. janúar næstk’, og ber mönnum því að snúa sór til hans, að því er öll viðskiptí við tóða verzlun snertir, og vona eg, að hann njóti sömu velvildar af hálfu viðskiptamanna, sem fyrirrennari hans. Þess skal getið, að hr. Jón Hróbjarts- son hefir einnig fullt umboð, til þess að innheimta útistandandi skuldir verzlun- arinnar, hvort sem er með lögsókn, eða án lögsóknar, eins og hann einnig hefir fulla heimild, til þess að sættast á slík mál, og yfir höfuð skulu gjörðir hans í þessum efnum vera jafn gildar, sem eg sjálfur gjört hefði. Bessastöðum 22. des. 1904. Skúli Thoroddsen. lý markaskrá. Með því að sýslunefnd Kjósar- og G-uUbringu-sýslu ákvað á fundi sínum í dag, að láta semja og prenta markaskrá fyrir Kjósar- og Gullbringu-syslu og Reykja- víkurbœ á komandi ári, og fal mér undir- skrifuðum að annast um samningu, og prentun á markaskrá þessari, þá er hér með skorað á hreppsnefndirnar í Kjósar- og Gullbringu-sýslu, og bæjarstjórn Reykjavikur, að safna sauðfjármörkunum, og senda mór fyrir 15. aprU næsta ár glögga skrá um sauðfjármörk, hver í sín- um hreppi, og í bæjarfólagi Reykjavikur. Hverju marki eiga að fylgja 2B aur., til borgunar kostnaðinum við samningu og prentun markaskrárinnar, því að ella verður markið eigi tekið í skrána. p. t. Hafnarfirði 19/12 ’04. Þórður Guðmundsson frá Neðra-Hálsi. H’Steensen JYlargarine er aCtió öen 6eóste. PrentsmiÖja ÞjóÖviljans.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.